Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 00:13
Læra..læra ..læra
Er búin að vera á haus í skólabókunum undanfarna daga. Hef þess vegna ekkert verið að eyða tíma við tölvuna, nema í lærdóminn auðvita.
Bauð þó mömmu með mér í leikhús á föstudag að sjá Lífið- notkunarreglur og var það alveg stórskemmtilegt. Verkið er frábært, eins og lífið sjálft leikararnir mjög góðir og trúi ég að við eigum eftir að sjá mikið af þeim í framtíðinni. Tónlistin er svooo falleg, mun kaupa diskinn um leið og hann verður gefin út. Trúi ekki öðru en að svo verði.
Bandýmótið var svo á laugardag og skaust ég að sjá skrúðgöngu liðanna og upphafsleikina.. ég varð mjög abbó þegar ég sá lið Hornbrekku með Guðlaugu gömlu vinkonu mína í fjölda áratugi í fararbroddi og búin að finna græna kjólinn.. ég skil bara ekkert í að hún hafi ekki tekið Guðríði herbergisfélaga sinn með,....nei..nei.. hún hefur sjálfsagt haldið að hún væri komin í plíseraða pilsið, að sýna fyrir kónginn danska eins og í gamla daga. Ég man... að þá... þá gerðist eitthvað... ..Nei Guðríður gamla bara skilin eftir á Hornbrekku.... Þannig er það nú.
Lena, Ísól og Malik komu aðeins í heimsókn á laugardag og Sig Óli og fjölsk, stoppuðu frekar stutt þar sem ég var í bókunum.. Sunnudag vaknaði eldsnemma, lærði í 3 tíma, svo í sund, síðan á pallinn á brókinni í sólbaði með bækurnar eins og á laugardag.. Seinni partinn fór ég á Ak. Heimsótti Halldóru 1/2 systir mína sem er fimmtug 30 apríl, og þvílík veisla nammi namm .. át og át í 3 klst. Alltaf svo gaman að fara í veislur með skemmtilegu fólki og það var hellingur af því.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HALLDÓRA M'IN..
Guðný kom líka Í afmælið og síðan skelltum við okkur í Æðruleysismessu ( við erum svo skemmtanasjúkar) Ræddi við séra Jónu Lísu um skírnina á laugardag... Allt í gúddý þar.
By the way.. fékk 9 í vetrareinkun.. Sigga! þú ert náttúrulega bara frábær... takk..takk.. ég veit.
Konni er á sjó, hefur verið með ca. 5 tonn á dag undanfarið. gott í bili
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 15:53
Potta-markaðssetning dauðans...
Ég lenti í mikilli krísu fyrir einu og hálfu ári síðan. Þá voru Saladmaster cookware-kynningar að hefjast hér fyrir norðan. Fyrir þá sem ekki vita eru það pottasettin sem elda, baka og gera matinn svo heilnæman að fólk hefur víst hent út úr lyfjaskápunum gigtarlyfjum sínum og fleiru...
En málið var að mig vantaði bíl... og hafði ekki efni á hvoru tveggja pottunum og bílnum, svo eftir góðar ábendingar frá Guðný vinnu-vinkonu ákvað ég að taka bílinn, því eins og hún sagði þá kæmist ég ekki á pottasettinu niður Félagastíginn í vinnuna, en gæti farið á bílnum í búðina og keypt í matinn, ég myndi nota bílinn miklu meira en pottasettið.. svo það sem var auðvita stóra málið í þessu að BÍLLIN VAR ÓDÝRARI EN POTTASETTIÐ, fékk líka afslátt, því enginn var geislaspilarinn sem þó átti að fylgja..
Það er að vísu ekki hægt að elda í honum, en ég hef borðað ýmislegt í bílnum og það er ágætt.. Bíllinn minn er gamall og kostaði 270.000 staðgreitt.
Ástæða þess að ég er að tjá mig um þessa potta er grein sem tekin var af netinu þar sem heil sýsla í USA sá ástæðu til að rannsaka pottasvindl. Montgomerysýsla í Maryland. Og það árið 1998..
þar höfðu óprúttnir sölumenn Saladmaster cookware boðið í heima-kynningarpotta-partý spænskumælandi fólki, sem síðan skrifaði undir pappíra sem það hélt vera atvinnuumsóknir en voru í raun pottasettakaup... Þeir voru víst ekki sterkir í enskunni..
Þegar kvartanir fóru að berast var málið tekið upp og þeir sem ekki höfðu notað pottasettin fengu allt endurgreitt, 3.700$ DOLLARA (240.000. ÍSL KRÓNUR.)...en hinir sem farnir voru að nota herlegheitin þurftu að borga framleiðsluverð vörunnar sem var ...........................
......400..$$$$$$$$$$.......TUTTUGU OG SEXÞÚSUND KRÓNUR, ÍSLENSKAR.............................
Ef ég hefði nú ekki keypt bílinn, heldur pottasettið, væri mér ógeðslega illt í rassinum NÚNA..
Án gríns, eru pottar seldir hingað í fjörðinn í bílförmum og ég efast ekki um að þetta er gæðavara, eins gott segi ég nú bara. Skilst að fólk sé að borga um 300.000 kallinn fyrir herlegheitin..Mér finnst bara óþolandi að verið sé að plata fólk svona. Gæti trúað að raunvirðið væri um 70-90 þús. miðað við framleiðsluverðið.. Reikna með að söluaðilarnir hlægi sig í svefn á hverju kvöldi.
Þetta er auðvitað snilldar markaðssetning. Alt útpælt og sálfræðingar sem sjá um uppskriftina sem farið er eftir. Var sjálf að selja Nu skin vörur fyrir nokkrum árum og þá fékk maður leiðsögn í hvað má og hvað má ekki segja..
Hér er linkurinn ef þið viljið skoða þetta mál...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 13:43
Leikhúsáhugi norðlendinga...
Gaman var að sjá í fréttum í gær hversu norðlendingar eru áhugasamir um leikhús, langar raðir af krökkum að komast í prufu hjá LA.. En þegar ég sá Agnesi mágkonu mína þar, þá hugsaði ég .. nei Agga mín..þó þú sért lítil og krúttleg þá sannfærir þú varla leikhúsliðið um að þú sért undir 14 ára aldri...kommon Agga .. vertu nú ekki með þessa vitleysu.. þeir komast að því að þú er þrjátíu og eitthvað, 4. barna móðir og bruggari...Nei .. smá grín, ég reikna með að hún hafi verið að fylgja börnum sínum í prufuna, giska á að Ester Líf hafi verið með mömmu sinni.. eða vona það ...
Siðan kom þátturinn LEITIN og ég er viss um að ég sá Halla frænda á ská þar í röð... var fúl að sjá hann ekki performera fyrir strákana.. en svona er nú það.. Fullt af hæfileikafólki alls staðar.. í hverri fjölskyldu,, Sindri að slá í gegn með Freyvangsleikhúsinu.... Skemmtilegt..
Konni kom í morgun heim af sjónum vegna brælu, landaði 4 tonnum, kom við á Ak og tók Hörpu Hlín með í fjörðinn, hún var frekar fúl í gær þegar Ellen Helga fór til ömmu, en ekki hún, en amma þurfti að læra í gærkvöldi, skila verkefni og gat þess vegna ekki boðið Hörpu strax í fjörðinn... Hún brosti hringinn þegar hún kom svo í morgun, og hitti systur sína... Ég er ekki að nenna þessum lærdómi þessa dagana.. en verð auðvita að standa mig.
Er svo farin að baka fyrir skírn Konna litla, en hann mun verða skírður 5. maí hér á Hlíðarveginum af Jónu Lísu. Ég sagði við foreldra hans að ég vildi halda veislu ef þau vildu skíra hann í Ólafsfirði og tóku þau þessu frábæra tilboði mínu eftir smá umhugsun... enginn pressa...Það verður skemmtilegt, ég hef aldrei verið við skírn í heimahúsi en skilst að það sé indælt og efast ekki um það..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 10:16
Undirheimar á yfirborðinu??
Segir manni hversu neysla ólöglegu vímuefnanna er orðin algeng. Nú þekki ég ekkert til í Garðabænum, en þarna voru ekki krakkar á ferð, heldur fullorðið fólk á aldrinum 20-30 ára samkvæmt fréttaflutningi. Eru ekki undirheimarnir á undanhaldi? Vímuefna virðist vera neytt fyrir opnum dyrum á skemmtistöðum og við eldhúsborðin....svo verður fólk tjúllað þegar lögreglan fer að skipta sér af!!!
Svo eru líklega allir stjórnmálaflokkar með flotta stefnuskrá um eiturlyfjavanda íslensku þjóðarinnar. Hún kemur bara upp á yfirborðið í mánuð fyrir kosningar og fer síðan í undirheima og gleymist þar, best geymd þar, enda óþægilegt málefni, sem fáir þekkja nema af afspurn....
En í aðra sálma. Við Ellen fórum á Ak. í gær og tókum Hörpu og Freyju með okkur í fjallið, fylgdumst með göngumóti á Andrésar leikunum. Fullt af fólki, og fannst okkur hafa fjölgað síðan þær systur voru að keppa á Andrés. Veðrið var gott og gaman að fylgjast með.. Hörpu fannst ekki gaman og vildi nú frekar fara á Glerártorg en hanga þarna. Feyja og Ellen fóru á skauta en við Harpa fengum okkur ís á Glerártorgi.
Þegar ég kom svo heim um kvöldmat beið mín Þröstur í stofuglugganum, innan við rimlagardínu og komst ekkert.. Búinn að skíta í hvern einasta glugga á efri hæðinni og á gólfin niðri...djö..djö.. Ég hringdi í Arnar sem kom í hvelli og tók blessaðan fuglinn og gaf honum frelsi.. Lagði svo af stað með Þjark og tusku að verka upp fulglaskít út um allt hús. Kom í ljós að útidyrahurðin á neðri hæðinni var opin og þar hefur hann flogið inn.. útskýrir skítinn á neðri hæðinni..
Konni kom í land í morgunn með um 5 tonn, og ætlaði út strax eftir löndun..
gott í bili
Sextán handteknir eftir gleðskap í Garðabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 08:49
Vesen á karli...
Meira vesenið á karlinum.. Held að hann hafi bara langað að komast í moggan... Nei annars er þetta eitthvað smotterý sagði minn maður, þegar hann skrapp heim í gærkvöldi. Einhver slanga eða barki að þvælast fyrir.. Annars hefur verið rólegt yfir miðunum.. lítið fiskerí eftir aflahrotu fyirir páska
hann er farinn aftur á Húsavík og væntanlega til veiða í dag..
Annars allt í gúddí, Ellen kemur í kvöld og planið er að fara Á Andrésarleikana á fimmtudagsmorgunn.. Það verður gaman að fylgjast með krökkunum, en skilyrði er að það verði gott veður, annars nenni ég ekki í fjallið.
Dreginn í land af Grímseyjarsundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 16:44
Allt í plati hjá samfylkingu...
Ég fór í ræktina fyrir kl 7 í morgun, tilbúin að takast á við daginn í vinnuni og taka á móti frambjóðendum samfylkingarinnar í NA- kjördæmi sem á sem höfðu hringt á fimmtudag og boðað komu sína til okkar kl. 10 í morgunn. Dagurinn leið án þess að þau létu sjá sig og vorum við þó búin að hella á könnuna og reiða fram Nóa- konfekt.. Verst þótti mér þó að súkkulaðið fór allt ofan í mig í, vinnufélagar mínir eru mun stapílli þegar kemur að Nóa en ég.
Ég verð að segja að mér finnst þetta léleg framkoma af liðinu og veit svo sem ekki hverju á að búast við af þeim í framtíðinni... Þau hefðu getað hringt.. Halló.. við komumst ekki.. kannski vissu þau að engin atkvæði var að fá á mínum vinnustað.. hver veit..
Nú er stóri dagurinn hjá Ellen Helgu.. sýning í Borgarleikhúsinu í Freestyle dansinum sem hún hefur verið að læra síðan um áramót. Hún var frekar leið yfir að við komumst ekki, en skildi það svosem þar sem það er mánudagur, hefðum líklega farið ef sýningin hefði verið um helgi. Hún tók þó gleði sína á ný, þegar klárt var að hún kæmi norður í heimsókn á miðvikudaginn og yrði fram á sunnudag.. Verst að vinirnir hennar hér verða trúlega á Andresar- leikunum á Ak. þessa daga. Amma verður bara að skottast með hana í fjallið og fylgjast með Tu-Tu Tu - Gangi þér vel í dansinum dúlla grams..
Verð að segja frá síðustu kvöldmáltíðinni á Kanarí.. Borðuðum á Ítölskum, æðislegum veitingastað sem heitir ROMA.. Man. United og Roma voru að spila í meistarakeppninni og höfðum við ekki undan að fagna.. Þvílíkur leikur hjá okkar mönnum.. Mamma heldur reyndar með Arsenal og Þórgunnur með Hetti, og voru þær orðnar mjög leiðar á látunum í okkur og þeim Bretum sem þarna voru.. kenndu svo í brjósti um Ítalana sem voru orðnir ansi brúnaþungir... Leikurinn var sýndur á 3 skjám þarna inni og var ég mest hissa á að ekki var slökkt á tækjunum.. þvílík úrtreið sem þeir fengu...he..he..
Því miður var Arnar ekki í Rooney skyrtunni sinni sem hann keypi.. fyrir ..ég ætla ekki að ljóstra upp verðinu af þvi mér þykir mjög vænt um bróðir minn.. en eftir þau kaup hættum við að tala í evrum og töluðum í Rooney-um.. Hins vegar vorum við sammála um að hún hefði verið hverrar evru virði eftir frammistöðu okkar manns í leiknum...
Þetta var toppurinn á átveislum okkar þarna úti.
Gott að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 11:56
Fylgið upp!!!
Var að sjá nýjustu skoðanakannanir um fylgi flokkana.. Minn flokkur er á uppleið.. komin í 43.4% glæsilegur árangur, þó að ég viti eins og aðrir að kannannir eru ekki úrslit, en gefa þó einhverja vísbendingu. Ég gladdist sérstaklega að sjá fylgið aukast í NA- kjördæmi, enda flottur listi sem við erum að bjóða fram. VG eru á niðurleið..mældust með 16.7%-- úr 23.3%. Það er nær lagi, það var ekki normal fylgið sem þeir voru að mælast með...
Hef verið að fylgjast með fréttum af landsfundinum og stendur uppúr ræða formannsins og sér í lagi stefna flokksins í málefnum eldri borgara og viljinn til að taka við heilbrigðismálunum..Sé mikið eftir að hafa ekki farið á fundinn, hélt ég myndi ekki nenna eftir Kanarí, svo ég gaf sætið frá mér.. mistök.. hefði verið gaman að vera í stemmingunni fyrir kosningarnar.
Hef verið að hlusta á viðtal við Sigurð Kára kristjánsson í morgunn, skemmtilegur strákur og hefur margt fram að færa, en ég get ekki verið sammála honum um áfengið í matvöruverslunum, hann hefur lagt fram frumvarp þess efnis á hverju þingi í 4 ár... Af hverju getur maður ekki keypt vín í ostabúðinni, er spurt... ef þú nennir í ostabúðina hlýtur þú að nenna í ÁTVR eftir rauðvíninu með ostinum... Mín skoðun litast auðvita af því að ég ér alkoholisti og hef séð afleiðingar ofneyslu vímuefna (áfengi er nefnilega löglegt vímuefni) á mínum nánustu og reynt á eigin skinni, og hræðist þar af leiðandi að fólki sé gert enn auðveldar um vik að nálgast þau.... Og hana nú...
Annars er ég að reyna að manna mig upp í að byrja aftur að læra eftir fríið.. en ég nenni því ekki.. Verð samt.. Samfylkingarfólk er búið að boða komu sína til okkar í vinnuna í fyrramálið og verður gaman að hitta Möllerinn og félaga..Hann er skemmtilegur og hress. Nú fara þeir að streyma til okkar, enda kosningar framundan og allir koma við í starfsstöð Alþingis á landsbyggiðnni og forvitnast um hvað við séum að gera..
Freyja Hörður og Lena komu á föstudaginn og borðuðu með okkur, við Freyja fórum svo til Evu Rúnar og Gullu, Freyja ætlar að sauma fermingarfötin á Evu, svo þær voru að velta fyrir sér efnum og svoleiðis dóti, Gulla fær engu að ráða, dóttirin hefur ákveðnar skoaðnir á hvernig hlutirnir eiga að vera, og Gulla frænka mín virðir að sjálfsögðu óskir dótturinnar... Minnir mig á þegar Freyja var fermd, þá var hún með puttana í öllu og hafði skoðun á minnstu smámunum og réð ferðinni...Gaman af svona stelpum
Konni farinn á sjóinn, og ég ein og yfirgefin heima.. (setti nokkrar myndir inn úr ferðinni).
nóg að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 09:06
Komin heim..
Hola!
jæja, nú er maður komin heim úr sólinni og búin að klæða sig í sokka. Ferðin okkar var frábær í alla staði, veðrið var æðislegt, sól alla daga, og gaman hjá okkur systkinahópnum mökum og mömmu. Mamma var þvílíkt dugleg að hreyfa sig og gekk eins og bersekur um alla eyjuna, hún var reyndar orðin frekar þreytt á kvöldin. Hún keypti handa okkur fötur skóflur og dót til að leika með í sandinum á ströndinni og mun ég setja inn myndir af því sem við bjuggum til.
Á páskadag fórum við í messu til Jónu Lísu í afskaplega fallega kirkju þar sem norðulandaþjóðirnar hafa aðstöðu, það var alveg yndisleg stund og þar kom fram opinberlega í fyrsta skipti ung stúlka Þóra Björg Matthíasdóttir, og söng Amazing Grace.. Alveg svakalega flott hjá henni, ég fékk tár í augun og gæsahúð, og var ekki ein um það. Hún er að læra söng í Las Palmas. Við eigum örugglega eftir að heyra meira í þessari stúlku í framtíðinni. Fórum svo með jónu Lísu og Stebba á kaffihús eftir messuna og áttum þar góða stund með þeim. Um kvöldið borðuðum við á Klörubar ásamt fullt af íslendingum tudda með bernies og alles og hangikjöt í tartalettum í forrétt, sumir fengu sér íslenskan lax.. nammi namm. Þar kom Þóra aftur og söng nokkur lög.. Skemmtilegt...
En eins og er gaman að fara í smá frí er enn skemmtilegra að koma heim.. Fórum strax í gær á Akureyri að hitta börnin og barnabörnin. Þau höfðu greinilega saknað okkar um hátíðina. Það er nú einusinni þannig að þó þau séu ekki alltaf alveg upp í manni þá finnst þeim nú betra að hafa gamla settið á sínum stað..he he. Lena sagðist sko hugsa sig alvarlega um áður en hún leyfði okkur að fara í burtu um hátíðar.. Konni litli þór braggast vel og mér fannst hann hafa stækkað og breyst á þessari rúmu viku.
Benndi snúðurinn kominn til vinnu..Adios.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2007 | 15:53
Adiós..
Hola! þá er stangveiðitímabilið hafið, las ég á mbl i morgun, fanst það fyndið því Konni ætlaði að kíkja aðeins út í vatn eftir hádegi, hann hefur verið að hnýta flugur í allan vetur, og honum hefur farið mikið fram sýnist mér þó ég hafi ekki mikið vit á þessu. Þær hafa í það minnsta minnkað.. voru ansi stórar fyrst, enda maðurinn með stórar hendur.
Við vorum með páskaveislu í gærkvöldi. Börn, tengdabörn, barnabörn og Þórður og Hófý komu í mat. Gerði eftirrétt og alles og enduðum síðan í páskaeggjum og kaffi.. Allir saddir og sælir. Konni litli Þór var að koma í fyrsta sinn i fjörðinn og held ég honum hafi litist vel á. Konni minn er hinsvegar komin í páskafrí og Sigurður Óli kominn um borð að leysa pabba gamla af.
Við förum suður í eldsnemma í fyrramálið, Konni þarf í Hafnarfjörðinn að fylgjast með bátasmíðinni, en ég ætla að reyna að hitta á Ellen Helgu og bjóða henni að "hanga" með ömmu.
Síðan flug í sólina eldsnemma á miðvikudag... jibbý jey.. farið vel með ykkur á meðan við erum í burtu og gangið hægt um gleðinnar (bakkusar) dyr. Páskar geta endað með ósköpum eins og aðrar hátíðir og frí... Gerið eitthvað skemmtilegt Það ætlum við Konni minn að gera..endalaus stundin okkar.. Hasta luegos..Adiós..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)