Edrú í 13 ár...

WizardÉg á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég er 13 ára í dag.Wizard

Mér þykir vænna um þennan dag en flesta aðra. Það var á þessum degi fyrir 13 árum sem ég tók gæfusporin mín inn á Vog og hef aldrei verið söm eftir það. Þau voru ekki auðveld þessi spor en það leið ekki á löngu þar til ég var farin að spá í af hverju ég hafi ekki tekið þau fyrr. En minn tími var örugglega komin þarna 18.07.´95.

Síðan þá hef ég ekki þurft að skammast mín fyrir neitt sem ég hef sagt eða gert. Vaknað á hverjum morgni vitandi nákvæmlega hvað ég gerði í gær. Verið með fulla fimm í þrettán ár. Enginn kvíðahnútur í maganum, engin óútskýrð vanlíðan ég áttaði mig ekki á fyrr en ég varð edrú.

Í meðferðinni komst ég að því að ég hafði verið í lagi einn dag í viku, miðvikudag. Ekki að ég hafi drukkið alla hina daga vikunnar.

Föstudagur: Helgin framundan, spenna.. komast í ríkið .. dottið íða. Laugardagur: þynnka, fengið sér aftur í glas um kvöldið, ef eittvað var til. Sunnudagur: Timburmenn, mórall. baugar og bjúgur. Hausverkur. pilsner..... Mánudagur: Óútskýrð vanlíðan, stundum mórall og þynnka. Enn baugar...     Þriðjudagur: Undarleg vanlíðan, en líkaminn að komast í betra stand. Miðvikudagur: Síðastliðin helgi gleymd, heilsan í ágætis lagi.. normal.. Fimmtudagur: Spennan magnast.. það er að koma helgi .. jibbíjey..jibb. Vera rosalega dugleg. Þrífa húsið og krakkana... er svo dugleg að ég á nú skilið að slappa af og fá mér í glas um helgina....

Þvílíka innantóma lífið sem ég lifði. Ég trúði því þegar ég hætti að drekka  að nú hefði ég ekkert að gera meira um helgar en að láta mér leiðast, en sannleikurinn er sá að helgarnar eru ekki nógu langar.

Nú er föstudagur,xhelgarfrí framundan, ætla að kíkja með barnabörnin tvö yngstu á miðaldarsöguslóðir á Gásum ásamt afa þeirra og gera fleira skemmtilegt.

Gaman saman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju með daginn!Þetta er glæsilegt hjá þér.

Heidi Strand, 18.7.2008 kl. 12:24

2 identicon

Elsku sigga til lukku með daginn, ég skil svo vel að þú sért hamingjusöm bestu kveðjur til þín sigga

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 19:59

3 identicon

Hæ hæ, til hamingju með daginn, yndislegt að lesa færsluna hjá þér... eins og  ég hefði skrifað þetta... bara enn og aftur til lukku með daginn flotta edrú kona kv.Biddý Sigló

Biddý Sigló (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:26

4 identicon

Takk fyrir kveðjurnar dömur mínar. Er líka ánægð með árin mín 13. Reiknaði nú ekki með þessu þarna um árið á Vog, aði maður héngi þurr svona lengi..hehe.

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 10:47

5 Smámynd: Bumba

Þú ert í einu orði frábær, og hetja frá toppi til táar. Guð blessi þig Sigga mín. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.7.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband