4.12.2009 | 09:21
Aðventuhátíð
Jæja þá var síðasta kóræfingin í gær vegna aðventutónleikanna í gærkvöldi, eftir að við komum úr kirkjugarðinum þar sem Rotarý menn tendruðu jólatréð og leiðiskrossana svo garðurinn er kominn í jólafötin. svo fallegur svona upplýstur að unun er á að horfa. Syngum alltaf 2 sálma við þá athöfn.
Ég lofa flottustu tónleikum (aðventuhátíð) hingað til á laugardaginn. Söngdagskráin er svo flott, erum með fullt af einsöngvurum með okkur og hljómsveit. Þori að veðja að einhverjir eiga eftir að verða hissa og fá gæsahúð og jafnvel fella eitt, tvö tár. Segi ekki meira
Hátíðin hefst kl. 17.00 á morgunn laugard í krikjunni okkar, en byrjum á Hornbrekku kl. 14.00. Jólahlaðborð á Hótelinu með kórnum eftir tónleikana og síðan Frostrósir á sunnudag í Höllinni á Akureyri, svo við hjónakorn verðum komin með jól í hjarta og sinni þegar við leggjumst á koddan á sunnudag.
Gott að sitja og hlusta á yndislega tónlist og ylja sér í skammdeginu, veitir ekki ef þessa dagana, þar sem eiginmaðurinn er orðinn atvinnulaus og við frekar í lausu lofti þessa dagana.
Rúsinan í pylsuendanum: Lena og Valgeir Elís koma á laugardag og verða í 2 vikur, mikið hlökkum við til að fá þau og knúsa og dúllast með okkur á aðventunni.
ójá
Athugasemdir
Já ég er sko farin að hlakka til að koma á morgun og hlusta á ykkur og svo aðrir tónleikar á sunnudaginn, bara gaman :)
Freyja (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:54
Elsku duglega, skemmtilega, fallega og jákvæða frænka mín!
Þetta hljómar dásamlega, jólaskapið hlýtur að ná til hæstu hæða.
Minna um að vera hér, en samt eitthvað:) Jólahlaðborð framundan + tónleikar í kirkjunni minni, en best af öllu, bara 15 dagar í "börnin mín"
Gott að þú hlýddir mér ekki og komst í þessa tíu daga ferð núna, veðrið frekar rysjótt, sko miðað við hér:) Það verður flott þegar þú skellir þér, hvenær sem það verður:) Ástarkveðjur og flotta tónleika!
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.