Númer tvö......

Jæja, jæja. Fór til vinnu í dag, ætlaði í gær en Guðný vinnuvinkona mín bannaði mér að koma og auðvita hlýddi ég, enda er hún eldri og stundum þarf að hafa vit fyrir manni. Það þurfti í þessu tilviki.

Dundaði við að setja myndir í nýja ramma. Málið er að þegar börnin mín fermdust þá setti ég myndir af þeim frá fæðingu - til fermingar í ramma og hengdi upp. Einn dag í vetur kom ég heim og sá að Sig. Óli var horfinn af veggnum, og viku seinna fór Freyja, en Lena hékk áfram enda yngst og ramminn ekki eins gamall og hinna. Löngu búin að fjárfesta í nýjum römmum, og loksins dreif ég í því að raða börnunum upp á nýtt, og mikið er ég glöð að geta virt þau fyrir mér aftur í hvert skipti sem ég geng niður stigann á neðri hæðina.  Mikið eru þau nú falleg börnin mín... en svo ólík. Tala nú ekki um hvað barnabörnin verða kát, því þau hafa mikið skoðað þessar myndir og talað um hver er hvað að hvað verið er að gera á hverri mynd.

Um leið og ég fór páskafrí, hætti ég að drekka vatn. Í vinnunni drekk ég a.m. k. einn lítra á dag og finnst ómissandi að hafa það við hendina. Svo kemur helgi, og ég drekk ekkert nema kaffi og Cola light. En um páskana er vatnsfríið það langt að ég tók eftir því að pissið mitt var dekkra en vanalega og það minnti mig á vatnið, og fyrst ég  var nú að fylgjast með pissinu þá fór ég að fylgjast með nr. 2.. athuga hvort hann flyti nú ekki vel eins og hann væri með kúta. Jú, jú, hann flýtur vel og er það gott.

Einu sinni voru einhverjir þættir í sjónvarpi .. þú ert það sem þú étur... kona nokkur tók fólk í gegn í mataræði og tók blóð og kúk og lét rannsaka og fór yfir mataræði og þess háttar. Það sem ég man best af þessum þáttum er að hún sagði að maður ætti að fylgjast vel með hægðum sínum og ef kúkurinn flyti, væri maður í betri málum en ef hann sykki eins og steinn. Skil þetta samt ekki vel því ég át bara súkkulaði og allskyns sukk um hátíðina, en kúksi flaut eins og ekkert væri, dag eftir dag.

Semsagt heilsuráð dagsins: Verið meðvituð og breytið um mataræði ef allt sekkur í botn. MúhahahaW00t

Ef börnin mín læsu þessa færslu, segðu þau að ég væri með óæðri endann á heilanum, svo marga kúka- leysa vind-sögur hef ég sagt þeim af sjálfri mér og öðrum. LoL

Ætla á Akureyri um helgina að naglast.  LCN gengið kemur norður og ætla ég að reyna að fræðast um nýungar hjá þeim og kannske sýna þeim hvernig á að gera þetta.. Kell... Er bara að grínast... sko að ég ætli að kenna þeim....

Sjóararnir mínir fóru allir í gær og eru að fiska við Kópasker, þar er víst hægt að vera í skjóli fyrir norðanáttinni sem alltaf er. Vonandi fer þetta veður á miðunum að lagast með hækkandi sól.

Góða helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgunnur R Vigfúsdóttir

vatnsfrí, kúkur og piss hefur líka herjað á okkur hér á Hornbrekkuvegi í páskafríinu. Hér þykir fólkinu og þá sérstaklega Andreu ég spyrja einum of oft um hægðirnar

Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 30.3.2008 kl. 11:00

2 identicon

Múhahaha.. Gott að vita að fleiri fylgjast með en ég. Sagði Lenu frá þessu um jólin, þ.e.a.s. um hægðirnrar og henni þóttu þetta mikil vísindi og nú má ég spyrja og hún svarar mér um hæl...

Sigga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:30

3 identicon

Sæl Sigga, rataði inná bloggið þitt um daginn, og ákvað að kvitta fyrir mig,  ég bý í Siglufjarðarhluta Fjallbyggðar og vinn á  bæjarskrifstofunni, finnst gaman að lesa bloggið þitt  og skemmtilegar pælingar þar!!! en hafðu það gott kveðja úr vesturbænum  

Biddý

Brynhildur Baldursdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 13:27

4 identicon

Alltaf gaman þegar kvittað er. Ekki verra að það sé "sveitungi" úr vesturbænum. Góðar kveðjur á Siglufjörð.

Sigga (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband