12.8.2007 | 15:31
Fríið á enda í bili..
Nú er maður komin heim úr sumarfríinu að sunnan og búin að taka fiskidaginn á Dalvík með stæl. Fór suður nokkrum dögum fyrir verslunarmannahelgina á jarðarför í Grindavík og síðan í bústað í Laugarásnum, þar sem við vorum í tæpa viku hjónakornin. Sigurður Óli, Vala, Harpa Hlín og konni litli Þór komu svo á laugardeginum og eyddu helginni með okkur og Ólöf og Barði líka. Það var voða indælt, gott veður og notalegt.
Konni fór með mig á Njáluslóðir og skoðuðum sögusafnið á Hvolsvelli sem er mjög flott og gaman fyrir mig að fara yfir sögu Njálu í máli og myndum, þar sem ég var nú að stúdera söguna s.l. vetur. Gaman að hitta Gunnar og Hallgerði, Njalla og Beggu aftur..
komum mátulega norður í fiskisúpu á föstudag á Dalvík, alveg ótrúleg stemma á götum bæjarins. Freyja og Hörður voru hjá okkur um helgina, fórum svo á laugardag á Fiskidaginn mikla og tókum mömmu með, átum og röltum um í ágætis veðri ásamt tugþúsundum íslendinga.. enduðum svo á bryggjusöng og flugeldasýningu... Mjög flott... Hittum Ellen sem auðvita var mætt á staðinn. Gaman að því hvað vel hefur tekist til með þennan fiskidag. Ætli ég verði ekki að mæta í vinnu á morgun, það verður örugglega ekki þægilegt að vakna en ég ætla að reyna.
gott að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 15:30
Frjókornaofnæmi eða kvefpesti!!!!
Ég hef tekið eftir að ég byrja flestar færslur á "jæja", svo nú breytti ég út af vananum. Er heima með kvef og leiðindi, held reyndar að þetta sé frjókornaofnæmi og er nú farin að sprauta sterum í nebban og eta ofnæmislyf. Vonandi dugar það, ekki gaman að vera sífellt með hor.
Ellen fór suður með afa konna á mánudagsmorgun og Lena líka svo ég er ein í kotinu. Það er líka ágætt að eiga tíma með sjálfri sér, hef svo sem lítið gert annað en liggja og snýta mér. konni kemst líklega ekki af stað með bátinn norður fyrr en í næstu viku, svo ég held suður í síðasta lagi á föstudag og ætlum við hjónakornin í bústað Alþingis á suðurlandinu. Ætla að fara á Njáluslóðir og gera fleira skemmtilegt ef veðrið verður ekki vitlaust eins og stormurinn er að spá.
Sólstrandargæinn og Vala eru komin heim og reikna ég með að það hafi verið fagnaðarfundir hjá þeim og börnunum. Hef reyndar ekki heyrt í þeim í dag.
Setti inn nokkrar myndir frá sumrinu.
Gott að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2007 | 14:04
Súpernanny búin að skila...
Nú hefur fækkað um 2 á Hlíðarveginum, þar sem Harpa og Konni litli boyi, eins og Harpa kallar hann eru komin til ömmu og afa á Akureyri, en við skiptum þeim með okkur þessa daga meðan foreldrarnir sóla sig á Spáni.
Þau voru bara ótrúlega góð og glöð ef frá er talið fyrsta kvöldið en þá grét Konni mjööööög lengi ca einn og hálfan tíma stanslaust, hann virtist hafa orðið hræddur við mig og byrjaði, og við gátum með engu móti fengið hann til að hætta. Við reyndum líka að gefa honum að drekka og hann þagnaði smá stund en grét svo bara enn meira. Ég var farin að svitna verulega og hugsa með hryllingi til næstu daga, þegar Konni afi kom með pelann til mín og benti mér á að það kæmi ekkert úr honum. Þá var hlífin inni í pelanum sem maður notar þegar maður er að hrista þurrmjólkina. Það var nú ekki fallegur svipurinn á afa konna ..hm..hm. En það kom í hans hlut að ganga með nafna sinn um gólf og reyna að róa hann. Svo sofnaði þessi engill fljótlega þegar hann var loks búinn að fá að drekka og var voða góður allan tímann. Ég fann verulega fyrir því þegar Konni afi var farinn aftur suður og ég var ein með þau. Kát og þreytt amma sem kvaddi litlu kútana...
Brúðkaup Sigurðar Garðars og Unnar var mjög yndislegt og fallegt eins og við var að búast. Tvíburarnir svo sætir í brúðkaupsfötunum sínum. Maturinn algjört æði og skreytingarnar engu líkar...Brúðurin var fallegust... svo kom amma Ólöf vinkona mín.. þvílíkt glæsileg konan ...svo brúðguminn sem var ekkert smá flottur, og svo hinir. Og veðrið maður minn .. það var nú engu líkt. Halldóra hálfsystir tók nú upp á því að úlnliðsbrjóta sig 5. mín fyrir brúðkaup svo ég hafði í nógu að snúast með Ólöfu alsystur á síðustu metrunum.
Eignaðist svo litla frænku 15. júlí er Hanna Dögg og Birgir eignuðust sitt fyrsta barn.. Mjög skemmtilegt allt saman.
Smá um menningarferðina...
Við Ellen fórum á sýningu í Ráðhúsi R-víkur á skrímslum og ég var að sýna henni íslandskortið, fórum á listasafn íslands, Hljómskálagarðinn, húsdýragarðinn, miklatún, skoðuðum fullt af styttum úti um borg og bý, sýndi henni elstu húsin í R.vík sem ekki eru á Árbæjarsafninu, ákváðum að borða saman á Humarhúsinu kvöldið fyrir brúkaup hennar, ef það verðiur í R-vík, á meðan tilvonadi eiginmaður hennar gerir allt klárt fyrir brúðkaupið. bið alla að minna mig á það þegar þar að kemur..hehe..Veit samt að Ellen Helga mun minna mig á og muna eftir þessum skemmtilega degi okkar í framtíðinni..
Fékk nýjan bíl í borginni...oh my good.. hann er bara geggjaður.. læt þetta duga í bili, næst: kínverska nuddið og örugglega meira um bílinn..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 15:28
Barnfóstran....
Jæja.. komin heim úr "borgarmenningarferðinni" var þegar upp er staðið ekki svo mikil menningarferð vegna tímaleysis, en samt sem áður mjög skemmitleg. Hef líklega aldrei staldrað svo lengi við í einu í R. vík. Sól og blíða alla daga, segi meira frá því seinna hvað ég var að bardúsa, en nú er ég barnfóstra og má ekkert vera að því að blogga eða setjast við tölvuna skaust bara si svona til að láta vita að ég komst klakklaust heim. Konni Þór, Harpa og Ellen eru hjá mér og nóg að gera. Svo það er mjög þreytt amma sem sofnar með börnunum á kvöldin.
bless í bili
Fóstran.. hehe
Fékk sms frá Sig. Óla sem nú kallar sig sólstrandargæjann þau eru á Mallorca og leiðiðst ekki....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 16:06
Örlagadagurinn...
Jæja, frábær helgi afstaðin. Brúðkaup Guðmundar og Bjarkeyjar var alveg yndislegt og fallegt. Mikil tónlist eins og við var að búast. Þau voru alveg einstaklega falleg brúðhjón og sérsaumaði kjóllinn hennar ákaflega fallegur svo og litlu krakkarnir, járnbrá, Ragnheiður og Þórður líka í sérsaumuðum fötum og þær voru með vængi..voða krúttlegt. ... Eina sem skyggði á fyrir mig er að ég er algerlega búin að missa heyrnina á öðru eyranu og svo glimur bara hávaði í hinu. Það varð til þess að ég treysti mér ekki til að halda smá ræðustúf sem ég var þó búin að undirbúa.
Ég átti afmæli í gær, ég átti afmæli í gær ég átti afmæli í gææææææææær, ég átti afmæli í gær..jú hú
og það var auðvita mjög gaman. Það eru sko ekki allir eins heppnir og ég að fá að eldast, maður þakkar bara fyrir hvert ár sem á mann skellur. ójá .. Bræður mínir og fjölskyldur heimsóttu mig og svo mamma, og Ólöf vinkona, Tengdaforeldrarnir og Gunna svilkona komu svo í gærkvöldi.
Agnes mágkona mín og Óli þröstur voru einlæg og flott í þættinum Örlagadagurinn hjá Sirrý í gærkvöldi og er ég mjög stolt af þeim að koma svo til dyranna eins og þau eru klædd. Frábært.
Ég veit að það það ekki auðvelt að tala um vandamálin (verkefnin) við hvern sem er, hvað þá alþjóð og alltaf svo margir tilbúnir að dæma mann og annan án þess að vita neitt í sinn haus. Hef upplifað það á eigin skinni nokkrum sinnum.
En nú er ég farin í sumarfríið langþráða, fer suður nú á eftir með Ólöfu og Barða, Konni fór fyrir allar aldir í morgun, en ég nennti ekki með honum. Fer með Ólöfu á kínverkst nudd á fimmtudag en hún á afmæli þá og gefur mér nuddið í afmælisgjöf, svo það verður örugglega æðislegt á okkur með kínverjunum, er að vona að þetta séu litlir karlar sem nudda okkur...hehehe..Bara skemmtilegheit framundan...
bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 15:45
launalækkun.. veganesti í sumarfríið..
jæja nú er ég loks komin í sumarfrí..jibbý jei jibbý jei. Er að spá í hvar ég geti fengið vinnu í fríinu, eftir að hafa hlustað á Sjávarútvegsráðherra skýra frá launaskerðingunni sem hann var að boða inn á mitt heimili. Ég hef aldrei getað skilið þetta kvótarugl og þessa sísvöngu þorska sem hafa ekkert orðið að éta síðan hvalurinn var friðaður og nú étur hvalurinn loðnuna og þorskurinn sveltur... Allt of margir svangir fiskar í sjónum... Aukið þorskveiðar svo þeir hafi meira að éta sem eftir verða... Minnkið loðnuveiðar, veiðum hvali hvar sem til þeirra næst..
Af hverju er ég ekki að vinna hjá Hafró, ég gæti sagt þeim allt þetta sem ég veit...en þeir ekki.. blessaðir fræðingarnir.
Annars allt gott að frétta, brúðkaup Guðmundar og Bjarkeyjar á morgunn. það verður gaman, svo býst ég við að fara suður með konna eftir helgina og hefja menningarferðina mína. með bakpokann í borginni í safnaskoðun. Ég mun líka hitta Ólöfu vinkonu og frétta af brúkaupsundirbúningi hjá Sigurði og Unni og aðstoða hana ef ég get. Þetta verður bara skemmtilegt.
Lena og Gummi eru flutt á AKureyri svo enn eina ferðina er ég orðin ein í kofanum. Konni heimsækir mig að vísu stundum. Hann er t..d. á leið norður núna í þessum pikkuðu orðum. Freyja og Hörður eru nú að fljúga til Tyrklands í sumarfrí.. voða gaman hjá þeim... Ójá.
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 16:01
VOFF.....VOFF.... nei djók
Voff, voff,voff, voff.. Nei bara grín. Auðvita fór ég á blúsinn á laugard. kvöld og var það frábær skemmtun. Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar áttu fyrri hluta kvöldsins, en Deitra Farr og the Riott, seinni hlutann. Það er skemmst frá því að segja að þetta var hörkustuð.. Þessi bluessöngkona frá Chicago er alveg stórkostleg söngkona ..lítil feit budda með flottan hatt.. og þessa þvílíku rödd.
Guðrún og Friðrik klikkuðu ekki heldur og voru æðisleg.. Hitti líka slatta af brottfluttum firðingum t.d. bekkjasystur mínar og var það ekki leiðinlegt. Svo og alla hina sem ég nenni ekki að telja upp.
Var spurð að því hvort ég "byggi hér ennþá" Og svaraði því til að svo væri og ég myndi aldrei flytja, þvílík væru forréttindin að geta búið á svo fallegum og litlum stað. Gott að ala upp börnin og nú kæmu barnabörnin og kynntust frelsinu sem í því felst að geta farið út á morgnana og komið svo bara heim þegar maður er orðin svangur og þreyttur. Börnin mín hafa spurt hvort við gætum hugsað okkur að flytja til Ak. þar sem þau eru en ég hef svarað því til að mér finnist svo gaman að skreppa til Ak. Ef ég byggi þar gæti ég ekki skroppið þangað.
Ég sé enga ástæðu til að flytja, ef maður er í vinnu sem maður sættir sig við, skil svo sem fólk sem flytur vegna atvinnutækifæra, veikinda og svolleiðis, en vegna þjónustu og menningar botna ég lítið í. Held að við sveitafólkið sækjum okkur ekki minni menningu en þeir sem hafa hana nær sér. Þekki fullt af svona venjulegum íslendingum sem búa á höfuðborgarsvæðinu sem fara aldrei neitt annað en í vinnu- bónus og heim. Jú í kringluna á Smárann um helgar.. Ég sver það .... Við landsbyggðartútturnar förum þó í leikhús og bíó og hitt og þetta er við á annað borð förum í borg óttans, meðan hinir ætla bara að fara á morgun......
Þetta var dreifbýlistúttan að blogga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 09:39
Ég og sófinn..
í gær fór ég á ljósmyndasýninguna hjá Gísla og mikið svakalega voru flottar myndirnar. Nánast allar héðan úr firðinum. vá vá. Skora á alla að fara og skoða sýninguna. Til hamingju Gísli
Hins vegar gerðum við þau mistök að fara aðeins heim, því það var ekki búið að opna Tjarnarborg, neðri sal, fyrir Blúsinn. Það er skemmst frá því að segja að ég lamaðist í sófanum og fór ekki niðureftir aftur.. Voða aumingi.. Skil ekki hvað ég er punkteruð þessa dagana. Fékk svo að heyra strax í morgunn í vinnunni hversu gaman var... Þetta gerist allt of oft hjá Sigríði.
Lena er á sjó með Sigga ofl. konni fer líklega ekki meira á sjó fyrr en nýji báturinn kemur, en hann fer suður að vinna á mánudag. Ætla að bjóða Ellen að fara með afa sínum, en á ekki endilega von á að hún þiggi það. Kemur í ljós.
En ég ætla að eiga góða helgi með bóndanum sem er í fríi og málningarrúllunni Freyju, skreppa á blúsinn á kvöldin, (ég skal hundur heita og gelta á fjórum fótum í 3 daga ef ég klikka aftur)..
Akureyri í dag með Ólöfu vinkonu, það verður örugglega skemmtilegt. Hafið það gott í góða veðrinu.
nóg að sinni..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 14:25
Blueshátíð um helgina.....
Blueshátiðin hefst í kvöld með tónleikunum: köllum þau heim. Þar munu heimsfrægir Ólafsfirðingar skemmta okkur með söng og fleiru. Alveg frábær þessi blueshátíð sem haldin er ár hvert og búin að festa sig rækilega í sessi. Ég ætla að skella mér í kvöld og á laugardagskvöldið, veit ekki með föstudaginn. ætla að sjá til.....
Gísli kristinsson (Lólóar) bekkjarbróðir minn, mun svo opna ljósmyndasýningu í Tjarnarborg í kvöld, og ætla ég að þar verði aragrúi fallegra landslagsmynda héðan úr firðinum og víðar. Vel til fundið hjá Gísla að halda þessa sýningu, sem ég held að sé hans fyrsta en örugglega ekki sú síðasta. Hann er orðinn heimsfrægur á netinu fyrir myndir sínar. Ég ætla sko að mæta þar líka.. ekki spurning
Spurning hvenær Guðný vinnuvinkonufrænka mín heldur sýningu, við eigum fullt af frábærum ljósmyndurum hér í bæ, og hún er ein af þeim..ójá.. Svo það verður bara nóg að gera þessa helgina eins og venjulega. Ætla á AK á laugardag að mála með Freyju seinni umferð á húsið... OG FREYJA ÆTLAR AÐ SAUMA SUMAR-BRÚÐKAUPSFÖT Á MÖMMU SÍNA EF HÚN VERÐUR DUGLEG AÐ MÁLA..... Það segir sig sjálft að ég verð að vera dugleg með rúlluna.
Líklega á AK á morgunn líka með Ólöfu vinkonu minni í brúðkaupsborðaleit..Skemmtilegt.... Vonandi heimsækjum við Halldóru hálfsystur í leiðinni..Ætli hún eigi ekki köku handa okkur... er viss um það....hehe.
Guðmundur Fannar bróðursonur minn og Bjarkey eru að gifta sig 07.07.07. og svo Sigurður Garðar Barðason og Unnur 14.07.07. Svo maður verður nú að vera í sparigallanum í júlí, svo ég tali nú ekki um öll afmælin.. t.d. AÐAL.. ég og Ólöf eigum afmæli 8. og 12. Sigurður Óli og Harpa Hlín 14 og 13. Fyrri Brúðhjónin 10 og ég held 5. Nanna og Þura vinkonur 2. og 11. Þórgunnur mágkona 29. og svo mætti lengi telja..................................................Ragnheiður Kara er 23. held ég... o.s.frv.
Ellen fór til pabba síns og fjölsk. í gær og unir sér vel með litlu systkynum sínum, ójá..
Skemmtilegasti mánuðurinn minn er:::::::::::::::::::::JÚLÍ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 14:45
Ég verð svo reið.....
Oh.. Ég er farin að hlakka svo til að fara í sumarfrí. Alveg dæmalaust hvað það verður stundum leiðinlegt í vinnunni þega sumarið er komið og mann langar bara að vera úti að leika sér. Ég er sem sagt að reyna að þreyja þorrann til 10. júlí. Ég hef undanfarin ár verið að taka viku í júní 2-3 í júlí og eina í Ágúst, en nú ætla ég að taka mánuð í einu og hætta þessu mjatli með fríið mitt. svo hef ég geymt 1-2 vikur til vetrarins. en nú verður það bara 1 vika í vetrarfríið.
Annars hef ég lært það á minni tæplega 46 ára ævi að vera ekki að gera plön fram í tímann. þau standast yfirleitt aldrei, ekki hjá mér. Taka bara einn dag í einu og klára hann.
Við mamma ætlum suður í næstu viku, að vera við útför Einars hennar Ingu Jónu frænku minnar (Hún er elsta barn Siggu systir pabba), en hann lést sl. föstud. langt um aldur fram. Því er svo mikilvægt að gera hvern dag eins góðan og maður getur og vera sáttur þegar maður leggst í rúmið á kvöldin. því maður veit ekki hvort maður rís úr rekkju á morgunn.
Ég var að lesa minningargrein föður um dóttur sína í mogganum í gær, Susie Rut Einarsdóttir lést á LHS vegna misnotkunar á morfíni, en hún var fíkill, hafði verið edrú í 4 ár. Búin að vera umfjöllun um hana í fjölmiðlum undanfarna daga. Þessi grein er bara skyldulesning fyrir alla, finnst mér. Mikil og þörf skrif föðurins um það hvernig kerfið og þjóðfélagið allt bregst unga fólkinu okkar sem lendir í klóm áfengis og eiturlyfja og öllum þeim viðbjóði sem því fylgir. Ég verð svo reið inni í mér þegar ég les um lát ungs fólks vegna fíknarinnar. Hvar eru stóru karlarnir sem standa að og fjármagna innflutninginn og neðanjarðarhagkerfið sem blómstar hér á landi. Nei við erum handónýt í þessum málum hér á landi, vegna þess að það vantar áhuga hjá stjórnvöldum og hinum almenna borgara að leggjast á eitt og framkvæma. Það heyrðist ekki múkk, ekki einu sinni nú fyrir kosningarnar í vor, þó hafa pólítíkusarnir yfirleitt lofað að gera eitthvað róttækt fyrir kosningar, en nú .. ekkert... stórt núll.. við erum orðin svo sofandi og samdauna ástandinu. Það verður bara að hafa það þó einn og einn deyi....ÖMURLEGT...
Einu sinni hringdum við hjón á lögregluna og báðum um vernd, þar sem við höfðum rökstuddan grun fyrir þvi að dópsalar væru á leið heim til okkar að lúskra á okkur. Þeir voru vopnaðir hafnarboltakylfu og haglabyssu. Lögreglan gat því miður ekkert gert, fyrr en þeir væru búnir að koma og berja okkur eða þaðan af verra.. PÆLIÐ Í ÞVÍ...jú þeir gætu keyrt fram hjá húsinu.. þannig var nú það...
í aðra og skemmtilegri sálma. Harpa Hlín kom nú loks og gisti hjá ömmu um síðustu helgi og áttum við gæðastundir saman. Hún er svo fyndin stelpa og talar orðið svo mikið, enda að verða 3ja hnátan. Við fórum svo á Ak á sunnudag að hjálpa Freyju og Herði að mála húsið, sem glöggir hafa líklega séð að er ekki lengur blátt, heldur hvítt. Seinni umferðin er eftir og verður vonandi máluð um komandi helgi. Lilja, Finnbogi og Munda voru búin að vera með þeim alla helgina í málningarvinnu, ekki ónýtt að hafa svona fólk í kringum sig Freyja og Hörður!!
Ellen Helga mætti svo á svæðið á sunnudag og ætlar að vera einhverja daga, henni leiðist nú ekki í firðinum fagra og er alveg sama þó amma sé að vinna, hún fer bara út að leika við vinina þar til amman kemur í kaffi og mat (Ég reyni nú að fylgjast með ferðum hennar). Það er bara vandamál að fá hana inn á kvöldin.
Fórum í skógahögg s.l. föstud. við konni og losuðum 8 hlöss af greinum og trjám, svo garðurinn er allsber núna og voða hallærislegur, en við urðum að gera þetta. Grenitréin voru orðin svo ljót og brún og uxu hvort á annað svo þetta verður gott þegar búið er að laga undir þeim, ná í mold og sá grasfræjum í sárin sem eru ansi stór. Fórum með öll grenihlössin niður á eyri til Þórðar að beiðni Hófýar, hún ætlar að nota þetta í tunnubrennslu fyrir leirinn. Það er fjall á eyrinni núna. Held að hún þurfi ekki að spá í eldivið næstu árin..heheh
Gott í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)