16.2.2010 | 11:14
Gaman saman
mikið fjör s.l. hlegi.
Fullt af fólki. Lena og co komu á föstudaginn að austan og Ellen Helga að sunnan, Freyja og Arnar Helgi innanað og Sig. Óli og co utanað.. Arnar bróðir, Þórgunnur og börn komu svo ofanað..hahaha.
Bakaði böns af bollum á laugardaginn sem runnu ljúflega ofan í ofantalda gesti. Bara gaman að því. Valgeir Elís stækkar svo ört svo það er nauðsynlegt fyrir ömmu að hitta hann mánaðarlega a.m.k. svo maður geti fylgst með.. svo skemmtilegir og yndislegir litlu drengirnir okkar. Konni stóri frændi reyndi nú að leika við þá um helgina en honum finnst þeir ekki taka mikinn þátt svo hann var mjög fenginn að fá Vigfús William í heimsókn og þeir ná vel saman og sprelluðu með tilheyrandi látum og skemmtilegheitum
Alltaf gaman að hitta Ellu sprellu, finnst samt alltaf ég ekki hafa haft nægan tíma með henni til að spjalla í ró og næði, því það er mikið að gera hjá henni þegar hún kemur að hitta vinina og ættingjana alla áður en hún fer aftur.
Konni kom svo í gær heim.. Þeir lentu í vitlausu veðri á sjónum og hann datt illa og braut 3 rif kallagreyið svo hann verður heima í rólegheitum á næstunni.. sem er auðvita gott, ef honum liði sæmilega, en þetta grær vonandi fljótt og vel.
Nóg að sinni:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2010 | 10:20
Helgarfjör
Við Perla erum búnar að finna nýja gönguleið fyrir okkur á megrunargöngunni. Nú förum við upp á nýja snjóflóðavarnargarðinn við Hornbrekku og göngum þar hálfhring í kring og svo niður aftur og út og suður Erum mjög duglegar.
Annars bara allt í rólegheitum á þessum bæ. Lena og fjölsk. væntanleg í heimsókn um helgina og kannske Ellen Helga Hveragerðisprinsessa líka, kemur í ljós, svo það verður fjör á Hlíðarveginum ef að líkum lætur.
Konni fer líklega á sjó fyrir helgi, það verður skrítið að vera aftur ein þegar allir verða farnir aftur, en það venst örugglega:)
Ætla að eiga góða daga:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2010 | 13:41
Ýmislegt:)
Arnar litli brói á afmæli í dag.. Til hamingju Arnar minn...
Sólin skín og ég fékk mér göngu með Perlu í hádeginu, en við erum að reyna að stunda heilbrigt líferni. Ég er farin að vigta matinn ofan í hana og ætla að smá minnka við hana þar til hún er komin í hundaskammt sem hæfir henni, en Konni segir að ef hún væri manneskja væri hún líklega 150 kg og það er bara allt of mikið, svo nú ætla ég að skammast til að taka á þessu.
Ég henti tóbakinu um áramótin og það gengur alveg ágætlega nema að matarlystin er mun betri svo er mér óhætt að vera á verði.. ætli ég ekki að þurfa að henda öllum fötum og stækka skápinn. Er að vísu með nikótíntyggjó og tygg og tygg en það er bara ekki nóg. Það verður því nóg að gera að tala mig til í göngutúra og ræktina.
Fékk góða heimsókn í gærkveldi, Anna Boggu og Þóris, og höfðum við um margt að spjalla, þó vera hennar hérna núna sé ekki af góðum ástæðum er alltaf gaman að hittast.
Styttist í að konni fari á sjóinn og er ég pínu kvíðin fyrir því, að hann verði lengi í burtu... en það venst líklega eins og annað.
Ætla að eiga góðan dag:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 10:12
Handbolti ...gaman gaman
Áttum frábæra helgi fyrir austan. Komin á kaf í handboltann eins og flestir íslendingar, bara þvílíkt gaman að fylgjast með strákunum. Tók að vísu smápásu í gær þegar 20. mín voru eftir af leiknum við rússsa vegna naglavinnu en það var allt í lagi þar sem við vorum í svo góðum málum.
Konni segir að ég sé ekki svipur hjá sjón .. sé orðin svo róleg þegar ég er að horfa á leiki að nú sé alveg hægt að vera heima og horfa með mér án þess að liggja undir áföllum og skemmdum þegar illa gengur. Þetta er alveg satt hjá honum, nú sit ég með prjónana og prjóna og prjóna, er að gera lopapeysu á kallinn sem ég lofaði honum í fyrra en hann er þolinmóður maður og bara ánægður að ég skuli vera byrjuð:)
Frí í boltanum í dag svo bara að taka norðmennina á morgunn þá er maður góður Fæ líka hádegismat í dag, eða fer í ræktina ... er ekki búin að velja, en í gær og fyrradag vann ég í hádeginu svo ég gæti hætt kl. 3 og horft á leikinn
Skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 13:14
Austfirsk blíða
Jæja, komum austur í gær og erum í góðu yfirlæti með Lenu og fjölsk. Valgeir Elís er bara yndislegur, alltaf brosandi og svo ánægður að hitta ömmu og afa,var að vísu pínu smeikur við afa Konna með gleraugun fyrst en var fljótur að venjast.
Veðrið er auðvita æðislegt og við á leið út í göngutúr þegar Lena er búinn að klippa pabba sinn, sem hún er að gera í þessum rituðu orðum, hann er hálfhræddur og kvartar yfir að það verði ekkert eftir og mér sýnist hann hafa rétt fyrir sér.. hahaha ..
Síðan ætllum við mæðgur að kíkja á austfirskar útsölur, handbolti í kvöld.. spennan í hámarki og ætlum ekki einu sinni að elda mat, bara kaupa eitthvað tilbúið og eta..
Bara rólegheit og næs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 19:02
Þorri nálgast
Hangi enn heima... Frekar leiðinlegt en hef þó bækur til að glugga í og Konna til að spjalla við. Ætluðum að skutlast austur um helgina og kíkka á Lenu og fjölsk. svo vonandi verð ég orðin ferðahress á föstudag.
Agalegt að horfa á leikinn í gær á EM. Við Konni vorum í rusli en fljót að jafna okkur, þeir vinna á morgunn og taka svo Danina á laugardag.. ójá það er ekki flókið.
Missi af þorrablóti eldri borgara á laugardaginn svo Konni ætlar að sjóða svið og hangikjöt og kaupa súra punga og hval til að blóta fyrir austan.
þannig er það nú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2010 | 16:19
Segi ekki eitt einasta orð:)
Ligg heima með kvefskít í dag, Konna til mikillar ánægju get ég lítið talað, í það minnsta heyrist lítið í mér vegna raddleysis svo ég er að reyna að gera mig skiljanlega með táknmáli en hann þykist ekkert skilja hvað ég er að fara. Hann ætlar greinilega að njóta kyrrðarinnar kallinn og notfærir sér í botn að hundsa mig og vera niðri þegar ég er uppi og öfugt þar sem ég get ekki kallað á hann.
Fíflaðist samt með hann áðan, sendi honum bréf og innkaupamiða.. fara í búðina og kaupa kókosbollur, prins pólo, kóla light, frosið grænmeti í fiskréttinn sem hann á að elda handa okkur í kvöld, fyrsta daginn í átakinu sem við erum að byrja í nema ég fæ auðvita nammi þar sem ég er lasin.. það er bara alltaf þannig með sjúklinga.
Nóg að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 11:45
Bla bla bla:)
Ég sé að fólk er að kíkja hérna inn af og til .. Tékka hvort kerlan hafi eitthvað að segja þessa dagana. Alveg ótrúlegt hversu löt ég er við það þó ég ætli alltaf að taka á þessu og blogga reglulega.
7. des. páraði ég hér síðast, verð að viðurkenna að þegar lífið gengur ekki sinn vanagang og erfiðleikar steðja að manni þá langar mig ekkert að blogga. Það er svo skrítið að mér finnst ég vera að plata ef ég segi ekki frá öllu sem gengur á, svo ég hef tekið þann pól í hæðina að sleppa bara að blogga þegar þannig stendur á og miðað við fátækt færslna á s.l. ári 2009, var það ekkert sérstaklega gott fyrir mig og mína á stundum, þó einnig hafi risastórar hamingjustundir litið dagsins ljós það árið t.a.m. fæðing dóttursona okkar yndislegu, sá frábæri árangur Konna að verða fimmtugur, og allt hitt sem ég man ekki í augnablikinu
Sko, málið er það að mér finnst ég heldur ekki hafa leyfi til að segja frá erfiðum verkefnum og vanlíðan annara en mínum eigin, þó þau snerti mig auðvita djúpt og mikið þegar fólkið mitt á í hlut því ég sveiflast upp og niður með fjölskyldunni, því hún er það dýrmætasta sem maður á. Þannig er það nú.
2010 verður bara frábært ár, er viss um það og ég mun blogga mikið mikið, svo mikið að mbl mun loka á mig vegna plássfrekju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2009 | 09:42
Góð helgi að baki
Yndisleg helgi að baki. Aðventuhátíð okkar gekk glimrandi og fengum við mikið lof fyrir frammistöðuna og gestasöngvarar okkar ekki síður. 240 manns í kirkjunni okkar sem er hreinlega að verða of lítil.
Lena kom svo á laugardagskvöld með Valgeir englabossa, fundum fyrstu tönnina hans í gærkvöldi.. bráðþroska drengur eins og mamma sín :).
Ellen Helga var að keppa í fimleikum á laugardag, í fyrsta sinn og gekk vel, svo dugleg stelpa hún Ella sprella:)
Arnar, Þórgunnur og Vigfús gleðigjafi komu í kaffi til okkar í gær, var Vigfús ekkert yfir sig hrifinn þegar mamma hans var að halda á Valgeiri Elís. hehehe.
Frostrósatónleikar síðan í gærkvöldi, bara yndislegt... og Margrét Eir og Hera alltaf flottastar, fannst annars vera pínu þreyta í liðinu, ekki skrítið þar sem aukatónleikarnir voru fyrr um daginn.
Komin í sannarlegt jólaskap,ætla bara að njóta þess og vera ekki með neitt stress þó gleymist að þrífa eitthvað skúmaskot eða skáp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2009 | 09:21
Aðventuhátíð
Jæja þá var síðasta kóræfingin í gær vegna aðventutónleikanna í gærkvöldi, eftir að við komum úr kirkjugarðinum þar sem Rotarý menn tendruðu jólatréð og leiðiskrossana svo garðurinn er kominn í jólafötin. svo fallegur svona upplýstur að unun er á að horfa. Syngum alltaf 2 sálma við þá athöfn.
Ég lofa flottustu tónleikum (aðventuhátíð) hingað til á laugardaginn. Söngdagskráin er svo flott, erum með fullt af einsöngvurum með okkur og hljómsveit. Þori að veðja að einhverjir eiga eftir að verða hissa og fá gæsahúð og jafnvel fella eitt, tvö tár. Segi ekki meira
Hátíðin hefst kl. 17.00 á morgunn laugard í krikjunni okkar, en byrjum á Hornbrekku kl. 14.00. Jólahlaðborð á Hótelinu með kórnum eftir tónleikana og síðan Frostrósir á sunnudag í Höllinni á Akureyri, svo við hjónakorn verðum komin með jól í hjarta og sinni þegar við leggjumst á koddan á sunnudag.
Gott að sitja og hlusta á yndislega tónlist og ylja sér í skammdeginu, veitir ekki ef þessa dagana, þar sem eiginmaðurinn er orðinn atvinnulaus og við frekar í lausu lofti þessa dagana.
Rúsinan í pylsuendanum: Lena og Valgeir Elís koma á laugardag og verða í 2 vikur, mikið hlökkum við til að fá þau og knúsa og dúllast með okkur á aðventunni.
ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)