júlíafmælin..

Margt skemmtilegt gerst síðan kerlan bloggaði síðast. Best að byrja á afmælunum og byrja í dag..

WizardHann á afmæli í dag frumburðurinn minn, Sigurður Óli 28 ára gamall drengurinn. Til hamingju elsku karlinn minn.WizardVala og Sigurður óliHarpa Hlín og Perla

Í gær var það prinsessa Harpa Hlín sem varð fjögurra ára, Hamingjuóskir til þín elsku dúllan okkar.Wizard

Mín kæra vinkona Ólöf átti svo afmæli 12. júlí og eyddi deginum í brúðkaupi í Njújork.. Hamingjuóskir til þín, og til Þuru vinkonu sem átti afmæli þann 11. júlí. Wizard

Guðmundur Fannar Þórðarson varð hvorki meira né minna en 30 ára þann 10, og hans spúsa Bjarkey,  einnig þrítug þann 5. júlí. Ekki má gleyma Hreini móðurbróðir sem átti líka afmæli 10. júlí. Hamingjuóskir til ykkar.Wizard

Engin hætta á að ég gleymi að Eyjafjarðarsólin átti svo enn eitt afmælið þann áttundunda júlí. mikið gleðst ég yfir hverju árinu sem skellur á mig og leiði hugann að því hvað ég er lánsöm að eldast og geta fylgst með árunum í andliti mínu þó ég þurfi nú orðið gleraugu til að sjá nýjar aldursmyndanir sem kallast í daglegu tali hrukkur. Joyful

Lítill drengur fæddist á afmælisdaginn minn, (það hafa líklega fæðst nokkur börn daginn þann!) Hrafnhildur Þórgunnarsystir er móðir hans..

Hamingjuóskir til foreldra, bróðurs og allra sem að prinsinum standa.Smile

Við Ellen Helga fórum á Ak. á miðvikudaginn, gistum hjá Freyju ásamt Orra, fórum í bíó, síðan flaug hún heim á fimmtudag. Það var nú ansi tómlegt eftir að hún fór, búin að vera hjá okkur síðan við komum frá Krít, en Orri kom svo á föstudag og var hjá okkur um helgina, þó aðallega á tjörninni, bryggjunni og fram í vatni að veiða ásamt afa sínum. Konni fór þó ekki að veiða síli með honum á tjörninni..

Við mæðgur eyddum drjúgum tíma í pottinum um helgina, með suðræna drykki og ávexti í rigningunni, ímynduðum okkur að það væri sól og blíða, og það tókst ágætlega. Alltaf gaman að hafa þessar elskur heima hjá gamla settinu, en Tengdasonurinn er í DK á heimsmeistaramóti unglinga í siglingum, sko.. sem þjálfari..hehe

Afmælisveisla hjá Hörpu prinsessu á sunnudag, pilsupartý, með kaffi og tertum í eftirrétt.. nammi namm.. Hún var svo sæt og fín dúllan, og gaman að fylgjast með henni taka á móti gestum og leyfa öllum að kyssa sig, sem hún er nú endilega ekki mikið fyrir, en hún var svo glöð og ánægð, og ekki skemmdu pakkarnir fyrir.

Eftir afmælið fórum við svo í bíó ásamt Freyju, Lenu og Orra á mamma mia... vá hvað það var gaman. Ég átti erfitt með að sitja kyrr, langaði að standa upp og dansa, en gerði það ekki af tillitsemi við hina, en söng abbalögin í hástert allan tímann. Það verða bara allir (miðaldra abba-aðdáendur) að sjá þessa mynd.. og leikararnir (Meril Streep ein af mínum uppáhalds..) og söguþráðurinn er svooooo skemmtilegur að mig langar afur í bíó. Ekta mynd fyrir vinkonur og skella sér saman á og skreppa aftur um ca. 30 ár.  Smile Er að spá í að smala saman kerlum og fara aftur á myndina.

Þetta er gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

maður þarf nú að fara að skrifa niður hjá sér öll þessi júlí afmæli

Þórgunnur (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:45

2 identicon

Segðu Þórgunnur. Þetta er alvöru afmælismánuður og eins og þú veist besti mánuðurinn ..hehe.

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband