Færsluflokkur: Bloggar
28.10.2008 | 14:23
Fréttir og ekkifréttir
Er eitthvað löt að blogga þessa dagana, enda nóg annað skemmtilegt með tímann að gera. Við stoppuðum nú ekki lengi í borg föllnu bankanna og satt að segja var ég með einhverja ónotatilfinningu í kroppnum þegar við kíktum í búðir við mæðgur, allsstaðar voru útsölur, upp í 70-80% af verðmiðanum og fengum við á tilfinninguna að nú væru fyrirtækin að reyna að ná í einhverjar krónur áður en þær lokuðu endanlega. Svo fyrir utan það fannst okkur búðirnar eiginlega vera kjaftfullar af engu, hvort það var nú bara stemmingin í okkur eða hvað það var sáum við fátt heillandi og var konni orðinn alveg gáttaður á kaupleti okkar. Fór meira að segja í Blómaval að skoða jólin sem verið var að taka upp og ég keypti ekki svo mikið sem eina kúlu, enda ætla ég að láta það sem til er á heimilinu nægja þetta árið.. Eða það er stefnan...í kreppunni...
Augnlæknirinn dæmdi okkur hjónin með miðaldrafjærsýni og skrifaði upp á resept því til staðfestingar. Ellen Helga kom svo með okkur norður, enda komin í vetrarfrí og naut dagana í firðinum fagra til hins ýtrasta. Var hjá pabba sínum og fjölsk. fyrir utan eina nótt sem þær systur gistu hjá ömmu og afa. Alltaf gaman að fá snúllurnar í heimsókn. Hún flaug svo suður í gær daman.
Er alveg að tapa mér á kreppufréttaflutningnum. Er að láta fréttamenn fara hrikalega í taugarnar á mér og finnst þeir margir engan veginn valda starfi sínu, endalaust gaspur og frammígjammog ótímabærar spurningar. En samt get ég ekki annað en fylgst með hverjum fréttatíma. Fyndnasta frétt vikunnar var nú auðvitað mótmælendurnir sem ekki gátu komið sér saman um stað og stund, nokkuð lýsandi fyrir ástandið í borg föllnu bankanna og alls athyglissjúka fólksins sem nú skríður upp á yfirborðið og ég velti því fyrir mér hvort stutt sé í að menn verði grýttir og bílar brenndir eins og maður sér í fréttamyndum frá útlöndum þar sem skrílslætin taka yfir og fólk hættir að haga sér eins og manneskjur..
Er bara að velta þessu fyrir mér.
Bílalánið er komið í hæstu hæðir svo nú er ég farin að breiða sæng yfir bílinn á kvöldin, þegar ég er búin að keyra honum upp á koddana sem ég er með úti á plani. Maður verður að hugsa vel um dýrgripinn og sýna væntumþykjuna í verki á meðan lánið er svona helv. hátt.
ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2008 | 15:52
vetrarfrí
hjá Lenu um helgina, gaman að fá hana heim í nokkra daga. Freyja kom líka ásamt saumavélum sínum því það er svo mikið að gera að hún má aldrei slá slöku við lengi í einu. Borðuðum góðan mat, pottuðumst og horfðum á Fjallabyggð tapa fyrir Ak í Útsvari. Það var ekki gaman.
Fyrsti fundur okkar Jónínu í slysó var í gærkveldi og gekk nú bara vel hjá okkur frænkum,þ.e.a.s. þegar fundurinn var byrjaður. Það varð smá stórt óhapp hálftíma áður en hann byrjaði. í stuttu máli þurfti ég að fara aðeins út, opnaði útidyrahurðina og í sama bili skall á mikil vindkviða, svo mikil að hurðin fauk upp, brotnaði af og fauk út og ég með... ég er ekki að grínast... Hurðin fauk bara af!!! En Jónína formaður hringdi í snatri á björgunarsveitina og komu þeir í hvelli og settu hlerann í og negldu fastann. Og við hlógum og hlógum og hlógum, Alda, Jónína og ég. konurnar voru undrandi á að þurfa að ganga inn í "bátaskýlið" og þá leið upp, en voru ekki hissa á að hurðin væri farin, hún hefði oft fokið upp og kominn tími til að skipta og gera skýli fyrir utan. hún opnaðist sko út blessuð hurðin. Mér þótti nú verst að vera nýbúin að láta smíða lykla sem verða nú aldrei notaðir.. hehe.
Fórum svo í kaffiveislu til Björgunarsveitarinnar 35 konur og skoðuðum húskynni og tæki. Mjög gaman og höfðu fæstar þeirra komið þangað áður.
Erum að skreppa í borg föllnu bankanna á morgunn, við hjónakornin á leið til augnlæknis og Freyja með okkur í efnisleit. Við erum að vona að eitthvað sé til enn að efnum í borginni en maður veit aldrei því fréttir segja okkur að allar búðir eru fullar af fólki sem verslar og verslar hamstrar og hamstrar... ótrúlegt en satt.. í kreppunni.
Þannig er það nú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2008 | 15:52
Bíddu!!
Var ekki Björgúlfur Thor að selja í Finnska símafyrirtækinu sínu fyrir um 26 milljarða?? Er ekki rétt að hann borgi aðeins til baka svo ekki þurfi að fá þetta lán hjá "vinum okkar" bretum.
Nei, Það er víst ekki hættan á því að útrásardrengirnir skili neinu til baka ef marka má viðtalið við Jón Ásgeir í silfrinu, þar sem hann sá ekki að hann bæri neina ábyrgð!!!!!
Ótrúlegur andskoti.
Bretar lána Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 16:08
heppin ég.........
Ég er svo heppin.
Ég á engin bréf í neinum sjóði. konni átti einu sinni bréf í Eimskipum, en við seldum þau til að borga skuldir fyrir einhverjum árum. Heppin...
Á laugardaginn lagði ég bílnum mínum á nýja bílastæðið við kirkjuna. Þegar ég fór aftur á stað á bílnum mínum fína með dýra körfuláninu, setti ég í Dið og keyrði áfram, var búin að gleyma að ég hafði lagt við nýjan háan kant bílastæðisins svo auðvita keyrði ég á. En svo varlega að það sér ekki á bílnum mínum... Heppin...
Á laugardagskvöldið sofnaði ég fyrir framan sjónvarpið og vaknaði kl 01.30 um nóttina, fór niður og hleypti hundinum út að pissa, tók ofan af rúminu mínu, burstaði tennurnar og ætlaði að skríða upp í rúm. Mundi þá að ég átti eftir að slökkva ljósin uppi svo ég dreif mig upp og á leiðinni heyrði ég mikil rigningahljóð, leit út um eldhúsgluggann en það var engin rigning, bara ágætis veður, svo ég fór nú að athuga hvað ylli þessu, nema hvað.. annar stóri ofninn í stofunni var sprunginn og sjóðandi heita vatnið lak um fína parkettið mitt. ég stökk og náði í tuskur sem enganvegin dugðu.. og setti puttann í gatið, en það var svo heitt vatnið að það var ekki þægilegt. stökk og náði í símann, hringdi í Sigurð Óla .. fyrstu viðbrögð af því hann var heima, en af því að ég er sjómannskona þá kann ég ýmislegt og auðvita hljóp ég svo niður og skrúfaði fyrir inntakið á húsinu. Vatnið hætti að renna og var þurrkað upp. Kemur svo bara seinna í ljós hvort einhverjar varanlegar skemmdir verða. En ég hefði ekki viljað vakna upp um morguninn með húsið allt á floti sem hefði gerst ef ég hefði ekki sofnað við sjónvarpið uppi.. ..Heppin ..
Er að fara að elda áfallahjálparmat (eitthvað feitt og óhollt) handa dóttur minni henni Freydísi Hebu sem ætlar að koma til mömmu eftir erfiðan dag í vinnunni, en hún vinnur í Landsbankanum á Akureyri.. Skiljiði?? Heppin ég að fá hana í heimsókn.
Heppin..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2008 | 11:33
Styrktartónleikar Friðriks Ómars og Grétars
Var á yndislegum tónleikum í kirkjunni í gærkvöldi. Þar var þéttsetinn bekkurinn og nánast fullt í safnaðarheimilinu líka. Friðrik Ómar söng eins og engill við undirspil Grétars Örvarssonar. Tær og falleg rödd dalvíkurdrengsins fyllti kirkjuna og hann náði inn að beini á manni. Ég var með kökk í hálsinum og tár í auga alla tónleikana. Það skapaðist svo friðsælt samkenndar-andrúmsloft í fallegu kirkjunni okkar.. Takk fyrir frábæra tónleika og lagaval sem hitti svo sannarlega í mark.
Takk fyrir að gefa okkur ólafsfirðingum tækifæri á að sýna samkennd okkar í verki.
Freyja var með tískusýningu í VMA í gærkvöldi að beiðni nemendafélagsins. Smalaði hún saman því sem hún hefur verið að hanna og sauma í sumar og voru allir mjög hrifnir. Hún sagðist þó ekki hafa tímt að sýna neitt úr nýju línunni sem hún er að hanna, og verður kynnt með pompi og prakt í næsta mánuði. Það verður spennandi að fylgjast með því, enda er hún með stór áform á prjónunum varðandi það stelpan. Leyndó ennþá..
Lena var að spá í að skjótast heim um helgina, á laugard, en ég dró heldur úr því vegna veðurs og það yrði svo stutt stopp. Styttist líka í vetrarfrí hjá henni í skólanum svo hún kemur bara þá.
Við Gulla erum komnar á fullt í ræktinni, erum að klára viku nr. 2 í dag og erum staðráðnar að halda okkur við efnið fram að jólum. Enginn hætta á að það klikki þegar við komumst í gírinn á annað borð.
Vetrarstarf kórsins hafið fyrir alvöru svo nú er allt að færast í eðlilegar skorður hjá manni og gaman að vera farin að æfa fyrir aðventutónleikana. Gott að fara á æfingu og gleyma falli krónunnar, og körfubílaláninu mínu í smá stund. Annars hef ég ákveðið að láta það ekki pirra mig þó afborgunin hækki og hækki, heldur þykir mér bara enn vænna um bílinn minn og klappa honum meira og er farin að tala við hann: þú verður nú að standa þig í vetrarfærðinni.. þú ert orðinn svo dýr væni minn.
Það þýðir ekkert annað en að líta á björtu hliðarnar, þær eru allstaðar ef maður vill bara sjá þær.
Nóg að sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.9.2008 | 11:21
Freydís Heba..
Elsku besta dúllan okkar hún frábæra, fallega og skemmtilega
Freydís Heba okkar
24. ára
Á afmæli í dag, hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Freyja....
Innilegar hamingjuóskir frá æðislegu foreldrum þínum.. múhahaha
Megir þú eiga skemmtilegan dag, en á morgun komum við æðislegu foreldrar þínir í bæinn og bjóðum upp á köku. Knús og kossar til þín stelpukind.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2008 | 08:46
Aumingja ég
Verða þessir menn aldrei leiðir á að kenna öðrum um.. Hvernig væri að blessaður strákurinn færi nú að líta í eigin barm og sjá það sem við almúginn sjáum.. Ballið er búið, búið, búið.
Rosalega er ég orðin leið á þessu endalausa "Davíð er svo vondur við mig" væli í Jóni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2008 | 10:01
Svartur mánudagur
Notaleg helgi í faðmi fjölskyldunnar að baki. Konni og Sig. Óli komu í land á föstudag vegna brælu en Sig. Óli fór svo aftur að sunnud. - morgunn en Konni minn er í fríi í 3 daga. Lágum eiginlega bara í leti á laugardag og fylgdumst með landsleik stelpnanna okkar í boltanum. Þær vinna bara seinna..
Rökkurhöfði heimsóttur á sunnudag, en það er nafnið á heimili Guðmundar Fannars og Bjarkeyjar í Eyjafirði. Mjög fallegt húsið þeirra sem þau hafa verið að byggja undanfarið, en á sunnudag var skírður sonur þeirra heima í stofu af Hannesi Blandon og fékk litli frændi minn nafnið Þjóðann Baltasar. Stórt og mikið nafn sem ég veit að sá stutti á eftir að bera með rentu. Til hamingju..
Gaman að hitta allt fólkið sitt og eiga með því góða stund og ekki voru nú veitingarnar af verri endanum.
Byrjað að ríkisvæða bankana aftur, já það er ekki verið að einkavæða í dag ónei ónei, það sannast nú enn og aftur að það sem fer upp... kemur aftur niður og auðvita kemur það í hlut okkar almúgans að redda bönkunum svo þeir rúlli ekki yfir. Trúlega lækka launin enn í Glitni, þó Þorsteinn Már hafi lækkað toppana þegar hann kom þar að. Svona er Ísland í dag. Ekki man ég eftir að maður hafi fengið að taka þátt í sukkinu, en maður er nógu góður til að þrífa upp alla andsk. óráðssíuna eftir "strákana okkar" Ekki laust við að maður sé gramur yfir þessu ástandi.
Gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 10:05
Sorgardagar...
Það ríkir mikil sorg í firðinum okkar fagra þessa dagana. Það er einhvernvegin drungalegt um að litast, allir niðurlútir og skortir orð til að lýsa tilfinningum sem bærast eftir þær hörmungarfréttir sem bárust okkur á þriðjudaginn.
Ég bið góðan Guð að lina sársaukann sem heltekur nú fjölskyldu og ástvini Hrafnhildar Lilju og gefi þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Víst er að minningin um fallegu og brosmildu stúlkuna þeirra mun lifa í hjörtum okkar allra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2008 | 16:12
Orri kominn og Ellen á leiðinni
Orri er kominn og Ellen Helga er á leiðinni norður, allir ætla að mæta í 70 ára afmæli Sigga afa (tengdapabba) sem haldið verður með pompi og prakt á laugardaginn í veislusal á sandinum. Ég veit að búið er að tappa á flöskur afmælisbjór í KALDA og sérmerkja.
Ellen fær að fljóta norður með Grindvíkvíkingum sem ætla að heiðra "gamla manninn" á þessum tímamótum.
Annars allt gott að frétta, ökklinn minn er að lagast svo ég verð vonandi tilbúin í slaginn í ræktinni þegar Gulla kemur sér heim úr sólinni og í rokið. Það er eins gott að ég verði tilbúin því sumarfríið okkar er orðið skammarlega langt.
Sigurður Óli og Vala mála eins og þau eigi lífið að leysa, sýndist svefnherbergið hjá þeim vera orðið rautt á köflum, veit nú ekki hversu róandi það er..hmhmhm.
Fór með Ólöfu og Barða á Höllina að borða í hádeginu, það var frábært. Reiknum með að gera þetta að venju við Ólöf að hittast ásamt fleirum og borða á föstudögum mömmumat hjá Addý. Fórum í dag aðallega til að hitta Öldu og Björgu ferðafélaga okkar til að minnka fráhvarfseinkennin. Þurfum að vinna okkur niður hægt og rólega, en þær stöllur vinna í Höllinni.
Þótti gott að sjá Davíð vin minn Oddsson í fjölmiðlum í gær og eins og endranær veit hann hvað hann syngur og virtist nóg að hann birtist .. og sjá.. krónan styrktist.. svo nú er um að gera fyrir Davíð að koma í kastljós í kvöld, láta svo í sér heyra í útvarpi um helgina og þá ætti staðan að verða viðráðanlegri eftir helgina. En grínlaust, þá er hann besti stjórnmálamaður fyrr og síðar.. að mínu mati a.m.k.
gott að enda á Dabba kóngi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)