Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 10:03
Sólahringurinn rétt dugar...
Vala Ösp Tengdadóttir mín á afmæli í dag...24 ára stelpan..
..................TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN MÍN KÆRA............KNÚS OG KRAM FRÁ OKKUR Í FIRÐINUM .........................................................................................
Annars vitlaust að gera hjá mér þessa dagana.. Álfasala S'A'A er á fullu og ég er að selja hér í bænum, ætla nú að fá fleiri í lið með mér í dag.
Stórtónleikar kórsins í kvöld kl 8.30. Hlakka mikið til syngja þó röddin sé nú ekki upp á sitt besta, vaknaði með hor og hálsbólgu og særindi í brjósti í gærmorgun, og hefur það ekki lagast, heldur farið á hinn veginn..EN ÉG SKAL...ÆLTA EKKI AÐ MISSA AF TÓNLEIKUNUM SEM VIÐ ERUM BÚIN AÐ ÆFA SVO MIKIÐ OG LENGI FYRIR. BREAK A LEG
Svo er ég í blómasölu fyrir slysó annað kvöld..Þetta er ekki fyndið
Er langt komin með að semja sjómannadagsræðuna sem ég var beðin um að flytja í kirkjunni, mér þótti mjög vænt um það, sjómannsdóttirin, sjómanns-eiginkonan og sjómannsmóðirin ég..Kvíði reyndar svoldið fyrir að flytja þetta því þessi dagur vekur upp svo blendnar tilfinningar hjá mér, er svo hátíðlegur, skemmtilegur, sorglegur.. bara allur skalinn. En vonandi kemst ég klakklaust frá þessu. já ég geri það bara..
Svo erum við nú að vonast til að geta eldað mat um helgina, erum reyndar öll fjölsk. boðin á Húsavík á laugardagskvöldið og fáum þá örugglega að borða.. hehe.. svo Konni vonast til að koma eldhúsinu í horf þessa daga og vonandi gengur það eftir.
Hvað var það fleira sem ég ætla að gera næstu daga...Er þetta ekki bara gott.. jú vera í góða skapinu og losa við mig kvefið.. Sólin á að ylja okkur næstu daga, svo það skemmir ekki fyrir.
Reikna með að skella sjómannaræðunni minni hér inn á sunnudag, eftir messu...
gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 14:39
Hvítasunnuhelgi að baki..
jæja þá er þessi skemmtilega helgi að baki. Ég er alveg uppgefin eftir helgina, enda lítið verið að hvíla mig undanfarna daga.. Við Konni notuðum tímann vel í eldhúsinu, og erum búin að leggja hitann í gólfið, skipta um veggplötur, færa rafmagn, mála allt drallið og síðast en ekki síst að flísaleggja gólfið og fúa.. Á meðan Konni lagði flísar, þá setti ég saman nokkra skápa. Á sunnudag voru 13 börn fermd hér í friðinum og við tóku svo veislur eftir hádegið.
Eva Rún frænka mín og Sindri frændi minn (börn Gullu og Ágústu Evudætra) voru með sameiginlega veislu í Tjarnarborg, mjög flott veisla eins og við var að búast, og var stelpan svaka flott í fötunum sem Freyja saumaði á hana.. ójá..
Eftir kirkjusöng og veisuhöld hélt ég áfram að skúra og skúra og skúra... endalaust ryk... Keyrði síðan Konna á Ak um kl 2 um nóttina, en hann var að fara austur á sjó.. Fór í næturkaffi til Sig Óla og Völu. Skemmtilegt..
Ellen kom í heimsókn á laugardasmorguninn og gisti hjá okkur, henni fannst nú heldur mikið drasl hjá ömmu, og við hafa lítinn tíma til að sinna henni, en við lofuðum að við yrðum búin næst þegar hún kemur og þá gætum við gert eitthvað skemmtilegt.
Nú er allt í biðstöðu, þar til Konni kemur aftur heim, en þá ætla ég að vera búin að skrúfa alla skápa saman, svo hann geti hent þeim upp.. Sigurður Óli ætlar að koma og hjálpa mér við þá stóru..
Ég væri búin að setja inn myndir ef blessuð tölvan mín væri ekki að stríða mér þessa dagana, hún er eins og dráttarvél.. svo lengi að ég nenni ekki að hanga yfir henni í myndadótinu..Vonandi stendur það til bóta.
Gott að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 09:48
Fullkomið líf ??
Ég fékk þessa uppskrift senda og mátti til að setja hana á bloggið mitt..
Til umhugsunar fyrir okkur sem viljum lifa í fullkomnum heimi..held reyndar að slikt sé ekki til.. Er ekki bara gott að vera eins og maður er, og þakklátur fyrir það sem maður á og hefur.. Ég held það nú.. Gott að fara hinn gullna meðalveg.
Uppskrift að fullkomnu lífi?
>
> Fyrst sæki ég um að komast að í þættinum You are what you eat og
> kemst þá að því að matarræðið er snarbilað, en eftir að karlinn
> fer þá held ég samt bara áfram að éta og fitna meira. Þá fer ég í
> megrunarkeppnina The Biggest Loser og næ af mér nokkrum kílóum. Nú
> til að fá final touchið á þetta þá fer ég í The Swan og fer í
> nokkrar lýtaaðgerðir og fitusog, ekki veitir af.. en í lokaþættinum
> þá kemst ég ekki áfram í fegurðarsamkeppni the Swan, þannig að þetta
> hefur ekki virkað alveg. Þá fer ég í Extreme Makeover og læt taka
> mig ærlega í gegn, skipti bara um andlit og sýg alla fitu úr líkamanum.
>
> Þá er ég heldur betur orðin flott og fer í Americas Next Top Model
> þáttinn og geri gott þar.. en tapa. Nú er ég orðin soldið fúl og
> einmana, á engan kall nebblega. Best að fara í Bachelor og ná
> mér í einn ríkan og myndarlegan. Geri það, en þegar þáttaröðin og
> það er búið, vantar einhverja spennu í sambandið, þannig að við
> förum í Temptation Island... en þar endar það með að við hættum
> saman því við héldum bæði framhjá. Þá langar mig bara að vera dáldið
> sjálfstæð og verða rík..
>
> Þannig að ég fer í Survivor, þrauka alveg í 36 daga en lendi í 3.
> sæti ohhh ég fæ ekki einu sinni 100 þús dollara.. fer heim, alveg í
> rusli. En ég er ennþá sæt eftir lýtaaðgerðirnar og sílíkonbrjóstin
> hanga ennþá uppi.. og þar sem mig langar aftur í kærasta, þá skrái
> ég mig í Djúpu laugina.. næ mér þar í einhvern lúða sem býr í ljótri
> íbúð í Fellunum og er frekar subbulegur. En það er allt í lagi, ég
> hringi bara í vini mína í Queer eye for the Straight Guy og þeir
> koma og henda manninum mínum í klippingu og kaupa ný föt á hann, rí-
> dekkorreita svo íbúðina, allt voða flott og hann biður mig um að
> giftast sér í lok þáttarins, sem ég geri.
>
> Við förum þá auðvitað með brúðkaupið í Brúðkaupsþáttinn Já og vinnum
> svo ferð í Karabíska hafið, voða rómó. En á skemmtiferðaskipinu þá
> verð ég ólétt.. eignast svo krakka og eftir 2 ár er hann farinn að
> stjórna öllu, þannig að ég hringi í The Nanny og fæ hana til að
> kenna okkur að ala upp krakkann og láta hann ekki ráða öllu.
>
> Nú er allt komið í drasl aftur.. Þannig að ég hringi bara í Heiðar
> vin minn Snyrti og fæ hann að koma með þáttinn Allt í drasli og taka
> til... vá hvað það verður allt fínt hjá okkur! Þá er nú kominn tími
> til að hringja í Völu og við komum í Innlit Útlit, en við þurfum svo
> að stækka við okkur því að það er annað barn á leiðinni, þannig að
> við förum bara með íbúðina í þáttinn Allt undir einu þaki, seljum
> hana og kaupum stærri.
>
> Árin líða og þetta endar allt með því að ég er búin að skilja við
> kallinn sem hélt framhjá mér, lýtaaðgerðirnar sem voru gerðar fyrir
> 15 árum komnar í klessu, ég er ljót, feit, einstæð 2ja barna móðir
> sem á ekki neitt..
> þannig að ég fer bara í Fólk með Sirrý og væli yfir þessu öllu saman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 15:39
Skúringar dauðans..
Það má með sanni segja að það er eins gott að ég er með leyfi á skúringarkústinn og moppupróf. Konni var að fræsa upp úr eldhúsgólfinu um helgina, til að leggja hita í gólfið. Ég setti hann inn í eldhúsið og límdi svo plast fyrir hurðargatið, fór svo á kóræfingu.. Það sá ekki í karlinn fyrir semetntsdrullu þegar ég kom heim, og því síður út um gluggan á eldhúsinu, en það fór nánast ekkert ryk fram...........Fyrr en Sigríður fór að sópa.. því eins og asni reif ég plastið frá til að komast inn, og má segja að ég sé búin að vera að skúra og sópa síðan.
En inn á milli hef ég farið á kóræfingar, æfðum frá kl 10-15 á laugardag og sunnudag. Veitir ekki af ef tónleikarnir eiga að vera 31. maí. Við erum að æfa svaka flott og skemmtilegt prógram, t.d. gospellög...Mjög skemmtilegt. Eldhúsið gengur eftir áætlun, á morgun klárum við vonandi að skipta um veggplötur þar sem þarf og rafmagn, svo við ættum þá að flísaleggja gólfið á miðvikudag..svo fimmtudag, að huga að innréttingunni... Annars virðist allt sem ég vil fá, ekki vera til, --á leið til landsins, eða í týndum gámum o. s. frv.. en það er allt í lagi...ennþá..Flísar að koma að sunnan á morgun, borðplötur vonandi á leið til landsins í vikunni og eldhúsborðið í gám einhversstaðar.. En svona á þetta að vera.. Þekki engann sem ekki þarf að bíða eftir einhverju..
fékk 8 í prófinu og er bara fjandi ánægð með það, ætlaði nú bara að fá 7, en hef lagt of hart að mér. Ég er semsagt að reyna að læra að læra ekki of mikið, svo ég treysti mér í fleiri fög í haust, fékk 9 fyrir áramót svo þetta er að koma.. Þetta eru auðvita öfugmæli en þannig er það bara..
Skrapp á sýingu með Freyju hjá Erni Inga á laugardag hún átti verk þar.. voða skemmtilegt.. og sniðug sýning, þar var t.d. kona sem sat í ruggustól með risastóran þorsk í fanginu, hann var með teppi yfir sér greyið, (hann var svo sem dauður) en ferskur. Ýmislegt sem fólki dettur í hug.
Gott að linni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2007 | 16:37
Ellen Helga yndislega....
Hún er alveg yndisleg hún Ellen Helga.. Þegar Hún kom norður til að vera við skírn Konna litla, fór afi Konni að sækja hana í flug. Þau fóru síðan á Glerártorg og þar keypti Konni hring handa sinni heittelskuðu, hring eftir Hendrikku Waage með stórum svörtum steini. (Sigríði hefur lengi langað í slíkan grip).
Þau komu síðan heim og færðu mér hringinn og Ellen var voða spennt þegar ég opnaði pakkann. Hún sagði síðan við mig: Amma veistu af hverju afi gaf þér pakka? Nei, sagði ég, ég á ekki afmæli eða neitt slíkt. Þá sagði þessi dúlla: Ég spurði afa af hverju hann væri að gefa þér pakka og hann sagði að það væri vegna þess að hann elskaði þig svo mikið og þú værir svo sæt og skemmtileg..
Er það, sagði ég .. Sagði hann það? Nei amma.. ÉG VAR BARA AÐ DJÓKA...
Ég held að hún hafi sagt þetta vegna þess að hún elskar ömmu svo mikið og finnst hún örugglega svo sæt og skemmtileg.. haldiði það ekki??????????? Ég sagði svo Konna frá þessu, hlógum við mikið, vissulega spurði hún hann af hverju hann væri að kaupa gjöf handa ömmu og sagði hann að honum þætti svo vænt um gömlu og hann væri nú ekki vanur að færa henni gjafir að nauðsynjalausu, (Aldrei of seint að byrja á því ) Svo mín stutta skreytti orðavalið aðeins..
Má ekki gleyma þessum gullmolum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2007 | 15:52
Appelsínueldhúsið mitt er farið............
Vá hvað ég er orðin latur bloggari.. Síðast skrifaði ég fyrir tæpri viku.. hef verið eitthvað punkteruð undanfarið.. Ég þyrfti auðvita að skrifa eitthvað á hverjum degi fyrir sjálfa mig svo ég muni hvað ég hef verið að gera. Nú eru kosningar afstaðnar og er ég í skýunum með gengi míns flokks, átti ekki endilega von á að við myndum bæta við, eftir svo langa stjórnarsetu, en þjóðin er að mestum hluta skynsamt fólk og veit hverjum best er að treysta.. Geir er náttúrulega bara frábær gæi og kemur svaka vel fyrir. Ekki skemmir svo sætasta stelpan fyrir hún Þorgerður Katrín sem er framtíðarleiðtogi flokksins. Skoðið þetta:
http://www.carmex-kiss.de/index.php?meintanz=247640513837
Fórum suður á föstudagsmorguninn og komum til baka á laugardag, því við vildum kjósa heima og vorum búin að erindast í bænum. Keyptum okkur nýja eldhúsinnréttingu, og á sunnudag fór sú gamla á haugana, nánast öll, á samt smá appelsínugula minningu úr borðplötu, sem ég mun horfa á í framtíðinni ef ég verð þung i skapi, sem er nú ósennilegt.. en liturinn á að minna mig á að vera þakklát fyrir það sem ég á og að hafa ekki þurft að fara í gegnum allt lífið með appelsínugulum eldhúsbekkjum, því þó liturinn sé glaðlegur og minni á sumar og sól, sá ég nú orðið svart er ég kom í eldhúsið mitt.
Konna og Lenu fanst það nú tú möts að ég fór að baka tertubotna, þegar Konni var byrjaður að rífa niður innréttinguna, og stóð á endum að hann var komin að eldavélinni þegar ég tók síðasta botninn út....hann þurfti að bíða meðan vélin kólnlaði til að halda áfram.. En ég var búin að lofa tertum í fermingarveislu og maður stendur nú við það sem maður lofar ef mögulegt er.. .. Ég set bara á þær í svefnherberginu ef eldhúsið verður ekki orðið klárt í tíma..hehe.. Reikna með að þetta taki einhverjar vikur, þarf að breyta rafmagni skipta um veggplötur,´múra og flota gólfið o.s. frv... en ég er með afbrigðum þolinmóð manneskja.. Er nefnilega ekki með neina iðnaðarmenn, en Konni er ansk.. klár og getur gert þetta að mestu, ef hann hefur tíma og nú er hann heima að skrapa og svoleiðis.
Á suður- og norðurleið las ég fyrir okkur Konna bókina stelpan frá stokkseyri bók Margrétar Frímannsdóttur Hvet alla til að lesa þá bók, um karlremburnar í Alþ.bandalaginu. Alveg með ólíkindum kvenfyrirlitningin sem þeir sýndu, forseti vor, Ólafur Ragnar, Svavar Gests,og síðast en ekki síst Steingrímur J. ég var bjáluð þegar ég var að lesa og á stundum varð ég alveg orðlaus. Þeir jafnvel boðuðu hana á fund, þegar hún var þingflokksformaður þeirra og......... HLEYPTU HENNI SVO EKKI INN Á FUNDINN............. Enda glotti ég, nú eftir kosningarnar þegar ég sá hvað Steingrímur mun hafa margar konur á þingi með sér, hann er líklega ánægður, getur sussað á þær með vinstri hendinni á meðan hann tekur ákvarðanir með strákunum. ( Þykir samt hæpið að hann þurfi að taka einhverjar ákvarðanir í næstu ríkisstjórn, enda hélt sú gamla þau naumt væri).
Ótrúlegur náungi, en góður kjaftaskur. nóg um það , nú verð ég að ná mér niður.
Gott að sinni.
Bloggar | Breytt 15.5.2007 kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 11:26
Kuldaboli..
Kuldaboli er nú ekki búinn að gefast upp fyrir vorinu, skítkalt úti og ég komin í úlpuna sem ég var þó búin að pakka niður í geymslu til haustsins.
Skírnardagurinn Konna litla Þórs var yndislegur og gaman að skíra hann heima í stofu. Konni minn hélt á honum og sá stutti grenjaði heilmikið á meðan á athöfninni stóð. Jóna Lísa þurfti virkilega að hækka röddina til að yfirgnæfa hann. Sólin skein og veðrið lék við okkur, þó búið væri að spá slyddu. Rúmlega 30 manns mættu í skírnina og voru allir sáttir og saddir er þeir fóru heim. (Vonandi) Orri Ellen og Harpa Hlín urðu eftir hjá ömmu og gistu, þar var frekar þreytt amma sem steðjaði öllum í rúmið um 10 um kvöldið og sofnuðu svo englarnir, hvert á fætur öðru og amma líka.
Konni fór aftur austur á laugardagskvöldið á sjóinn. Fiskeríið hefur verið fínt undanfarna daga og er það nú ekki slæmt.
Á sunnudagskvöldið skelltum við Guðný okkur í æðruleysismessu á Dalvík, frábær stund. Krakkarnir sem spila undir í lífinu fluttu tónlistaratriði sem voru þvílikt flott að maður var nú bara með gæsahúð..þau spila og syngja eins og englar.. vá vá hvað það var flott.....Ekki skemmdi Óskar Pétursson messuna heldur, en hann leiddi almennan söng. Kona frá Akureyri (Alma) sagði sögu sína sem aðstandendi fíkils og var magnað að hlusta á hana, tala um hvernig foreldrar takast á við það verkefni að eiga virkan fíkil, sorgina, reiðina, vanmáttinn og allar hinar tilfinningarnar sem maður þarf að takast á við, svo ég tali nú ekki um, þegar maður er sleginn niður aftur og aftur og aftur við hvert fall barnsins, því það er mjög sjaldgæft að unglingurinn hætti í fyrstu tilraun.. En þá er bara að standa upp aftur og halda áfram baráttunni..Ójá. ekkert annað í boði. Því það skiptir ekki máli af hverju hann féll, eða hvernig, heldur að hann rísi upp aftur..það er málið.
Skemmtilegir tímar framundan, skólinn búinn, nú fer ég að rífa eldhúsið mitt svo ef einhver er með innibyrgða reiði sem þarf að fá útrás fyrir, endilega komið á Hlíðarveginn og fáið útrás..he..he.. Kosningahelgin framundan og komin tími fyrir mig að fara gera eitthvað af viti í því sambandi, þó ekki væri nema að fara á skrifstofuna og segja halló..hef verið voða bissý og ekkert gert þar.
Kórinn er að æfa mjög skemmtilegt tónleikaprógramm sem stefnt er að flytja 31 maí. jamm og já, alltaf gott að hafa nóg að gera.
bless í bili..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 09:34
Framhaldsskóli í Fjallabyggð!!
Þá er það skjalfest.. Framhaldsskóli í Fjallabyggð..Ólafsfirði..
Samkvæmt bréfi Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra, sem má lesa á Dagur.net... afskaplega góðar fréttir, verð ég að segja.. Get þá kannski lokið stúdentsprófi áður en ég fer á ellistyrkinn, og í framhaldinu ákveðið hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór.. hehe.
Þetta er auðvita bara frábært, og gott að vita að skriður er komin á þetta mál, sem var aðal kosningalmálið í sveitarstjórnarkosningunum s.l. vor. og hefur brunnið á fólki í Fjallabyggð.
Nú getum við sett upp sólgleraugun og horft til bjartrar framtíðar, að börnin okkar þurfi ekki að flytja að heiman á unglingsárunum, með tilheyrandi hættum fyrir þau. Hvert ár skiptir gríðarlega miklu máli, fyrir svo utan hvað það litar bæjarlífið að hafa þau heima. Svo ég tali nú ekki um kostnaðinn sem sparast fyrir foreldrana.
Skítt með þó að snjói núna, það mun vora snemma, allavega í mínu hjarta við þessar góðu fréttir.
Ellen Helga er komin og færðist nú heldur líf í gamla settið á Hlíðarveginum. Maður þarf nefnilega alltaf að vera að svara henni, og vesenast með stelpunni. Hún og afi fengu lista í gærkvöldi yfir hluti sem þau áttu að vera búin að gera fyrir hádegi í dag. Losa flugur úr ljósakrónum, fara með nagladekkin í skúrinn, laga til í dótaherberginu o.s.frv. Hún ætlaði sko að sjá um að afi klikkaði ekki á neinu, enda von á fullt af gestum á morgunn svo allt verður að vera voða fínt...........gaman.......Það er sem sagt allt á fullu í skírnarundirbúningi. Sig. Óli er að fiska ágætlega, en held að nú sé komin bræla.
Gott að sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 11:24
Blíðufrí..
Jæja þá er hann að spá norðanátt næstu daga. Og ég sem hélt að vorið væri komið. Fjöllin voru komin með hvíta húfu (nei, frekar eins og spanjólu) í morgunn þegar ég leit út.. En þetta er allt í lagi.. Við erum svo þolinmóð, er það ekki?
Svo ekki verður Konni litli skírður útí í garði á laugardag eins og ég var búin að láta mér detta í hug, nei við megum ekki láta drenginn kvefast, né heldur gestina..
Nú á loksins að kveða upp dóm í baugsmálinu í dag, og vona ég innilega að sá kafli í fréttalífi landsmanna sé á enda. Ég var orðin ansi þreytt á þessu og er ég þó seinþreytt.. kell.. Búin í blessuðu prófinu og gekk bara þokkalega.. Konni komin í 3ja daga frí eftir ágætis fiskerí undafarið.
Hann ætlar að sæja fröken Ellen Helgu í dag, hún er að koma til að vera við skírn litla bróðurs og kíkja á liðið sitt.. Gott að sinni..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)