Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 11:21
Freydís Heba..
Elsku besta dúllan okkar hún frábæra, fallega og skemmtilega
Freydís Heba okkar
24. ára
Á afmæli í dag, hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Freyja....
Innilegar hamingjuóskir frá æðislegu foreldrum þínum.. múhahaha
Megir þú eiga skemmtilegan dag, en á morgun komum við æðislegu foreldrar þínir í bæinn og bjóðum upp á köku. Knús og kossar til þín stelpukind.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2008 | 08:46
Aumingja ég
Verða þessir menn aldrei leiðir á að kenna öðrum um.. Hvernig væri að blessaður strákurinn færi nú að líta í eigin barm og sjá það sem við almúginn sjáum.. Ballið er búið, búið, búið.
Rosalega er ég orðin leið á þessu endalausa "Davíð er svo vondur við mig" væli í Jóni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2008 | 10:01
Svartur mánudagur
Notaleg helgi í faðmi fjölskyldunnar að baki. Konni og Sig. Óli komu í land á föstudag vegna brælu en Sig. Óli fór svo aftur að sunnud. - morgunn en Konni minn er í fríi í 3 daga. Lágum eiginlega bara í leti á laugardag og fylgdumst með landsleik stelpnanna okkar í boltanum. Þær vinna bara seinna..
Rökkurhöfði heimsóttur á sunnudag, en það er nafnið á heimili Guðmundar Fannars og Bjarkeyjar í Eyjafirði. Mjög fallegt húsið þeirra sem þau hafa verið að byggja undanfarið, en á sunnudag var skírður sonur þeirra heima í stofu af Hannesi Blandon og fékk litli frændi minn nafnið Þjóðann Baltasar. Stórt og mikið nafn sem ég veit að sá stutti á eftir að bera með rentu. Til hamingju..
Gaman að hitta allt fólkið sitt og eiga með því góða stund og ekki voru nú veitingarnar af verri endanum.
Byrjað að ríkisvæða bankana aftur, já það er ekki verið að einkavæða í dag ónei ónei, það sannast nú enn og aftur að það sem fer upp... kemur aftur niður og auðvita kemur það í hlut okkar almúgans að redda bönkunum svo þeir rúlli ekki yfir. Trúlega lækka launin enn í Glitni, þó Þorsteinn Már hafi lækkað toppana þegar hann kom þar að. Svona er Ísland í dag. Ekki man ég eftir að maður hafi fengið að taka þátt í sukkinu, en maður er nógu góður til að þrífa upp alla andsk. óráðssíuna eftir "strákana okkar" Ekki laust við að maður sé gramur yfir þessu ástandi.
Gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 10:05
Sorgardagar...
Það ríkir mikil sorg í firðinum okkar fagra þessa dagana. Það er einhvernvegin drungalegt um að litast, allir niðurlútir og skortir orð til að lýsa tilfinningum sem bærast eftir þær hörmungarfréttir sem bárust okkur á þriðjudaginn.
Ég bið góðan Guð að lina sársaukann sem heltekur nú fjölskyldu og ástvini Hrafnhildar Lilju og gefi þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Víst er að minningin um fallegu og brosmildu stúlkuna þeirra mun lifa í hjörtum okkar allra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2008 | 16:12
Orri kominn og Ellen á leiðinni
Orri er kominn og Ellen Helga er á leiðinni norður, allir ætla að mæta í 70 ára afmæli Sigga afa (tengdapabba) sem haldið verður með pompi og prakt á laugardaginn í veislusal á sandinum. Ég veit að búið er að tappa á flöskur afmælisbjór í KALDA og sérmerkja.
Ellen fær að fljóta norður með Grindvíkvíkingum sem ætla að heiðra "gamla manninn" á þessum tímamótum.
Annars allt gott að frétta, ökklinn minn er að lagast svo ég verð vonandi tilbúin í slaginn í ræktinni þegar Gulla kemur sér heim úr sólinni og í rokið. Það er eins gott að ég verði tilbúin því sumarfríið okkar er orðið skammarlega langt.
Sigurður Óli og Vala mála eins og þau eigi lífið að leysa, sýndist svefnherbergið hjá þeim vera orðið rautt á köflum, veit nú ekki hversu róandi það er..hmhmhm.
Fór með Ólöfu og Barða á Höllina að borða í hádeginu, það var frábært. Reiknum með að gera þetta að venju við Ólöf að hittast ásamt fleirum og borða á föstudögum mömmumat hjá Addý. Fórum í dag aðallega til að hitta Öldu og Björgu ferðafélaga okkar til að minnka fráhvarfseinkennin. Þurfum að vinna okkur niður hægt og rólega, en þær stöllur vinna í Höllinni.
Þótti gott að sjá Davíð vin minn Oddsson í fjölmiðlum í gær og eins og endranær veit hann hvað hann syngur og virtist nóg að hann birtist .. og sjá.. krónan styrktist.. svo nú er um að gera fyrir Davíð að koma í kastljós í kvöld, láta svo í sér heyra í útvarpi um helgina og þá ætti staðan að verða viðráðanlegri eftir helgina. En grínlaust, þá er hann besti stjórnmálamaður fyrr og síðar.. að mínu mati a.m.k.
gott að enda á Dabba kóngi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 14:55
Hláturinn lengir lífið
Þetta er í þriðja sinn sem ég reyni að blogga um Vestmannaeyjaferðina s.l. helgi. Hef fengið svaðalegt hláturskast og lokað blogginu aftur. Ætla að reyna núna..
Í stuttu máli byrjaði ég að hlæja á leiðinni suður á fimmtudag og ekkert lát var á fyrr en á mánudag, er ég skellti mér í ræktina og talaði svo mikið að ég flaug af hlaupabrettinu og slengdi öllum mínum löngu skönkum hingað og þangað í tæki og tól í grenndinni. Uppskar bólgur og mar vítt og breytt um skrokkinn og ég get fullvissað hvern sem er um að ég mæli ekki með svona flugferð, kannske allt í lagi með flugferðina en lendingin getur aldrei verið góð.
Ég veit ekki hvað gerðist með okkur stöllur þarna í eyjum en kannske er það bara þegar fjórar ofurhressar konur lenda saman í hóp að fjandinn verður laus. Hann slapp allavega út í ferðinni og við létum eins og asnar í 3 daga samfellt, tókum okkur taki rétt á meðan fyrirlestrar og hópavinna var í gangi og skiluðum okkar 100% á þinginu. Það var migið á sig, múnað, afklæðst á opinberum stöðum, galað og gólað sumir villtust og aðrir týndust, sama hvar við vorum staddar.. alltaf lágum við í hlátursköstum. Það sem er eiginlega verra er að til eru myndir í hundraðatali af okkur í hinum ýsmu köstum, og erum við vissar að ef félagskonur sjá þær, verðum við í besta falli reknar úr félaginu með skömm.
Ég er viss um að ég hef aldrei hlegið eins mikið og eins lengi um ævina. Segir ekki máltækið að hláturinn lengi lífið... Svo það er enn von að ég komist í 100 ára afmæli Ólu vinkonu sem er farin að bjóða Ingimundarleggnum í afmælið (þau eru svo langlíf) en ekki mér, segir að ég verði löngu dauð..
Þvílík áskorun að vera með Öldu Jóns og Björgu Trausta heila helgi og ekki nóg með að vegna mikillar þáttöku í þessu kvennaþingi Landsbjargar voru tvö rimlarúm sett inn í herbergi okkar Ólafar og máttum við sitja uppi með þær á nóttunni líka.
Svo ekki var mikill svefnfriðurinn. Ólöf reyndi að lesa fyrir okkur fyrir svefninn en það gerði bara illt verra.. Set kannske nokkrar myndir inn af ósköpunum fljótlega.
Elsku stelpur Ólöf, Björg og Alda .. takk fyrir frábæra helgi.. þið eruð klikkaðar.
slysavarnamálin koma seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2008 | 11:00
Kvennaþing
Bara skemmtilegheit framundan. Er að fara til Vestmannaeyja á morgunn á Kvennaþing Landsbjargar ásamt hressum og skemmtilegum konum, Ólöfu vinkonu minni, Öldu jóns og Björgu Trausta. Það verður nú ekki leiðinlegt. Flott dagskrá, fyrilestrar, hópavinna, skoðunarferðir og skemmtun í bland. Þess vegna segi ég í dag þar sem ég verð ekki við tölvuna á morgunn:
Elsku fallega og skemmtilega stelpan mín Lena Margrét
til hamingju með 21 árs afmælið á morgunn,
12. september
megir þú eiga ánægjulegan afmælisdag með vinum þínum í skólanum
og mundu að maður getur allt ef maður vill það nógu mikið!!
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2008 | 11:34
Bláber og rjómi.ummm
Konni minn kom í langt helgarfrí og nýttum við það vel. Máluðuðm norðurhliðina á húsinu svo nú er bara ein hlið eftir og vonandi viðrar vel áfram svo við náum að fara hringinn fyrir veturinn. Ég var svo ánægð með lúkkið að ég dró fram sláttuvélina strax eftir síðastu rúllustrokuna og ákvað að til að fullkomna verkið yrði að slá grasið. Konni náði að stöðva mig áður en ég gat farið að blása nýslegnu grasinu upp á nýmálaða veggina og er ég honum afar þakklát fyrir það. Gat setið á mér á meðan málningin þornaði almennilega og sá þá hversu heppin ég var þegar ég var að bursta grasið af veggjunum eftir á ... afar varlega. Það hefði ekki gengið þrautarlaust ef veggirnir hefðu verið blautir. Kallast þetta ekki hvatvísi?? .. held það.
Skelltum okkur svo í berjamó á sunnudag, fram á Skeggjabrekkudal og tókum að sjálfsögðu hundinn með svo hún Perla fengi að njóta sín og hlaupa um í náttúrunni. Tveir alsaklausir ferðamenn voru á göngu í dalnum og fannst Perlu það mikil ósvífni og gelti eins og vitleysingur á þá svo Konni henti henni inn í bíl svona rétt á meðan þeir fóru framhjá okkur. Þannig átti það allavega að vera en það vildi ekki betur til en hundskömmin sem var nú ekki sátt við þetta steig á samlæsingartakkan í bílnum og læsti sig og lyklana inni, en okkur úti. Urðum við að hringja í Völu sem fór heim og sótti aukalykla, kom og bjargaði deginum. Ég ætlaði samt ekki að þora að spyrja konna hvort gemsinn væri í bílnum, eða í vasanum hjá honum, sem betur fór var hann með hann á sér. Það var nú frekar fyndið að fylgjast með Konna hlaupa fram og aftur í kringum bílinn, að reyna fá hundinn til að stíga aftur á takkann en það gekk ekkert.
Lena kom í helgarheimsókn að austan og Freyja frá Ak. Gaman að hafa þær systur á laugardag og Völu, Hörpu og Konna, fórum í pottinn og borðuðum góðan mat. Lena setti strýpur í hár systur sinnar og í Völu að þeirra beiðni. Ég reyndi nú að benda Freyju á að Lena væri nú bara búin að vera tvær vikur í skólanum og kynni nú kannske ekki allt.. sem kom á daginn... systir var ekki veinandi af ánægju á eftir... Múhahahaha..en ég hló og hló og hló....
Ég segi það og skrifa, að eins og það er nú frábærlega gaman að fá fjölskylduna í heimsókn og eiga með þeim gæðastundir, er líka bara gott að leggja sig og hlusta á þögnina þegar allir eru farnir aftur og njóta rólegheitanna.
Það fannst okkur Konna mínum á sunnudaginn.
Ójá.
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 16:18
Kjarnakonur
Fór á menningarvöku á laugardag á Ak. Hlustaði á Bubba og fleiri í Gilinu ásamt þúsundum manna og kvenna. Borðaði ástarköku og kaffi fyrir neðan samkomuhúsið og horfði síðan á Fjöllistakonuna Önnu bregða sér í líki furðufugls og fljúga við menningarhúsið nýja undir styrkum tónum frá Röggu Gísla. Tilkomumikið var þetta og skemmtilegt. Endaði svo á smá flugeldasýningu af þaki Hofs. Takk fyrir mig Akureyri.
Fór í gærkvöldi á fund Kjarnakvenna á Akureyri, ásamt Guðnýju vinnuvinkonufrænku minni. Borðuðum fyrst með þeím á Strikinu og síðan stormaði hersingin í nýjar höfuðsstöðvar S'A'A . Glæsileg húsakynni í Hofsbót. Höfum líklega verið um 30 flottar kerlur á öllum aldri.
Við höfum sett okkur það markmið að mæta á þessa fundi í vetur, Þeir eru einu sinni í mánuði, yfirleitt í fyrirlestraformi. Ein góð vinkona okkar sagði að það væri nú bara af því við fengjum að borða í leiðinni, og ég skal nú alveg viðurkenna að það er partur af prógramminu að borða góðan mat í góðum félagsskap.
Verð að hrósa versl. Heimilistækjum á Akureyri. Ég keypti þar kaffikönnuna mína góðu fyrir einu og hálfu ári, en um daginn bilaði hún svo ég fór með hana til þeirra og viti menn.. Ég fæ bara nýja könnu þar sem það var tveggja ára ábyrgð á græjunni.. Hefði getað tekið nýja könnu með mér heim, en hún var bara ekki til í réttum lit fyrir mig svo ég mun bíða róleg þar til um helgina. Keypti kakógræjur til að nota í vélinni og þá sagði indæli starfsmaðurinn að ég þyrfti ekki að borga kakóduftið þar sem það væri að nálgast síðasta söludag.. fékk það í bónus, en ég var eins og alltaf gleraugnalaus og sá því engar dagsetningar, enda ekkert að spá í það. Svona eiga danir að vera
Lena blómstar sem aldrei fyrr fyrir austan í skólanum, finnst mjög gaman að náminu og allir svo voða skemmtilegir og almennilegir. hún er komin í heimavistar- og nemendaráð, svo það gustar greinilega af henni. Kemur mér ekki á óvart þar sem hún er nú skemmtileg og dugleg stelpa þegar viðrar vel hjá henni og hausinn er í lagi.. Vona að það verði svo áfram.
Eignaðist lítinn frænda á mánudaginn.. William Geir Gulluson og Jóhanna fengu prinsinn sinn.. Til hamingju allir.
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)