26.10.2009 | 15:46
Ákvörðun:)
Var stödd efst uppi á Víkurskarði í gær þegar ég tók þá ákvörðun að sumarfríi mínu í ræktinni væri lokið og enginn ætti inni svona langt sumarfrí eins og ég tók mér þetta árið. Það hófst um 20 mars og lauk nú í hádeginu.
Var að "skutla" konna í vinnuna til Húsavíkur í gær, þess vegna var ég á skarðinu, sagði honum að nú dygðu engin afsökunarorð, ég myndi leita af íþróttatöskunni og vonast til að fötin séu ekki mölétin og detti sundur þegar ég opna hana. Tilkynnti honum einnig að ég myndi sjá svo um að hann fengi leiðsögn í ræktinni þegar hann yrði tilbúinn að byrja, allavega þá daga sem hann er heima.
Honum leist vel á en sagðist ekki geta byrjað fyrr en eftir 1 vikuna í des, þar sem hann ætli að ganga til Rjúpna alla frídaga sína næstu 5 helgar.-- Já sæll-- það er góð líkamsrækt, benti honum á að best væri fyrir hann að byrja þá í janúar því maður væri ekki duglegur í jólamánuðinum, en hann sagðist myndu nota jólafríið til að ræktast... Ég á nú eftir að sjá það, en mótmælti ekki. Hafði vit á því.
Kl. 12 stóð ég svo uppi í íþróttahúsi og ekkert hafði breyst þar, nema kominn nýr starfsmaður sem ég fór og heilsaði með handarbandi og bauð velkominn.. fór svo á hlaupabrettið, og hugsaði: hvenær ætli þessi hafi byrjað.. kannske ekki svo nýr .. kannske 6 mánuðir síðan? Hefði líklega verið eðlilegra að hann byði mig velkomna..hahaha.. Svona er hvatvísin..
En er ánægð með þessa 20 mín. á göngubrettinu. Kannske klappa ég einhverju tæki á morgun, eina tækið sem ég prófaði fyrir utan brettið var viktin (vogin) og hún var jafn djö.. leiðinleg og fyrir hálfu ári:(
Athugasemdir
Okkur langar bara að segja þér hvað það er gaman að lesa bloggið þitt... eins og Hörður orðaði það "hún er skemmtilegur penni" En allavega er ég rosa glöð að þú skulir vera byrjuð að skrifa hér inn og náttla byrjuð í ræktinni og golfinu. Við þökkum líka kærlega fyrir okkur um helgina. Arnar Helgi fékk sinn fyrsta små mjólkursopa núna í kvöld kl. 09:40 og sefur enn, nú kl. 12:25 :) Læt þig vita hvernig nóttin gekk á morgun, elskum þig mamma :)
kv. Freyja, Hörður og Arnar Helgi
Freyja og Hörður (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 00:27
Takk fyrir það Freyja mín, það var æðislegt að fá ykkur í heimsókn og máta litla Arnar Helga í fangið, meira en í smástund í skreppiferðum á Ak. Knús á ykkur:)
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.