24.2.2008 | 15:02
Friðrik og Regína til Serbíu
Þá er það á hreinu. Friðrik og Regína fara til Serbíu í vor, ekki sem bakraddir heldur aðal.. Flott frammistaða hjá þeim í gærkvöldi og vonaði ég heitt og innilega að þau hefðu það núna eftir að vema 2 og 3 sæti undanfarin ár. Fannst líka nokkuð gott innslagið hjá Friðrik Ómari, að hæst glymji í tómri tunnu og var hann líklega að vísa auglýsingaherferð HO HO HO.. lagsins sem mér fannst að vísu skemmtilegt atriði en söngurinn afleitur.
Annars allt í rólegheitum á þessum bæ, sjóararnir á sjó, nema Siggi sem lenti í ömurlegu óhppi í fyrrinótt er hann var að leggja í hann, keyrði utan í bryggjuenda og brotnaði eitthvað "nefið" á bátnum, svo hann er kominn í slipp á Akureyri, vonandi að þeir verði snöggir að gera við.
Fiskeríið búið að vera fínt og vonast minn maður til að komast yfir 100 tonn í mánuðinum, það lítur svo sem ekkert vel út vegna leiðinda veðurspár næstu daga.
Konur.. til hamingju með daginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.