Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
28.1.2009 | 11:20
ójá
jæja nú er allt á fullu hjá samfylkingu og vG í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vona að þau lendi þessu fljótlega, svo landið verði ekki stjórnlaust lengi. Á samt alveg eins von á að þeim takist það ekki þar sem þau eru að eyða púðri í að rífast um hvenær eigi að kjósa.. mars eða maí. Ef ekkert er meira aðkallandi hjá þeim og þau komin á kaf í kosningabaráttu, þá er ekki von á góðu.
Lena Margrét kemur norður í kvöld og verður fram yfir helgi. Smá frí í skólanum og hlakka ég mikið til að eyða nokkrum dögum með stelpunni sem ég hef ekki séð síðan í "fyrra" þar sem hún fór austur fyrir áramót.
Mér skilst að þær systur ætli að skella sér á gönguskíði í Íslandsgönguna á Akureyri um helgina og verður mamma þá ekki langt undan með kúabjölluna að hvetja þær til dáða. Bara gaman fyrir mig, en ég er ekki eins viss um að þeim finnist eins gaman að hafa mig gargandi með bjölluna á eftir þeim.. kemur í ljós.
Opið hús hjá okkur slysavarnarkonum í kvöld og skemmtilegheit, nudd, bollalestur, spáð í litaborða, Herbalife- kynning og margt fleira. Erum að hvetja nýjar konur til að mæta og ganga til liðs við okkur, svo endilega allir að mæta.
ójá....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 14:54
Ertu fífl Hörður?
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.1.2009 | 18:11
ógleðisástandið
Vá hvað allt er að verða vitlaust í mótmælunum í borg óttans. Ég skil vel reiði fólks og að það heimti afsagnir og breytingar. Skil reyndar ekki að það hafi ekki verið sett frysting á eigur útrásarvíkinganna svokölluðu og þeir hreinlega settir í farbann þar til að búið væri að skoða ofan í kjölinn pappírsleikfimi þeirra.
En annars hef ég legið í rúminu í nokkra daga með allar tegundir flensa, hita, beinverki, kverkaskít, ógleði og dr.... Svo ég er kannske bara með óráði núna að blogga um ástandið.
Vona að ég hressist fljótlega og þjóðin líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.1.2009 | 15:43
Ég er að drepast.......
já, jólin eru farin og við hefur tekið hinn hversdagslegi veruleiki sem er satt að segja ekki svo uppbyggjandi og skemmtilegur ef maður fylgist með fjölmiðlum, erum enn í kreppu og ekkert sem bendir til annars en hún sé komin til að vera næstu árin.
Gott ráð er að fylgjast ekki með, taka sér frí frá fréttum og umræðuþáttum, fara í ræktina og ganga nánast frá sér í lyftingunum .. með strengjum og vanlíðan sem síðan breytist í vellíðan ef maður er nógu bjartsýnn til að telja sjálfum sér trú um að verkirnir sem heltaka mann uppúr og niðurúr séu góðir og maður sé nú þvílíkt heppin að finna svona mikið til því skilaboðin frá skrokknum segja að maður hafi nú verið duglegur og tekið á því.
Ég er í þessum sporum núna, get vart gengið, setið eða legið. Við Gulla byrjuðum aftur eftir jólafríið nú á mánudaginn og hver dagur er hreint helvíti, að þurfa að komast fram úr rúminu, klæða sig, komast í skó, útí bíl og úr honum aftur. Gekk svo langt að troða mér í strigaskó án þess að beygja mig og fá svo fólk í búðinni til að reima þá á mig þar sem ég er ein heima og treysti mér ekki til að reima. Hefði farið á inniskónum ef ekki væri fyrir hlákuna, gat ekki hugsað mér að vera blaut í fæturna í allan dag.
Freyja kemur til mömmu í dag, talaði um að við færum út á göngu, ég tek það ekki í mál, hef ekki heilsu í svoleiðis vitleysu... Ætlum að elda eitthvað gott, baka smá og liggja í pottinum ef ég hef þrek til að moka snjóinn ofan af honum.. Vonandi gengur það upp, hef hins vegar áhyggjur af því að komist ég ofan í muni þurfa gríðarlegt átak að koma sér uppúr aftur, svo ég veit ekki hvort ég þori að taka sénsinn.. kemur í ljós.
líkamsrækt er góð í hófi, en við Gulla kunnum okkur ekki hóf og því fer sem fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2009 | 08:30
Jólin kvödd
jólin kvaddi ég í gærkvöldi, lá í pottinum og fylgdist með flugeldum og sprengingum í firðinum fagra. Konni var nú ekki alveg nógu ánægður með matseðilinn hjá mér á þrettándanum, grjónagrautur og slátur takk fyrir. Ég bara gleymdi að hugsa fyrir þrettándasteikinni, en ætla að bæta honum þetta upp mjög fljótlega.
Málið er að ég eins og flestir er byrjuð að vinna og það gengur erfiðlega að snúa sólahringnum á réttan kjöl eftir jólafríið. Þetta hefst nú í vikunni og í gær þegar ég var búin að vinna fórum við hjónin í langan göngutúr og síðan í grjónagrautinn- fréttir- pottinn- sjónvarpið í smá stund áður en ég fór að reyna við svefninn, ég hef nefnilega sofnað seinni partinn eða yfir fréttunum í smá stund og er það ávísun á að ég vaki langt fram undir morgun, en í gær semsagt var sett upp þessi áætlun að halda kerlu vakandi fram til 10-11. og það tókst og vaknaði ég þvílíkt hress og úthvíld kl 7 í morgun jibbíjei.
Annars allt í rólegheitum, Konni er í fríi í 3-4 daga og ætlum við að skella okkur á bíó eða gera eitthvað skemmtilegt eins og taka niður jólatréð ..hmhm.
Kerlan komin á fésið eins og hinir unglingarnir. ójá maður lætur ekkert fram hjá sér fara.. eða þannig..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 16:19
Gleðilegt ár 2009
Nú er nýtt ár gengið í garð og er ég viss um að það verður enn skemmtilegra en það sem við vorum að kveðja. Því þrátt fyrir bankahrun og kreppu var þetta gott ár fyrir mig og mína þegar ég horfi yfir sviðið. Allir eru frískir og hamingjusamir og þá þarf nú ekki að biðja um meira. Allavega ekki ég.
Ég þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að hugsa til þess er bakkus og önnur vímuefni stjórnuðu ölllum í þessar fjölskyldu, hvort sem þeir voru neytendur eða meðvirkir aðstandendur þá er ég svo þakklát fyrir s.l. ár þar sem mitt fólk tókst virkilega á við vandann og hafði betur í baráttunni nú um stundir a.m.k. og greiddi sínar skuldir til samfélagsins. En þar sem ég er eldri en tvævetur veit ég að baráttan er ekki búin, hún mun standa um ókomin ár en við njótum hverrar stundar þegar vel gengur, en verðum tilbúinn í slaginn ef og þegar þeir áðurnefndu félagar berja á dyr. Krossa fingur ðg bið til Guðs að okkar tími sé komin og þessi pakki sé búinn.
Áramótin voru okkur góð hér á Hlíðarveginum, Kalkúninn var sá besti sem við höfum borðað og mæli ég eindregið með þessari eldunaraðferð sem ég beitti. Horfðum saman á skaupið og fórum síðan öll hersingin til Arnars og Þórgunnar og fögnuðm nýju ári sem aldrei fyrr með fllugeldum og eplacider hehe. siðan var spilað Partí og CO fram eftir nóttu. Við Konni fórum heim um 2.30 með Hörpu og Orra sem gistu hjá okkur. Foreldrar Harðar og systir fóru svo til síns heima eftir miðnættið.
Á nýjársdag buðum við mínu fólki svo í seinnipartskaffi til að allir gætu nú hist og kysst. þar sem við höfum lítið séð til Þórðar og fjölskyldu um jólin og komu þau öll norður krakkarnir um áramótin og var virkilega gaman að hitta þau Örnu Björk og fjölskyldu, Elís og hans kærustu og dóttur hennar og svo Guðmund með sína familíu frá Rökkurhöfða.
Aðalástæðan var auðvita að kveðja mágkonu mína hana Hófý sem er að fara í víking til Danmerkur og ætlar að vera þar fram á vor í listaskóla, við erum stolt af henni að drífa sig og eins og máltækið segir, betra er seint en aldrei. Hún er að láta gamlan draum rætast og er ég viss um að hún á eftir að njóta þess í botn og rúlla þessum skóla upp.
Konni sigldi svo burt í gærmorgunn á sjóinn og skildi mig eina eftir í kotinu og verð ég að viðurkenna að ég er bara búin að liggja, lesa, borða og sofa síðan hann fór og nýt þessa letilífs í botn. Yndislegt að hafa alla hjá sér um hátíðir en maður má líka viðurkenna að það er æðislegt að gera ekki neitt í smá tíma annað en að morra og slæpast.
Gleðilegt nýtt ár allir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)