Framhaldskólinn verður að veruleika..Ekki spurning:)

Er bara orðin handónýtur bloggari síðan ég asnaðist á facebook. Varð að setja inn nokkrar línur í dag vegna þess að þetta er svo merkilegur dagur.

 Menntamálaráðherra heiðraði Ólafsfirðinga með heimsókn sinni í hádeginu og skrifaði undir samning vegna framhaldskólans sem verður staðsettur hér í firðinum. Mál til komið að fá þessa undirskrift, og þó við hefðum þurft að bíða Katrínar í hálftíma þá var það nú minnsta málið. Krakkarnir í 10. bekk á Siglufirði og í Ólafsfirði voru mætt og var gaman að því.

Fórum austur á Nes. til Lenu og Hafþórs á mánudaginn s.l. Það var skemmtilegt og komin tími til að heimsækja þau. Fór með Lenu í skólann og var módel hjá henni, sem gekk mjög vel. Hittum foreldra Hafþórs sem var líka komin tími til þar sem við ætlum að eiga saman barnabarn í ágúst. Já ég hef víst ekki bloggað um þær gleðifréttir dætra minna í nóvember, þegar þær tilkynntu okkur um að báðar ættu von á barni, og ekki nóg með það heldur nánast sama daginn skráðar dömurnar. Samkvæmt tímatalinu munum við líklega eyða fimmtugsafmælisdeginum Konna míns hlaupandi milli fæðingarstofa á Akureyri.. Múhahaha.

Lena kom svo með okkur norður í helgarheimsókn en tók rútuna austur í gær, Ellen kom líka í heimsókn en Orri komst ekki þar sem hann var að keppa í handbolta í R-vík. Freyja birtist svo á sunnud. morgun þegar karlarnir fóru á sjó og áttum við góðan dag saman þeir sem eftir voru heima.

Afmæli hjá Sigurjóni Magg á laugard. kvöld.. Strákurinn sá er orðinn fimmtugur og hélt upp á það með pompi og prakt. Til hamingju enn og aftur.

Skemmtileg helgi liðin, sólin skín og ég finn vor í loftinu þó allt sé á kafi í snjó. Mokaði út í pottinn í gær og lágum við þar í sólbaði mæðgurnar með börnunum.

Gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband