15.1.2010 | 11:45
Bla bla bla:)
Ég sé að fólk er að kíkja hérna inn af og til .. Tékka hvort kerlan hafi eitthvað að segja þessa dagana. Alveg ótrúlegt hversu löt ég er við það þó ég ætli alltaf að taka á þessu og blogga reglulega.
7. des. páraði ég hér síðast, verð að viðurkenna að þegar lífið gengur ekki sinn vanagang og erfiðleikar steðja að manni þá langar mig ekkert að blogga. Það er svo skrítið að mér finnst ég vera að plata ef ég segi ekki frá öllu sem gengur á, svo ég hef tekið þann pól í hæðina að sleppa bara að blogga þegar þannig stendur á og miðað við fátækt færslna á s.l. ári 2009, var það ekkert sérstaklega gott fyrir mig og mína á stundum, þó einnig hafi risastórar hamingjustundir litið dagsins ljós það árið t.a.m. fæðing dóttursona okkar yndislegu, sá frábæri árangur Konna að verða fimmtugur, og allt hitt sem ég man ekki í augnablikinu
Sko, málið er það að mér finnst ég heldur ekki hafa leyfi til að segja frá erfiðum verkefnum og vanlíðan annara en mínum eigin, þó þau snerti mig auðvita djúpt og mikið þegar fólkið mitt á í hlut því ég sveiflast upp og niður með fjölskyldunni, því hún er það dýrmætasta sem maður á. Þannig er það nú.
2010 verður bara frábært ár, er viss um það og ég mun blogga mikið mikið, svo mikið að mbl mun loka á mig vegna plássfrekju.
Athugasemdir
Gott að lesa bloggið þitt eins og alltaf
Eigðu virkilega góða helgi elsku vinkonufrænka mín,með þínum kæra og slakið þið "gamla settið" á í nýja settinu
STórfrænkan (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 13:27
Frábæra frænka mín, hlakka til að lesa urmul blogga á árinu!
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.