Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Heim

Frábær þessi 3G pungur sem Konni keypti á fartölvuna svo hann gæti haft hana með sér á sjóinn, nú kemst maður á netið hvar sem netsamband er svo ég hef hangið svolítið í tölvunni hér í R-vík, en við komum hingað á sunnudag þar sem Konni er á námskeiði hjá landsbjörgu. Ég hafði frekar hægt um mig fyrstu 2 dagana þar sem ég var með einhvern flensuskít en tók svo á því í gær og í dag í jólagjafainnkaupum og útréttingum ýmisskonar.

Ánægðust er ég með hversu vel mér gengur að keyra og að ég rata meira en ég hélt, Konni er vanur að vera bílstjórinn en nú hef ég tekið mér tak og gengur fínt.

Búin að lesa eina bók og horfa á 4 konumyndir í friði og ró svo ég kem örgugglega úthvíld heim, tilbúinn í jólaundirbúninginn. Á laugardag verður svo jólamarkaður, kveikt á jólatrénu með pompi og prakt, vonandi mikil stemming, litlu jólahúsin verða vígð. Við slysavarnakonur verðum með smákökur og brauð til sölu, einnig ætla ég að vera með rosagóan harðfisk til sölu á  fínu verði. 

Hlakka til að koma heim á morgun, því þó gott sé að skreppa burtu er HEIMA best:))


Hlýnandi fiskisúpa

Farið að hlýna aðeins í veðri og vonandi kemst Konni á sjó, allavega einn róður eða tvo í þessari viku, þar sem hann verður fyrir sunnan á námskeiði í slysavarnaskóla sjómanna í næstu viku.

Frábært að skreppa austur um s.l. helgi og hitta Lenu og fjölskyldu. Gaman að sjá hversu hress stelpan er og fílar móðurhlutverkið í tætlur. Valgeir Elís er líka draumaprins, vær, góður og glaður. veðrið var frekar leiðinlegt, en við fórum í smá göngutúr á laugardaginn og enduðum í  vöfflukaffi hjá Elsu og Valla:) Faldaði þar jólagardínur sem ég hafði með mér úr rúmfó svo stelpan gæti hengt upp og gert jólalegt í kotinu hjá þeim. Annars allt svo fínt hjá Lenu, hún er stormsveipur þegar hún tekur sig til og auðvita þurfti allt að vera skúrað og bónað þegar mamma kom í heimsóknSmile

Á von á Ólöfu, Barða, Gullu og Steina í fiskisúpu í kvöld og ætla ég að baka agalega gott matarbrauð. Alltaf gaman að setjast niður og borða saman og spjalla við skemmtilegt fólk... Hlakka til að eyða kvöldinu með þeim.

Kóræfingar á fullu en tónleikarnir okkar eru 5. des svo það styttist í að þetta verði búið, það er alltaf gott að ljúka tónleikum, þá finnst mér ég hafa heimsins mesta tíma til að gera það sem mig langar til að dúllast fyrir jólin. Erum annars að skella upp jólaseríum úti og inni þessa dagana, stefnan sett á að klára það um helgina áður en við förum suður, svo við getum kveikt eins og allir aðrir Ólafsfirðingar laugardaginn 28. nóv. Það verður mikið skreytt í firðinum fagra eins og alltaf, en ég á von á að það verði jafnvel meira en endranær þar sem bæjarbúar voru sérstaklega beðnir um að vera snemma fyrir þessi jólLoL

Nóg í bili


Smábógur:)

Þá er það Neskaupsstaður á morgunn, orðið allt of langt síðan við knúsuðum Valgeir Elís litla englabossa síðast, að verða mánuður og það er langur tími hjá ömmu þegar maður er bara 3 mánaða.. Hlökkum líka til að hitta Lenu spenu og Hafþór, vona bara að þau hafi ekki stækkað mikið og breyst:))

Konni kominn í land og í helgarfrí, svo við förum líklega af stað um hádegi, þurfum að brasa aðeins fyrir Lenu á Akureyri, fara í rúmfó fyrir hana, ekkert rúmfó á austfjörðunum og jólin nálgast og stelpuna vantar jólagardínur og dittin og dattinn. Svo verður nú stoppað aðeins og kíkt á prins Arnar Helga og hann knúsaður. Grin

Siggi Vala og börn í mat í kvöld, er að prufa uppskrift sem ég fann á netinu af moðsteiktri bógsteik, sem er kominn í ofnpottinn, með fullt af lauk, hvítlauk, timian rosmarin, lárviðalaufi, tómatsafa og hvítvíni (mysa hjá mér). Eldað í 4 tíma á 140 gr, og síðan 200 fimmta klukkutímann.. Vona að þetta verði nammi namm:)

Ég keypti kjötskrokk í haust og fékk hann heim í heilu lagi og Konni ekki heima, svo ég fór með kvikindið út í garð og skellti honum á garðhúsgögnin, sótti sögina Konna og sagaði dýrið í að ég held, tvö læri og hrygg. Frampartinn (hendurnar) held ég, sagaði ég í tvennt og frysti svoleiðis, treysti mér ekki til að saga niður í súpukjöt með stóru söginni, svo ég tók annað stykkið í gær og er semsagt að elda það eins og það leggur sig. Þurfti að vísu að sækja aftur sögina því þetta komst ekki í pottinn fyrr en ég var búin að sníða það passlegt. Verð að viðurkenna að lagið líkist ekki bógi eins og maður sér í frystiborðum búðanna, en hvað með það:)Smile

Góða helgi allir


Að komast í gírinn:)

Fór í ræktina tvo daga í röðSmile svo ekki söguna meir, í bili a.m.k.Wink  Í staðinn höfum við Konni verið dugleg að fara út að ganga með hundinn og okkur sjálf ekki síður.

Um s.l. helgi kom svo golfsettið mitt í hús og fórum við Ólöf á golfvöllinn að æfa okkur að slá.. ég kann minna en ekkert, en ótrúlegt hvað það var gaman þegar maður hitti og kúlana fór lengra en tvo metra fram fyrir tærnar á mér:)  Er viss um að ég á eftir að vera dugleg í golfinuSmile

Ætla á tónleika á föstudag með Arnari bróður, í menningarhús Saga Capital á Dalvík. Karlakór Dalvíkur er með rokktónleika ásamt Matta papa og kannske fleirum.. verður örugglega mjög gaman, einnig náði ég að tryggja okkur Konna miða á Frostrósatónleikana á Akureyri 6. des. svo það verður bara yndislegt á aðventunni að hlusta og njóta. Sá bar par hjá leikfélaginu s.l. föstudag. Frumsýning. þvílíkt flott sýning hjá þeim og bara bannað að missa af þessu, þau standa sig SVO vel allir leikararnir nýjir sem eldri og reyndari.. sýningar nú um helgina fimmtud. föstud. og sunnud. DRÍFA SIG.. engin afsökun þó maður hafi séð stykkið áður.. Nýtt fólk, endurbættur BAR..

Búin að setja jólaseríur í stofugluggana, sko bara af því að ég þurfti að kaupa nýjar og vildi vita hvernig þær pössuðu, smellpössuðu svo þreif ég auðvita glugga og tjöld í leiðinni... Skemmtilegt.

Litlu prinsarnir hafa það fínt, leitt hvað maður sér þá sjaldan þá sérstaklega Valgeir Elís, en við stefnum á að skreppa austur 13. nóv. vonandi gengur það eftir. Freyja kom með Arnar Helga og gisti.. æðislegt.. Svo voru "stóru" börnin hjá okkur í nótt, Konni litli og Harpa, alltaf gaman að hafa þau.Grin Jafnvel þó Konni sé lasinn, er hann svo góður strákur og Harpa auðvita líka:)

Gott

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband