Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
27.1.2010 | 10:12
Handbolti ...gaman gaman
Áttum frábæra helgi fyrir austan. Komin á kaf í handboltann eins og flestir íslendingar, bara þvílíkt gaman að fylgjast með strákunum. Tók að vísu smápásu í gær þegar 20. mín voru eftir af leiknum við rússsa vegna naglavinnu en það var allt í lagi þar sem við vorum í svo góðum málum.
Konni segir að ég sé ekki svipur hjá sjón .. sé orðin svo róleg þegar ég er að horfa á leiki að nú sé alveg hægt að vera heima og horfa með mér án þess að liggja undir áföllum og skemmdum þegar illa gengur. Þetta er alveg satt hjá honum, nú sit ég með prjónana og prjóna og prjóna, er að gera lopapeysu á kallinn sem ég lofaði honum í fyrra en hann er þolinmóður maður og bara ánægður að ég skuli vera byrjuð:)
Frí í boltanum í dag svo bara að taka norðmennina á morgunn þá er maður góður Fæ líka hádegismat í dag, eða fer í ræktina ... er ekki búin að velja, en í gær og fyrradag vann ég í hádeginu svo ég gæti hætt kl. 3 og horft á leikinn
Skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 13:14
Austfirsk blíða
Jæja, komum austur í gær og erum í góðu yfirlæti með Lenu og fjölsk. Valgeir Elís er bara yndislegur, alltaf brosandi og svo ánægður að hitta ömmu og afa,var að vísu pínu smeikur við afa Konna með gleraugun fyrst en var fljótur að venjast.
Veðrið er auðvita æðislegt og við á leið út í göngutúr þegar Lena er búinn að klippa pabba sinn, sem hún er að gera í þessum rituðu orðum, hann er hálfhræddur og kvartar yfir að það verði ekkert eftir og mér sýnist hann hafa rétt fyrir sér.. hahaha ..
Síðan ætllum við mæðgur að kíkja á austfirskar útsölur, handbolti í kvöld.. spennan í hámarki og ætlum ekki einu sinni að elda mat, bara kaupa eitthvað tilbúið og eta..
Bara rólegheit og næs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 19:02
Þorri nálgast
Hangi enn heima... Frekar leiðinlegt en hef þó bækur til að glugga í og Konna til að spjalla við. Ætluðum að skutlast austur um helgina og kíkka á Lenu og fjölsk. svo vonandi verð ég orðin ferðahress á föstudag.
Agalegt að horfa á leikinn í gær á EM. Við Konni vorum í rusli en fljót að jafna okkur, þeir vinna á morgunn og taka svo Danina á laugardag.. ójá það er ekki flókið.
Missi af þorrablóti eldri borgara á laugardaginn svo Konni ætlar að sjóða svið og hangikjöt og kaupa súra punga og hval til að blóta fyrir austan.
þannig er það nú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2010 | 16:19
Segi ekki eitt einasta orð:)
Ligg heima með kvefskít í dag, Konna til mikillar ánægju get ég lítið talað, í það minnsta heyrist lítið í mér vegna raddleysis svo ég er að reyna að gera mig skiljanlega með táknmáli en hann þykist ekkert skilja hvað ég er að fara. Hann ætlar greinilega að njóta kyrrðarinnar kallinn og notfærir sér í botn að hundsa mig og vera niðri þegar ég er uppi og öfugt þar sem ég get ekki kallað á hann.
Fíflaðist samt með hann áðan, sendi honum bréf og innkaupamiða.. fara í búðina og kaupa kókosbollur, prins pólo, kóla light, frosið grænmeti í fiskréttinn sem hann á að elda handa okkur í kvöld, fyrsta daginn í átakinu sem við erum að byrja í nema ég fæ auðvita nammi þar sem ég er lasin.. það er bara alltaf þannig með sjúklinga.
Nóg að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 11:45
Bla bla bla:)
Ég sé að fólk er að kíkja hérna inn af og til .. Tékka hvort kerlan hafi eitthvað að segja þessa dagana. Alveg ótrúlegt hversu löt ég er við það þó ég ætli alltaf að taka á þessu og blogga reglulega.
7. des. páraði ég hér síðast, verð að viðurkenna að þegar lífið gengur ekki sinn vanagang og erfiðleikar steðja að manni þá langar mig ekkert að blogga. Það er svo skrítið að mér finnst ég vera að plata ef ég segi ekki frá öllu sem gengur á, svo ég hef tekið þann pól í hæðina að sleppa bara að blogga þegar þannig stendur á og miðað við fátækt færslna á s.l. ári 2009, var það ekkert sérstaklega gott fyrir mig og mína á stundum, þó einnig hafi risastórar hamingjustundir litið dagsins ljós það árið t.a.m. fæðing dóttursona okkar yndislegu, sá frábæri árangur Konna að verða fimmtugur, og allt hitt sem ég man ekki í augnablikinu
Sko, málið er það að mér finnst ég heldur ekki hafa leyfi til að segja frá erfiðum verkefnum og vanlíðan annara en mínum eigin, þó þau snerti mig auðvita djúpt og mikið þegar fólkið mitt á í hlut því ég sveiflast upp og niður með fjölskyldunni, því hún er það dýrmætasta sem maður á. Þannig er það nú.
2010 verður bara frábært ár, er viss um það og ég mun blogga mikið mikið, svo mikið að mbl mun loka á mig vegna plássfrekju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)