Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Jólin -- jólin

Jólahúsið í Eyjafirði er bara snilld. Fór þangað í byrjun október ásamt slysavarnakonum í óvissuferð og maður datt bara inní jólafílinginn. Verslaði smá skraut og komst síðan að því að hægt er að panta sér jólakörfu með jólapökkum til að opna í desember. Ég pantaði mér eina slíka svo nú fæ ég í "skóinn" í desember eins og í gamla daga. Það er bara gaman að því. Skilst að í pökkunum sé ýmislegt jólatengt, s.s. bæði í munn og maga og einnig til að skreyta.
mbl.is Leitað að jólaskrauti afa og ömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Madrid -- bara skemmtilegt..

Jæja þá er kerlan komin heim í fjörðinn fagra, eftir ógleymanlega ferð til Madridar. (Ef ég einhventímann gleymi einhverju fer ég bara inn á síðuna Guðnýjar og skoða myndirnar hennar úr ferðinni).

Skemmst frá því að segja að það var svakalega gaman frá a-ö Gerðum alveg helling, skoðuðum listasöfn, miðaldaborg, klaustur, kirkjur, veitingahús og síðast en ekki síst Xanadu- safnið (sem er stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu) Okkur fannst bara flottara að kalla það safn en búðir þar sem mikið af listaspírum voru með í för og ekkert endilega að fara í búðir. Það er auðvita ekki hægt að fara til útlanda öðruvísi en að kíkka í moll.

Upp úr þessu öllu stóð ferð okkar á leik Real Madrid og Olympiakos í meistaradeildinni. Það var bara ólýsanleg reynsla og stemming fyrir okkur fótboltabullurnar, mig og Guðnýju. Vorum í VIP sætum, svo nálægt fótboltastjörnunum að við gátum klipið þá í lærin og rassinn, en við gerðum það nú ekki, vildum ekki trufla einbeitninguna, en Nistelroy vinur minn úr Man.Utd. var líklega nýbúinn að koma auga á mig þegar hann tók víti og var svo stressaður að hann þrumaði langt upp í rjáfur.. greyið.. Um níutíuþúsund áhorfendur og allir syngjandi og trallandi, við vorum fljótar að læra söng spanjólanna og trylltumst bara með þeim í gleði og stemmigu. Fyrir ykkur sem ekki voru þarna fór leikurinn 4-2 fyrir spanjólunum, en grikkirnir voru líka rosalega góðir en misstu mann útaf eftir 5 mín og spiluðu þar af leiðandi 1-2 færri, en þeir vildu meina að dómarinn hafi verið í Real Madrid.

Fórum á Prado safnið sem þykir eitt flottasta safn í heimi, skoðuðum myndir eftir Rembrant, El Grego Rafael, Velazkes, Rubin og fleiri og fleiri gamla meistara. Maður var nú bara orðlaus af hrifningu og lotningu. Ég gat nú ekki keypt neitt af listaverkunum, því þau eru víst ekki til sölu, en vinkonur mínar munu fá jólakort með vel vöxnum konum, eins og þessir gömlu vildu hafa þær, þá var sko ekkert herbalife eða líkamsrækt, hvað þá lýtaskurðir eða sog.

Verð nú að segja að stundum er ég eins og tveir asnar, fór ekki með strigaskó og var gengin upp að öxlum strax á fyrsta degi, gekk með kælispray, bólgueyðandi krem og töflur alla daga. Frysti mig bara, enda er ég nú bólgin og kemst ekki í neina skó, nema inniskóna. Þeir tóku nú af mér spreyið í flugstöðinni, allt fyrir öryggið, svo nú haltra ég um á inniskónum í snjónum.

Konni minn, þessi elska sótti mig suður og stoppuðum við aðeins í borginni, aðallega til að hitta Ellen Helgu sem hefur stækkað helling enda hefur amma ekki séð skvísuna í tvo og hálfan mánuð, held að aldrei hafi liðið svo langur tími síðan hún fæddist enda var ég komin með fráhvarfseinkenni og hún líka, sýndist mér.. Hún bíður með óþreyju eftir systkini sem fer að fæðast þá og þegar. Gaman að hitta Lóu litlu sem leit sko alls ekki út fyrir að vera komin á steypirinn.

Er semsagt komin heim og á fullu í naglavinnu, pantanir sópast að mér, svo nóg að gera framundan. Bara skemmtilegt.

Adios 


Bernabéu--Fornebu

Var að segja mömmu, að nokkrir Alþingistappar, þar með talið við Guðný ætluðum að reyna að komast á leik Real Madrid- Olympiakos í meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, það yrði nú til að toppa ferðina að fara á Bernabéu, völl þeirra Madridarmanna... Mamma horfði á mig stórum augum og spurði: Eru þið að að fara til Noregs???GetLost Nei við erum að fara til Spánar sagði ég, "nú ... en Fornebu er  nú flugvöllur í Norge"...Smile he he heSmile Gamla fólkiðSmile

Nú er skemmtileg helgi framundan, ég fer í fríið, ég fer í fríð, ég fer í fríið.. Get nú loks flutt ínní blessað herbergið í dag og mun Guðný vinkona mín verða fyrsti herbergisnaglakúnninn, maður verður nú að hafa hana almennilega á höndunum í ferðinni, Freyja og Hörður koma svo í fyrramálið, hún að leiðbeina í saumaskap, hann að slappa af í "sveitinni" eins og dóttir mín sagði, ég er að spá í að hringja í Stebba á Þóroddsstöðum og athuga hvort þau megi vera þar um helgina, fyrst þeim langar í sveit.. Það er engin sveit hjá mér..Pinch

Fór í hárið til Hófu í gær, er bara nokkuð fín, en er dekkri en ég var svo ég þarf að venjast því..

Setti svo vaxið í örbylgjuna í gær og hófst handa við að rífa, fætur, það gekk vel, undir höndum, það gekk líka ágætlega, prófaði svo augabrúnirnar, og er skemmst frá því að segja að Freyja verður að laga það með plokkaranum, tók miklu meira af annari en hinni, enda mjög erfitt að vera með gleraugun á nefinu við þessa athöfn, og fyrst ég var hvort eð er komin á skrið, girti ég nú bara niður um mig og tók bikinílinuna líka, í eldhúsinu..hmmm FootinMouth steingleymdi að spá í að það er varla hægt að segja að það séu gluggatjöld fyrir.. Vona bara að nágrannar mínir fyrir ofan götu hafi verið farnir að sofa..Svona þeirra vegna, held að þetta hafi ekki litið vel út,.. séð frá þeim..

En áfram með vaxið.. Það er alveg ógeðslega vont að rífa frá hægri til vinstri á maganum.. sérstaklega þegar maður er einn og enginn að halda skinninu strekktu, það er líka svo andskoti slappt, maginn á mér er eins og hafragrautur af slitum. Ég beit á jaxlinn og ..reif, það var ekki um annað að ræða, ekki gat ég verið með vaxdruslurnar á mér.. Já.. það var vont.. en hvað gerir maður ekki fyrir lúkkið. Það var reyndar svipað og með augabrúnirnar, ansi skakkt, svo það er spuring hvort ég þurfi plokkun þar líka, en ég hugsa að ég leyfi þessu bara að vera, enda allt í tísku þarna niðri eins og annars staðar. 

Held það nú að mín sé að verða tilbúin í ferðalagið, maður veit nefnilega aldrei hvað getur gerst á ferðalögum, gæti lent á spítala, svo þá vil ég nú vera fín allstaðar og svo það mikilvægasta.. Alltaf í samstæðu.. = nærur og brjóstarhald í stíl. Það kenndi Ólöf vinkona mér fyrir mörgum árum, fer aldrei út fyrir bæjarmörkin öðruvísi.eins og ég sagði: maður veit aldrei í hvers lags aðstæðum maður lendir eða kemur sér í.

Þannig er það nú..


Afmælisdagur pabba..

Pabbi minn hefði orðið 78 ára í dag.. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig hann hefði litið út, væri hann eins og Willi afi, eða Steini frændi?? Veit ekki,. Hins vegar hef ég  alveg síðan pabbi dó, fyrir 28 árum, fylgst með Óla Sæm á vigtinni, af einhverjum ástæðum hefur hann alltaf minnt mig á pabba, eitthvað í fasi hans stærð og hári, held að ég hugsi til pabba í hvert sinn sem ég sé hann...

Smile TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN PABBI MINN EF ÞÚ LEST BLOGGIÐ MITT, HVAR SEM ÞÚ ERT.Smile

Annars alltaf saman brjálæðið í gangi hjá mér,Það skal opinberast hér, fyrir ykkur sem ekki voru búin að uppgötva það, ég er ofvirkur asni, ég er ofvirkur asni, ég er ofvirkur asni. OG HANA NÚ.  Um siðustu helgi var ég semsagt að mála eitt herbergi, þar sem ég ætla að vera með nagladótið, þegar því var lokið.. já lokið.. ákvað ég að það væri nú sniðugt að pússa parketið á gólfinu og olíubera það, svo ég byrjaði að juða og juða, hef semsagt verið á hnjánum í tvo daga að pússa gólfið, gjörsamlega að drepast úr strengjum í rassinum, uppgefin í öxlum og höndum, get vart haldið á kaffibolla í dag, en það sem mér finnst verst er að hvítu veggirnir sem ég málaði síðurstu helgi eru nú gulir, og hvítir, ekki mjög  fínir og húsið allt undirlagt af ryki...einu sinni enn..En gólfið er eins og nýtt. Svo næstu dagar fara í þrif á öllu drallinu. Ætli sé hægt að fá eitthvað við þessu, ég fer svona fram úr mér hvað eftir annað og byrja á einhverju sem ég get tæpast lokið við þó að mér hafi tekist með verkjum það í þetta sinn.

Um daginn ætlaði ég að flísaleggja geymslu sem ég hafði nýmálað, var komin með lím, flísar og allar græjur (held að þetta hafi verið réttar græjur, allskonar spaðar og dót, en er ekki alveg viss) þá sá ég að það þyrfti að byrja á að saga smá neðan af gerettunum, eða hvað það nú heitir þetta hurðardót, svo ég sótti stóru sögina sem ég nota á tréin i garðinum, eina sögin sem ég kann á og hófst handa. Það er skemmst frá því að segja að gerettin eða hvað þetta heitir nú splundraðist  af og físaðist úr því og er nú ónýtt.  Humm...  Garðsögin heldur gróf fyrir verkið... Ég flýtti mér að pakka niður öllu flísadótinu og setti sögina á sinn stað, fyllti geymsluna aftur af dóti og lokaði hurðinni. Þegar konni kom heim og leit í geymsluna, spurði þessi elska hvort ég hefði ekki ætlað að flísaleggja gólfið, æi-- ég er ekki viss... kannske ættum við bara að setja dúk á það eins og var, svaraði ég og teygði mig í hurðina, slökkti og lokaði áður en hann tók eftir að gerettinn eða hvað sem það nú heitir var horfið.

Nú er ég hætt...og vinnufélagar mínir ætla að kalla mig Snata ef ég byrja á einhverjum framkvæmdum á næstu vikum.

 Við starfsmenn Alþingis erum að fara til MADRID eldsnemma á mánudag svo nú er um að gera að fara að lappa upp á mig næstu daga, hárið í dag, vax á morgunn, neglur, plokk og lit á laugardag, þegar Freyja kemur í fjörðinn fagra til að halda námskeið í saumum og hönnun með stelpum í skólanum, þá ætlar hún að lappa upp á  mömmu sína í leiðinni. Svo það er bara fjör framundan. Lena og Konni á sjó,  og veðrið er ágætt og reiknuðu þau með að koma ekki heim næstu daga. Vona samt að ég sjái þau áður en ég fer á sunnudag...

Gott í bili


Bara gaman..

Ég eignaðist litla yndislega frænku í gær, Lísa og Rúnar eru nú komin í mikilvægasta hlutverk sitt í lífinu og verða aldrei söm á ný.

SmileTil hamingju elskurnar með dömunaSmile

Annars búið að vera stuð á minni í nagladæminu, tek hverja kerluna á fætur annarri, reyni að vanda mig, en er nú klaufaleg á stundum, svo er ég svo gleymin, var t.d. að gera táslur á Ólöfu vinkonu, og fattaði þegar hún var löngu farin að ég gleymdi að setja svona kítti á milli tánna, eða hvað sem það nú heitir, svona til að glenna þær út, svo betra sé að græja þær. Svo.. Ólöf !!!pældu nú í því hvað þær hefðu orðið ennþá flottari, ef ég hefði bara munað eftir þessu undirstöðuatriði!!! Það lýtur allt út fyrir að það sé styttra í karlmanninn í mér en ég hélt, get ekki gert tvennt í einu, unnið og talað.. Ég talaði svoldið mikið við vinkonu mína og líka við Gullu, eða töluðu þær svona mikið ?? er ekki viss. Hljóta að hafa verið þær...heheh.

Var há Begga hnykkjara á fimmtudaginn, og er hann bara að verða þokkalega ánægður með árangurinn, næsta fimmtud. ætlar hann að stilla í mér vekjaraklukkuna með nálastungum, svo ég hætti að sofa yfir mig, ætli hann stilli hana ekki á --Sofa kl 9-- vakna kl 7--það verður fróðlegt sem kemur út úr því.

Mamma mín á afmæli á morgun, verður 73 ára. Frábært að fá að verða gamall, tala nú ekki um ef maður er heilsuhraustur og það er hún mamma, ef hún fær kaffið sitt og sígó þá er hún góð.

Til hamingju með daginn elsku mamma

Held að í dag sé einn fallegasti haustdagurinn,þetta haustið í firðinum fagra. Hiti, sól og blankalogn..umm.umm.

Mál að linni.

 


Naglafræðineminn..

SmileÞað er ljóst að ég er ekki duglegasti bloggarinn þessa dagana. Man ekkert hvað ég hef verið að gera síðustu viku, en veit þó að ég hef verið að vinna, sé það á vinnustundunum mínum. Annars allt gott að frétta af skvísunni, já skvísunni, útskýri það á eftir. Mér þótti mjög leiðinlegt að komast ekki til eyja um helgina, en hún Heiða móðirsystir mín var jörðuð á laugardag. Mamma fór strax í síðustu viku og Þórður og Hófý svo fyrir helgina. Gat heldur ekki æft með kórnum fyrir tónleika sem halda átti í gær á Siglufirði (vesturbænum). Tónleikunum var svo aflýst eða frestað, vegna ófærðar.

Ég var löngu búin að ráðstafa þessari helgi í naglaskólann, var alla helgina á Ak að gera neglur og fræðast. Það var ótrúlega skemmtilegt, ég hafði miklu meira gaman af en ég bjóst við. Var með svo skemmtileg módel, sem fylgdust vel með hvað ég var að gera og stoppuðu mig og leiðbeindu ásamt kennaranum og það veitti nú ekki af stundum,þar sem ég er nú með gullfiskaminni, eða þannig sko. Var með Freyju á laugardag, og Lenu á sunnudag, og gerði bara helv. fínar neglur á táslur á þær (miðað við í fyrsta skipti). Þær voru ánægðar með gömlu.. allavega sögðu þær það.. Var eins og ég bjóst við laaang elst og þroskuðust, en þá er nú líka tekið mark á manni..hehe... En þetta með skvísuna.. Kennarinn notaði mig sem módel (ég var náttúrulega með flottustu neglurnar náttúrulegu) svo  nú er ég ekkert smá flott á höndum og fótum, með fullt af skrautsteinum, sem by the way ég vildi ekki, en mér var nú bara sagt að ég væri módel og réði engu. Cool

Mér finnst flottast það sem maður getur gert við sínar eigin neglur, að þurfa ekki endilega að vera með langar gerfineglur, heldur að fá styrk og fallegt útlit á sínar eigin..

SVO AÐ ÞIÐ ÞARNA ÚTI SEM ÁHYGGJUM OG ÞUNGA ERU HLAÐIN, KOMIÐ TIL MÍN OG FÁIÐ UPPLYFTINGU Á TÆR OG FINGUR, ANDLEG NÆRING FYLGIR FRÍTT MEÐ.. ÉG BYRJA AÐ VINNA STRAX Í DAG OG VERÐIN ERU BARA HLÆGILEG ÞAR SEM ÉG ER NEMI, EN EINS OG FREYJA SAGÐI:

MAMMA!!!  ÞETTA ER ALVEG ÓTRÚLEGA FLOTT HJÁ ÞÉR, MIÐAÐ VIÐ AÐ ÞÚ SÉRT AÐ GERA ÞETTA Í FYRSTA SKIPTI.

Elskurnar mínar!! hringið bara í mig 867-1455 og endilega kvittið af og til á síðuna..

Er þetta bara ekki orðið gottSmile

 


Súperkonan ég..

 Einhver leiðinda lenja í mér í  dag eins og undanfarna daga, hvorki né lasin.  Ef ég væri karlmaður hefði ég ekki farið i vinnu í morgun, heldur verið kvartandi heima í dag. Kannski verð ég karlmaður á  morgun, sé til. Ætla ekki að vera leiðinleg, en það er nú staðreynd að þeir eru svoldið linari en við.

Fór til Ak. seinni partinn í gær og Freyja auðvitað líka þegar við vorum búnar að háma í okkur tertur, fórum út að borða á A vita Bella, mjög góður matur og léttur í mallann, kjúlkingabringur í ítölsku góðu sulli, síðan fór ég í Æðruleysismessu til Jónu Lísu í Ak kirkju.. Fullt af fólki  mætti en ég kom hálftíma of seint, þar sem ég vissi ekki að búið er að breyta messutímanum. Fór nú samt. Gaman að hitta frænku prest, sem fer út á Canarí  eftir 3 vikur til vetursetu. Æðruleysishópurinn er búinn að plana ferð til hennar 8. janúar, og það væri örugglega ekki leiðinlegt að fara, en... maður getur nú ekki gert allt sem mann langar til. Það er nú bara þannig.

Við vinnufélagarnir erum nefnileaga að fara til Madrid eftir 3 vikur með starfsm. Alþingis, það verður örugglega mjöööög skemmtilegt, sérstaklega vona ég að það verði sæmilega hlýtt, allavega að ég þurfi ekki með úlpuna.

Undanfarna daga hef ég verið að rífa gamlan gólfdúk og hillur niður úr geymslu hjá okkur og nú er komið að málningarvinnu, skelli mér í það á eftir. Þegar það er búið ætla ég að flísaleggja gólfið.. hef aldrei flísalagt áður, en þetta er nú bara geymsla svo það er ekki hundrað í hættunni, kemst samt ekki hjá því að hugsa um hvort ég sé að verða ein af þessum kerlum sem „kann allt, get allt, sko ég þarf engan karl, geri þetta bara sjálf“. Nei ég vona nú ekki, þarf virkilega mikið á mínum karli að halda, svo vinsamlega pikkið í mig ef ég fer að verða mjööög leiðinleg.. Þetta er nú bara af illri nauðsyn. Vil ekki þjösna Konna mínum út meira en nauðsyn er, þessa fáu tíma sem hann er heima.

GrinBúin í dag.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband