Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
30.9.2007 | 11:54
Afmæli og óvissuferð..
Elskulega frábæra Freydís Heba okkar.. á afmæli í dag, hún er 23 ára í dag
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN FREYJA OKKAR YNDISLEGA
Afmælisbarnið ætlar að heimsækja mömmu sína í dag sem er búin að baka uppáhalds kökurnar hennar í tilefni dagsins.. en ekki hvað.. Hörður er í útlöndum að siglinga ..eitthvað,, og flestir hinna í fjölskyldunni eru á sjó svo við mæðgur munum líklega tjilla í súkkulaðikökum og rólegheitum.
Við Jónína frænka fórum nú loks í gær með slyslókonurnar í óvissuferðina sem breytti alegerlega um stefnu, ætluðum vestur en fórum austur. Vegna Laufskálaréttar í Skagafirði gat enginn tekið á móti okkur svo við byrjuðum á Tjörn í Svarfaðardal, þar sem Sigríður Hafstað leiddi okkur um kirkjuna og sagði frá. Stórmerkileg og tignarleg konan sú.
Þaðan fórum við á Sandinn, þar sem ég sagði dömunum að tengdamóðir mín hefði verið svo elskuleg að bjóða okkur í grjónagraut, en leiðin lá í Kalda sem sveik nú ekki. Óli Þröstur, Dandi og Valur dældu bjór i fraukurnar sem kunnu vel að meta mjöðinn. Dandi útskýrði ferlið og upphafið af þessu ævintýri þeirra Öggu og Óla. Mjög flott hjá honum og fékk hann óskipta athygli þeirra. Ég sagði dömunum að enginn í fjölskyldunni hefði fengið svo mikið sem kvefpest síðastliðið ár, svo hollur væri mjöðurinn, ég væri auðvitað undantekningin og vildu sumar meina að ég ætti nú að skella í mig nokkrum bjórum svona upp á heilsuna. hehe. Fórum síðan rúnt um sandinn og sagði ég þeim hver ætti heima hvar og hverjir hefðu bruggað mest af landa í gamla daga o.s.frv. Held að ég hafi ekki logið miklu...
Borðuðum hádegismat á Kaffi Lísu á Hjalteyri. Veðrið var ótrúlega flott í allan gærdag. Þaðan fórum við í iðnaðarsafnið á Ak og segir það nú til um hvað maður er að eldast að flest sem þar var til sýnis hafði maður smakkað, notað, eða séð. T.d. Sjafnar dömubindin, hver man ekki eftir þeim þykku og mjóu bindum. Á Smámunasafnið inni í Eyjafirði var mjög gaman að koma en engin kona í hópnum hefði treyst sér til að þurrka af á þeim stað. Fengum kaffi og kökur í Vin og þaðan gengum við í jólahúsið þar sem sumar misstu sig og keyptu jólapakka og opnuðu strax. Af því tilfefni sungum við eitt jólalag á heimleiðinni. Fór svo heim með Guðnýju í mat til Ægis (voða æðislegt ), þegar við komum í bæinn. Hún tók fullt af myndum í ferðinni og ef ég þekki mína rétt verður ekki langt þar til þær myndir verða komnar á síðuna hennar( linkur hér til vinstri).
Við frænkurnar erum mjög fegnar að vera búnar með þessa ferð, því það hefur verið hálfgerður hausverkur að finna réttu helgina og veðrið, en við hittum vel á það núna.
Þegar við vorum farnar í gær, kom Ægir þessi elska hingað heim og smíðaði í eldhúsinu mínu, það er bara að verða klárt undir hellulögn eins og Lena komst svo skemmtilega að orði.. Hellur.. flísar.. hver er munurinn.. Konni er að fiska í dag og vonandi Siggi líka, hef reyndar ekki heyrt i honum. Vala og Konni litli eru lasin .. Haustflensurnar farnar að herja. þau hafa ekki drukkið nóg af Kalda.
Nóg að sinni.
Bloggar | Breytt 1.10.2007 kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 16:06
Íslendingar eru töffarar..
Við erum svo miklir töffarar..Íslendingar..
Já.. maður mætir nú í vinnuna hvað sem tautar og raular, þó maður þurfi að koma með hausinn undir hendinni.
Þetta minnir mig á það sem ég heyrði í áfengismeðferðinni um árið, að við drekkum og drekkum og drekkum, þrátt fyrir að vera búinn að missa húsið, konuna (karlinn) og krakkana, er ekkert að hjá okkur "ég mæti alltaf í vinnuna" Það er ekki fyrr en að vinnan er farin, að sumir fara að líta í barminn og velta fyrir sér hvort það sé kannske ekki allt í lagi..
ójá þannig er það nú.
Dáist að drykkjuþoli Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 13:51
Dagbókin..Vikubókin
búið að vera nóg að gera á bænum undanfarið svo ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast við tölvuna. Kóræfingar 2svar í viku, erum að vonast eftir að halda tónleika í vesturbænum (Sigló) þarnæsta sunnudag. Vonandi verður ekki allt komið á kaf.. nei nei. Hins vegar verð ég á námskeiði þá helgi á Ak, svo líklega get ég ekki verið með á tónleikunum, því miður. En ég ..vegna fjölda áskorana er að fara að læra að steypa gelneglur á tær og fingur.. hehe. Já ekki hefði mér órað fyrir því að ég ætti það eftir, með þessar fínu nelglur sjálf og alltaf að pússa og hugsa um þær. En kannske þess vegna sem mér hefur verið anað út í þetta, komin tími til að huga að öðrum. Ég held að þetta verði bara skemmtilegt, og vonandi fæ ég eitthvað að gera. Dætur mínar og tengdadóttir eru himinlifandi með mig og munu líklega sjá um að ég detti ekki úr æfingu.
Ægir besti vinur minn kom heim á fimmtudag og hélt áfram í eldhúsinu mér til mikillar ánægju, setti ljósakappana, klæðningar ofl. Nú er pása þar til Konni hefur tíma til að vera með honum í þessu og svo vantar smá dót að sunnan til að klára,sem er ekki til í augnablikinu..
Fór á laugardag að passa Konna litla með Freyju, en hún þurfti að bregða sér í skólann og Siggi og Vala voru á sjó. Hann var lasinn litla skinnið og okkur mæðgum frekar erfiður, vorum með hann á handleggnum til skiptis. Freyja tilkynnti að næst þegar hún passaði, þyrftu þau að sýna vottorð frá lækni um að allir væru frískir. Hún á mjjjjöööög erfitt með að heyra hann gráta.hehe
Messa í gærkvöldi, alveg yndisleg stund, kórinn sat niðri og Ave spilaði á píanóið, Séra Munda sagði sögu og lagði út frá því að við ættum ekki að dæma aðra .. mjög gott að hlusta á hana eins og alltaf.
Nú er ákveðið að fara í óvissuferðina með slysókonurnar á laugardag, hvernig sem viðrar, förum við í rútuna og eitthvað af stað, kemur bara í ljós á laugardaginn hvert???? Svo þið konur sem ekki áttu heimangengt fyrir 2 vikum, nú er lag að skrá sig og skella sér með í skemmtiferð..
Í Blaðinu í gær var grein eftir Illuga jökulsson sem ég hvet alla til að lesa..
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 08:28
Leiftur/ks, bíó, snjór og vöfflur..
Afmælisveislur Lenu voru skemmtilegar og voru ættingjar duglegir að heimsækja hana, og nóg af tertum og fíneríi. Stelpan fékk auðvita fullt af fallegum gjöfum og var hún hæstánægð með daginn.
Á laugardag fórum við hjónakornin á fótboltaleik Leifturs og Völsungs sem við unnum 3-0. Afar gleðilegt þar sem sigurinn færði okkur upp um deild.. Svo það er eins gott að stuðningsmenn standi sig næsta sumar og gamlar fótbolta-leiftursbullur komi nú út úr skápnum sem þeir fóru í um árið þegar stór hluti stuðningsmanna lét sig hverfa í erfiðleikum sem steðjuðu að félaginu.
Tengdapabbi minn átti afmæli á laugardag og fórum við í vöfflukafffi á Sandinn og þaðan til Ak, þar sem við ætluðum á bíó, en myndirnar sem okkur langaði að sjá voru ekki sýndar fyrr en kl. 10 og var það nú of seint fyrir gamla settið, svo við heimsóttum börn og barnabörn í staðinn.
Á sunnudag tókum við inn grillið og húsgögnin af pallinum, svo nú má snjóa mín vegna. hehe Var lítið í ræktinni í síðustu viku, vegna tertuáts í veislum, svo að nú skal ég klára þessa viku með stæl, gladdist óseigjanlega þegar ég fékk að vita að nú er búið að kaupa 2 ný hlaupabretti, gömlu eru gjörsamlega búin.
Bilaði eitthvað hjá Sigga svo Konni dró hann í land í gærkvöldi, var ekki smá hissa að sjá það sem frétt á mbl. og ekki var Konni minna undrandi þegar ég sagði honum frá því. Einhverjir fylgjast greinilega vel með..
Ólöf vinkona mín sendi mér myndapóst frá Spáni á laugard, þar sem hún stóð úti á palli við húsin okkar með snjó í höndunum..já það snjóaði á Spáni, svo það er ekkert öruggt í þessum heimi lengur, held samt að hún hafi verið að spæla mig, þetta hafi verið bómull, eða kjörís sem hún hélt á, enda var hún ekki einu sinni í úlpu, bara á bolnum... Hún er líklega ekki með neina úlpu þarna..
Nóg af bulli í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 09:06
Grátlegt..
Ég bara trúi þessu ekki. Eru þeir hjá RÚV búnir að tapa glórunni? Spaugstofan er ekki spaugstofan án Randvers, frekar en bogi án örva. Nú er ástæða til að flagga í hálfa..
Randver hættir í Spaugstofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 09:11
Lena Margrét 20 ára..
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún LENA MARGRÉT.. Hún er tvítug í dag..
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU STELPAN OKKAR. MEGIR ÞÚ EIGA GÓÐAN DAG.
20 ár liðin í dag síðan örverpið skaust í heiminn. Það tók ekki langan tíma að fæða hana. Ég sendi pabba hennar að kaupa lakkrís handa mér og á meðan fæddist hún. Ljósan var ekki einu sinni inni hjá mér, en ég náði að hringja bjöllu, svo hún kom flótlega, en þá var Lena komin í heiminn, ég komst aldrei inn á fæðingarherbergið, svo við vorum bara tvær einar að brasa í þessari fæðingu. Síðan hefur verið sami asinn á henni, alltaf að flýta sér... Blessunin....Hefur farið nokkrum sinnum fram úr sjálfri sér á þessum 20 árum. Og við sem stöndum henni næst, höfum ekki alltaf getað haldið í við hana.
En í dag er ráðgert að halda afmælisveislu, og svo aftur á morgun, þá verður komin bræla á miðum og Konni og Sig. Óli heima. Skemmtilegra að þeir feðgar séu heima.
Hins vegar var ég ásamt bræðrum, mágkonum og mömmu í afmælisveislu hjá fimmtugu frænku minni henni Jónínu í gærkvöldi, það var mjög ljúft og skemmtilegt. Þau eru nú svo skemmtilegt fólk og gaman að koma til þeirra..Takk fyrir okkur frænka mín.
Gott í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2007 | 15:44
Barnabörnin..
Skemmtileg helgi búin og enn einn mánudagurinn runninn upp. Fór og passaði litlu krílin á föstudag og gekk bara fínt. Harpa Hlín var þó ekki mjög hrifin af því að amma Sigga ætlaði sér að sofa í rúminu hennar mömmu og tilkynnti mér að ég ætti að fara heim og mamma hennar að koma aftur. Hún er rosaleg mömmustelpa daman sú.
Á laugardag vorum við orðnar góðar vinkonur og fórum í bæinn og fengum okkur ís, um kvöldið læsti hún mig hinsvegar úti á svölum.. og fór svo bara að horfa á sjónvarpið.. Ég fór semsagt út á svalir að reykja, ekki í fyrsta skiptið.. og hún gerði sér lítið fyrir og lokaði hurðinni, ég var nú alveg róleg, þar til ég ætlaði inn, þá uppgötvaði ég að hún hafði læst hurðinni, og amma var föst úti, ...ég bara trúði þessu ekki...klöngraðist upp á stól og gat opnað glugga, stungið hausnum inn og kallaði á hana lengi vel, og bað hana að koma, en hún sagði NEI.. Loks kom hún, horfði smástund á mig mig með hausinn í glugganum, og ég bað hana afar blíðlega að opna nú hurðina. Hún sagði ekki orð, gekk að hurðinni og opnaði, fór strax aftur inn í stofu að horfa á imbann. Satt að segja held ég að hún hafi ekki læst óvart.. Kannski vorum við ekki eins góðar vinkonur og ég hélt. hehe..
Allavega mun ég hafa varann á mér næst, og hafa gemsann með á svalirnar, ef ég verð ekki hætt að reykja næst þegar ég passa þau systkyn.. Ég var mjög fegin að það var komið kvöld og farið að rökkva þegar ég hékk í glugganum, held að þetta hafi ekki litið mjög vel út fyrir mig..
Pössunin stóð skemur en ráð var fyrir gert, þar sem bræla var á miðunum á sunnudag og foreldrarnir komu heim um 2 leytið aðfaranótt sunnud.
Freyja lét ekki sjá sig, fór í skemmtiferð að Kárahnjúkum, og lét mig eina um börnin. Kannski ég verði bara með þau í Ólafsfirði næst, þá er ég á heimavelli og er ekkert að fara inn á yfirráðasvæði mömmu hennar Hörpu Hlínar..Hún kyssti mig og knúsaði þegar ég fór, þessi litla elska. hehe. Konni litli var eins og venjulega, sólskinsbros, ánægður meðan hann fær að borða og sofa.
Bakaði nokkrar tertur í gær, fyrir afmælið Lenu, en það verður haldið upp á það 12-14-og 16 sept. Það dugar ekkert minna fyrst maður er að þessu á annað borð. Vinkonur þann 12 í kökuboð- djamm á Ak föstudag.. ekki tertur.. Stórfjölskyldan á sunnudag.
Óvissuferð Slysló er á laugardag og erum við fimmtuga frænka mín á fullu að undirbúa það. Æfum keðjusöng á hverju kvöldi í gengnum síma og gengur það bara ágætlega. Leiftur/KS komnir með annan fótinn í 1. deild.. bara að vona að gangi vel í síðustu umferðinni, og leiðinlegt að geta ekki horft á þann leik, en það er nú bara þannig að maður getur ekki verið allstaðar.. Þurfum að klára þessa ferð, áður en fer að snjóa.
nóg að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 11:36
Lýst eftir KEA kjötfarsi..
Oh ... ég sakna svo KEA kjötfarsins. Það er að vísu það eina sem ég sakna frá KEA veldinu sáluga, Nei ekki rétt ... ég sakna líka Gula bandsins (smjörlíkið sem þeir framleiddu) en í gær var ég boðin í mat til Arnars litla bróðurs og Þórgunnar í kjötfars, kál kartöflur og rófur (það er nú alveg nýtt fyrir mér að borða rófur með farsinu (örugglega eitthvað dalvíkst uppátæki, svo kartöflunum leiðist nú ekki. heheheheh).
Af því að ég er nú miklu eldri og reyndari en gestgjafarnir var ég með sögustund um Kjötfarsið sem maður var alinn upp á. Ég fylgdist oft dolfallinn með mömmu þegar hún var að steikja kjötfarsbollur þegar ég var krakki. Risastórar bollur voru settar á pönnuna, sem minnkuðu mjög hratt í sama hlutfalli og pannann fylltist af fitu. Þetta fannst mér agalega sniðugt, en djö.. hefur þetta verið óhollt. Líklega hefur þurft 2. kg. af farsi í 1. kg af bollum... Þetta át maður með bestu lyst árum saman og alltaf jafn gott.
Einu sinni til tvisvar á ári fór mamma til Akureyrar, líklega á vorin og svo fyrir jólin (það er mjööög langt síðan þetta var og þá var mjööög langt til Akureyrar) og alltaf kom hún heim með KEA kjötfars í kílóatali og þvílík veisla maður minn...
Svo varð K'O- Kaupfélag Eyfirðinga og gátum keypt KEA-farsið hér í firðinum, en þá einhverra hluta vegna var það aldrei eins gott og þegar mamma flutti það frá Akureyri..
Vona að allir séu fróðari um kjötfars, í það minnsta að kjötfars er ekki bara ...kjötfars...
Skemmtileg helgi framundan, ég er að flytja til Akureyrar í 2 daga, ætla að passa Hörpu og Konna um helgina. Mamma þeirra hetjan hún Vala ætlar á sjóinn með Sig. Óla svo það verður örugglega meira stuð hjá mér en henni. Ég dáist mjög af stelpunum mínum að fara á sjóinn ..GUBB GUBB..
Góða helgi..
Ó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2007 | 09:21
Örlagadagarnir eru margir..
Fastir liðir hjá mér á sunnudagskvöldum er að horfa á Örlagadaginn með Sirrý. Mikið fann ég til með móðurinni sem missti dóttur sína úr alnæmi. Ég fékk þvílíkan kökk í hálsinn þegar ég hlustaði á hana. Ég á mjög auðvelt með að samsama mig við foreldra fíkla og finnst oft á tíðum að saga okkar allra sé á svipuðum nótum. Lýsingar á ferlinu frá því að barnið manns byrjar að nota vímuefni og framhaldið er auðvitað mjög líkt. Persónuleikabreytingarnar, þegar barnið manns breytist úr skemmtilegum krakka í óheiðarlegan þunglyndissjúkling, sem ekki er hægt að treysta fyrir einu né neinu, allt er lygi og maður þarf að tékka á öllu, maður er alltaf á varðbergi, svo sofnar maður á verðinum, heldur að allt sé að lagast, þegar holskeflan skelllur á manni af fullum þunga, og þá hreinlega lyppast maður enn neðar en ég hélt áður að væri hægt.
En reglulega birtir svo aftur og maður leitar af jákvæðum hlutum, til að gleðjast yfir og það er nú þannig að það er auðvelt ef maður vill sjá það fallega og jákvæða í lífinu, þá finnur maður það allstaðar í kringum sig. Lífið er nefnilega svo skemmtilegt og margt að gleðjast yfir.
12. september n.k. verður Hún Lena Margrét 20 ára gömul og stefnum við að því að halda flotta afmælisveislu fyrir hana. Við höfum ekki haldið upp á afmæli hennar í 5 ár, þar sem hún hefur eytt undanförnum afmlælisdögum á hinum ýmsu meðferðastofnunum. Það hefur nú bara verið þannig, og nú stefnir allt í að hún verði heimavið og pabbi hannar ætlar að koma í land með stúlkuna svo við krossum bara fingur 10 næstu daga og vonum að ekkert raski þessum áformum okkar.
Helgin var góð, fjölskyldan í mat á laugardagskvöld, gaman að fá krakkana (sérstaklega litlu) Á sunnudag fórum við hjónakornin í góðan göngutúr og Konni skrapp í ber, fórum síðan í afmæli til Svavars Óla og Esterar Agnesarbarna á Sandinn, tertur og fínerí. Konni fór svo austur en ég aftur heim í fjörðinn fagra.
Alltaf blúsuð á mánudögum eftir Sirrý.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 10:34
Bíóferð.. gaman.. gaman..
Við Konni fórum á bíó í gærkvöldi, ásamt Sigga og Völu á nýju Bourne myndina sem ég man ekki hvað heitir. Veit ekki hversu langt er síðan við fórum á bíó síðast, en þessi var skemmtileg, hröð og spennandi. Ég borða alltaf stóran popppoka og þamba kók eins og ég eigi lífið að leysa þegar ég fer í bíó. Það er stór partur af ferðinni, svo það er kannske best að ég fer ekki oftar en raun ber vitni.
Ég var svo upprifinn eftir sýninguna að ég fékk lánaðar fyrri Bourne myndirnar hjá Arnari og heimtaði að við horfðum á þær þegar við komum heim. Konni horfði, en ég sofnaði eins og venjulega.
Kvótaáramót í dag, og þess vegna eru þeir feðgar í landi í helgarfríi. Búið að ganga vel hjá þeim að undanförnu og Lena ekkert sjóveik.
Stefnan tekin á Siglufjörð í dag á leik Leifturs/Ks við ÍR, 6 stiga leikur, en það rignir svo núna að ég varla nenni. Sé til.
Krakkarnir öll að koma í mat í kvöld svo það er eins gott að hætta bloggi og koma sér að verki.
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)