Föstudagar..

Alltaf jafn gott þegar föstudagur er runnin upp svo ég tali nú ekki um þegar vinnutíminn er liðin og maður er komin í helgarfrí. Ætla að eiga góða helgi, þvo glugga úti ef veður leyfir, negla svolítið og prjóna, borða nammi og fara í göngutúra. Nú þarf ég nauðsynlega að fara út með hundinn svo hann fái hreyfingu og óhjákvæmilega fæ ég hreyfingu í leiðinni. Það er kannske ekki svo slæmt þegar á allt er litið.

Mamma bauð mér í mat í hádeginu og ég spurði hana hvort hún vildi eiga hundinn og kerla sagði strax já, ef ég passa hann fyrir hana þegar þarf. Ég hélt það nú.. það væri ekki vandamálið, en að vísu á ég ekkert í þessum hundi svo ég verð víst að spyrja Lenu hvort amma megi eiga hann. Er nú ekki viss um að Lena samþykki það, svona til frambúðar.

Konni og Lena á sjó og landa á Raufarhöfn, hafa verið að mokfiska og Siggi líka en hann er einhversstaðar við Grímsey. Það lítur út fyrir að hægt verði að róa um helgina og er það þá í fyrsta skipti í margar vikur að hægt er að róa dag eftir dag..

Í gær var ég í sogæðanuddi hjá Ólöfu vinkonu minni og það var alveg æðislegt.. þvílik slökun og vellíðan á meðan og á eftir.. Hún er bara snillingur konan sú.. Takk takk...

Freyja kemur vonandi í heimsókn um helgina, hlakka til að hitta stelpuna, ætla að elda eitthvað gott handa okkur og sukka svolítið..

Góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband