3.12.2008 | 10:03
Desember
Desember-- uppáhaldsmánuðurinn minn runnin upp og nóg að gera. Erum að æfa á hverju kvöldi þessa dagana fyrir aðventutónleikana á sunnudag. Það er bara gaman en mikið verður samt gott þegar þessi törn er búin og maður getur farið að huga meira að undirbúningi jólanna.
Er að vísu búin að baka nokkrar kökur, ætla að gera meira af því og margt annað skemmtilegt. Reyndar finnst mér allt skemmtilegt sem ég geri fyrir jólin. Langt síðan ég ákvað að gera bara skemmtilega hluti, og gera ekkert sem mig langar ekki til gera. Heldur gera allt með glöðu geði, fresta bara ef ég er ekki í stuði, frekar en að standa í einhverju með hangandi hendi og pirring.
Í gær bakaði ég kaneltertu, held ég hafi ekki gert þann gjörning í 20 ár, en það tókst svona vel hjá mér að ég er að velta fyrir mér að gera nokkrar í viðbót og biðja Völu tengdadóttur að selja þær á markaðnum á laugardag, en þar ætlar hún að vera með föndur, smákökur og eitthvað fleira. Örugglega margir sem vilja smakka á kaneltertu á jólunum en nenna ekki að baka hana eða treysta sér ekki í það því það er nú þvílíka þjóðsagan á bak við hana hversu erfitt sé að baka hana og að botnarnir þurfi að vera 8 svo eitthvað sé varið í hana. Þeir eru ekki 8 botnarnir hjá mér.. ónei en hún er svakalega góð samt. Ég er allavega viss um að Þórður bróðir minn mundi ekki afþakka, en hann segir að engin terta sé eins góð og gamla góða kanel....Er ég að tala um tertu.. ójá.
jólafundur slysó var skemmtilegur og ágætlega mætt, vorum um 40 konur á öllum aldri, hugvekja, jólasaga, söngur, bingó og pakkar. Maturinn var mjög fínn og Nóa- konfektið rann ljúflega ofan í mig að minnsta kosti.
Friðsæld og kyrrð
Athugasemdir
Mér líst vel á þessa markaðsstemmingu hjá ykkur, ég gæti nú átt fullt af dóti og fötum... En hvar og hvenær ???
Freyja (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 09:26
já er það ekki.. á laugardaginn í Tjarnarborg. Veit ekki kl. hvað kv-mamma
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:14
Hæhæ voda ertu dugleg :) gaman ad var ad hitta ykkur alltaf gott ad koma til ykkar :) hér færdu heimilisfangid : Hestehaven 49 8500 Grenaa DK
Silla DK (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.