Færsluflokkur: Bloggar

Ég og Lýður...

Við lýður lottóvinningshafi eigum eitt sameiginlegt. Ég hef að vísu ekki unnið í lottói, en við borðum sama hádegismatinn: smjörsteikta humarhala í hvítlauk og rjóma. Já takk fyrir. Það er ekkert slor fæðið á mínu heimili.

Ástæðan fyrir flottheitunum er að hún Lena mín kokkar um borð hjá pabba sínum og ákvað að vera voða góð við strákana eftir mikla aflahrotu og keypi humar til að elda.. svo kom bræla og frostið farið úr hölunum svo hún tók þá með sér heim til að gleðja mömmu. Hún fékk líka kennslu í hvernig maður hreinsar og eldar herlegheitin. Henni þótti ekki gaman að skelfletta kvikindin og því síður þegar ég lét hana draga skítaröndina úr þeim...Með augnháraplokkaranum sínum.. Múhahaha..

En hún tók hraustlega til matarins þegar hann var komin á matarborðið.

Ég reikna ekki með þvi að hún kaupi aftur humar í kostinn um borð... Wink

Litlu krílin Harpa og Konni eru lasin þessa dagana og komast ekkert út greyin. BlushVonandi að þau fari að hressast krúttin. Konni litli er farin að ganga eins og herforingi og finnst það æðislegt.. hann stoppar ekki ...

Nú er komið að því að helgarfríið í ræktinni sem ég fór í um miðjan janúar taki enda. Ég hef lofað sjálfri mér því að mæta í síðasta lagi á mánudag.. síðasta lagi..  síðasta lagi.. muna það.. Er að hressast með hverjum deginum eftir flensuna svo ég hef enga afsökun lengur.. svo er annað sem ýtir vonandi á mig... ég er nefnilega að ..... .. ......! það er nú það og gettu nú..

Ég ætla að baka mér góða eplaköku á sunnudaginn og gefa kannske einhverjum með mér, Konni minn verður á sjónum en Lena fær frí fram á sunnudag, ætlar að passa upp á fæðið á hundinum sem hún segir að ég sé drepa hann vegna ofáts. Hún hrópaði upp yfir sig þegar hún kom heim í gær, að Perla væri orðin þvílíkt feit.. Ég sé það ekki, er svo meðvirk en viðurkenni að hún borðar alltaf með mér og álíka mikið og ég svo það er líkilega eitthvað til í þessu þar sem ég er 177 sm en hún 40 sm..úpps. Líklega springur hún einhvern daginn ef ég held svona áfram..

Góða helgi og verið eins góð við aðra og þið viljið að aðrir séu við ykkur.. Ég ætla að vera góð við Perlu og gefa henni lítið og hollt að borða..

djúpt mar...


Englafjárfestar

Í vinnunni er ég fara yfir þing 90 frá 1969 þar sem menn eru að rífast um aðild Íslands að EFTA. Skondið að lesa þá umræðu sem minnir um margt á umræðu dagsins í dag um Evrópusambandsaðild okkar. Menn voru þá skíthræddir og sögðu að við værum að missa yfirráð og sjálfstæði okkar sem þjóð... Það gerðist ekki.

Annars hlustaði ég að hádegisviðtal við mann frá Nýsköpunarsjóði í og hjó eftir orðinu Englafjárfestir, hélt mig hafa misheyrt, en þá sagði hann það aftur Engla.. net. Ég lagði við eyrun og komst að því að til er hópur bisnessmanna sem nú kalla sig Englafjárfesta og ætla að halda fund í borg óttans á morgun held ég....Ég fylltist heilagri reiði, er það nú ekki að bera í bakkafullan lækinn að bissnesmenn séu farnir að líkja sér  við það sem í mínum huga lýsir einhverju himnesku, fallegu og góðu. Það er ekkert himneskt eða fallegt við bisnessmenn, þar er eru gróðasjónarmiðin efst á baugi.

Fyrr má nú vera sjálfumgleðin í þessu liði sem rúntaði fyrir áramót um á þyrlum og þotum, hélt afmæli fyrir hundruði milljóna og bauð bara séra Jónum. Ekki var mér boðið... En nú þegar allt er á leið niður á við eigum við Jónarnir að vera tilbúin að borga brúsann, ríkissjóður í startholunum að hlaupa undir bagga með bönkum og bisnissenglum þegar bomban er á leið niður.

Ég er nú bara venjulegur launamaður, en jafnvel ég veit að það sem fer upp, kemur alltaf niður aftur. Heyri að einkaþotum hafi fækkað á R-víkurflugvelli, en fjölgað hafi á geðdeild af bisness-mönnum-englum.

Kannske misheyrðist mér. Voru þetta kannske Hells-Angels fjárfestar?. Það myndi róa mig.


Númer tvö......

Jæja, jæja. Fór til vinnu í dag, ætlaði í gær en Guðný vinnuvinkona mín bannaði mér að koma og auðvita hlýddi ég, enda er hún eldri og stundum þarf að hafa vit fyrir manni. Það þurfti í þessu tilviki.

Dundaði við að setja myndir í nýja ramma. Málið er að þegar börnin mín fermdust þá setti ég myndir af þeim frá fæðingu - til fermingar í ramma og hengdi upp. Einn dag í vetur kom ég heim og sá að Sig. Óli var horfinn af veggnum, og viku seinna fór Freyja, en Lena hékk áfram enda yngst og ramminn ekki eins gamall og hinna. Löngu búin að fjárfesta í nýjum römmum, og loksins dreif ég í því að raða börnunum upp á nýtt, og mikið er ég glöð að geta virt þau fyrir mér aftur í hvert skipti sem ég geng niður stigann á neðri hæðina.  Mikið eru þau nú falleg börnin mín... en svo ólík. Tala nú ekki um hvað barnabörnin verða kát, því þau hafa mikið skoðað þessar myndir og talað um hver er hvað að hvað verið er að gera á hverri mynd.

Um leið og ég fór páskafrí, hætti ég að drekka vatn. Í vinnunni drekk ég a.m. k. einn lítra á dag og finnst ómissandi að hafa það við hendina. Svo kemur helgi, og ég drekk ekkert nema kaffi og Cola light. En um páskana er vatnsfríið það langt að ég tók eftir því að pissið mitt var dekkra en vanalega og það minnti mig á vatnið, og fyrst ég  var nú að fylgjast með pissinu þá fór ég að fylgjast með nr. 2.. athuga hvort hann flyti nú ekki vel eins og hann væri með kúta. Jú, jú, hann flýtur vel og er það gott.

Einu sinni voru einhverjir þættir í sjónvarpi .. þú ert það sem þú étur... kona nokkur tók fólk í gegn í mataræði og tók blóð og kúk og lét rannsaka og fór yfir mataræði og þess háttar. Það sem ég man best af þessum þáttum er að hún sagði að maður ætti að fylgjast vel með hægðum sínum og ef kúkurinn flyti, væri maður í betri málum en ef hann sykki eins og steinn. Skil þetta samt ekki vel því ég át bara súkkulaði og allskyns sukk um hátíðina, en kúksi flaut eins og ekkert væri, dag eftir dag.

Semsagt heilsuráð dagsins: Verið meðvituð og breytið um mataræði ef allt sekkur í botn. MúhahahaW00t

Ef börnin mín læsu þessa færslu, segðu þau að ég væri með óæðri endann á heilanum, svo marga kúka- leysa vind-sögur hef ég sagt þeim af sjálfri mér og öðrum. LoL

Ætla á Akureyri um helgina að naglast.  LCN gengið kemur norður og ætla ég að reyna að fræðast um nýungar hjá þeim og kannske sýna þeim hvernig á að gera þetta.. Kell... Er bara að grínast... sko að ég ætli að kenna þeim....

Sjóararnir mínir fóru allir í gær og eru að fiska við Kópasker, þar er víst hægt að vera í skjóli fyrir norðanáttinni sem alltaf er. Vonandi fer þetta veður á miðunum að lagast með hækkandi sól.

Góða helgi.

 


Skautadrottningin

Þá er páskafríið á enda og við orðin tvö heima í kotinu. Ellen og Orri fóru á páskadagskvöld eftir skemmtilega heimsókn, allavega skemmtum við okkur gamla settið. Á laugardag var ferðinni heitið á Kaldbak, en vegna veðurs var henni aflýst og skundaði þá öll hersingin í skautahöllina. Það heyrðist til Orra og Ellenar tala um hvað það yrði skrítið að sjá ömmu og afa á skautum, svona gamalt fólk... eins þau orðuðu það svo snyrtilega.

Er skemmst frá því að segja að maður sló i gegn á svellinu og var ekki lengi að rifja upp gamla takta. Ég treysti mér að vísu ekki í mikla snúninga en hraðinn maður.. keyrði að vísu niður eitt par, en náði að grípa stúlkuna áður en hún skall í svellið og mér tókst að sannfæra hana um að ég hefði bjargað henni frá stórslysi.... Það var mál manna í fjölskyldunni að ekki mátti á milli sjá hver var skautadrottnig fjölskyldunnar, ég eða Þórður bróðir sem fór gjörsamlega hamförum á svellinu og var stórhættulegur á köflum, þvílíkur var atgangurinn í honum í eltingarleik við krakkana. Þau voru skíthrædd við hann, held ég. Hann hafði ekki farið á skauta í um 30 ár, en þau eru ekki nema svona 16 árin hjá mér.

Við borðuðum svo öll saman hjá Arnari og Þórgunni um kvöldið og svo var skriðið í bólið, allir uppgefnir, eftir frábæran dag. 

Harpa, Ellen og Orri vöknuðu svo um sjö leytið á páskadag til að hefja eggjaleytina. Amman fór í kirkju að syngja með kórnum á páskadagsmorgun og var það bara gott, var reyndar svolítið geyspandi framan af, en það lagaðist. Kaffi og páskaegg í safnaðarheimilinu á eftir, og svo beint heim í bólið aftur.

Eftir hádegi fórum við Konni svo langan, langan göngutúr með hundinn, enda verðrið æðislegt. Sig. Óli og fjölsk. borðuðu svo hjá okkur um kvöldið og Konni fór svo að skila Ellen og Orra til mæðra sinna. En ég lagðist í rúmið, full af kvefi, hausverk og beinverkjum og ligg enn......... Fúlt.....


Páskar

Komin norður úr borg óttans. Mikið gaman í starfsmannaveislunni, frábær matur og skemmtiatriði, svo skemmtu borðfélagarnir okkur inn á milli. Ellen Helga kom með okkur norður á laugardag og er mjög ánægð að vera komin  í "sveitina" svo ég tali ekki um Perlu hund sem fær nú margar gönguferðir á dag og er uppgefin á hverju kvöldi. Amælisveisla litla eins árs prinsins var flott og sátum við að áti frá 3-7. með smá hléum. Konni litli tekur nú orðið nokkur skref í einu og er æðsilegt að fylgjast með honum ganga, litla stubbnum.

Ákveðin í að eiga góða og skemmtilega páska með hvíldarívafi. Ætla að lesa passíusálma á föstudaginn langa og syngja í einni til tveimur messum yfir hátíðina. Orri kemur á morgun til okkar og verður líklega kátt á Hlíðarveginum. Við Ellen páskaskreyttum húsið í gær og erum búnar að tjalda öllu gulu sem til er.

Gleðilega páskahátíð.


Árshátið.......

WizardGunna svilkona mín á afmæli 13. mars.. Wizard

til hamingju með daginn Gunna mín

Wizard

WizardUppáhalds frænka mín hún Arna Björk á afmæli 15. marsWizard 

og er hvorki meira né minna en 35 ára ef ég man rétt

WizardTil hamingju vinkona pjönkWizard

Ástæða þess að ég er snemma með afmæliskveðjurnar nú er að við hjónakornin erum að fara í borg óttans eldsnemma í fyrramálið, kl 6.  Þarf að vera mætt hjá augnlækni kl 11.30.

 Árshátíð starfsmanna Alþingis er svo á föstudag og jarðaför í Grindavík á laugardag. Ellen Helga ætlar svo að koma norður með okkur og eyða páskafríinu í firðinum fagra, komum aftur á laugard. kvöld, mætum svo í afmæli hjá konna litla prinsi sem verður haldið á sunnudag, svo það er nóg að gera. Alltaf stuð ....

Góða helgi alles

 


Sleðaferð og fleira...

Það er ekkert lát á dekrinu á minni. Var í vöðvanuddi hjá Ólöfu vinkonu í gær, sagði henni að ég myndi líklega sofna fljótt, en það var nú aldeilis ekki. Hún sá til þess með því að finna alla veiku punktana á skrokknum svo það var lítill svefnfriður fyrir nuddaranum. En mikið var þetta gott vont..

Fín helgi... Konni og Lena fóru austur á föstudag og hafa verið þar að róa undanfarna daga, veðrið loksins verið til friðs lengur en dag í einu.

Fór á Gullatúnið á laugardag með Hörpu, konna litla, Völu og Perlu að renna á snjóþotum og sleðum. Það var svaka gaman og veðrið æðisleg.  við vorum að æfa okkur því stefnan er sett á Kaldbak um páskana. Búið að panta far með troðaranum fyrir stórfjölskylduna og hlökkum við mikið til.

Síðan var að sjálfsögðu farið heim og bakaðar vöfflur og etið á sig gat. Begga og Eyjólfur komu í vöfflukaffi og sérlega gaman að hitta stelpuna og spjalla. Hún á heima í húsinu fyrir neðan mig en gæti eins verið í öðru bæjarfélagi, svo sjaldan rekst ég á hana. En er nú búin að lofa Hörpu Hlín að fara í heimsókn fljótlega til Eyjólfs og mömmu hans. Á sunnudag var svo göngutúr með Perlu og Hörpu Hlín, Hófý, Fróða og Járnbrá, sem var í heimsókn hjá ömmu og afa. Komum við hjá mömmu og fengum kaffi og tertur, það var nú ekki slæmt. Siggi Vala og co borðuðu svo hjá mér um kvöldið og fór mín södd og sæl í rúmið um miðnætti, en svaf lítið, svitnaði og leið frekar illa og mætti svefnlaus og ómöuleg í vinnu í gærmorgun.

Ójá svona er lífið.

 


Aqua Spa Akureyri

Maður er nú aldeilis búin að taka á því í onduleringunni. Hófa klippari breytti mér úr miðaldra þreyttri húsmóður í svaka rauðhærða skvísu í stuttpilsi og hælaháum skóm. Ekki misskilja mig, ég er ekki komin í pislið né skóna, enda á ég enga hælaháa skó af augljósum ástæðum, mér líður bara þannig.

Í gær voru svo augabrúnirnar reyttar og lét konan sem það gerði þau orð falla að þær væru orðnar ansi villtar. Ég fór í Aqua spa sem er í Átakshúsinu á Akureyri og þvílík þjónusta... fyrst fékk ég fótabað og heita bakstra á herðarnar meðan ég beið. Þegar inn var komið tók við sjóðandi heitt rúm-stóll með þykku flísteppi sem var breytt yfir mig og svo var hafist handa að lita brúnirnar. Þegar það var búið slökkti konan ljósin og sló fyrir vit mér róandi ilm og hófst handa við að nudda axlir og framhandleggi. Skemmst frá því að segja að mín dormaði milli svefns og vöku. síðan var ég vöxuð og plokkuð, kæld með róandi kremum í lokin var rennt fram og aftur yfir brúnirnar með frosnum mjúkum fjörustein.  Vá hvað það var frábært.

Að fara í plokkun og litun og upplifa að maður sé í þvílíku dekri er auðvita bara frábært. Tók 40 mín. í allt og borgaði ég aðeins 2.800 kall fyrir herlegheitin. Sagði við vaxarann sem heitir Elín að þetta væri í fyrsta skipti sem mig langaði að borga meira en uppsett verð,  ég gerði það nú ekki. Þar fyrir utan er þetta Spa húsnæði svo fallegt að það ætti að borga auka fyrir að sitja þarna og stara út í loftið.

Ég mun alveg pottþétt fara þangað aftur og áður en langt um líður.. Svo var ég ekkert smá fín og komin með hissasvipinn sem verður á mér í 2-3 daga meðan liturinn fer úr húðinni.

Svo nú er ég Rauðhærð, hissa skvísa í stuttu pilsi og hælaháum skóm.


Ondulering

Fín helgi að baki. Við hjónakornin fórum á Akureyri á laugardagskvöld og skelltum okkur í bíó ásamt Freyju og Herði á Flugdrekahlauparann. Hún olli mér ekki vonbrigðum en hefði mátt vera grimmari, ég er ekki viss um að efnið skili sér til þeirra sem ekki hafa lesið bókina. Slöppuðum svo af á sunndag mestmegnis, en ég gerði þó neglur og Konni bakaði dýrindis vöfflur með karmellu- súkkulaðisósu og rjóma og átum við vel og lengi. Harpa litla prinsessa kom í heimsókn og var ekkert smá ánægð með afa og sósurnar. Í gær borðuðu svo litla fjölskyldan hjá okkur og mætti daman með lítil páskaegg handa okkur, held svei mér að það hafi verið út af vöfflunum.

Nú fer í hönd Ondulering hjá minni. Byrjaði í gær með sogæðanuddi hjá minni góðu vinkonu og heimsklassanuddara, henni Ólöfu, er búin að vera pissandi í tíma og ótíma síðan í gær, en svona eru áhrifin mikil. Á morgun er svo hárið tekið í gegn, en hef ekki farið í almennilega yfirhalningu síðan fyrir jól. Á fimmtudag eru það svo augabrúnirnar, Fer á stofu á Akureyri og ætla að reyna að láta laga slysið sem varð í byrjun febrúar þegar ég var að vaxa á mér fótleggina og skellti svo smá vaxi á milli augnanna í lokin og undir augabrúnirnar. Aldrei þessu vant gáði ég nú ekki nógu vel að mér og fékk þetta hrikalega skarð í vinstri brún, sem ég hef málað í síðan. Ætla síðan að skella nöglum á Freyju og hún að aðstoða mig við það sama svo ég verði nú ekki í 3 daga að laga mínar neglur. Það er nefnilega starfsmannaveisla Alþingis um þarnæstu helgi og maður verður nú að tjalda því sem maður hefur og meira til.

Svo er það þetta með onduleringuna, ef þið vitið ekki hvað það er: Þegar við fórum í fyrsta sinn i starfsmannaveislu þingsins vorum við Guðný að sjálfsögðu búnar að gera okkur þvílíkt fínar um hausana. Fórum um hádegi á föstudag á fund niðri í Alþingishúsi og bárum auðvita af í útliti, klæða- og limaburði. Þá sagði ein 101- pían:Bara búnar að fara í "onduleringu?. Við játtum því auðvita, en fengum svo lánaða orðbók að fletta í og ath hvurn andsk.. hún væri að meina. Það var semsagt að fara í hárgreiðslu..

Ójá.


Andlitslyfting á einni nóttu...

Gaspþegar ég leit í spegilinn í morgun, varð ég mjög undrandi og leit í kringum mig, leitandi að sjálfri mér á baðherberginu. Ég þekkti ekki þessa spegilmynd, en kannaðist samt við hana, vissi fyrir víst að þetta var ekki ég. Andlitið var spegilslétt, ekki ein einasta hrukka sjáanleg, andlitið kringlótt og augun eins og í kínverja, engin augnlok sjáanleg, en rifaði þó í augasteina.

Eftir smá leit, gafst ég upp og horfði aftur. Jú þetta var ég þarna í speglinum og það þyrmdi yfir mig. Hver stal hrukkunum mínum sem voru á sínum stað í gær? Ég hef safnað þeim samviskulega í mörg ár, sérstaklega á enninu, lít oft út fyrir að vera hissa því ég passa upp á að ennishrukkurnar mínar séu vel skornar. Hef alltaf sagt við mömmu þegar hún er að skamma mig fyrir þetta að ég vilji frekar vera hissa á svip, en grimmdarleg, sem ég verð þegar ég slétta ennið og píri augun. Bros og hláturhrukkurnar við augun eru líka farnar og sakna ég þeirra ekki síður en ennishrukkanna. Minnst finn ég fyrir söknuði vegna Malboro-Viceroy- Camel-sugu hrukkunum kringum munninn, enda eru þær nýjastar og hef ég ekki náð að tengjast þeim tilfinningalega eins og hinum.Smile

Líklega er þetta bjúgur, ofnæmi eða hreyfingarleysi. Kannske allt í bland. Hendur og fætur eru bólgin og þrútin, hef ekki upplifað þetta áður og satt að segja finnst mér þetta skemmtileg andlitslyfting svona í byrjun Góu, kostaði ekkert og enginn sársauki með þessu. Ef mér fer að leiðast nýja lúkkið, eða hrukkusöknuðurinn yfirbugar mig,fer ég bara í Apótekið og fæ pillur við þessu. Hver veit nema að ég fá leiðsögumann til að sýna mér hvar ræktin er (Týndi slóðinni í janúar og hef ekki haft neina þörf fyrir að finna hana aftur... enn..)Grin

Ójá.. maður á að gleðjast yfir öllu sem lífið færir manni.. Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband