Bollu.. sprengi..öskudagur.

Ég hef verið allt of södd og illa á mig komin til að blogga undanfarið. Á bolludaginn át ég helling af bollum í vinnunni, og alla helgina var bolludagur heima. Varð svo auðvita að elda saltkjöt og baunir í gær handa Ellen, því hún sagðist ekkert vita hvað það væri. Blush Ég át auðvitað yfir mig, en henni leist vel á baunirnar, spurði hvenær við myndum fara að leysa vind (hún notaði reyndar ekki þessi orð yfir það). Ég sagði að það yrði í bílnum á leið suður í dag, og hana hlakkar ekki til að keyra með okkur afa, ef við verðum fretandi út og suður..Pouty

Við erum sem sagt að fara suður i höfuðstað Íslendinga seinni partinn í dag, amma, afi, Freyja og Ellen. Freyja er að fara í aðgerð á hnéinu hjá Sveinbirni Brandssyni á morgun og vonandi fær hún bót meina sinna, búið að vera ömurlegt ástand á henni oft á tíðum, þegar hnéið læsist og ekkert hægt að gera nema sprauta með morfíni og losa aftur.Sick

Við vorum svo heppin að fá íbúð á góðum stað  í höfuðstaðnum, sem Guðbjörn reddaði mér..þessi elska...rétt hjá spítalanum.

Starfsmannaveisla Alþingis er svo á föstud. og munum við fjölmenna héðan að norðan frá fjarvinnslunni.. Alltaf gaman að hitta fólkið að sunnan og nauðsynlegt fyrir okkur að mæta til að halda tengslum við það.

En nú er öskudagur og til okkar hafa streymt allskyns undarlegar verur mannlegar og ómanneskjulegar, sem hafa sungið og performað ýmislegt. Gaman hvað margir hafa samið texta og lög svo ég tali ekki um rapparana sem hafa komið. Ellen Shcarlett O'Hara kom snemma með Ingu skratta og Daða Spiderman ... Voða skemmtilegt..DevilNinjaAlien

Konni hefur verið á sjó og fiskeríið ágætt þegar hann hefur komist út fyrir fjarðarkjaftinn, annars yfireitt mjög hvasst á miðunum og nú er bálhvasst hérna. Ælum að eiga góða helgi fyrir sunnan með sjúklinginn, Hörður mun svo koma á föstudag og passa sína heittelskuðu með okkur..

Nóg að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband