Veröndin mín.. himnaríki..

Sólin farin að skína aftur eftir nokkra súldardaga og þá kemst ég í gírinn. Um seinustu helgi fékk draum uppfylltan. Við Konni komumst að samkomulagi um að fá okkur heitan pott á veröndina. Ekki að það hafi staðið í okkur hvort.. heldur hvernig... Ég vildi lítinn 2-3 manna einfaldan hitaveituvatnspott, en Konni vildi stærri rafmagnsnuddpott, og hafði Konni betur í slagnum þeim sem staðið hefur nú í eitt og hálft ár eða svo. Svo nú er þessi draumapottur kominn á sinn stað og alltaf tilbúinn þegar heimilisfólkið á Hlíðarveginum vill láta líða úr sér er stokkið útí og nuddið sett á fullt.. og þvílík slökun maður minn og vellíðan sem þessu fylgir. Ég er mjög sátt þó Konni hafi farið sínu fram og keypt nuddpott með góðum tengdapabba- afslætti hjá Herði tengdasyni í Tengi.

Barnabörnin eru þó sýnu ánægðust og fóru Konni litli júníor og Harpa fyrst í baðið og fengust ekki uppúr fyrr en seint og um síðir.

Orri kom til okkar um helgina, stór og myndarlegur drengurinn hafði á orði er hann var að skoða myndir af pabba sínum á hinum ýmsu aldurskeiðum hversu líkir þeir væru, sagðist nú vita hvernig hann muni líta út sem unglingur og ungur maður "pabbi er svo líkur mér að það er ekki fyndið" sagði hann. Amma benti honum á að það væri hann sem væri líkur pabba sínum.. hehe.

Á laugardag var svo farið í garðvinnu á Sandinn hjá tengdaforeldrum, en þar söfnuðust saman slatti af afkomendum þeirra og tóku til hendinni við málningarvinnu, pallasmíði og hrreinsun á blómabeðum og runnum. Ekki allt búið enn og stefnan sett á n.k. laugardag til að klára.

Búið að vera nóg að gera í nöglum undanfarna daga, aðallega tásum þar sem margir eru á leið í sólina í útlandinu og hvað er skemmtilegra en að vera með flottar tásur í sandölunum.

Grilluðum og áttum svo rólegan sunnudag, minnir mig fyrir framan imbann þar sem stanslaus fótboltaveisla fer fram. Mjög skemmtilegt..

Nóg að gera framundan, ætla að mála suðurhliðina á húsinu mínu á næstu dögum, reyna að klára það áður en við Konni förum í okkar langþráða frí. Höldum svo áfram þegar heim kemur og  dundum við þetta verkefni í sumar.. Ekkert stress í gangi.

Sjóararnir á sjónum og við hin höfum það gott í sólinni og pottinum.

Nóg að sinni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já er ekki frábært ad hafa pott:) Simmi vill líka endilega pott og eitthvad þráast ég vid ,,en kanski hann vinni og potturinn kemur   sjáum til hehe njótid pottarins og góda vedursins ,, en ég vil bara rigningu nuna svo gras komi á lódinna hehe en bara i nokkra daga samt :) knus knus

silla DK (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:26

2 identicon

Já Silla. Potturinn er bara snilld. Hættu að þráast við og leyfðu sjóaranum að setja pottinn,  vona að fari að spretta hjá þér. knús og kram frá okkur

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband