18.12.2008 | 09:37
Jólaguðspjallið
Það var eins og mig grunaði, þegar við konni, Ólöf, Barði, Gulla og Steini mættum í fjárhúsið beið okkar leiksýning um fæðingu jesúbarnsins, Hafdís var María og Eggert Jósef, Gummi og Óli fjárhirðar, en Þura og Snjólaug sáu um leikhljóðin, (sungu).
Við komum eins og vitringarnir forðum, færandi hendi, fylgdum betlehemstjörnunni (sem Konni bjó til úr Pizzakassa, álpappír og gluggalista) með Gull, reykelsi, og mirru, svo var reyndar aukagjöf svona 2007 dæmi,´púrtvínsflaska. Þetta var mjög hátíðlegt á að horfa og búningarnir alveg til fyrirmyndar og ekki skemmdi lyktin af skepnunum fyrir stemmingunni. Þau eiga nokkrar rolluskjátur og einn hrút.
Takk fyrir að bjóða okkur í forskot á jólasæluna. Skemmtilegt... en kannske eins gott að það voru ekki margir að fylgjast með okkur, ekki víst að fólk skilji hversu uppátækjasamar við getum verið, en gott að gleyma ekki barninu í sér og þó maður sé 40 og 50 og eitthvað ára þá verður maður að gera eitthvað skemmtilega út úr kortinu af og til.. ójá. þetta var líka góð upphitun fyrir kápukórinn sem fer nú fljótlega að æfa fyrir þorláksmessukvöld.
Tónleikar Frostrósa voru stórkostlegir.. Lena og Perla komnar heim og gott að vera ekki lengur ein í kotinu þar sem konni minn er á sjó, Ellen Helga kom svo á mánudag, fer aftur á laugardag, en mætir aftur á svæðið milli jóla og nýárs og verður þá fram yfir áramótin. Æðislegt stuð hjá okkur, hún er nú reyndar hjá Pabba sínum Völu og krökkunum en kíkir á ömmu reglulega. Yndislegust..Orri kemur svo á föstudag og verður eitthvað... hann er nú orðinn svo fullorðinn að það er lítið mál að hafa hann í heimsókn..
Er nóg að gera, vinna naglast, baka, skrifa jólakort og dúllast sem mér finnst skemmtilegast af öllu að dúllast dúllast dúllast..
bráðum koma blessuð jólin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.