29.12.2008 | 13:35
Gleðileg jól
Gleðileg jól allir nær og fjær.
Hér á Hlíðarveginum höfum við haft það gott um hátíðina. Skatan á Þorlák var góð eins ogi við var að búast, en við söknuðum vina okkar, ólöfu og Barða sem voru fjarri góðu gamni í vegna veikinda Helga. Það sló auðvita á gleðina og fékk okkur öll til að staldra við og hugleiða enn og aftur hvað er mikilvægast í lífinu þegar allt kemur til alls. Biðjum við til Guðs um að hann nái fullum bata á ný og ekkert sem bendir til að svo verði ekki, eins og staðan er í dag.
kápukórinn fór af stað og sungum við í hefðbundnum húsum við mikla gleði húseigenda, og mátti sjá tár á hvörmum, enda er það mottóið hjá okkur að koma út tárum hjá fólki. Húsin voru þó aðeins færri í ár þar sem umbinn okkar hún ólöf var ekki með, og vegna kreppunnar sungum við bara eitt lag á hverjum stað.
Á aðfangadagskvöld vorum við konni og Lena í rólegheitum eftir messuna, bara þrjú í fyrsta skipti, en fórum þegar líða tók á kvöldið til Sig. Óla og fjölskyldu, en Konni litli var veikur um jólin svo það setti pínu strik í reikninginn hjá þeim og komu þau ekki í jólaboðið hjá mömmu á jóladag, né á Sandinn á annan, en við hin mættum og áttum góðar stundir með ættingjunum á báðum stöðum.
Allir fengu svo fallegar jólagjafir, gefnar með kærleik og góðum huga.
Áramótin framundan og þau verða pínu skrítin þar sem Ellen Helga kemur ekki til okkar eins og hún hefur ávallt gert öll sín átta ár. Einnig verður Lena farin austur, en Hafþór kom á annan og eru þau að ferðbúast nú í augnablikinu. Allt er breytingum háð og maður á alltaf að gera ráð fyrir því að með nýjum tímum komi breytingar. Orri mætiri hins vegar eins og alltaf og á sá góði drengur afmæli í dag
11 ára í dag.. til hamingju með daginn elsku Orri okkar
Sigurður Óli og fjölskylda, Freyja og Hörður og kannske foreldar hans og systir verða hér með okkur, svo okkur mun ekki leiðast þessi áramót, frekar en önnur. Kalkúnnin komin í afþýðingu og mun svo á morgunn leggjast í kryddpækil í sólahring og síðan inn í ofninn á gamlárs í 1-2 tíma á fullu trukki, ný eldunaraðferð sem ég ætla að prófa núna.. ójá..
Gleðilegt nýjár allir nær og fjær....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.