Færsluflokkur: Bloggar

Vikufærslan

Það er komin nýr dagur, eftir ófarirnar í Þrándheimi í gær.. Ég er eiginlega enn í sjokki eftir leikinn, held að ég hafi misst hökuna niður á bringu nokkrum sinnum  af undrun yfir spilamennsku okkar manna og velti því fyrir mér hvað hefði eiginlega komið fyrir "strákana okkar" sem eru og verða alltaf strákarnir okkar. Nú taka þeir sig saman i andlitinu og koma sterkir til leiks á morgun. Ég er viss um það. Þeir bara verða að gera það, ég er búin að hlakka til þessarar handboltaveislu í langan tíma og tek ekki í mál að þeir fari ekki langt í þessari keppni.. og hana nú.. KOMA SVO STRÁKAR...

Guðný vinkona mín sendi mér þess skemmtilegu mynd sem tekin var fyrir 30 árum, 1978, á fyrsta ættarmóti mömmu ættar, verst að ég kann ekki að stækka hana.. En þetta eru auðvita Arnar bróðir, Pabbi og Arna Björk, Hófý og mamma.

mummiogco copy

Hef haft það fínt þessa viku, verið ein heima með hundinn hennar Lenu.. Já ég er farin að passa hund, hún kom með hann í nóvember, lítinn pilsuhund sem hefur verið hjá Völu og krökkunum þegar allir eru á sjó. En hundurinn hefur tekið þvíliku ástfóstri við mig sem er nú ekkert að deyja úr hrifningu, svo ég leyfði honum að vera heima í vikunni, hef sent hann til Völu þegar ég er að gera neglur. Hann eltir mig út um allt hús, fer með mér á klósettið og um leið og ég sest einhversstaðar niður það stekkur hann upp í fangið á mér og vill bara kúra og fá klór. Býst reyndar við að flestir hundar séu svona, þó ég viti nú ekki mikið um það, hef bara átt Gúbbýfiska og Freyja átti hamstur sem dó eftir að hafa etið sleikipinna með prikinu og öllu.. Siggi átti stökkmús sem stökk út og týndist greyið.. Svo vissulega hef ég reynslu af gæludýrum.

Veðrið búið að vera fínt alla vikuna, kalt,  ekki vindasamt, en nú er farið að snjóa stórum snjókornum og von á hvassviðri í kvöld. Sjóararnir mínir koma heim í dag hvíla sig í brælunni, Konni orðinn lasinn og Siggi búinn að vera veikur með flesnu alla vikuna á sjónum. Það getur ekki verið skemmtilegt svo nú fá þeir kærkomna hvíld og hásetinn Lena líka.

Gott þessa vikuna

 


Dimma

Trúi því varla að það sé 11 janúar í dag, áramótin voru í gær og jólin í fyrradag. Líður tíminn bara svona hratt hjá mér? Magga vinkona mín á afmæli í dag. Sú fyrsta á árinu í árgangi ´61.

Til hamingju með daginn Magga mín.

Ég hef ákveðið að leyfa útiskreytingum að loga eitthvað lengur, tókum seríur úr gluggum í gær og það var eitthvað svo voða dimmt, og bærinn allur svo dimmur þegar jörð er alauð.

Konni, Lena og Sig. Óli farin aftur austur, skruppu heim í gær vegna leiðindaveðurs,fiskeríið hefur verið þokkalegt, en þau kvarta yfir veðri, sem ég skil nú ekki því það er alltaf gott veður hjá mér, en það er víst öðruvísi hjá þeim á ballarhafinu. Harpa Hlín byrjuð á leikskólanum og er mjög ánægð með það og mamma hennar líka, svo nú geta þau farið að snúa sólahringnum rétt á ný..heheh

Ætla að eiga rólega helgi heima, þrífa eftir jólin og lesa mikið og lagfæra nokkrar neglur..hehe. Reyna að klára mackintosdúnkinn. Þarf ekki reyna að klára Nóa konfektið, það rennur sjálfkrafa upp í mig, hitt er ekki eins gott.

Góða helgi.

 


jólin farin og búin að vera..

Búin að taka niður mestallt jólaskrautið, nema seríurnar úr gluggunum sem bíða eftir Konna, en það er hans verk því hann gengur miklu betur frá þeim en ég. Pínu eftirsjá eftir jólunum en það birtir meira með hverjum deginum og veðrið er svo gott svo þetta er allt í lagi.

Hef ekki enn borðað fisk eða skyr, er enn að háma í mig konfekt og sælgæti, en er komin af stað í ræktina svo ég má alveg halda áfram að skukka aðeins lengur. Við Guðný átum svartfugl í gærkvöldi sem tengdasonur hennar veiddi, með kartöflum, miklu smjöri og nóa konfekti .. Agalega gott .. nammi namm.

Lena og Konni byrjuðu á sjó strax eftir áramót og eru því ekki heima, svo ég ligg bara og les eftir vinnu, og tek eina og eina í neglur. Er að lesa núna Rimlar hugans eftir Einar Már, alveg ótrúlega gaman að lesa þá bók, enda efnið mitt uppáhalds.. Einar að gera upp drykkju sína og segir svo skemmtilega frá að unun er að lesa, sérstaklega þegar hann var í meðferð og lýsir meðferðafélögunum.. maður er bara komin á sloppinn inn á Vog með honum. Fór á AA fund á mánudag, komin tími til að ég hressti upp á andann og tæki lyfið mitt, skil bara ekkert í því hvað við erum fámenn, hvernig er þetta.. þurfa ekki einhverjir að fara að  drífa sig í meðferð?? eða bara á fund.. Endilega þið sem látið ykkur leiðast heima skellið ykkur í AA prógrammið og komið í fjörið og látið ykkur líða betur.. Nei nei ég er ekkert að væla, langar bara að sjá ný andlit og fjölgun í deildinni okkar. Kannske eru bara allir hættir að drekka og í góðum málum.. vonandi.. Nei ég fór á árshátiðina hjá slysó milli jóla og nýjárs og sá allavega þrjá fulla..hehehheheh.. djók.

By the way.. hætt að vera naglanemi, orðin fræðingur, tók prófið á Ak á laugardag og gekk bara glimrandi...

Gott í bili


Gleðilegt ár !!!

Jæja, nýtt ár runnið upp með öllum sínum vonum og væntingum. Við hjónin settumst niður í gær og fórum yfir síðastliðið ár á hundavaði og komumst að þeirri niðurstöðu að það hafi farið betur með okkur en mörg árin á undan. bara besta árið s.l. örugglega 10 ár. Það er bara ein ástæða fyrir því, sú að börnin okkar hafa átt gott ár, líklega sitt besta í nokkur ár. Ekki þurfum við foreldar að óska annars en að fjölskyldunni líði vel og sé hamingjusöm. Við fengum fyrstu jólagjöfina og þá stærstu og bestu frá Lenu Margréti í byrjun desember.

Jólin voru bara yndisleg, þó maður hefði kosið að vera meira á náttfötunum og gera ekki neitt, en við fórum í eða héldum veislur, sjö sinnum á átta dögum, svo maður er vel á sig komin og hef ég ákveðið að borða bara skyr og fisk þessa viku.

Stórfjölskyldan var hjá okkur á Hlíðarveginum um áramótin, fyrir utan börnin mín, sem var mjög sérstakt að upplifa áramót án þeirra í fyrsta skipti. Sig. Óli Vala, Harpa og Konni voru hjá fjölskyldu Völu á Svalbarðseyri, Freyja og Hörður á Akureyri hjá sínu fólki þar, og Lena á Húsavík hjá Baldri, kærasta sínum og fjölskyldu hans.  

Arnar og fjölsk, Þórður og fjölsk. og mamma voru með okkur Konna og ekki má gleyma Ellen Helgu sem kom norður á jóladag og Orri kom frá Ak. 30. des. og áttum við góð áramót eins og alltaf og sérlega gaman að fylgjast með Ellen og Orra sem eru orðin svo stór, hittast sjaldan en smella alltaf saman eins og þau hafi hist í gær. Það var brjálæðislega mikið sprengt á Hlíðarveginum og vissi maður ekki hvert maður átti að horfa á tímabili. Á nýársdag komu svo tengdaforeldrar mínir  Freyja, Sig. Óli og fjölskylda í mat til okkar svo það má segja að við höfum endað hátíðina með stæl, með kýldan maga.

Ég sendi engin jólakort þetta árið, heldur annál til allra á jólakortalistanum. Læt hann flakka hér á eftir.

Enn og aftur ....Gleðilegt nýtt ár... þakka kærlega liðið ár samferðamenn mínir...

Kæru ættingjar og vinir, nær og fjær, til sjávar og sveita. 

Það hefur verið vani minn gegnum tíðina að setjast niður um miðjan nóvember með gott kaffi, kertaljós (og sígaretturnar) og skrifa á jólakort. Í ár gerðist það hins vegar að ég féll á tíma vegna mikilla anna og skipulagsleysis. Ákvað ég því að skrifa annál ársins 2007 og senda öllum á jólakortalistanum. Ekki láta ykkur detta í hug að minni mitt sé svo gott að ég muni hvað ég og mín léttgeggjaða fjölskylda höfum verið að bardúsa s.l. ár, ó--nei. ég fór að blogga í febrúar svo ég get rakið mig aftur til þess mánaðar.

 

Janúar: Sigríður  byrjaði aftur í skólanum, eftir jólafrí, hef verið að taka eitt og eitt fag í fjarnámi og er að sjálfsögðu alltaf lang best………..eða þannig.

 

Febrúar: Freydís okkar þurfti að leggjast undir hníf í borg óttans og fórum við foreldrarnir með henni. Heimsóttum í leiðinn mínar yndislegu föðursystur Rósu og Siggu sem voru þá á Landakoti í afslöppun. Virkilega var gaman að hitta þessar elskur.

 

Mars: Konni minn fór í líkamsrækt með sinni heittelskuðu og verður það að teljast til eins af stórviðburðum ársins. Hann hefur reyndar ekki mætt aftur en þetta var þó byrjunin. Kannske fer hann tvisvar á næst ári.. Hver veit…

Stærsti dagur ársins var 19. mars. Þá fengum við fjórða barnabarnið, þegar frumburður okkar og Vala eignuðust son, sem strax var nefndur Konráð Þór, afa Konna til mikillar gleði. Sannkallaður gullmoli sá litli drengur.

Apríl: Páskunum eyddum við systkynin og makar á Canaríeyjum með mömmu gömlu. Það var mjög skemmtileg ferð og kom mér verulega á óvart hvað bræður mínir voru stilltir og prúðir svo til allan tíman, þar til síðasta kvöldið er þeir drógu konna minn með sér í leit að nektarbúllum. konni vildi sko alls ekki fara, en lét sig nú hafa það…. Mamma var líka mjög stillt... Fórum í  páskamessu til Jónu Lísu frænku okkar þarna úti, það var frábært.

 

Maí:  Konni hélt á nafna sínum undir skírn í stofunni okkar heima á Hlíðarveginum. Séra frænka okkar Jóna Lísa skírði drenginn. Yndisleg athöfn og margir gestir.

Við hjónin hófumst handa við að rífa burtu eldhúsið okkar og endurnýja. Vel gekk að rífa og setja upp nýja innréttingu sem undirrituð skrúfaði saman í stofunni. Skemmst er frá því að segja að það er enn smotterý eftir en þetta kemur... Vortónleikar kórsins okkar tókust vel, vorum við kórfélagar fegin að komast í sumarfrí.

 

Júní: Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að flytja ræðu sjómannadagsins í kirkjunni okkar. Í huga mínum var ég að flytja minningargrein um pabba minn sem ég skrifaði aldrei á sínum tíma. Í það minnsta var ég að heiðra minningu þeirra feðga þennan dag.

 

Júlí: Guðmundur Fannar bróðursonur minn giftist sinni heittelskuðu Bjarkey við yndislega athöfn í Grundarkirkju, þann 7. júlí. Blueshátíð var haldin í firðinum og vorum við dugleg að sækja allt sem í boði var . Fór í menningarferð til R- víkur og eyddi drjúgum tíma með Ellen Helgu barnabarni okkar við að skoða söfn og styttur, gömul hús og annað sem fyrir augu bar. Veðrið lék við okkur þessar vikur sem við eyddum í borg óttans. Á tólf ára edrúafmæli mínu 18. júlí fékk frúin svo nýjan fínan bíl, en Runni gamli var nú orðin óttalega druslulegur, gengur samt enn. Lena mun líklega sjá um að klára að keyra hann út.

 

Ágúst: Skruppum á Njáluslóðir og fórum túr á safnið á Hvolsvelli. Þvílík upplifun fyrir mig sem lá í Njálu og stúderaði í fyrravetur. Gekk svo langt að mig dreymdi Gunnar, Njál og syni um nætur og var dauðuppgefin á hverjum morgni, enda ekkert grín að þvælast með þeim. Konni  tók við nýja bátnum Háey og kom honum til heimahafnar á Húsavík 17. ágúst. Er búið að ganga vel á sjónum hjá honum og ekki síður Sigurði Óla sem ræður ríkjum á Lágey.

 

September: Örverpið varð 20 ára þann 12. sept og var blásið til veislu, þar sem stúlkan var á heimaslóðum. Höfum ekki getað haldið afmæli hennar hátíðleg undanfarin ár vegna fjarveru afmælisbarnsins svo þetta var kærkomið tækifæri.

 

Október: Frú Sigríður skellti sér í naglafræðiskóla, vegna fjölda áskoranna. Það eru nefnilega ekki allir svo heppnir að vera með svo fagrar og velskapaðar hendur og neglur eins og við Eva föðursystir. Hef ég verið að lappa upp á liðið með góðum árangri og allir eru glaðir. Við starfsmenn Alþingis skelltum okkur svo í fræðsluferð til Madridar í lok mánaðarins og var það auðvita frábær ferð. Mikið skoðað og lítið sofið, enda hef ég ákveðið að sofa bara (og drekka sherrý) þegar ég fer á Hornbrekku (Dvalarheimili aldraðra).

Við Jónína frænka fórum svo með Slysavarnakonur í óvissuferð í mánuðinum. Ferðin tókst í alla staði vel og hófum við ferðina í Bruggverksmiðjunni KALDA hjá Öggu mágkonu og Óla. og voru kerlurnar glaðar allan daginn. Svo vel stendur bjórinn KALDI með manni..

 

Nóvember: Æfingar, æfingar, æfingar, fyrir aðventutónleika. Neglur og meiri neglur eftir vinnu og lítill tími til jólaundirbúnings enn. Freydís okkar og Hörður flytja sig um set á Akureyri, kaupa stærri íbúð með saumaherbergi.

Sigurður Óli, Vala og börn flytja til Ólafsfjarðar, okkur gamla settinu til mikillar ánægju, höfum ekki fyrr haft barnabörn búsett hér, síðan Ellen Helga var pínu lítil, Ellen Helga býr í Reykjavík, og Orri á Akureyri, svo það er ekkert smá gaman að hafa Hörpu og Konna litla í firðinum fagra.

 

Desember: Tónleikar kórsins okkar tókust með miklum ágætum. Kápukórinn búin að koma saman og erum við klárar í sönginn á þorláksmessu, en þá förum við Gulla, Þura og Snjólaug í sparikápurnar, rauðu spanjólurnar og treflana, setjum á okkur perluveskin og bönkum upp á hjá okkar nánustu, (2-3 hús á mann) og syngjum jólaóskir til allra. Undantekningarlaust grætur fólk af hrifningu og verður að segjast eins og er að okkur finnst við vera afskaplega góðar manneskjur að söng loknum.

Jólaundirbúningurinn í hámarki og nokkrir kökudúnkar fylltust, skreytingar og jólaljós komust á sinn stað á Hlíðarveginum

24 desember.Kæru vinir og ættingjar 

Mun reyna að skrifa jólakortin tímanlega næst, svo þið þurfið ekki að eyða öllu aðfangadagskvöldi við lestur.

 

 Að lokum sendum við ykkur öllum bestu óskir um

 Gleðileg jól og farsæld á komandi árum. Jólakveðjur Sigga og Konni

 


Gleðileg jól

Jólin, jólin jólin koma brátt.. jólaskapið kemur smátt og smátt.. Þessar línur eiga nú aldeilis við mína núna. jólin alveg að koma og ég er komin í mikið jólaskap, líður eitthvað svo vel í hjartanu, er eitthvað svo góð inni í mér. Það sést reyndar ekki utan á mér nema hvað ég er eitthvað brosmildari þessa dagana, og umburðalyndari..hehe. Ég er enn að negla og mér sýnist að ég klári ekki fyrr en á þorláksmessu, það er vegna þess að ég er svo góð í hjartanu og hef ekki neitað neinum ennþá.

Við vorum að passa litlu englana Hörpu og Konna í gær, eða réttara sagt afi Konni því amma sat við naglavinnu fram á kvöld, ég fékk þó pásu og við Harpa skreyttum jólatréð og Konni litli týndi neðstu kúlurnar jafnóðum af því. Honum finnst jólatréð mjög spennandi.. Við erum að spá í að girða í kringum það í dag,.. nei djók. það er víst í lagi þó það aflagist eitthvað.

Ætla að reyna að skreppa á Ak á morgun með mömmu. Við ætlum að kíkja í búðir og klára jólainnkaupin, skoða jólin hjá Freyju og Herði og dúllast eitthvað. Í hádeginu skellum við svo skötunni pottana og fáum þorláksmessustemmingu með lykt og öllu.

Slysavarnadeil kvenna ætlar að halda árshátiðina 29. des og er það vel til fundið. Það verður bara gaman að skella sér á ball á jólum eins og hér áður fyrr þegar maður missti ekki af balli á 2. í jólum og gamlárskvöldi. Flott hjá þeim kerlum.

Reikna ekki með að blogga meira fyrir hátíðina svo ég segi nú bara eins og stendur í kortunum:

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

 Með þökk fyrir hið liðna

 Sigga


jóla hvað..

Jólastússið í algleymingi.. Var á Ak að "negla" á laugardag, voða stuð. Hef svo verið að skreyta og gera fínt hjá okkur milli vinnu og nagla. Við hjónakornin erum ansi samstillt í jólaverkunum. konni sér um seríurnar úti og slatta inni, en ég sé um annan jólaundirbúning. Ég veit fátt skemmtilegra en að stússast í jólaskrauti og hafa minn mann tuðandi yfir seríunum, bilaðar perur og hitt og þetta að  dótinu, en á endanum kemur hann ljósum á dótið og við tölum um að endurnýja fyrir næstu jól, gerðum það í fyrra, en það er mjög erfitt að fá Konna til að henda neinu svo hann fer yfir ónýtu seríurnar á hverju ári og setur þær svo niður í geymslu í stað þess að henda þeim og svo byrjar allt upp á nýtt fyrir næstu jól.

Mér finnst bara notalegt að sjá hann sitja vafinn í jólaljósum og tuða, finnst eins og við séum akkúrat kominn að þann stað í lífinu að smá tuð er bara krúttlegt..heheh.

Freyja var að hringja og við uppgötvuðum að hún hefur líklega ekki komið í fjörðinn fagra í mánuð. Önnum kafin í prófum og lærdómi undanfarið og svo auðvita að vinna. En nú eru prófin búin og hún ælar að kíkja á liðið sitt á föstudag, en stefnan er að ég setji slatta af Húsavíkurskötu í pottana og fái herskara af fólki í mat. Eldaði skötu í fyrra vegna þess að mamma er hætt að gefa bræðrum mínum skötu á þorláksmessu, og voru þeir svo sorgmæddir að Sigga uppáhaldssystir aumkaði sig yfir þá. Nú ætla ég jafnvel að bjóða nýju Dalvíkingunum í mat líka, er búin að fyrirgefa þeim að flytja í vitlausan bæ.. hugsa að Hreinn frændi minn verði mjög glaður að fá skötuna, en veit ekki um Kelu..kemur í ljós.

Gott að sinni


***

Afmælisdagar allt um kring, Gummi bróðir átti afmæli 8 des, Guðný vinkona 9. des og svo í dag á Agnes mágkona afmæli 10. des.. Innilegar hamingjuóskir stelpur mínar með  dagana ykkar.

Fór á frábæra tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands ásamt Garðari Thor Cortes og Sálubótar-kórnum úr Þingeyjarsýslum á laugardag ásamt mömmu og Guðnýju. Hann er náttúrulega bara snillingur þessi drengur.. þvílíkur söngvari.. Maður fékk í bæði hnéin.. ójá. Kórinn var svaka góður og maður fékk hálfgerða minnimáttarkennd, þar sem ég var nýkomin af æfingu með kórnum okkar.

Við sungum svo dagskrána okkar á sunnudag og sagði Guðný að við hefðum sko ekki verið síðri en Þingeyingarnir.  Og ekk lýgur hún ...hehehe.. Grínlaust gekk þetta vel hjá okkur fyrir utan þegar við nokkrar þjófstörtuðum í Ó helga nótt..  En ég meina það, það verður nú að vera eitthvað stuð í þessu. Konni mætti á tónleikana ásamt Hörpu litlu Hlín sem þakkaði ömmu Siggu kærlega fyrir sönginn, en fannst leiðinlegt að mega ekki klappa. Fórum síðan á Höllina og borðuðm saman og áttum góða kvöldstund saman. Í kvöld ætla ég að baka eins og 2-3 smákökusortir, enda enginn æfing og er ég mjöööög fegin því.

Mál að linni


Kórinn..

Vó.. hvað ég er löt að blogga, en það er svooo mikið að gera þessa dagana. Aðventutónleikarnir eru á sunnudaginn og við æfum og æfum og æfum á hverju kvöldi þessa viku og meira til. Í kvöld á svo að kveikja jólatrénu og leiðiskrossunum í kirkjugarðinum, síðan æfing strax á eftir.

ELDHÚSIÐ MITT ER NÚ TILBÚIÐ.. kONNI KLÁRAÐI AÐ FLÍSALEGGJA Á SUNNUD. KVÖLD, Áður en hann fór á sjó og ég hef verið að fúga á kvöldin eftir æfingar og kláraði svo í fyrradag, og málaði glugga og meðfram flísunum í gærkvöldi, því ég var búin að drulla allt út með fúgunni. Stefnan er svo að koma upp jólagluggatjöldum og seríum í kvöld.  Bara gaman.

Hef verið að setja neglur eftir vinnu, fram að kóræfingu, ég er svo hissa á hvað mér finnst þetta skemmtilegt. Það er svo gaman að sjá hvað kúnnarnir eru glaðir þegar þeir fara og sérstaklega konur á mínum aldri og eldri sem koma í styrkingu á eigin neglur. Ætla að reyna að taka dag á Akureyri í næstu viku, en er búin að lofa að setja á nokkrar gellur þar.. Ef einhverjir vilja vita af mér á Ak, endilega hafa samband..

Fórum í afmæli GPG á laugard. og jólahlaðborð. Það var mjög gaman og maturinn frábær. Boðið var upp á gistingu á Hótelinu á Húsavík en við drifum okkur heim um nóttina, vegna leiðinlegrar veðurspár, verið var að vígja nýja fallega safnaðarheimilið okkar Ólf.firðinga á sunnudag og ég vildi nú ekki missa af því.

Sjóararinr mínir allir á sjó, veiðin ekkert spes, enda alltaf leiðindaveður.

Gott í bili


Kápukórinn startar þetta árið

Mikið svakalega var gaman í gær. Þá fór umboðsmaður kápukórsins með okkur kórfélagana til Akureyrar í æfingaBÚÐIR. Það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur konunglega allan daginn, Við Gulla fórum í plokk og lit, kíktum í búðir, versluðum brækur, varaliti kjóla peysur skart.

Farið var með okkur Ólöfu í skoðunarferð í ÁTVR og þar hefur nú margt breyst skal ég segja ykkur. Þar geta viðskiptavinir lagst í gólfið og raðað upp á nýtt í hillur og skipt um sortir í kössum og kippum. Það gerðu í það minnsta kórfélagar mínir. dunduðu sér við að blanda sortum í hvítvínskippum, því þær vildu kaupa allar sortir. Gulla hinsvegar sem er alvön búðarkona fór að raða betur í hillurnar, skellti sér niður á hnéin, gott ef hún bað ekki afgreiðslumann á launum þarna um tusku til að þurrka af í leiðinni.. Því miður var kortið í myndavélinni fullt á þessu augnabliki (Var ekki enn búin að taka út Madridarferðina) því miður enn og aftur þvi þetta var óborganleg sjón að sjá hana á fjórum fótum þarna og Þuru og Snjólaugu að skipta sortum í kippunum.. Gulla frænka mín gaf mér eina bokku, eins og hún kallaði það. Henni fannst það gaman, litla rauðvinsflösku í sósu, en ég varð að lofa að gefa þeim úr henni ef þær yrðu uppinskroppa í ferðinni..

Fórum til Halldóru hálfsystur og sungum, einnig í Hagkaup fyrir Stínu og Önnu Maríu, fyrir Maron því hann var ekki heima fyrst. Enduðum hjá Ágústu og Kidda áður en við fórum heim, komumst að því að það er kannski heldur snemmt að syngja jólin í nóvember, því fólk fékk ekki svo mikið sem tár í augun, svo sprungum við úr hlátri í seinasta gigginu, held að það hafi verið komið of mikið söngvatn í kórsystur mínar.. 

Írskt kaffi tertur og fleira á Bláu könnunni, kvöldmatur á Strikinu, svo keypum við okkur agalega flottar eldrauðar spanjólur til að skarta með öllu hinu á þorláksmessu þegar við förum að banka upp á hjá vinum og ættingjum.

Elsku vinkonur.. Ólöf, Gulla, Þura, Snjólaug, Halldóra hálfsystir.. Takk fyrir ógleymanlegan dag fyrir ykkur, ég verð sjálfsagt búin að gleyma honum fljótlega, en þá rifjið þið hann upp fyrir mér.. Maður týnir ekki svona vini af trjánum og ég er afar þakklát fyrir að eiga ykkur að. Þetta er ekki djók..

Ég er svo glöð í hjartanu..


Snjóskaflar í stofunni..

Þá er enn ein helgin að baki. vitlaust veður á aðfaranótt laugardags og gott að kúra í rúminu. Var þó alltaf að vakna við ýlfrið í gluggunum og veðrinu, og var með einhvern vara á mér því þeir feðgar voru á leiðinni frá Langanesi til Húsavíkur, miðað við veðrið hjá mér hefur ekki verið gaman á sjó þessa nótt. En það kom morgunn og ég skreiddist á fætur enda stóra kóræfingahelgin að byrja.

Þegar ég kom fram úr svefnherberginu fann ég þvílíkan skítakulda leggja niður stigann svo ég dreif mig upp.. Ó mæ godþþ Sjónvarpsholið var fullt af snjó. Gluggin sem er í norður svokallaður veltigluggi hafði opnast og búið að snjóa inn alla nóttina. Ég stökk niður aftur i brækur vettlinga og húfu, tók með mér fötur og skóflu og byrjaði að moka. Þetta var alvega fáranlega ótrúegt. Skálin með fjarstýringunm  á borðinu var full af snjó, svo ég byrjaði að veiða rafmangsdótið uppúr og koma því á ofn. Hillur sófi gluggatjöld og allt í snjó, svo ég nefni nú ekki parketgólfið. En það var enginn bleyta, bara snjór, svo þið getið ímyndað ykkur kuldann inni. Náði að moka allt upp, þurrka gólf og henda pullum teppum og koddum í þvottahúsið áður en ég mætti svo uppgefin, en glaðvöknuð á kóræfingu kl 10.  Var auðvita enn með húfuna og vettlingana í úlpunni þegar ég mætti og kórfélagarnir spurðu: Hva.. er svona kalt úti?. Nei sagði ég, bara inni hjá mér..hehe  Útskýrði síðan fyrir þeim morgunverkin mín.

Eftir æfingu seinnipartinn var enn skítakuldi í húsinu enda allt orðið gegnkalt.. Og þá var nú gott að kveikja upp í kamínunni og hita vel upp.

Konni kom heim á laugardaginn og hófst handa við að flísaleggja, tekst líklega ekki að klára í þessari lotu, en það er nú allt í lagi. Fer líklega á sjó í dag og Siggi auðvita líka.

jólafundur slysó var svo í gær. Fyrsti í jólum hjá okkur með hangikjöti og alles og dásamlegum eftirréttum. Spiluðum svo bingó og fengum jólapakka. Mjög gaman.

Mál að linni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband