19.3.2009 | 08:49
Konni Þór gullmoli
Litli hjartaknúsarinn
Konni Þór júníor á afmæli í dag
tveggja ára drengurin og algjör gullmoli
Til hamingju elsku snáðinn okkar
Amælisveislan verður svo á laugardaginn, svo allir geti mætt og átt glaðan dag með afmælisbarninu.
Aðalfundur slysavarnadeildarinnar er í kvöld, leikhús hjá okkur hjónakornum á morgun, ætlum að hlægja svolítið og sjá Fúlar á móti, býst við að það verði hrikalega skemmtilegt. Snjórinn fellur hratt úr garðinum hjá mér og greinilegt að vorið er ekki langt undan þótt páskahretið og hvítasunnuhvellurinn eiga örugglega eftir að láta á sér kræla. En það er í góðu lagi.
Ég er svo mikil sumar og hitamanneskja að um leið og fer að hlýna fer ég að pikka í snjóinn svo ég komist sem fyrst ofan í jörð til að huga að garðinum og er einatt of fljót á mér að hreinsa garðinn, get bara ekki hamið mig. Það er nú bara mars ennþá.
Ætla að eiga góðan dag og brosa mikið...
Athugasemdir
hæ hæ er a hellisandi og hundurin hans afa er mjög mjög stór og ef hann er a 2 fótum er hann stærri en eg .var pínu hrædd fyrst en nu er eg ekkert hrædd .eg mamma og Rakel fórum i búðina og ég fékk nýja liti ég var svo heppin að eg þurfti ekki að kaupa pennaveski því það var utan um litina.
bæ bæ Ellen Helga
ellen hega (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 18:03
Skvísa mín, gott hjá ykkur að skellast á Hellisand, eins gott að hundurinn afa þíns hitti ekki Perlu, hann gæti bara étið hana.. Hlakka til að sjá þig um páskana ljúfan.. knús og knús..
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.