Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Jæja..jæja..

Ég varð bara að klippa þennan ræðubút og setja hér á bloggið mitt.. Svo halda sumir að það sé leiðinlegt í vinnunni hjá mér... það er öðru nær, þetta brot af umræðum i þinginu frá því í jan. 1973  segir meira en mörg orð, um hvað  maður rekst oft á skemmtilegar umræður og orðheppna þingmenn. Þeir eru auðvita jafn misjafinir og við hin. En ... jæja .. þýðir ekki bara jæja... heldur jæææja..

(Stefán Jónsson Þingmaður .)

Ég man eftir lítils háttar úttekt á smáorðinu jæja, upphrópuninni jæja, sem gerð var í félagahóp nokkurra rithöfunda fyrir allmörgum árum! Sjálfur man ég eftir fyrsta áhrifaríka jæjinu, þegar ég var fyrir innan fermingu, í fyrsta sinn verkamaður og tók þátt í verkfalli suður í Álftafirði, þegar verið var að byggja hlöðu hjá Birni í Múla. Það hafði nýlega verið stofnað verkalýðsfélag á Djúpavogi, og samkv. samningum áttum við að hafa klukkutíma í hádegismat. Þegar við vorum búnir að borða, eftir 10 mínútur, og höfðum setið í 5 mínútur, stóð Björn í Múla upp og sagði: jæja. Við stóðum allir á fætur og fórum að vinna. Þetta skeði annan daginn. Þegar við höfðum borðað og setið í 5 mínútur, stóð Björn í Múla upp og sagði: jæja. Og við stóðum á fætur og fórum að vinna. En þá tóku forustumenn sem eldri voru og vanari í verkalýðsmálum, sig til og ákváðu, að næsta dag skyldum við sitja kyrrir, þótt hann segði jæja. Björn í Múla lék sama leikinn. Hann reis á fætur og sagði: jæja, en við sátum kyrrir, og hann horfði á okkur og beið svolitla stund. Svo settist hann hjá okkur, og eftir nokkur andartök reis hann enn á fætur og sagði: jæja, en við sátum kyrrir. Þetta var svokallað verkfallsjæja.Af því að ég er að reyna að lýsa þessum blæmun í upphrópun og dýpt hans, hér í sölum Alþingis, þá ætla ég að segja ykkur frá pólitísku jæja, sem Jörundur Brynjólfsson frændi minn, útskýrði fyrir mér, þegar ég hitti hann eftir að hafa ákveðið að fara í framboð norður í landi, og hann sagði: „Þú ert að fara í framboð, Stefán minn.“ „Já“ sagði ég, „og nú þyrfti ég kannske á þínum ráðum að halda, af því að þetta hef ég ekki gert áður. Hvernig á maður að fara á bæjargang í pólitísku framboði og banka þar upp á?“ Hann sagði: „Þú ert nú vanur að fara á bæjargang, þú hefur gert það í 25 ár.“ Og þá sagði ég: „Það var allt annað mál, þá var það í ærlegum tilgangi, ekki til þess að biðja um atkv.“ Hann sagði: „Ég get aðeins gefið þér eitt ráð. Þegar þú bankar og bóndinn kemur til dyra og þið hafið heilsast og eruð búnir að tala um veðrið og sauðburðinn, sem mun nú standa hæst, þegar þetta skellur yfir, þá mátt þú ekki segja jæja.“ „Af hverju?" spurði ég. „Sá ykkar, sem segir fyrr jæja, hann tapar,“ sagði hann.Ég man eftir hættulega jæja líka, úr því að ég er byrjaður að tala um þetta smáorð. Það skeði úti í Kaupmannahöfn og blandast í þetta þrír Skúlar: Skúli Skúlason, Skúli Þórðarson, sem kallað var kollega, og Skúli Brynjólfsson, sem var bátsmaður á Stelln Polaris í siglingum á milli Kaupmannahafnar og Newcastle. Það skeði um líkt leyti, að Skúli Brynjólfsson kom til Kaupmannahafnar, þar sem hann var vanur að eyða landvistarleyfum sínum í að berja Dani, og Skúli Skúlason kom til Kaupmannahafnar í fyrsta sinn, ekki mjög vel að sér í dönsku. Hann var handtekinn á knæpu þeirri, sem nú heitir Kakadúbar, fyrir að hafa barið niður lífvörð hans hátignar og tekið af honum húfuna, --- þið kannist við þessar háu húfur þeirra loðnu, --- tekið af honum húfuna og selt upp í hana. Vitaskuld var það Skúli Brynjólfsson, sem barði manninn.

Skúli Skúlason var handtekinn fyrir þennan verknað. Þegar þetta hafði verið lesið fyrir honum, þá sagði hann ekkert annað en jæja. Honum var stungið inn, og um morguninn var hann ekki látinn laus, heldur var honum sagt, að hann hefði játað á sig verknaðinn kvöldið áður. Og í prótokoll stóð, að hann hefði sagt: ja, ja. Skúli kollega var fenginn til að leiðrétta misskilninginn og útskýra merkingu „jæja“ á dönsku.

Þar hafið þið það...

Fór á Akureyri í gær, með vögguna svo það væri nú klárt.. Harpa var mjög ánægð að fá hana í hús.. og vildi leggja sig strax.. Hitti líka dætur mínar 2. Borðaði með þeim og við hlógum og skemmtum okkur saman, það er nefnilega ekki á hverjum degi sem við hlægjum að vitleysu úr Freyju.. Hún gerir yfirleitt ekki mikið af vitleysum.  Hún hélt semsagt að  Júlíana Ingva og Inga sæland væru systur og hefur spunnist mikil della í kringum það í hausnum á Freyju.. Já stundum gæti maður haldið að Freyja væri dóttir mömmu sinnar...

Ójá


HÚN Á AFMÆLI Í DAG...

Elsku frænka, vinkona pjönk..ARNA BJÖRK .. á afmæli í dag..hún á afmæli í dag .. hún á afmæli hún Arna.. hún á afmæli í dag.. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN DÚLLAN .. FRÁ OKKUR Á HLÍÐARVEGINUM..WizardWizardWizardHeartWizardWizardWizard

Hef verið að hugsa til þess tíma í morgun, Arna!þegar þú komst fyrst í fjörðinn og í fjölskylduna þína hér.. 2 ára svo skemmtileg og falleg snáta, Hvað manni þótti strax mikið mikið vænt um þig stelpa..hvað það var gaman að passa þig, þú varst svo skýr krakki..ertu það ekki enn??? líka falleg og skemmtileg.. þarf kannski að spyrja Hálfdán að þessu síðastnefnda...Megi öll afmælisbörn dagsins eiga góðan dag..

Ég var búin að segja Völu að 15. mars væri góður dagur til barneigna, svo nú er bara að bíða og sjá hvort hún hlustar á tengdamömmu..Líka gott að hver eigi sinn afmælisdag í friði...

 


Eins gott að passa sig..

Nei... nú teppalegg ég baðherbergið.. Það getur verið stórhættulegt að bursta í sér tennurnar, eða ég gerist svo mikill dýra og náttúruverndarsinni að ég hætti að bursta tennurnar svo ég drepi nú ekki blessaðar bakteríurnar... nei þetta er nú bara smá grín hjá mér... er að prufa að blogga um frétt af mogganum og valdi þessa skemmtilegu frétt frá Hong Kong..

Svo er bara að vona að hún hangi við bloggið þegar ég vista, þá hef ég gert þetta rétt... annars....... verð  ég að reyna afturWink


mbl.is Festi tannburstann í kokinu á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegt..

Ömurlegt var að heyra fréttir  í morgunn, sjóslys fyrir vestan.. 2 menn á þrítugs og fimmtugsaldri látnir. Það slær um mann óhug og þurfti ég að bæta á mig peysu, því mér varð kalt..Einhversstaðar stendur að feigum sé ei forðað né ófeigum í hel komið.. Maður má ekki heldur storka örlögunum...

Var á Menningarmálafundi í gær, SP'OL vill nú fá drjúga húsaleigu fyrir fuglasafnið, en bærinn hefur ekki greitt leigu undanfarin ár.. Manni finnst það nú helv..hart þegar Sparisj. Svarfdæla gefur sínu fólki eitt stykki menningarhús 200 millur, þá heimtar Mýrarsjóðurinn húsaleigu, Þeir voru reyndar að missa mjög góða tekjulind sem starfsstöð Alþingis er, en þeir geta nú sjálfum sér um kennt að við fluttum. Ég er nú ekki að tala um að það sé ekki í lagi að borga einhverja húsaleigu, en það má nú milli vera. Spurning að finna nýtt húsnæði fyrir fuglasafnið... Angry

Vala hittir fæðingarlækninn á morgunn, meira hvað maður er spenntur...Wink úúúú..

 


GAMAN 'I VINNUNNI

GUNNA SVILKONA ER 45 ÁRA Í DAG..... TIL HAMINGJUWizard 

 Vó hvað það er gaman að vera flutt í vinnunni, eini gallinn er að það er enginn vinnufriður, fólk alltaf að koma í heimsókn.. NEI DJ'OK... svona er að vera komin á jarðhæð og vera orðinn sýnilegur vinnustaður.. Þinglok eru 15 mars, svo fljótlega upp úr því kemur einhver til að taka atvinnuviðtöl við þá sem sóttu um þessi 2 viðbótarstörf sem bætast við... það verður skemmtilegt að fá fleiri vinnufélaga, 5 er góð tala á vinnustað...

 


Messa er toppurinn...

Ég var að koma úr messu, það var nú bara ágætlega mætt í þetta skiptið. Ég hef reyndar sjálf verið léleg að mæta á þessu ári, bæði á kóræfingar og í messur, það hefur bara staðið þannig á að ég hef ekki verið heima og svo var ég lasin og ónýt í röddinni lengi á eftir.Halo Fór ekki í kirkjukaffið á eftir því ég var búin að ákveða að heimsækja mömmu og gerði það og drakk kaffi hjá henni..Halo

En það er svo gott að finna friðinn og værðina sem kemur yfir mann í kirkjunni, og ekki mikið að gefa sér 2 tíma tvisvar í mánuði eða svo í kirkjusókn.HaloHalo Þetta hefur líka eitthvað með aldurinn að gera...held ég.. Guðný sagði einhvern tíman að ég væri svo skemmtanasjúk, þess vegna hefði ég farið í kirkjukórinn.... nokkuð til í því.

Þegar ég hætti að drekka á sínum tíma kveið mig rosalega fyrir því hvað maður ætti nú að gera um helgar...nú væri lífið nánast búið og maður myndi líklega koðna niður úr leiðindum....Halo en það er öðru nær.. Í fyrstu fór ég að elda sunnudagssteik í hádeginu á sunnudögum en það var ekki lengi. því sunnudagar eru hvíldardagar og ég nenni aldrei að elda í hádeginu..En vá hvað helgarnar eru fullar af skemmtun og notalegheitum.. ef maður vill hafa það þannig.. Við Ólöf gengum svo langt að stofna saumaklúbb sem hittist á laugardagsmorgnum en það var nú einum of..... og það vildi enginn vera með okkur, því vinkonurnar héldu áfram að fá sér í glas um helgar þó við hættum...Halo Alveg furðulegt með þærHalo

Ég fór í ræktina í morgun og líka í gærmorgun.. bakaði köku og bauð í kaffi...Freyja kom í heimsókn til okkar og við áttum notalega stund saman, þar til Arnar eyðilagði stundina og lokkaði Freyju til sín í skólaleik..Halo Ég bauð þeim svo í kaffi, köku og danskar eplaskífur.. nammi sem ég er nýbúin að uppgötva og á eftir að vera oft á boðstólnum hjá mér...Halo

Ég hef kannske ofnotað engilinn í þessu bloggi, en akkúrat núna líður mér eins og engli.. get ekki útskýrt það.. Kannske vegna litla engilsins sem við erum að bíða eftir að fæðist...Halo

bæ í bili.


Klám í könnu...

Ég var að skoða forsíðuna af smáralindarblaðinu í morgunn, sem einhver doktor í klámfræðum heldur fram að sé klámfeng forsíða. Ég verð að segja fyrir mína parta þá datt mér ekkert slíkt í hug, og maður veltir fyrir sér hvort fólk sem vinnur við að finna klám út um allt sé ekki komuið með klámið á heilann og geti lesið eitthvað klámfengt út út öllum sköpuðum hlutum.  ... Ég var að drekka morgunkaffið mitt úr könnu og allt í einu sá ég að hún var svoldið dónaleg, það var þetta eyra á henni.. semsagt gat á könnunni... oj..oj..Tounge

Þó ég sé á því að siðferðisvitund þjóðarinnar hafi hrakað þó nokkuð, og við tilbúin að líta til hliðar í hinum ýmsu málum, þá verður nú fólk að passa sig að garga ekki úlfur.. úlfur .. í hvert sinn sem því finnst því misboðið. Þessi blessaði doktor í kláminu þarf að taka sér frí í vinnunni og hreinsa til í huga sínumSideways

Harpa kom í heimsókn til okkar og gisti eina nótt, Það var mjög gaman að hafa hana.. við sóttum vögguna og þrifum, hún hélt nú fyrst að hún væri fyrir hana, en sættist svo á að hún passaði betur fyrir litla barnið.. en hún fékk að máta hana og tók ég auðvita myndir af því tilefni og setti inn, einnig frá afmælismatarboðinu hjá Hófý og Þórði ..

Konni er í fríi, svo við erum bara að hanga saman eins og krakkarnir segja, ég set hann á ryksuguna og svo er hann fínn í uppvaskinu líka... Annars rólegt yfir okkur...Wink


Bara rólegt..já ..já.

Hörður Elís tengdasonur okkar á afmæli í dag...Til hamingju með daginn lagsiWizard

Hef verið voða löt að blogga undanfarna daga, enda ekkert sérstakt að gera, nema bíða eftir nýjustu viðbótinni í fjölskylduna... Það styttist í að Vala eigi.. hún er orðin ansi þreytt greyið, enda engin smá kúla á þessari litlu stelpu... Hún er skráð 17 mars, en við höldum að hún standi ekki svo lengi,, en hver veit???

 Við erum ekki enn byrjuð að vinna á nýju skrifstofunni, beðið eftir símalínum og tölvum en þetta kemur vonandi fljótlega, öðru hvoru megin við helgina.... Svo ég er bara heima að læra og skrepp í ræktina. Borðaði hjá Gullu í hádeginu í gær, pítur og grænmeti.. voða gott.. það var gaman að sitja og spjalla aðeins, höfum ekki hist mikið yfir kaffibolla á þessu ári, eiginlega bara ekki neitt.. Nú á að ferma Evu í vor og Gulla gamla er á fullu í undirbúningi...Smile Skemmtilegt...

Konni skrapp á sjó á laugardag og sunnudag, síðan komið vitlaust veður aftur.. en náði 18 tonnum af fiski á land, svo hann er bara rólegur þessa stundina. Sig. Óli fer svo með bátinn í dag, þegar lægir, svo Konni er í fríi.

Arnar litli bróðir er kominn í land, í síðasta sinn líklega á Guðm. Ólafi, hann var seldur (sko báturinn, ekki Arnar) svo hann byrjar sem au-pair hjá Þórgunni í fyrramálið.. Hann er mjög spenntur yfir nýja djobbinu.Grin

Jæja, erum að fara á Akureyri að heimsækja afmælisbarnið, vitum að Freyja var að baka í morgunn á annari hækjunni og Hörður sjálfsagt á hinni, hann slasaði sig á sunnudag, tognaði illa á ökkla, svo þau skiptast á með hækjurnar þessa dagana.Pinch

nóg að sinni.


Það skiptir ekki máli hvernig maður fellur, heldur hvernig maður stenur upp..

Datt þessi góða setning í hug í gær, eftir að hafa horft á X-FACTOR þáttinn í gærkvöldi... Guð minn almáttugur...Þegar blessað fólkið byrjaði að gráta vegna úrslitanna. ég vissi ekki hvert ég ætlaði... svo ég brast í hláturskast eins og allir viðstaddir í matarboðinu hjá Þórði og Hófý...Pinch

Ég held að þau séu farin að taka þáttinn og sig sjálf heldur alvarlega, það var frekar pínlegt að horfa á umboðsmann íslands fara að gráta, af ekki stærra tilefni.. ekki misskilja mig ég er mjög hrifin af tilfinningaríkum mönnum... Mér fannst tilefnið hins vegar ekkert. Alan er enn á lífi við góða heilsu svo ekki þarf að gráta hann...Hann stóð sig eins og hetja innan um grenjuskjóðurnar..Crying

Halla kynnir hlýtur að hafa verið að hugsa um Judge Law.. eða hvað hann heitir sá ágæti maður þegar hún brotnaði í beinni... nei hættið nú alveg.. Er ég kannski svona kaldrifjuð???

Ég horfði aftur á þetta í endursýningu í dag og vá.. þetta var jafn slæmt og í gær, eiginlega verra... Vona bara að þau nái sér fljótt...en nóg um þetta.

Ætla að reyna að jafna mig á þessu skúbbiDevil

 

Maturinn var frábær hjá Hófý í gær .. eins og alltaf.. og gaman að hitta Elís og Sonju, hef varla séð Ellla sprella í marga mánuði. Þurfum orðið formleg heimboð fjölskyldan til að hittast, það eru allir svo uppteknir .. ekki hitt Þórgunni lengi lengi, þar til í gær..mamma er sú eina sem hittir okkur, því hún er dugleg að heimsækja börnin sínSmileSmile

Ellen Helga hringdi áðan.. greyið litla er með ælupesti og var frekar dauf í dálkinn... knús, kossar og heislukveðjur frá ömmu dúlla mín...Heart

Var að senda frá mér Islandsklukkuverkefnið  vei--vei..

Áfram X factor


Hjónin í ræktinni!!!

Já, það  gerðust undur og stórmerki nú í morgunsárið... Konni kom með mér í ræktina.Smile

Ég nefndi það við hann í gær er ég kom úr ræktinni, hvort hann vildi nú ekki koma með mér eínhvern daginn þegar hann væri í landi. Já hann sagðist nú alveg geta hugsað sér það að fara á göngubretti. Svo dreif ég hann með í morgunn, sagði honum að það væri enginn í ræktinni á morgnana, en viti menn .... það var fullt að hressum kerlum sem tóku þvílikt vel á móti karli, annað brettið bilað og hitt í notkun svo ég dreif hann með mér í lyftingahring, og Gulla frænka með okkur.Smile

Það voru kannski mistök að hafa Gullu með því hún er svo mikil keppnismanneskja og sagði Konna að lyfta nú meira er kerlinigin og auðvita gerði hann það... svo ef hann verður rúmliggjandi á morgun er það ekki mér að kenna...Heyrurðu það Gunnlaug!!!!GrinGrin En allavega erum við hjónakornin mjög ánægð með okkur þessa stundina..

 Hittum Hófý í ræktinni og hún bauð okkur í mat í kvöld þessi elska...jú hú...

Annars er ég á kafi Islandsklukkunni ... þarf að skila lokaverkefninu um helgina og á helling eftir, það hægir á mér þegar Konni er heima. Hann er aftur á móti að verða vitlaus á veðrinu.. gott veður til landsins, en vitlaust hér rétt fyrir utan.. Förum í bæinn í dag að sækja vinnubílinn ...... en það kom vitlaus bíll að sunnan, þeir voru að kaupa nýjan bíl fyrir hann, en sá sem kom var árg. 06. svo hann fær lánsbíl á meðan, eins gott, ég nenni ekki að vera að skutla og ná í lengur...

Hey.... Endilega kvitta í gestabókina eða kommenta á skrifin mín... Ég er svo forvitin..he..he

Nóg að sinni


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband