Aqua Spa Akureyri

Maður er nú aldeilis búin að taka á því í onduleringunni. Hófa klippari breytti mér úr miðaldra þreyttri húsmóður í svaka rauðhærða skvísu í stuttpilsi og hælaháum skóm. Ekki misskilja mig, ég er ekki komin í pislið né skóna, enda á ég enga hælaháa skó af augljósum ástæðum, mér líður bara þannig.

Í gær voru svo augabrúnirnar reyttar og lét konan sem það gerði þau orð falla að þær væru orðnar ansi villtar. Ég fór í Aqua spa sem er í Átakshúsinu á Akureyri og þvílík þjónusta... fyrst fékk ég fótabað og heita bakstra á herðarnar meðan ég beið. Þegar inn var komið tók við sjóðandi heitt rúm-stóll með þykku flísteppi sem var breytt yfir mig og svo var hafist handa að lita brúnirnar. Þegar það var búið slökkti konan ljósin og sló fyrir vit mér róandi ilm og hófst handa við að nudda axlir og framhandleggi. Skemmst frá því að segja að mín dormaði milli svefns og vöku. síðan var ég vöxuð og plokkuð, kæld með róandi kremum í lokin var rennt fram og aftur yfir brúnirnar með frosnum mjúkum fjörustein.  Vá hvað það var frábært.

Að fara í plokkun og litun og upplifa að maður sé í þvílíku dekri er auðvita bara frábært. Tók 40 mín. í allt og borgaði ég aðeins 2.800 kall fyrir herlegheitin. Sagði við vaxarann sem heitir Elín að þetta væri í fyrsta skipti sem mig langaði að borga meira en uppsett verð,  ég gerði það nú ekki. Þar fyrir utan er þetta Spa húsnæði svo fallegt að það ætti að borga auka fyrir að sitja þarna og stara út í loftið.

Ég mun alveg pottþétt fara þangað aftur og áður en langt um líður.. Svo var ég ekkert smá fín og komin með hissasvipinn sem verður á mér í 2-3 daga meðan liturinn fer úr húðinni.

Svo nú er ég Rauðhærð, hissa skvísa í stuttu pilsi og hælaháum skóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og þú ert alveg HRIKALEGA flott rauðhærð hissa skvísa
Hlakka þvílíkt til á mánudaginn, þegar sú rauðhærða mætir í stutta pilsinu og hælaháu skónum .. Kannski  ljóshærða, hissa skvísan sem vinnur líka hjá Fjarvinnslunni, leiti af sínu stuttpilsi og hælaskóm?

Gætum svo farið og slegið í gegn á súpufundinum  í hádeginu?

STórfrænkan (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband