Frostrósir..Fjárhús..

Tónleikarnir á Dalvík tókust mjög vel. Það voru ekki margir að hlusta, en við reiknuðum nú ekki með því, töluðum um að ef stjórar kórsins vildu að við yrðum í útrás, væri betra að fara inn í Árskóg eða alla leið á Akureyri, þar eiga kórfélagar allir einhverja ættingja og vini sem hægt er að neyða á tónleika.

Það verða líklega fleiri á tónleikunum sem við Konni erum að fara á í kvöld. Frostrósir ásamt góðum gæjum, Garðari Cortes og Jóhanni Valdimar, held ég, og við hlökkum ekkert smá til að skella okkur í íþróttahöllina á Akureyri og njóta.

Ætlum að nota daginn á Akureyri og versla nokkrar jólagjafir og dúllast aðeins. Það er nefnilega fínt að fara í búðarráp með Konna mínum, mörg ár síðan hann hætti að spyrja "ertu ekki að koma" ertu ekki að verða búin?" nú bíður hann bara þolinmóður við hlið mér,  og tekur pokana og hefur yfirumsjón með því að ég týni engu og spyr: hvert næst? Dásamlegt...

Styttist í að Lena og Perla komi að austan í jólafríið, á sunnudaginn.. hlakka mikið til að fá þær stöllur heim.

Sigurður Óli er hinsvegar á sjó og kemur ekki fyrr en 22. des, og veit ég að það eru mikil viðbrigði fyrir hann og Völu og krakkana að vera svona lengi og ekki í símasambandi nema endrum og sinnum, en hann uppsker vel í lokinn í launaumslaginu vonandi..hehe.

Á laugardag er okkur svo boðið í fjárhús á Kleifunum hjá þeim EGOistum Gumma, Óla Hjálmari og Eggerti. Ég veit ekki hvað mun fara þar fram en dettur í hug að þeirra eiginkonur ætli að leika fyrir okkur helgileik.. María, jósef og jesúbarnið. Gaman að vita hvernig hlutverkaskipanin verður ef ég hef rétt fyrir mér..

Góða aðventu.


Kórinn að róast...

Í gær var afmælisdagur Gumma bróður, fór ekki með kerti í kirkjugarðinn þar sem allt er á kafi í snjó og síðan var á fimmtudaginn kveikt á leiðiskrossunum og jólatréinu í garðinum. Sungum þar kirkjukórinn eins og alltaf. Góð stund.

WizardGuðný vinnuvinkonufrænka mín á afmæli í dag þessi elskaWizard

WizardHjartans hamingjuóskir mín kæraWizard

Tónleikarnir (Aðventustundin) tókust vel og var full kirkja og safnaðarheimili. Alveg frábært hvað bæjarbúar eru duglegir að sækja tónleika hjá okkur, held að kórinn sé góður, enda Ave alveg frábær stjórnandi og metnaðarfull og nær öllu út úr okkur sem við höfum held ég. Hún hættir ekki fyrr en hún er ánægð. Fórum síðan á Hornbrekku og sungum fyrir heimilisfólkið þar.

Guðrún Jóns kórsystir okkar átti stórafmæli á dögunum og bauð okkur síðan til veislu í safnaðarheimilinu að sögn loknum, æðislegir smáréttir, terta og nammi.. Æðislegt.

Stefnan sett á Dalvík í kvöld, en þar ætlum við að vera með tónleika kl. 8.30 í kirkjunni. Hlakka bara til þó ég  eigi ekki von á fjölda fólks, en það gerir ekkert til. Við ætlum bara að hafa gaman að þessu. Allavega held ég að Hreinn móðurbróðir minn og Rakel mæti og kannske þekkja hinir í kórnum einhverja á Dalvík sem þeir geta skipað að mæta...hehehe

Mikið er samt gott að nú fer kórastandið að minnka í bili og við taka hefðbundnar æfingar bara ein í viku eða svo.

Freyja kom um helgina, var hálflasin stelpan en kom nú samt á tónleikana og var með Völu á markaðnum á sunnudag sem gekk vel og auðvita seldu þær kanelterturnar mínar, en ekki hvað.

Lena er að klára prófin á morgun og kemur væntanlega norður í jólafrí á sunnudag. Hlakka mikið til að fá hana heim í fjörðinn fagra, verst að hún hefur ekki fengið neina vinnu í fríinu, svo ef þið vitið um eitthvað... hafið samband.

Eigum góða daga..


Desember

Desember-- uppáhaldsmánuðurinn minn runnin upp og nóg að gera. Erum að æfa á hverju kvöldi þessa dagana fyrir aðventutónleikana á sunnudag. Það er bara gaman en mikið verður samt gott þegar þessi törn er búin og maður getur farið að huga meira að undirbúningi jólanna.

Er að vísu búin að baka nokkrar kökur, ætla að gera meira af því og margt annað skemmtilegt. Reyndar finnst mér allt skemmtilegt sem ég geri fyrir jólin. Langt síðan ég ákvað að gera bara skemmtilega hluti, og gera ekkert sem mig langar ekki til gera. Heldur gera allt með glöðu geði, fresta bara ef ég er ekki í stuði, frekar en að standa í einhverju með hangandi hendi og pirring.

Í gær bakaði ég kaneltertu, held ég hafi ekki gert þann gjörning í 20 ár, en það tókst svona vel hjá mér að ég er að velta fyrir mér að gera nokkrar í viðbót og biðja Völu tengdadóttur að selja þær á markaðnum á laugardag, en þar ætlar hún að vera með föndur, smákökur og eitthvað fleira. Örugglega margir sem vilja smakka á kaneltertu á jólunum en nenna ekki að baka hana eða treysta sér ekki í það því það er nú þvílíka þjóðsagan á bak við hana hversu erfitt sé að baka hana og að botnarnir þurfi að vera 8 svo eitthvað sé varið í hana. Þeir eru ekki 8 botnarnir hjá mér.. ónei en hún er svakalega góð samt. Ég er allavega viss um að Þórður bróðir minn mundi ekki afþakka, en hann segir að engin terta sé eins góð og gamla góða kanel....Er ég að tala um tertu.. ójá.

jólafundur slysó var skemmtilegur og ágætlega mætt, vorum um 40 konur á öllum aldri, hugvekja, jólasaga, söngur, bingó og pakkar. Maturinn var mjög fínn og Nóa- konfektið rann ljúflega ofan í mig að minnsta kosti.

Friðsæld og kyrrð


Skemmtilegur...

Ef mig langar að hlæja og kinka kolli þessa dagana, les ég blogg Sverris Stormskers. Ef þú ert niðurdreginn þá lestu bloggið hans. Þvílíki rímnasnillingurinn sem hann er og þó maður sé ekki alltaf sammála þá kemst hann svo skemmtilega að orði að það er ekki hægt annað en að brosa og hlæja.

Áttum góða helgi fjölskyldan, krakkarnir voru öll hjá okkur á laugardaginn og auðvita var etið og pottast. Lena og Hafþór fóru svo austur á sunnudag og Freyja á Ak, karlarnir á sjó og ég á kóræfingu sem stóð frá 10 um morguninn til 16.30. Það er tekið vel á því þessa dagana enda aðventutónleikar okkar 7. des svo það er eins gott að standa sig á æfingunum.

Setti jólaseríur í tvo glugga í gær og vonandi mun Konni halda áfram næstu daga svo ljós verði komin í hvern glugga á sunnudaginn. Æðislegt hvað allir eru farnir að kveikja jólaljósin snemma eða um það leyti sem aðventan hefst.Hér áður var helst ekki skreytt fyrr en 3-4 dögum fyrir jól og allt gert á síðustu stundu. Ég bakaði nokkrar smákökur á laugardaginn sem við munum narta í næstu vikurnar og gerði laufabrauð án mömmu í fyrsta skipti á ævinni. Fannst komin tími til að sýna smá sjálfstæði við laufabrauðsgerðina og athuga hvort ég gæti yfir höfuð gert það. (Sko laufabrauðið) Það tókst svona glimrandi vel..

Jólafundur Slysavarnardeildarinnar er á sunnudaginn og um að gera fyrir allar félagskonur að koma og eiga notalega stund, borða hangikjöt, skiptast á gjöfum, hlusta á fallega tónlist og jólasögur.

Verum góð...


Flottasta tískusýning á Íslandi...

Tískusýning Freyju að baki, og tókst alveg frábærlega vel. Ég á eiginlega ekki orð til að lýsa hversu flott þetta var. Það small allt saman, módelin, lýsingin, músikin og gekk mjög fagmannlega og smurt, enda Freyja búin að skipuleggja allt út í ystu æsar og með frábært fólk allstaðar. Fötin voru svo auðvita alveg svakalega flott, um 40 innkomur í allt. Þórgunnur mákona kynnti og hélt smá tölu um Freyju og Gísla og gerði það afskaplega vel eins og henni er lagið.

Um 300 manns voru samakomin og Ketilhúsið nánast fullt af fólki, sem ekki hélt vatni yfir fatalínunni og klappaði og gólaði þega Freyjan mín kom svo fram í lokin alveg gáttuð á móttökunum og þessu öllu saman, eins og hún sagði við mig seinna: ég var eiginlega hissa á hvað þetta var flott sýning mamma!! Satt að segja  var þetta svo professional að manni fannst maður vera á stórsýningu í ´"útlöndum". Ljósmyndarar úti um allt  og ég hlakka til að sjá myndirnar hjá Sigurði Óla, Magga og Guðnýju á næstu dögum, og svo hinum sem ég þekki ekki. Stelpurnar voru líka eins og þær hefðu aldrei gert neitt annað en að ganga á sviði og "pósa". Glæsilegt...

Var eitthvað smá problem á nýju heimasíðunni í gærkvöldi en nú er hún í lagi og hægt að skoða fatalínuna nýju og eldra stöff. http://www.hebaclothing.com/

Gaman að sjá hversu margir komu að þessu og gerðu þetta mögulegt, eins og Freyja sagði við mig í nótt: mamma ég hefði aldrei getað þetta ef ég ætti ekki svona mikið að góðu fólki í kringum mig, sem allir voru tilbúnir að leggja hönd á og er hún MJÖG þakklát. Bjórinn kaldi rann svo ljúflega í þá sem vildu (Þó svo að Óli Þröstur KALDAstjóri læstist í lyftunni og þyrfti að dúsa þar í þónokkurn tíma)og ekki má nú gleyma marsipankökunum sem við Gulla lögðum okkur í stórhættu við að baka....hehehe. Konni minn súkkulaðihúðaði 500 jarðaber á metttíma og   amma og afi á sandinum mættu með 300 ostapinna frekar en ekkert. ALLIR .... TAKK TAKK TAKK

Ljósmyndasýningin var algjör snilld og Gísli Dúa snillingur.

Til hamingju enn og aftur stelpan mín

Stolta mamman

 

 


Stóri dagurinn!!!

Stóri dagur Freyju runninn upp. Öll fjölskyldan á fullu við undirbúning á Tískusýningu ársins að mínu mati og ég er nú ekki hlutdræg.. hehehe.

Bara að minna alla á að mæta í KEtilhúsið kl 20, í kvöld og eiga góða stund og horfa á fallega hönnun og skoða glæsilega ljósmyndasýningu í leiðinni. veitingar í boði KALDA, mömmu og afa og ömmu. Smile

WizardTil hamingju með daginn Freyja okkar, erum þvílíkt stolt af þérWizard


Leirlistasýning Hófýar

Skemmtileg helgi að baki. Fjölskyldan var við opnun Hófýar mágkonu á leirlistasýningu hennar. "þegar rökkva tekur" á laugardaginn í listhúsinu. Vægt til orða er þetta afskplega falleg sýning og gaman að sjá þróunina hjá henni. Mig langaði í allt sem hún var að sýna. Endilega að drífa sig þið sem ekki eruð búin að sjá sýninguna. Guðný vinnuvinkona mín hafði með sér myndavélina og er búin að setja myndir inn á sína síðu. (Sjá link hér vinstra megin fyrir neðan).

WizardTil hamingju Hófý með flottu sýninguna þínaWizard

Freyja mætti í fjörðinn til að vera viðstödd opnunina og hafði með sér sautján kjóla, og skildi eftir hjá mömmu sem straujaði og setti tölur í um helgina. Ég var skíthrædd allan tíman um að skemma eitthvað því ég get verið svoddan brussa á stundum en þetta slapp fyrir horn og allir kjólarnir eru heilir og geðveikt flottir. Ef ég væri nokkrum árum yngri hefði ég reynt að troða mér í þá alla. Eins gott að Lena er ekki heima. Hún hefði tapað sér í mátun og heimtað að fá svona, og svona og svona.. Fer svo á Ak með herlegheitin eftir hádegi og reyni að aðstoða stelpuna í dag ef hún hefur eitthvað handa mér að gera.

Á morgun ætlar svo N4- Ak. sjónvarpið að heimsækja hana og vonandi verður það sent út á miðvikudaginn.

Svo það er bara nóg að gera og voða gaman.

Gott í bili


MISSKILNINGUR???

Af hverju í ósköpunum var blessaður maðurinn ekki búinn að segja okkur fyrr að þetta væri bara misskilningur að við þyrftum að borga ICESAVE skuldirnar.. Hann hefði getað sparað okkur og heiminum heilmiklar vangaveltur um hver eigi að borga.

Gat maðurinn ekki hringt í Geir, Davíð, Darling og Brown og látið vita af því að bankinn gamli ætti fyrir þessu. Kannske hefði danskurinn jafnvel verið tilbúinn að bjarga íslendingnum Ólafi úr sjávarháska ef þeir hefðu vitað!!! og orðspor hins almenna íslendings í útlöndum væri ekki ónýtt.. Sorrý bara misskilningur.. SVEi attan..

En í annað. Ég og mín góða frænka og vinkona Gulla, höfum nú í tvo daga hist eftir vinnu heima hjá henni til að baka marsipan-nammikökur fyrir tískusýninguna hennar Freyju. Freydís bað sérstaklega um þetta, enda mikil marsipankerling. Ég leitaði til Gullu marsipansérfræðings um aðstoð því þetta er ekki mín deild. Gunnlaug er fræg fyrir fermingar, brúðkaups, og skírnar- stóru flottu marsipanturnana sína svo ég kom nú ekki að tómum kofanum hjá henni. Fyrri daginn gekk allt eins og í sögu, Gulla var aðal og ég aðstoðaði og gerði eins og mér var sagt. Eftir okkur lágu 340 kökur.

Í gær (seinni daginn) stillti ég mér upp fyrir framan hrærivélina og Gulla spurði hvort ég ætlaði að vera aðal- í dag. Já best að læra þetta sagði ég og skellti marisipaninu í skálina og Gulla hóf að brjóta eggin eins og ég hafði gert daginn áður. Þá komu fyrstu mistökin, ég ákvað að þetta gengi ekki nógu hratt svo ég fór að brjóta líka og þega Gulla spurði hvort það væru komnar 4 eggjahvítur sagði ég já og setti þá fimmtu í , sem var of mikið, en það uppgötvaðist ekki strax, ekki fyrr en átti að hnoða dótið sáum við að þetta var allt of blautt og ég fékk rosalegar skammir fyrir afskiptasemina, en Marsipansnillilngurinn Gulla reddaði þessu svo við hófum að troða í hakkavélina og útbúa lengjur og gekk það vel, en í restina ákvað meistarinn að setja bruður í vélina til að hreinsa út marsipanið og vildi ekki betur til en að lengjustykkið á vélinni brotnaði af og er ótnýttFrown

Jæja, við skárum lengjurnar niður og inn í ofn með þær. Mér var svo treyst fyrir því að bræða súkkulaði meðan Gulla hljóp niður að ná í dúnk undir herlegheitin, setti súkkulaðið í örbylguna og fór að vaska aðeins upp, eftir smástund gaus upp þvílíka brunalyktin, ég leit í bakarofnin og sá að kökurnar voru ljósar og ekki bakaðar, þá sá ég reykinn koma út út örbylgjuofninum og eldhúsið fylltist.

Gulla kom upp í því sem ég var að slökkva á örbylgunni og það var ekki fallegur svipur á henni..heheheheheheheheh. Loftuðum vel út og Gulla ýtti mér frá örbylgunni og súkkulaðinu sagði að mér væri ekki treystandi fyrir þessu.

Ég fór þá að gera "rjómasprautuna" klára en fann ekki eitt stykki úr henni og við leituðum og leituðum en fundum ekki. Ég endaði úti ruslatunnu og sótti rusl gærdagsins og síðan var farið vandlega yfir og auðvita fann ég stykkið og Gunnlaug er sannfærð um að ég hafi hent því, stúturinn sem við höfðum notað daginn áður fannst hinsvegar ekki hvernig sem við leituðum.

Við náðum þó að klára dæmið og aðrar 340 kökur eru nú komnar í frost hjá Gullu því mér er ekki treyst til að geyma þær og má ná í þær á fimmtudaginn 20. nóv.

Samt þó að ég hafi skemmt og drullað mikið út hjá frænku minni (setti meira að segja skítugar ísskápshillurnar óhreinar inn í ískáp þegar búið var að kæla súkkulaðið) bauð hún mér aftur að borða með þeim... svona er hún góð kona og það er ekki sjálfsagt að eiga svona góða vini.. Smile

En... það er ljóst að Gulla bakar ekki fleiri marsipantertur í fermingarveislur bæjarbúa.. Græjurnar eru ónýtar og sumar týndar.. Takk fyrir skemmtilega bakstursdaga Gulla mín og hóaðu bara ef þig vantar aðstoðarbakara í eldhúsið, veit að ég fæ ekki aftur að vera aðal..múhahahahSmile

Nóg komið

 


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tískusýning Freyju

web-augl-showÞetta er auglýsing frá Freyju minni og Gísla Dúa ljósmyndara sem eru að undirbúa stórsýningu í Ketilhúsinu 20. nóv. n.k. Fatnaður sem Freyja hefur verið að hanna og sauma í haust verður sýndur, og fleiri flíkur sem verða til sölu á staðnum.

Þau hafa farið vítt og breytt um norðurland með módelin í myndatökur og verður afraksturinn af því einnig til sýnis, enda Gísli mikill listamaður í ljósmyndun svo sjón er sögu ríkari.

Gott tækifæri fyrir vinkonur og saumaklúbba að skella sér á Akureyri og sjá fallega hönnun og kannske kaupa sér jólakjólinn.. Hver veit.. Fullt af fólki kemur að þessu dæmi, módelin, hár- og förðunarlið, ljósa- og hljóðmenn og ég veit ekki hvað og hvað.

svo ætla mamman og Gulla frænka að gera eitthvað gott í gogginn, (finnst orðið svo dónalegt og gróft að segja gott í kroppinn, vegna Dagvaktarinnar) og elskulegu ættingjar okkar í Bruggsmiðjunni KALDA munu sjá um að hægt verði að skola því niður.

Semsagt glæsileg kvöldstund í Ketilhúsinu sem kostar ekkert nema bros og knús.

Lena ætlar að koma að austan til að taka þátt í fjörinu, hún og Vala ætla að taka þátt í tískusýniningunni, en við Gulla erum víst orðnar of gamlar svo við gerum bara það sem við erum bestar í .. að baka og svoleiðis skemmtilegheit..

Endilega látið sjá ykkur sem flest.Smile

'Eg er SVO stolt af stelpunniGrin


Bloggkreppa

Ótrúlega löt þessa dagana að koma hér inn. Kannske ástæðan að leiðindafréttirnar sem dynja yfir okkur daginn inn og daginn út eru farnar að hafa áhrif á sálartetrið. Nei fjandinn fjarri mér að ég leyfi mér að detta ofan í forarpytt þunglyndis og leiðinda. Skellti mér á AA fund í gærkvöldi og það var frábært eins og alltaf.

Freyja er að koma í heimsókn til okkar á eftir og ekki síst að heimsækja Völu og krakkana í nýja húsið sem þau fluttu í um síðustu helgi. (Sig. Óli er á sjó, annars væri hún að heimsækja hann líka).

Konni minn er í fríi og skellti sér á rjúpnaveiðar í gær og aftur í dag. Gaman að hann skuli nú hafa tækifæri til að gera það sem honum finnst svo skemmtilegt, þ.e.a.s. eiga frídaga líka í góðu veðri en ekki eingöngu þegar er bræla.

Lenu gengur vel í skólanum, og ég veit fyrir víst að svo er, við hjónakornin erum í góðu sambandi við skólastjórann hennar..

Stefnan svo sett á Brekkugötu 23 á sunnudag, ég, Hófý og Þórgunnur mágkonur mínar ætlum að taka til hendinni hjá mömmu og fara í smá jólahreingerningar. Það verður nú bara skemmtilegt..

Það er nú svo.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband