Páskar

Komin norður úr borg óttans. Mikið gaman í starfsmannaveislunni, frábær matur og skemmtiatriði, svo skemmtu borðfélagarnir okkur inn á milli. Ellen Helga kom með okkur norður á laugardag og er mjög ánægð að vera komin  í "sveitina" svo ég tali ekki um Perlu hund sem fær nú margar gönguferðir á dag og er uppgefin á hverju kvöldi. Amælisveisla litla eins árs prinsins var flott og sátum við að áti frá 3-7. með smá hléum. Konni litli tekur nú orðið nokkur skref í einu og er æðsilegt að fylgjast með honum ganga, litla stubbnum.

Ákveðin í að eiga góða og skemmtilega páska með hvíldarívafi. Ætla að lesa passíusálma á föstudaginn langa og syngja í einni til tveimur messum yfir hátíðina. Orri kemur á morgun til okkar og verður líklega kátt á Hlíðarveginum. Við Ellen páskaskreyttum húsið í gær og erum búnar að tjalda öllu gulu sem til er.

Gleðilega páskahátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ

Já, það verður sko stuð og gaman um páskana hjá okkur, hlakka svo til á laugardaginn :)  En heyrumst seinna...

kv.Freyja

Freyja (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 09:33

2 identicon

Sæl Sigga litla og gleðileg páska. Allataf gaman að lesa pistlana þína frænka litla. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 16:03

3 identicon

Humm.. sjaldan sem lýsingarorðið "litla" er notað um mig, en gaman að því, er svolítið forvitin að vita hver þessi "bumba" er....Kveðja Sigga litla.. heheh

Sigga Guðm. (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband