1.7.2008 | 15:25
Rigningarblues...
Jæja, komin heim í heiðardalinn. Þarf ekki að fara mörgum orðum um veðurfarið hér á norðurlandinu undanfarna daga. Maður hefur verið að smyrja sig með smjöri svo húðin hreinlega brotni ekki af manni, slík eru umskiptin úr sólinni og hitanum á Krít og hér í rigningunni og suddanum.
Náði í skottið á Blueshátíðinni, á laugardag fór ég á yndislega tónleika í kirkjunni okkar með Ellen Kristjáns og manni hennar undirleikaranum Eyþóri. Um kvöldið fórum við mæðgur að blúsa í Tjarnarborg. Þar voru margir snillingar saman komnir að plokka hljóðfæri og syngja.
Ellen Helga kom með okkur norður og hefur skemmt okkur síðustu daga með ýmsum hætti, orðin svo fullorðinsleg og stór stelpa. Hefur verið óþreytandi að leika við litlu systkini sín sem hreinlega dýrka hana og mega ekki af henni sjá. Sjóararnir eru heima vegna veðurs, sem manni finnst skjóta skökku við þegar komin er 1. júlí, en svona er Ísland í dag. Við hitum bara pottinn í botn á kvöldin og stökkvum oní og slökum okkur niður fyrir háttinn. Það er bara geggjað.
Gott að sinni
Athugasemdir
blessuð Nafna og velkomin heim sé að þetta hefur verið góð ferð hjá ykkur hjónum
bestu kveðjur sigga
Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.