Færsluflokkur: Bloggar
23.11.2007 | 10:01
Brussan á Akureyri
Fór til Akureyrar í gær, með kvefið og sparitónleikaföt í poka, og miða sem sagði til um allt það sem ég ætti að gera áður en ég færi heim. kaupa jólagardínuefni, fúgu og lím, eikarhnúð, gardínujólaseríu, kaffi í Bónus, tónleikar í höllinni með Guðrúnu Gunnars og Friðriki Ómari. Hitta Freyju mína og fara með henni á kaffiús (það stóð nú reyndar ekki á miðanum þetta með kaffihúsið).
Fór í RL mollið að skoða efni og þar varð á vegi mínum í miklum þrengslum, lágvaxin og mjög grönn kona af erlendum uppruna. Svo óheppilega vildi til að ég steig ofan á fótinn á henni og ýtti við henni um leið svo hún datt hálfpartinn, hefði sjálfsagt legið kylliflöt ef ég hefði ekki staðið ofan á henni. Maðurinn hennar var með henni og ef augnaráð gæti drepið væri ég ekki að blogga núna... Ég er frekar stór kona og gleymi oftast að líta niður fyrir mig og nú er orðið svo mikið af litlu fólki á Íslandi að ég verð að taka mér taki og hætta þessum brussugangi. Var búin að velja efni en henti öllu frá mér og kom mér út, svo ég gæti hlegið einhversstaðar án þess að til sæist.. Gott að enginn var með mér.
Um daginn keyrði ég Konna til Ak. og ákváðum við að fá okkur hamma áður en við kveddumst, hann var að fara austur karlinn. Þetta var í hádeginu og við fórum sjoppu og einhvern veginn gerðist það að þegar ég steig inn í sjoppuna, festi ég hælinn á skónum í mottunni, og skall niður á fjórar fætur og svo rann mín bara eftir gólfinu í áttina að fólki sem sat í rólegheitum og borðaði hádegismatinn, og það í nýju kápunni frá Madrid. Fyrir aftan mig heyrði ég svo í mínum elskulega eiginmanni: Meiddirðu þig Sigga mín... "já.. þetta var helvíti vont" svaraði ég og var enn á fjórum fótum á gólfinu og byrjuð að hlægja, gat ekki stillt mig og heldur ekki staðið upp því þá þurfti ég að líta á alla áhorfendurna sem líka voru að springa úr hlátri. Þvílíkur auli sem ég er.. En ég þarf vart að taka það fram að ég að endingu staulaðist á fætur og út. Við borðuðum þennan hádegisverð í bílnum.
Ég keypti ekki gluggatjöld í RL mollinu og fór ekki á tónleikana. Var orðin drulluslöpp um kvöldmat og kom mér heim, en fékk nú samt gluggatjöld í ferðinni.
þannig var það nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2007 | 10:57
Forvarnir-- Forvarnadagur..
Þegar ég vaknaði í morgunn, kveikti ég á útvarpinu. Á meðan ég lá og hugsaði um hvort ég ætti að drullast fram úr rúminu, heyrði ég í forseta vorum Ólafi Ragnari. Hann var í viðtali vegna þess að í dag er forvarnadagurinn og hann er í forsvari eða verndari dagsins, held ég. Hann var að tala um hvað við værum feimin um að tala um eiturlyfjavandann og helst allir þjóðfélagshópar vildu bara sópa þessu undir stól og fela, gleyma, að við skömmuðumst okkar fyrir þetta vandamál sem er það alvarlegasta sem við stöndum frammi fyrir. Hann nefndi að þau hræðilegu banaslys á sem verða á hverju ári á vegum landsins væru allt of mörg og allir væru tilbúnir að gera eitthvað til að stemma stigu við því, en benti svo á að mun fleira ungt fólk deyr á ári hverju úr neyslu áfengis og eiturlyfja.
.........VISSIR ÞÚ ÞAÐ??............
Ég lá enn í rúminu og velti þessu fyrir mér, rifjaði upp að í gær laug ég tvisvar.. já.. tvær manneskjur spurðu mig í gær hvort örverpið væri á sjó og ég brosti og og sagði já.. vitandi það að hún væri einhversstaða allt annarsstaðar, var reyndar ekki alveg viss, hvar á landinu, en hún fór suður á DJ eitthvað fyrir hálfum mánuði og var ekki komin norður aftur í gær. (Kom í gærkvöldi). Vissulega hefur þetta ár verið með allra besta móti, ég má ekki gleyma því, en hún er pottþétt komin í helvítis ruglið einn ganginn enn, ég vissi það vel, þekki mitt heimafólk orðið ágætlega, taktana og ferlið allt sem fer í gang.
Ég er orðin mjög leið á þessu..ójá.. Hvers vegna laug ég? skammaðist ég mín? eða var ég ekki tilbúin í annaðhvort, samúðarhjalið, eða .. hvernig stendur á þessu að hún gerir þetta stelpan.. Halló ..halló.. er einhver heima.. hún er fíkill.. þú sem étur allt of mikið ..hættu því.. þú sem bryður læknadóp.. hættu því.. þú sem reykir.. hættu því.. þú sem drekkur bara rauðvín og bjór með matnum (stundum ansi langir matartímar) .. hættu því.. þetta er allt óhollt.
Drykkja íslendinga hefur aukist um 100% á síðustu 10 árum, ekki í lítratali heldur í alkóhólmagni, það segir okkur að blessaður bjórinn varð ekki til þess að minnka drykkjuna. Ég spyr mig að því hvernig verða tölurnar þegar áfengið verður komið við hliðina á mjólkinni í búðinni. Hef svo sem engin svör við því en hef á tilfinningunni að það verði nú ekki til batnaðar.
Alkólismi er fjölskyldusjúkdómur og þessi færsla hjá mér sýnir glögglega að ég er haldin þessum andskota. Ég hef nú orðið tilhneiingu til að láta eins og allt sé í sómanum þó svo að neysla örverpisins sé að gera út af við mig. Þessa dagana er ég að drepast í bakinu og kvefuð, alltaf einhver flensuskítur í mér. Skil bara ekkert í því hvert vöðvabólgan í öxlunum hefur farið. Hún hefur herjað á mig í hvert sinn sem fall, eða eitthvað neyslutengt hefur hrunið yfir fjölskylduna, þá fæ ég þursabit og vöðvabólgu. Gruna að axlarbólgan hafi farið í Konna í þetta skiptið. Þetta er nefnilega svo mikið andlegur sjúkdómur, svo ég tali nú ekki um hversu líkamlegur og félagslegur hann er.
Jæja nú er ég búin að blása aðeins svo kannski fer ég að hressast upp úr þessu..Annars fyrir utan þessi leiðindi er allt í gúddi..heheh hehe. Nóg að gera síðustu helgi, hjálpuðum Freyju og Herði að flytja á föstudag, kláruðum eldhúsinnréttinguna á laugardag, svo nú á BARA eftir að flísaleggja. Á sunnudag fórum við í bæinn og kláruðum að flytja og þrífa gömlu íbúðina Freyju og enduðum í dásamlegu hangikjöti hjá Lilju og Mundu.
Harpa Hlín og Konni litli eru að hressast, eftir kirtlatöku og kvef, Konni og Siggi á sjó og elskan hún Lena komin norður, og bíður eftir plássi á uppáhaldsspítalanum okkar....Vogi...
Nóg af bulli í bili.
Hvernig væri að kvitta á síðuna af og til.. summa af einhverju er sama og samlagning. (svona til upplýsingar).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.11.2007 | 11:17
Tónleikatímar framundan..
Jæja, Nú er Ellen Helga búin að eignast litla systur, fæddist 10.11. Hún er yndislega falleg litla prinsessan og mikið krútt. Gaman að skoða myndir af systrunum á síðunni þeirra. Ekkert smá stolt stóra systir og ánægð. Gruna að það verði ekki eins mikil ásókn í að koma norður á næstunni..hehe
TIL HAMINGJU LÓA MÍN, ARNAR OG ELLEN HELGA
Annars bara allt gott að frétta, ég er staðin upp úr flensunni og Sigurður Óli og Vala að verða búin að koma sér fyrir í firðnum og Freyja búin að fá afhent nýja húsið og flytur inn á næstu dögum. Hún er reyndar að læra undir próf og klárar það líklega fyrst, hún kann svo vel að forgangsraða stelpan.
Var í jólahreingerningum hjá múttu í gær, svo nú getur hún byrjað að skreyta ef hún vill, en henni fannst það nú heldur snemmt, minnti mig á að það væru nú einn og hálfur mánuður til jóla. Ég get líka farið að henda upp seríum, búin að vera eins og stormsveipur í þrifum. Konni hringdi í mig á sunnudag og sagði að ég gæti farið að setja útiljós, búið væri að kveikja á fyrsta húsinu í firiðinum. Ég vissi undir eins hvaða hús það væri Gísli Rúnar er bráðlátasti Ólafsfirðingurinn og er það bara skemmtilegt. Veitir ekki að lýsa upp svartasta skammdegið, tala nú ekki um þegar enginn er snjórinn.
Fór á stórskemmtilega tónleika hjá South River band á föstud. kvöld. Alveg magnaðir þessir kleifapönkarar, spila svona folka-músik með gítar, banjó fiðlu, harmonikkku, kontrabassa o.fl. Fiðluleikarinn Matti heillaði mig gjörsamlega, þvílíkur snillingur drengurinn og þeir allir hinir, hefði getað verið mikið lengur, en þeir spiluðu í tvo og hálfan tíma. TAkk fyrir mig.
Á laugardag fór ég með mömmu í Afmæli félags eldri borgara (félagið 20 ára) Það var mjög fínt og góður matur hjá þeim kerlum.
Simmi frændi minn! Takk fyrir að kvitta í gestabókina.. Ertu í landi núna?? heima í baunalandi??
Konni og Sig. Óli á sjó, einhver reytingur hjá þeim.---- Mál að linni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 14:38
Flensu-skítur í fyrir-rúmi..hehe
Búin að liggja í helv. flensuskít síðan á laugardagskvöld, já flensuSK'IT ef þið skiljið hvað ég meina. Var eins og skotin niður á laugard. kvöld með magakrampa ógleði, hita köldu bein og hausverk. Frekar leiðinlegt þar sem 3 barnabörn mín voru í gistiheimsókn hjá ömmu. Ellen kom að sunnan á fimmtudag, og Orri kom svo á laugard, e.h. Harpa Hlín er nú flutt ásamt foreldrum sínum og Konna litla til Ólafsfjarðar, okkur til mikillar ánægju og kom okkur eiginlega á óvart, þar sem tengdadóttirin átti frumkvæðið af því að prufa þetta. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hún þolir átroðning tengdamömmu, sem ætlar alltaf að vera á stigaskörinni og í mat og kaffi, fer kanske líka með þvottinn minn til hennar ef verður of mikið að gera hjá Naglakerlingunni...hehehe
Harpa gisti auðvita um helgina hjá ömmu ásamt systkynum sínum, en það var nú ekkert sérlega gaman á sunnudeginum þegar amma komst ekki fram úr rúmi og Lena skilaði svo öllum til síns heima seinni partinn, Ellen í flug suður og Orra á Ak. Við fórum samt í heimsókn til Lísu, Rúnars og prinsessunnar um kvöldmat á lau- (ég hef fundið það á mér að það væri best að drífa það af) og hún er ekkert smá yndisleg og falleg litla snúllan, svo smá og fíngerð, rétt eins og mamma sín, en hún lítur út eins og pabbi sinn.
Freyja og Hörður eru búin að kaupa sér yndislega íbúð í Grundargerði á Ak. 2 hæða raðhús sem þau fá afhent á föstudag, svo það eru bara allir að flytja og gaman að því. Hún kemur hingað um helgina með annað hönnunarsaumanámskeið í skólann, þar sem ekki komust allir síðast sem vildu og hef ég heyrt að sumir hefðu viljað fara aftur, þetta tókst mjög vel og voru stelpurnar mjög ánægðar með námskeiðið og flíkurnar sínar.
En nú er ég komin til vinnu aftur og alltaf að gera neglur, svo þið sem eruð að pæla, endilega hafa samband, svo ég geti fundið tíma fyrir ykkur.
Konni og Lena á sjó, loks eftir langa brælu og viðgerðir í bátnum. Siggi líka á sjó að ég held..
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 14:34
Jólin -- jólin
Leitað að jólaskrauti afa og ömmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 15:38
Madrid -- bara skemmtilegt..
Jæja þá er kerlan komin heim í fjörðinn fagra, eftir ógleymanlega ferð til Madridar. (Ef ég einhventímann gleymi einhverju fer ég bara inn á síðuna Guðnýjar og skoða myndirnar hennar úr ferðinni).
Skemmst frá því að segja að það var svakalega gaman frá a-ö Gerðum alveg helling, skoðuðum listasöfn, miðaldaborg, klaustur, kirkjur, veitingahús og síðast en ekki síst Xanadu- safnið (sem er stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu) Okkur fannst bara flottara að kalla það safn en búðir þar sem mikið af listaspírum voru með í för og ekkert endilega að fara í búðir. Það er auðvita ekki hægt að fara til útlanda öðruvísi en að kíkka í moll.
Upp úr þessu öllu stóð ferð okkar á leik Real Madrid og Olympiakos í meistaradeildinni. Það var bara ólýsanleg reynsla og stemming fyrir okkur fótboltabullurnar, mig og Guðnýju. Vorum í VIP sætum, svo nálægt fótboltastjörnunum að við gátum klipið þá í lærin og rassinn, en við gerðum það nú ekki, vildum ekki trufla einbeitninguna, en Nistelroy vinur minn úr Man.Utd. var líklega nýbúinn að koma auga á mig þegar hann tók víti og var svo stressaður að hann þrumaði langt upp í rjáfur.. greyið.. Um níutíuþúsund áhorfendur og allir syngjandi og trallandi, við vorum fljótar að læra söng spanjólanna og trylltumst bara með þeim í gleði og stemmigu. Fyrir ykkur sem ekki voru þarna fór leikurinn 4-2 fyrir spanjólunum, en grikkirnir voru líka rosalega góðir en misstu mann útaf eftir 5 mín og spiluðu þar af leiðandi 1-2 færri, en þeir vildu meina að dómarinn hafi verið í Real Madrid.
Fórum á Prado safnið sem þykir eitt flottasta safn í heimi, skoðuðum myndir eftir Rembrant, El Grego Rafael, Velazkes, Rubin og fleiri og fleiri gamla meistara. Maður var nú bara orðlaus af hrifningu og lotningu. Ég gat nú ekki keypt neitt af listaverkunum, því þau eru víst ekki til sölu, en vinkonur mínar munu fá jólakort með vel vöxnum konum, eins og þessir gömlu vildu hafa þær, þá var sko ekkert herbalife eða líkamsrækt, hvað þá lýtaskurðir eða sog.
Verð nú að segja að stundum er ég eins og tveir asnar, fór ekki með strigaskó og var gengin upp að öxlum strax á fyrsta degi, gekk með kælispray, bólgueyðandi krem og töflur alla daga. Frysti mig bara, enda er ég nú bólgin og kemst ekki í neina skó, nema inniskóna. Þeir tóku nú af mér spreyið í flugstöðinni, allt fyrir öryggið, svo nú haltra ég um á inniskónum í snjónum.
Konni minn, þessi elska sótti mig suður og stoppuðum við aðeins í borginni, aðallega til að hitta Ellen Helgu sem hefur stækkað helling enda hefur amma ekki séð skvísuna í tvo og hálfan mánuð, held að aldrei hafi liðið svo langur tími síðan hún fæddist enda var ég komin með fráhvarfseinkenni og hún líka, sýndist mér.. Hún bíður með óþreyju eftir systkini sem fer að fæðast þá og þegar. Gaman að hitta Lóu litlu sem leit sko alls ekki út fyrir að vera komin á steypirinn.
Er semsagt komin heim og á fullu í naglavinnu, pantanir sópast að mér, svo nóg að gera framundan. Bara skemmtilegt.
Adios
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 11:20
Bernabéu--Fornebu
Var að segja mömmu, að nokkrir Alþingistappar, þar með talið við Guðný ætluðum að reyna að komast á leik Real Madrid- Olympiakos í meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, það yrði nú til að toppa ferðina að fara á Bernabéu, völl þeirra Madridarmanna... Mamma horfði á mig stórum augum og spurði: Eru þið að að fara til Noregs??? Nei við erum að fara til Spánar sagði ég, "nú ... en Fornebu er nú flugvöllur í Norge"... he he he Gamla fólkið
Nú er skemmtileg helgi framundan, ég fer í fríið, ég fer í fríð, ég fer í fríið.. Get nú loks flutt ínní blessað herbergið í dag og mun Guðný vinkona mín verða fyrsti herbergisnaglakúnninn, maður verður nú að hafa hana almennilega á höndunum í ferðinni, Freyja og Hörður koma svo í fyrramálið, hún að leiðbeina í saumaskap, hann að slappa af í "sveitinni" eins og dóttir mín sagði, ég er að spá í að hringja í Stebba á Þóroddsstöðum og athuga hvort þau megi vera þar um helgina, fyrst þeim langar í sveit.. Það er engin sveit hjá mér..
Fór í hárið til Hófu í gær, er bara nokkuð fín, en er dekkri en ég var svo ég þarf að venjast því..
Setti svo vaxið í örbylgjuna í gær og hófst handa við að rífa, fætur, það gekk vel, undir höndum, það gekk líka ágætlega, prófaði svo augabrúnirnar, og er skemmst frá því að segja að Freyja verður að laga það með plokkaranum, tók miklu meira af annari en hinni, enda mjög erfitt að vera með gleraugun á nefinu við þessa athöfn, og fyrst ég var hvort eð er komin á skrið, girti ég nú bara niður um mig og tók bikinílinuna líka, í eldhúsinu..hmmm steingleymdi að spá í að það er varla hægt að segja að það séu gluggatjöld fyrir.. Vona bara að nágrannar mínir fyrir ofan götu hafi verið farnir að sofa..Svona þeirra vegna, held að þetta hafi ekki litið vel út,.. séð frá þeim..
En áfram með vaxið.. Það er alveg ógeðslega vont að rífa frá hægri til vinstri á maganum.. sérstaklega þegar maður er einn og enginn að halda skinninu strekktu, það er líka svo andskoti slappt, maginn á mér er eins og hafragrautur af slitum. Ég beit á jaxlinn og ..reif, það var ekki um annað að ræða, ekki gat ég verið með vaxdruslurnar á mér.. Já.. það var vont.. en hvað gerir maður ekki fyrir lúkkið. Það var reyndar svipað og með augabrúnirnar, ansi skakkt, svo það er spuring hvort ég þurfi plokkun þar líka, en ég hugsa að ég leyfi þessu bara að vera, enda allt í tísku þarna niðri eins og annars staðar.
Held það nú að mín sé að verða tilbúin í ferðalagið, maður veit nefnilega aldrei hvað getur gerst á ferðalögum, gæti lent á spítala, svo þá vil ég nú vera fín allstaðar og svo það mikilvægasta.. Alltaf í samstæðu.. = nærur og brjóstarhald í stíl. Það kenndi Ólöf vinkona mér fyrir mörgum árum, fer aldrei út fyrir bæjarmörkin öðruvísi.eins og ég sagði: maður veit aldrei í hvers lags aðstæðum maður lendir eða kemur sér í.
Þannig er það nú..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2007 | 11:32
Afmælisdagur pabba..
Pabbi minn hefði orðið 78 ára í dag.. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig hann hefði litið út, væri hann eins og Willi afi, eða Steini frændi?? Veit ekki,. Hins vegar hef ég alveg síðan pabbi dó, fyrir 28 árum, fylgst með Óla Sæm á vigtinni, af einhverjum ástæðum hefur hann alltaf minnt mig á pabba, eitthvað í fasi hans stærð og hári, held að ég hugsi til pabba í hvert sinn sem ég sé hann...
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN PABBI MINN EF ÞÚ LEST BLOGGIÐ MITT, HVAR SEM ÞÚ ERT.
Annars alltaf saman brjálæðið í gangi hjá mér,Það skal opinberast hér, fyrir ykkur sem ekki voru búin að uppgötva það, ég er ofvirkur asni, ég er ofvirkur asni, ég er ofvirkur asni. OG HANA NÚ. Um siðustu helgi var ég semsagt að mála eitt herbergi, þar sem ég ætla að vera með nagladótið, þegar því var lokið.. já lokið.. ákvað ég að það væri nú sniðugt að pússa parketið á gólfinu og olíubera það, svo ég byrjaði að juða og juða, hef semsagt verið á hnjánum í tvo daga að pússa gólfið, gjörsamlega að drepast úr strengjum í rassinum, uppgefin í öxlum og höndum, get vart haldið á kaffibolla í dag, en það sem mér finnst verst er að hvítu veggirnir sem ég málaði síðurstu helgi eru nú gulir, og hvítir, ekki mjög fínir og húsið allt undirlagt af ryki...einu sinni enn..En gólfið er eins og nýtt. Svo næstu dagar fara í þrif á öllu drallinu. Ætli sé hægt að fá eitthvað við þessu, ég fer svona fram úr mér hvað eftir annað og byrja á einhverju sem ég get tæpast lokið við þó að mér hafi tekist með verkjum það í þetta sinn.
Um daginn ætlaði ég að flísaleggja geymslu sem ég hafði nýmálað, var komin með lím, flísar og allar græjur (held að þetta hafi verið réttar græjur, allskonar spaðar og dót, en er ekki alveg viss) þá sá ég að það þyrfti að byrja á að saga smá neðan af gerettunum, eða hvað það nú heitir þetta hurðardót, svo ég sótti stóru sögina sem ég nota á tréin i garðinum, eina sögin sem ég kann á og hófst handa. Það er skemmst frá því að segja að gerettin eða hvað þetta heitir nú splundraðist af og físaðist úr því og er nú ónýtt. Humm... Garðsögin heldur gróf fyrir verkið... Ég flýtti mér að pakka niður öllu flísadótinu og setti sögina á sinn stað, fyllti geymsluna aftur af dóti og lokaði hurðinni. Þegar konni kom heim og leit í geymsluna, spurði þessi elska hvort ég hefði ekki ætlað að flísaleggja gólfið, æi-- ég er ekki viss... kannske ættum við bara að setja dúk á það eins og var, svaraði ég og teygði mig í hurðina, slökkti og lokaði áður en hann tók eftir að gerettinn eða hvað sem það nú heitir var horfið.
Nú er ég hætt...og vinnufélagar mínir ætla að kalla mig Snata ef ég byrja á einhverjum framkvæmdum á næstu vikum.
Við starfsmenn Alþingis erum að fara til MADRID eldsnemma á mánudag svo nú er um að gera að fara að lappa upp á mig næstu daga, hárið í dag, vax á morgunn, neglur, plokk og lit á laugardag, þegar Freyja kemur í fjörðinn fagra til að halda námskeið í saumum og hönnun með stelpum í skólanum, þá ætlar hún að lappa upp á mömmu sína í leiðinni. Svo það er bara fjör framundan. Lena og Konni á sjó, og veðrið er ágætt og reiknuðu þau með að koma ekki heim næstu daga. Vona samt að ég sjái þau áður en ég fer á sunnudag...
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2007 | 13:53
Bara gaman..
Ég eignaðist litla yndislega frænku í gær, Lísa og Rúnar eru nú komin í mikilvægasta hlutverk sitt í lífinu og verða aldrei söm á ný.
Til hamingju elskurnar með dömuna
Annars búið að vera stuð á minni í nagladæminu, tek hverja kerluna á fætur annarri, reyni að vanda mig, en er nú klaufaleg á stundum, svo er ég svo gleymin, var t.d. að gera táslur á Ólöfu vinkonu, og fattaði þegar hún var löngu farin að ég gleymdi að setja svona kítti á milli tánna, eða hvað sem það nú heitir, svona til að glenna þær út, svo betra sé að græja þær. Svo.. Ólöf !!!pældu nú í því hvað þær hefðu orðið ennþá flottari, ef ég hefði bara munað eftir þessu undirstöðuatriði!!! Það lýtur allt út fyrir að það sé styttra í karlmanninn í mér en ég hélt, get ekki gert tvennt í einu, unnið og talað.. Ég talaði svoldið mikið við vinkonu mína og líka við Gullu, eða töluðu þær svona mikið ?? er ekki viss. Hljóta að hafa verið þær...heheh.
Var há Begga hnykkjara á fimmtudaginn, og er hann bara að verða þokkalega ánægður með árangurinn, næsta fimmtud. ætlar hann að stilla í mér vekjaraklukkuna með nálastungum, svo ég hætti að sofa yfir mig, ætli hann stilli hana ekki á --Sofa kl 9-- vakna kl 7--það verður fróðlegt sem kemur út úr því.
Mamma mín á afmæli á morgun, verður 73 ára. Frábært að fá að verða gamall, tala nú ekki um ef maður er heilsuhraustur og það er hún mamma, ef hún fær kaffið sitt og sígó þá er hún góð.
Til hamingju með daginn elsku mamma
Held að í dag sé einn fallegasti haustdagurinn,þetta haustið í firðinum fagra. Hiti, sól og blankalogn..umm.umm.
Mál að linni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 10:02
Naglafræðineminn..
Það er ljóst að ég er ekki duglegasti bloggarinn þessa dagana. Man ekkert hvað ég hef verið að gera síðustu viku, en veit þó að ég hef verið að vinna, sé það á vinnustundunum mínum. Annars allt gott að frétta af skvísunni, já skvísunni, útskýri það á eftir. Mér þótti mjög leiðinlegt að komast ekki til eyja um helgina, en hún Heiða móðirsystir mín var jörðuð á laugardag. Mamma fór strax í síðustu viku og Þórður og Hófý svo fyrir helgina. Gat heldur ekki æft með kórnum fyrir tónleika sem halda átti í gær á Siglufirði (vesturbænum). Tónleikunum var svo aflýst eða frestað, vegna ófærðar.
Ég var löngu búin að ráðstafa þessari helgi í naglaskólann, var alla helgina á Ak að gera neglur og fræðast. Það var ótrúlega skemmtilegt, ég hafði miklu meira gaman af en ég bjóst við. Var með svo skemmtileg módel, sem fylgdust vel með hvað ég var að gera og stoppuðu mig og leiðbeindu ásamt kennaranum og það veitti nú ekki af stundum,þar sem ég er nú með gullfiskaminni, eða þannig sko. Var með Freyju á laugardag, og Lenu á sunnudag, og gerði bara helv. fínar neglur á táslur á þær (miðað við í fyrsta skipti). Þær voru ánægðar með gömlu.. allavega sögðu þær það.. Var eins og ég bjóst við laaang elst og þroskuðust, en þá er nú líka tekið mark á manni..hehe... En þetta með skvísuna.. Kennarinn notaði mig sem módel (ég var náttúrulega með flottustu neglurnar náttúrulegu) svo nú er ég ekkert smá flott á höndum og fótum, með fullt af skrautsteinum, sem by the way ég vildi ekki, en mér var nú bara sagt að ég væri módel og réði engu.
Mér finnst flottast það sem maður getur gert við sínar eigin neglur, að þurfa ekki endilega að vera með langar gerfineglur, heldur að fá styrk og fallegt útlit á sínar eigin..
SVO AÐ ÞIÐ ÞARNA ÚTI SEM ÁHYGGJUM OG ÞUNGA ERU HLAÐIN, KOMIÐ TIL MÍN OG FÁIÐ UPPLYFTINGU Á TÆR OG FINGUR, ANDLEG NÆRING FYLGIR FRÍTT MEÐ.. ÉG BYRJA AÐ VINNA STRAX Í DAG OG VERÐIN ERU BARA HLÆGILEG ÞAR SEM ÉG ER NEMI, EN EINS OG FREYJA SAGÐI:
MAMMA!!! ÞETTA ER ALVEG ÓTRÚLEGA FLOTT HJÁ ÞÉR, MIÐAÐ VIÐ AÐ ÞÚ SÉRT AÐ GERA ÞETTA Í FYRSTA SKIPTI.
Elskurnar mínar!! hringið bara í mig 867-1455 og endilega kvittið af og til á síðuna..
Er þetta bara ekki orðið gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)