Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
21.12.2007 | 11:13
Gleðileg jól
Jólin, jólin jólin koma brátt.. jólaskapið kemur smátt og smátt.. Þessar línur eiga nú aldeilis við mína núna. jólin alveg að koma og ég er komin í mikið jólaskap, líður eitthvað svo vel í hjartanu, er eitthvað svo góð inni í mér. Það sést reyndar ekki utan á mér nema hvað ég er eitthvað brosmildari þessa dagana, og umburðalyndari..hehe. Ég er enn að negla og mér sýnist að ég klári ekki fyrr en á þorláksmessu, það er vegna þess að ég er svo góð í hjartanu og hef ekki neitað neinum ennþá.
Við vorum að passa litlu englana Hörpu og Konna í gær, eða réttara sagt afi Konni því amma sat við naglavinnu fram á kvöld, ég fékk þó pásu og við Harpa skreyttum jólatréð og Konni litli týndi neðstu kúlurnar jafnóðum af því. Honum finnst jólatréð mjög spennandi.. Við erum að spá í að girða í kringum það í dag,.. nei djók. það er víst í lagi þó það aflagist eitthvað.
Ætla að reyna að skreppa á Ak á morgun með mömmu. Við ætlum að kíkja í búðir og klára jólainnkaupin, skoða jólin hjá Freyju og Herði og dúllast eitthvað. Í hádeginu skellum við svo skötunni pottana og fáum þorláksmessustemmingu með lykt og öllu.
Slysavarnadeil kvenna ætlar að halda árshátiðina 29. des og er það vel til fundið. Það verður bara gaman að skella sér á ball á jólum eins og hér áður fyrr þegar maður missti ekki af balli á 2. í jólum og gamlárskvöldi. Flott hjá þeim kerlum.
Reikna ekki með að blogga meira fyrir hátíðina svo ég segi nú bara eins og stendur í kortunum:
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár
Með þökk fyrir hið liðna
Sigga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 22:22
jóla hvað..
Jólastússið í algleymingi.. Var á Ak að "negla" á laugardag, voða stuð. Hef svo verið að skreyta og gera fínt hjá okkur milli vinnu og nagla. Við hjónakornin erum ansi samstillt í jólaverkunum. konni sér um seríurnar úti og slatta inni, en ég sé um annan jólaundirbúning. Ég veit fátt skemmtilegra en að stússast í jólaskrauti og hafa minn mann tuðandi yfir seríunum, bilaðar perur og hitt og þetta að dótinu, en á endanum kemur hann ljósum á dótið og við tölum um að endurnýja fyrir næstu jól, gerðum það í fyrra, en það er mjög erfitt að fá Konna til að henda neinu svo hann fer yfir ónýtu seríurnar á hverju ári og setur þær svo niður í geymslu í stað þess að henda þeim og svo byrjar allt upp á nýtt fyrir næstu jól. Mér finnst bara notalegt að sjá hann sitja vafinn í jólaljósum og tuða, finnst eins og við séum akkúrat kominn að þann stað í lífinu að smá tuð er bara krúttlegt..heheh. Freyja var að hringja og við uppgötvuðum að hún hefur líklega ekki komið í fjörðinn fagra í mánuð. Önnum kafin í prófum og lærdómi undanfarið og svo auðvita að vinna. En nú eru prófin búin og hún ælar að kíkja á liðið sitt á föstudag, en stefnan er að ég setji slatta af Húsavíkurskötu í pottana og fái herskara af fólki í mat. Eldaði skötu í fyrra vegna þess að mamma er hætt að gefa bræðrum mínum skötu á þorláksmessu, og voru þeir svo sorgmæddir að Sigga uppáhaldssystir aumkaði sig yfir þá. Nú ætla ég jafnvel að bjóða nýju Dalvíkingunum í mat líka, er búin að fyrirgefa þeim að flytja í vitlausan bæ.. hugsa að Hreinn frændi minn verði mjög glaður að fá skötuna, en veit ekki um Kelu..kemur í ljós. Gott að sinni |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 15:10
***
Afmælisdagar allt um kring, Gummi bróðir átti afmæli 8 des, Guðný vinkona 9. des og svo í dag á Agnes mágkona afmæli 10. des.. Innilegar hamingjuóskir stelpur mínar með dagana ykkar.
Fór á frábæra tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands ásamt Garðari Thor Cortes og Sálubótar-kórnum úr Þingeyjarsýslum á laugardag ásamt mömmu og Guðnýju. Hann er náttúrulega bara snillingur þessi drengur.. þvílíkur söngvari.. Maður fékk í bæði hnéin.. ójá. Kórinn var svaka góður og maður fékk hálfgerða minnimáttarkennd, þar sem ég var nýkomin af æfingu með kórnum okkar.
Við sungum svo dagskrána okkar á sunnudag og sagði Guðný að við hefðum sko ekki verið síðri en Þingeyingarnir. Og ekk lýgur hún ...hehehe.. Grínlaust gekk þetta vel hjá okkur fyrir utan þegar við nokkrar þjófstörtuðum í Ó helga nótt.. En ég meina það, það verður nú að vera eitthvað stuð í þessu. Konni mætti á tónleikana ásamt Hörpu litlu Hlín sem þakkaði ömmu Siggu kærlega fyrir sönginn, en fannst leiðinlegt að mega ekki klappa. Fórum síðan á Höllina og borðuðm saman og áttum góða kvöldstund saman. Í kvöld ætla ég að baka eins og 2-3 smákökusortir, enda enginn æfing og er ég mjöööög fegin því.
Mál að linni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2007 | 11:51
Kórinn..
Vó.. hvað ég er löt að blogga, en það er svooo mikið að gera þessa dagana. Aðventutónleikarnir eru á sunnudaginn og við æfum og æfum og æfum á hverju kvöldi þessa viku og meira til. Í kvöld á svo að kveikja jólatrénu og leiðiskrossunum í kirkjugarðinum, síðan æfing strax á eftir.
ELDHÚSIÐ MITT ER NÚ TILBÚIÐ.. kONNI KLÁRAÐI AÐ FLÍSALEGGJA Á SUNNUD. KVÖLD, Áður en hann fór á sjó og ég hef verið að fúga á kvöldin eftir æfingar og kláraði svo í fyrradag, og málaði glugga og meðfram flísunum í gærkvöldi, því ég var búin að drulla allt út með fúgunni. Stefnan er svo að koma upp jólagluggatjöldum og seríum í kvöld. Bara gaman.
Hef verið að setja neglur eftir vinnu, fram að kóræfingu, ég er svo hissa á hvað mér finnst þetta skemmtilegt. Það er svo gaman að sjá hvað kúnnarnir eru glaðir þegar þeir fara og sérstaklega konur á mínum aldri og eldri sem koma í styrkingu á eigin neglur. Ætla að reyna að taka dag á Akureyri í næstu viku, en er búin að lofa að setja á nokkrar gellur þar.. Ef einhverjir vilja vita af mér á Ak, endilega hafa samband..
Fórum í afmæli GPG á laugard. og jólahlaðborð. Það var mjög gaman og maturinn frábær. Boðið var upp á gistingu á Hótelinu á Húsavík en við drifum okkur heim um nóttina, vegna leiðinlegrar veðurspár, verið var að vígja nýja fallega safnaðarheimilið okkar Ólf.firðinga á sunnudag og ég vildi nú ekki missa af því.
Sjóararinr mínir allir á sjó, veiðin ekkert spes, enda alltaf leiðindaveður.
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)