3.9.2008 | 16:18
Kjarnakonur
Fór á menningarvöku á laugardag á Ak. Hlustaði á Bubba og fleiri í Gilinu ásamt þúsundum manna og kvenna. Borðaði ástarköku og kaffi fyrir neðan samkomuhúsið og horfði síðan á Fjöllistakonuna Önnu bregða sér í líki furðufugls og fljúga við menningarhúsið nýja undir styrkum tónum frá Röggu Gísla. Tilkomumikið var þetta og skemmtilegt. Endaði svo á smá flugeldasýningu af þaki Hofs. Takk fyrir mig Akureyri.
Fór í gærkvöldi á fund Kjarnakvenna á Akureyri, ásamt Guðnýju vinnuvinkonufrænku minni. Borðuðum fyrst með þeím á Strikinu og síðan stormaði hersingin í nýjar höfuðsstöðvar S'A'A . Glæsileg húsakynni í Hofsbót. Höfum líklega verið um 30 flottar kerlur á öllum aldri.
Við höfum sett okkur það markmið að mæta á þessa fundi í vetur, Þeir eru einu sinni í mánuði, yfirleitt í fyrirlestraformi. Ein góð vinkona okkar sagði að það væri nú bara af því við fengjum að borða í leiðinni, og ég skal nú alveg viðurkenna að það er partur af prógramminu að borða góðan mat í góðum félagsskap.
Verð að hrósa versl. Heimilistækjum á Akureyri. Ég keypti þar kaffikönnuna mína góðu fyrir einu og hálfu ári, en um daginn bilaði hún svo ég fór með hana til þeirra og viti menn.. Ég fæ bara nýja könnu þar sem það var tveggja ára ábyrgð á græjunni.. Hefði getað tekið nýja könnu með mér heim, en hún var bara ekki til í réttum lit fyrir mig svo ég mun bíða róleg þar til um helgina. Keypti kakógræjur til að nota í vélinni og þá sagði indæli starfsmaðurinn að ég þyrfti ekki að borga kakóduftið þar sem það væri að nálgast síðasta söludag.. fékk það í bónus, en ég var eins og alltaf gleraugnalaus og sá því engar dagsetningar, enda ekkert að spá í það. Svona eiga danir að vera
Lena blómstar sem aldrei fyrr fyrir austan í skólanum, finnst mjög gaman að náminu og allir svo voða skemmtilegir og almennilegir. hún er komin í heimavistar- og nemendaráð, svo það gustar greinilega af henni. Kemur mér ekki á óvart þar sem hún er nú skemmtileg og dugleg stelpa þegar viðrar vel hjá henni og hausinn er í lagi.. Vona að það verði svo áfram.
Eignaðist lítinn frænda á mánudaginn.. William Geir Gulluson og Jóhanna fengu prinsinn sinn.. Til hamingju allir.
Gott í bili
Athugasemdir
Nafna góða taktu mig með á kjarna kvenna fundi væri mikið til í að koma á svona er til heimasíða hjá þeim kveðja sigga Dalvík
sigga (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:25
Nafna eg var að misskilja þetta ég hélt að þetta afl í krafti kvenna sem eru önnur kvennasamtök og eru bara fyrir sunnan og gladdst mjög að þau væru komin norður kv Sigga
sigga (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:33
okidoki. svona getur manni misssést við blogglesturinn.
Kv- Sigga
sigga Guðm (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.