19.9.2008 | 16:12
Orri kominn og Ellen á leiðinni
Orri er kominn og Ellen Helga er á leiðinni norður, allir ætla að mæta í 70 ára afmæli Sigga afa (tengdapabba) sem haldið verður með pompi og prakt á laugardaginn í veislusal á sandinum. Ég veit að búið er að tappa á flöskur afmælisbjór í KALDA og sérmerkja.
Ellen fær að fljóta norður með Grindvíkvíkingum sem ætla að heiðra "gamla manninn" á þessum tímamótum.
Annars allt gott að frétta, ökklinn minn er að lagast svo ég verð vonandi tilbúin í slaginn í ræktinni þegar Gulla kemur sér heim úr sólinni og í rokið. Það er eins gott að ég verði tilbúin því sumarfríið okkar er orðið skammarlega langt.
Sigurður Óli og Vala mála eins og þau eigi lífið að leysa, sýndist svefnherbergið hjá þeim vera orðið rautt á köflum, veit nú ekki hversu róandi það er..hmhmhm.
Fór með Ólöfu og Barða á Höllina að borða í hádeginu, það var frábært. Reiknum með að gera þetta að venju við Ólöf að hittast ásamt fleirum og borða á föstudögum mömmumat hjá Addý. Fórum í dag aðallega til að hitta Öldu og Björgu ferðafélaga okkar til að minnka fráhvarfseinkennin. Þurfum að vinna okkur niður hægt og rólega, en þær stöllur vinna í Höllinni.
Þótti gott að sjá Davíð vin minn Oddsson í fjölmiðlum í gær og eins og endranær veit hann hvað hann syngur og virtist nóg að hann birtist .. og sjá.. krónan styrktist.. svo nú er um að gera fyrir Davíð að koma í kastljós í kvöld, láta svo í sér heyra í útvarpi um helgina og þá ætti staðan að verða viðráðanlegri eftir helgina. En grínlaust, þá er hann besti stjórnmálamaður fyrr og síðar.. að mínu mati a.m.k.
gott að enda á Dabba kóngi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.