Jólin kvödd

jólin kvaddi ég í gærkvöldi, lá í pottinum og fylgdist með flugeldum og sprengingum í firðinum fagra. Konni var nú ekki alveg nógu ánægður með matseðilinn hjá mér á þrettándanum, grjónagrautur og slátur takk fyrir. Ég bara gleymdi að hugsa fyrir þrettándasteikinni, en ætla að bæta honum þetta upp mjög fljótlega.

Málið er að ég eins og flestir er byrjuð að vinna og það gengur erfiðlega að snúa sólahringnum á réttan kjöl eftir jólafríið. Þetta hefst nú í vikunni og í gær þegar ég var búin að vinna fórum við hjónin í langan göngutúr og síðan í grjónagrautinn- fréttir- pottinn- sjónvarpið í smá stund áður en ég fór að reyna við svefninn, ég hef nefnilega sofnað seinni partinn eða yfir fréttunum í smá stund og er það ávísun á að ég vaki langt fram undir morgun, en í gær semsagt var sett upp þessi áætlun að halda kerlu vakandi fram til 10-11. og það tókst og vaknaði ég þvílíkt hress og úthvíld kl 7 í morgun jibbíjei.

Annars allt í rólegheitum, Konni er í fríi í 3-4 daga og ætlum við að skella okkur á bíó eða gera eitthvað skemmtilegt eins og taka niður jólatréð ..hmhm.

Kerlan komin á fésið eins og hinir unglingarnir. ójá maður lætur ekkert fram hjá sér fara.. eða þannig..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband