Færsluflokkur: Bloggar
22.6.2007 | 10:06
Sól og sæla.........
Ég fór til tannlæknis í vikunni. Meðan ég beið á biðstofunni fór ég að fletta vikunni frá því í mars og rakst þar á strjörnuspár sem ég renndi yfir. Spár okkar Konna voru afskaplega bjartar og fínar, ekkert nema sól og sæla framundan hjá krabba og ljóni, en það sem mér þótti nú skemmtilegast var að happadagur konna var 19. mars, sem er auðvita fæðingardagur konna Þórs junior.. Minn var 15. mars sem er fæðingardagur Örnu Bjarkar uppáhaldsfrænku minnar.. .. Skemmtilegt....
Ég fór með Runna í skoðun í gær og viti menn..........þeir settu aftur grænan endurskoðunarmiða á greyið..Okkur láðist að tékka á ljósum og vantaði einhverjar perur.. þarf að skipta um spindil, hvað svo sem það er nú.... Maggi á Múlatindi var búinn að fara yfir kaggann fyrir mig og hélt að allt væri í góðu standi... Svona er nú það... Set broskall á bílinn áður en ég fer með hann aftur.
Veðrið í dag er guðdómlegt myljandi hiti og sól, alveg eins og maður vill hafa það..Skáphurðirnar hrannast upp í eldhúsinu og er nú nánast allt komið nema það sem þarf að breyta f. ísskápinn. þvílíkt flott orðið..Freyja kom í gær á nýja flotta bílnum sínum. Hann er gegg. flottur eins og sagt er og voða tæknilegur. Hún er að sauma á konu hér í firðinum og kom í mátunarferð og mat til mömmu í leiðinni.
Sigurður Óli mokfiskar dag eftir dag, gaman hvað gengur vel hjá stráknum, og hvað hann hefur mikinn áhuga á vinnunni sinni. Konni heima núna er fer á sjó í kvöld, ef Siggi leyfir honum að koma um borð, en Konni á að vera byrjaður á nýja bátnum en það tefst eitthvað....
Gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 08:52
Afmælisbarn dagsins er............
HÚN Á AFMÆLI Í DAG, HÚN Á AFMÆLI Í DAG, HÚN Á AFMÆLI HÚN ELLEN HELGA,HÚN Á AFMÆI Í DAG. HÚN ER 7 ÁRA Í DAG, HÚN ER 7 ÁRA Í DAG, HÚN ER 7 ÁRA HÚN ELLEN, HÚN Á AFMÆLI Í DAG.
HAMINGJUÓSKIR TIL ÞÍN FRÁ ÖMMU OG AFA ÓLÓ OG ÖLLUM HINUM
KNÚS OG KOSSAR FRÁ OKKUR, HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG Á SUNNUD. ELSKUM ÞIG Í TÆTLUR..
Já eins og sést hér fyrir ofan, á Ella sprella afmæli í dag og verður líklega mikið stuð og húllumhæ í dag og á laugardaginn, þegar vinkonan heldur afmælisveislu...Eigðu góðan dag vinkona pjönk.
Annars allt í gúddý á Hlíðarveginum, Uppvaskarinn kominn í gagnið mér til mikillar ánægju, svo nú hef ég ekki lengur neina afsökun fyrir að baka ekki og elda stóruppvaskmat..hehe.. Freyja og Hörður fundu draumabílinn í R-vík og svarta Hondu eitthvað.. Orri og afi fóru að veiða í gærkvöldi og fengu 5 fiska, allt er flakað og fryst því okkar maður ætlar sko með aflann til mömmu sinnar í dag..
Í dag ætla ég með Runna (bílinn minn) í skoðun. Hann er með endurskoðun síðan í janúar út af smotterýi, (bilaður stýrisendi) og satt að segja skil ég ekki í því hvers vegna ég hef ekki verið stoppuð á honum, það er nú komin seinnhluti júní.. En loks lét ég laga greyið og vonandi verður komið 08 á hann í kvöld. Ég hef svosem ekki verið mikið á ferðinni á honum, nema í vinnu, rækt og heim. Farið frekar á fína vinnubílnum Konna í skreppitúra til Akureyrar.. ójá..
Gott í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 08:48
Orri mættur á svæðið..
Elsta barnabarnið Sigurður Orri er í heimsókn... Afi konni sótti hann í gær, og voru þeir að veiða og brasa í gær. Þeir eru góðir saman, og Konni duglegur að fara með hannn hingað og þangað. Hann spurði mig hvort ég gæti nokkuð eldað makkarónugraut, uppáhaldið hjá ömmu Siggu... ég hélt það nú og reikna með að hafa hann í eftirmat þá daga sem hann verður hjá okkur.
Hann skellti sér svo suður með gamla kl 5 í morgunn, en Konni er í enn einum skottúrnum að reka á eftir bátasmíðinni og ákveða hvar hvað á að vera og svoleiðis. Þeir ætluðu svo að koma Ellen á óvart með heimsókn, og veit ég að sú stutta verður frá sér af gleði, þau eru svo ótrúleg saman og skín af þeim væntumþykjan til hvors annars. .. Þeir fóru líka með smá pakka til dömunnar sem á afmæli á morgunn og veit ég að henni þykir það ekki leiðinlegt.
Freyja og Hörður eru líka með þeim, eru að skipta á bíl og þá er gott að skreppa í borg óttans og skoða úrvalið..........
Í annað.. ótrúlegt að lesa að fulltrúar samfylkingarinnar í borgarstjórn skyldu sitja hjá við val á borgarlistamanni. Þetta er svo leiðinlegt gagnvart listamanninum, þau hefðu getað látið bóka leiðindi sín, en samt greitt atkvæði með valinu.. Þetta eru greinilega fýlupokar sem þarna eru á ferð.
Ég er farin að hlakka til að fá vinkonur mínar heim aftur, Guðný frá Rhodos, búin að vera að leika við karlinn sinn dögum saman, og við ekki fengið neinar kökur á föstudögum hér í vinnunni.. Ólöf er heima á Spáni, að leika við Barða og bræður hans. Bannað að allir fari út í einu.. Þær eiga eitt mjög sameiginlegt.. Karlarnir þeirra eru duglegri og betri í eldhúsinu en þær.. Held að þær þurfi aldrei að elda...hehe.. Þori að skrifa þetta af því að þær liggja ekki á netinu í útlöndum og fara vonandi ekki að skoða gamlar færslur þegar þær koma heim.. En farið að drífa ykkur heim elskurnar mínar í þokuslæðinginn... nei nei djók.. Komið með sól og hita með ykkru plís..plís..
nóg að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.6.2007 | 08:31
Þjóðhátíð að baki
Þjóðhátíðarhelgin liðin í ró og spekt.. Eva frænka mín ..75 ára í gær og fór ég í svaka fína veislu hjá henni. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ EVA MÍN.... Alltaf gaman að koma saman og borða góðar kökur, ég er mjög liðtæk í svoleiðis, Evudæturnar eru líka svo skemmtilegar og svo auðvita afmælisbarnið.
Annars var helgin bara róleg hjá mér, konni á sjó.. Hann slær ekki slöku við frekar en fyrri daginn maðurinn sá. Bílinn minn er á verkstæði svo ég komst hvorki lönd né strönd og var það bara gott, hefði annars verið eitthvað á ferðinni til AK . Málaði einn vegg inni og annan úti, en ekki með sömu málningunni, nei nei.
Fórum suður í síðustu viku í skot-túr, kíkti á Ellen og fór í IKEA að ná í lausa enda í innréttinguna, það var fjör,en maður var nú orðin frekar þreyttur þegar heim kom. Konni kom heim í gærkvöldi, og fer suður á morgunn, en ég ætla ekki með núna, náði líka að kaupa mér eina skó, svo ég er í góðum málum.hehe.
Opið hús eða konukvöld í búðinni á föstudagskvöldið, veittur góður afsláttur á fatnaði og skóm,hvítt og rautt vín og léttar veitingar. Fullt af konum mættu og gerðu góð kaup í ágætis félagsskap. Það þarf ekki mikið til að gleðja okkur konurnar og vel til fundið hjá þeim í búðinni að brjóta upp hið hefðbundna....skemmtilegt..
Verð að minnast á leikinn í gærkveldi, við Serbana.. þvílík spenna, ég var alveg að fara yfirum, argandi og gargandi, hoppandi og hendandi mér niður í sófann til skiptist.. Þeir eru góðir strákarnir okkar, og láta mann vera í spennu út allan leikinn.. Áfram Ísland.. þvílik stemma í höllinni..vává
Bless í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 15:49
Þokumóða..
Jæja, helgin liðin og allt að komast í eðlilegt horf á heimilinu. Það gekk flest eftir sem ég var búin að ákveða í síðasta bloggi, nema ekki náðist að tengja uppvaskarann áður en Konni fór að sjó á laugardagskvöld. Ég leyfði honum að gera ekki neitt alveg frá 9- 11 um kvöldið, eða þangað til hann fór, held að hann hafi bara verið fegin að komast á sjóinn og hvíla sig...hehehehe..Annars að verða mjög fínt, en nóg eftir samt.
Lena fór á sjóinn með gamla og sagði hann mér, það sem við svo sem vissum að hún væri vargur í vinnu og gæfi strákunum lítið eftir. Þau voru með 10 tonn í fyrsta túrnum hennar,svo ekki er hún fiskifæla. Hún verður í afleysingum í sumar ef Guð lofar og lýst henni bara vel á.
Hörður Elís tengdasonurinn er kominn heim frá Mónakó, þar sem hann var með siglingalandsliðið á smáþóðaleikunum, en hann er þjálfari þeirra. Var voða gaman og gekk ágætlega, segir Freyja mér, en ég hef ekki heyrt í honum sjálfum.
komið var að máli við mig frá menningamálanefnd slökkvuliðsins, (en þeir sjá um 17. júní) og beðin um að vera FJALLKONA .... Ég þakkaði þeim vel fyrir að biðja mig, en afþakkaði boðið, sagðist nú ekki vilja vera ANNA ALLSSTAÐAR, léti sjómannadaginn duga..
Rifjaðist upp fyrir mér þegar Bjarni fyrrverandi bæjarstjóri kom til mín í blómabúðina um árið, sömu erinda, nema hann var svo fyndinn og bað mig að vera TRÖLLKONA á 17tjánda.. Afþakkaði þá líka, kannski hef ég móðgast svo við hann inn við beinið, kannski hrædd um að komast ekki í gallan .. nei.. eh he fjallkonubúininginn sem er mjög flottur og skrautlegur. Ég klæddi Þórgunni mágkonu mína í herlegheitin fyrir 4 árum er hún ávarpaði lýðinn á þjóðhátíðardaginn, og var þetta tómt vesen og gekk illa að fá höfuðbúnaðinn til að sitja á sínum stað, en það tókst nú á endanum.
Konni þarf að skjótast suður út af bátnum nú næstu daga og ég er nú bara að spá í að skella mér með honum..Þarf í IKEA að skipta á hurð f. ísskápinn og ná í grindur í búrskápinn, og skila slatta af höldum..keypti 48 stk höldur.. voru óvart 2. í hverri pakningu, Mér fannst svo skrítið að það voru merktar 12 pakningar á blaðið sem ég fór eftir og lét þau orð falla að teiknarinn hlyti að hafa verið í annarlegu ástandi þegar hann gerði þetta, svo ég keypti 24. Áttaði mig þegar ég kom heim.. betra er seint en aldrei.
Blessuð sumarþokan er mætt í fjörðinn og reyni ég að láta það ekki pirra mig.. Hún fer og kemur, fer og kemur. Setti inn nokkrar myndir frá apríl, kannske bæti ég maí við í kvöld.
bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 11:40
Enn einn föstudagur...
Enn kominn föstudagur.. Þetta er ekki eðlilegt hvað tíminn líður hratt.... Það hefur glatt mitt litla hjarta óseigjanlega, öll þau góðu viðbrögð sem ég hef fengið vegna sjómannadagsræðunnar í kirkjunni. Kirkjugestir voru afskaplega ánægðir og snortnir, fannst ég þvílíka hetjan og þar fram eftir götunum, sem ég er auðvita. Fólk er enn að stoppa mig lýsa ánægju sinni... Allir virtust geta samsamað sig við minningar mínar.. Ánægjulegt...
Eldhúsið mitt er að verða geðveikt flott.. Vá--vá . Konni kom heim á miðvikud.- kvöld og í gær fóru borðplöturnar á og í morgunn flestar skáphurðir og seinna í dag fæ ég líklega ELDAVÉL, UPPVÖSKUNARVÉL OG VASKINN Í GANG. (Fékk ísskápinn og ölbylgjuna í gang áður en konni fór á sjó s.l. mánud.) Þá verður sko kátt í höllinni get ég sagt ykkur.. Ég mun líklega skrúfa höldurnar á í kvöld. Lena sló lóðina í gær ..voða dugleg..
Ég lagðist í rúmið á sunnudagskvöld, og fór ekki í vinnu fyrr en í gær. Tókst það sem ég stefndi að að klára sjómannadaginn Álfana og allt hitt, en sprakk svo á limminu og hélt að hausinn mér myndi springa um kvöldið. Kvef og fullar ennisholur..þrýstingurinn var ömurlegur. En nú er kórinn komin í sumarfrí fram í lok ágúst, nema eitthvað komi uppá, og það gerðist í morgunn að gamall Ólafsfirðingur lést, svo væntanlega verður jarðaför um næstu helgi.. svona er nú lífið einu sinni..
Krakkarnir komu í heimsókn um síðustu helgi og við grilluðum í góða veðrinu, Fórum í sjómannakaffi til Arnars og Þórgunnar, í hoppukastalann með Hörpu sem skemmti sér konunglega, búið að vera æðislegt veður undanfarna daga. Ellen hringdi, var að fá skólaeinkunnirnar sem voru mjöööög flottar, TiL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ DÚLLAN MÍN.. Vildi nú líka koma norður, sagði að það væri ógeðslegt veður hjá sér..rok og rigning...Ætla nú að efna loforðið mitt við Hörpu Hlín um að koma og gista þegar eldhúsið er orðið klárt. Hún átti ekki til eitt einasta orð, þegar hún sá að amma átti enga eldavél, og engan vask..hvurslags er þetta eiginlega
Fundum geitungabú hjá okkur í gærkvöldi, ætlum að manna okkur upp í að fjarlægja það í kvöld..
nóg um það..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 12:14
Sjómannadagur...
Ákvað að setja hér inn ræðuna sem ég futti í kirkjunni í morgunn á sjómannadag.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ALLIR MÍNIR MENN...SJÓMENN..
Það er sjómannadagur, og pabbi er heima. Hann er alltaf heima á sjómannadaginn. veðrið er fallegt, sól og heiður himin og ég er komin í sparifötin og sportsokka. Þvegin og strokin. Gummi og Þórður bróðir eru heppnir, þeir eru í síðbuxum því Þó að sólin skíni er svöl norðangola sem strýkur bera fótleggi. Skrúðganga með pabba frá bryggjunni að kirkju, í sjómannadagsmessu. Þetta er líka eini dagurinn sem hægt er að fara með honum á bryggjuna, án þess að það þurfi að stoppa og tala við alla karlanna sem verða á vegi okkar til að ræða veðrið, aflabrögð, daginn og veginn. Hann verður að ganga með okkur í skrúðgöngunni. Leiðin niður á sjósand á sunnudögum í gamla daga gat tekið langan tíma með pabba.
Eftir hefðbundna messu er drukknaðra sjómanna minnst við minnisvarðann. Það hefur mér alltaf þótt vera einstaklega falleg og tilfinningaþrunginn athöfn. Þar er nafn móðurbróður míns, Þórðar sem fórst árið 1950 Í áranna rás hafa fleiri nöfn bæst í hópinn, nöfn manna sem við þekktum og minnumst í dag. Menn sem lögðu allt í sölurnar til að færa björg í bú, menn sem gerðu sjómennskuna af ævistarfi.
Hátíðarbragur er yfir bænum okkar, fánar blakta hvarvetna við hún. Mamma fer ekki með okkur í messu, hún er heima að elda stórsteik í tilefni dagsins, líklega lambahrygg með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli. Eftir matinn er kappróður og síðan hefst dagskrá við sundlaugina, stakkasund, björgunarsund, jafnvel reiptog og fleiri leikir. Þar er barist um Alferðs-stöngina. Seinna um daginn er fótboltaleikur milli sjómanna og landmanna. Og auðvita held ég með sjómönnunum. Pabbi er að keppa í fótbolta, einhversstaðar í bænum tókst að fá lánaða fótboltaskó nr. 45. Mér finnst pabbi minn bestur. Kaffisala slysavarnardeildar kvenna og dansleikur fyrir fullorðna fólkið eru fastir liðir. Alfreðsstöngin er komin heim í stofu þegar ég vakna daginn eftir, Alli móðurbróðir minn biður mömmu að geyma stöngina hjá sér. Gaman að segja frá því að bræður mínir, þeir Þórður og Arnar hafa einnig fengið að varðveita stöngina, og svo Sigurður Óli sonur minn, þegar hann var 16 ára.
Þegar ég var lítil, var tvennt í lífinu sem ég ætlaði ekki að gera, ég ætlaði aldrei að reykja og ekki giftast sjómanni. Mín börn áttu að hafa sinn pabba heima.. alltaf. Hún var oft löng, biðin eftir að pabbi kæmi í land, og stoppaði þá nokkra daga. Þá voru líka margir sunnudagar í röð, veislumatur, og alltaf reynt að gera eitthvað skemmtilegt tíminn notaður til hins ítrasta og andrúmsloftið var einhvern vegin öðruvísi. Ekki skemmdi það heldur að maður gat dobblað pabba um eitthvað sem mann langaði í en þorði ekki að spyrja mömmu um.
Ég man að einu sinni þegar pabbi var að fá sér kaffi í eldhúsinu áður en hann færi um borð, skriðum við Gummi með snæri undir borðið og bundum fætur hans fastar við stólinn. Það dugði ekki til, á sjóinn fór hann.
Ég giftist sjómanni þegar ég var 18 ára og sonur minn er sjómaður. Ég byrjaði líka að reykja en það er nú önnur saga.
Á unglingsárunum vann ég á H.Ó. Þá var smalað saman í róðarsveit í frystihúsinu. Eitt kvöldið erum við að æfa okkur, veðrið var svo fallegt að við ákváðum að róa út á kleifar í kaffi til Öbbu á Syðri Á, sem eins og allir vita vann á Frystihúsinu. Við vorum ekki komnar langt út fyrir hafnargarðinn þegar við áttuðum okkur á því að þetta var ekki góð hugmynd. slík var undiraldan og urðum við skíthræddar. Ólöf Garðars var svo hrædd að hún fór að kalla á mömmu sína..mamma .mamma . Rósa Óskars sem var með okkur, sagði henni að steinhætta þessu þú hefur þó mömmu þína hjá þér, en Sigga Hannesar var stýrimaður hjá okkur.
Þetta var þó ekki eina sjóferðin mín, nokkrum sinnum fór ég með Willa afa á færi, og fannst alltaf gaman fyrst, en iðulega þurfti að fara með mig í land vegna sjóveiki. Ég er einnig svo fræg að hafa farið á Hrefnuveiðar, þegar ég var í tilhugalífinu með konna. Við fórum frá Árskógssandi um miðnætti og var mér sagt að fara í koju svo ég yrði síður sjóveik, sem og ég gerði. Ég vaknaði við það að skipstjórinn, kallaði á okkur að koma upp og halda í sporðinn á Hrefnunni meðan hann skyti hana. Ég þurrkaðist upp úr kojunni, og kallaði á strákana, en þeir hreyfðu sig ekki, vissu sem var að þannig veiðast ekki dýrin. Ég skammaðist mín svolítið lengi á eftir, að hafa ekki áttað mig strax á hvað þetta var vitlaust.
Já mínar bestu, og líka verstu.. minningar eru tengdar þessum degi Þær bestu úr barnæskunni, sem eru sveipaðar gleði, sól og hamingju. Það var kaldhæðni örlaganna að Pabbi minn, sem bjargaðist úr sjóslysi árið 1975, Þegar Kristbjörgin fórst, og með henni mágur hans, Kristján Ásgeirsson skipstjóri, að hann pabbi og Gummi bróðir skildu látast í bílslysi kvöldið fyrir sjómannadag 4 árum síðar eða árið 1979 Það ár voru engin hátíðarhöld.
Þó margt hafi breyst í gegnum árin í bænum okkar, félög og klúbbar lagt upp laupana eða lagst í dvala, getum verið mjög stolt af því, að hér í Ólafsfirði hefur sjómannadagurinn haldið sjarma sínum og hátíðleik í gegnum árin. Hann er enn með sama hefðbundna sniðinu og þegar ég var að alast upp, en er orðin mun veglegri og meira í hann lagt en áður, þökk sé áhugasömum og duglegum sjómönnum. Þeir eru flestir hverjir þátttakendur á einn eða annan hátt, og leggja nótt við dag í að undirbúa helgina, sem nú er orðin sannkölluð fjölskylduskemmtun, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Í nágrannasveitarfélögum okkar eru hátíðarhöld nánast að leggjast af vegna þess að enginn fæst til að gera það sem gera þarf.
Sjómannadagurinn gegnir margvíslegu hlutverki í samfélaginu og á sér varla hliðstæðu í nokkru öðru þjóðfélagi. Því megum við aldrei gleyma að þjóðfélag okkar sem nú á allra síðustu árum hefur tekið miklum breytingum, var byggt upp á einni atvinnugrein sjávarútveginum, enda eru sjómenn og úterðamenn stoltir af starfi sínu, og mega svo sannarlega vera það. Í öllu tali um stóriðjur, banka og hátækniðnað, skulum við aldrei gleyma því.
Árið 1939 efndi sjómannadagsráð til samkeppni um ljóð og lag fyrir sjómannadaginn. Magnús Stefánsson hlaut 1 verðlaun fyrir ljóð sitt Hrafnistumenn, við lag eftir Emil Thoroddsen. Þetta ljóð og lag er nú einkennissöngur sjómannadagsins.
Íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn
þó að töf yrði á framsóknarleið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knörr
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt
þá er eðlið samt eitt
eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið.
Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Bloggar | Breytt 5.6.2007 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2007 | 10:03
Sólahringurinn rétt dugar...
Vala Ösp Tengdadóttir mín á afmæli í dag...24 ára stelpan..
..................TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN MÍN KÆRA............KNÚS OG KRAM FRÁ OKKUR Í FIRÐINUM .........................................................................................
Annars vitlaust að gera hjá mér þessa dagana.. Álfasala S'A'A er á fullu og ég er að selja hér í bænum, ætla nú að fá fleiri í lið með mér í dag.
Stórtónleikar kórsins í kvöld kl 8.30. Hlakka mikið til syngja þó röddin sé nú ekki upp á sitt besta, vaknaði með hor og hálsbólgu og særindi í brjósti í gærmorgun, og hefur það ekki lagast, heldur farið á hinn veginn..EN ÉG SKAL...ÆLTA EKKI AÐ MISSA AF TÓNLEIKUNUM SEM VIÐ ERUM BÚIN AÐ ÆFA SVO MIKIÐ OG LENGI FYRIR. BREAK A LEG
Svo er ég í blómasölu fyrir slysó annað kvöld..Þetta er ekki fyndið
Er langt komin með að semja sjómannadagsræðuna sem ég var beðin um að flytja í kirkjunni, mér þótti mjög vænt um það, sjómannsdóttirin, sjómanns-eiginkonan og sjómannsmóðirin ég..Kvíði reyndar svoldið fyrir að flytja þetta því þessi dagur vekur upp svo blendnar tilfinningar hjá mér, er svo hátíðlegur, skemmtilegur, sorglegur.. bara allur skalinn. En vonandi kemst ég klakklaust frá þessu. já ég geri það bara..
Svo erum við nú að vonast til að geta eldað mat um helgina, erum reyndar öll fjölsk. boðin á Húsavík á laugardagskvöldið og fáum þá örugglega að borða.. hehe.. svo Konni vonast til að koma eldhúsinu í horf þessa daga og vonandi gengur það eftir.
Hvað var það fleira sem ég ætla að gera næstu daga...Er þetta ekki bara gott.. jú vera í góða skapinu og losa við mig kvefið.. Sólin á að ylja okkur næstu daga, svo það skemmir ekki fyrir.
Reikna með að skella sjómannaræðunni minni hér inn á sunnudag, eftir messu...
gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 14:39
Hvítasunnuhelgi að baki..
jæja þá er þessi skemmtilega helgi að baki. Ég er alveg uppgefin eftir helgina, enda lítið verið að hvíla mig undanfarna daga.. Við Konni notuðum tímann vel í eldhúsinu, og erum búin að leggja hitann í gólfið, skipta um veggplötur, færa rafmagn, mála allt drallið og síðast en ekki síst að flísaleggja gólfið og fúa.. Á meðan Konni lagði flísar, þá setti ég saman nokkra skápa. Á sunnudag voru 13 börn fermd hér í friðinum og við tóku svo veislur eftir hádegið.
Eva Rún frænka mín og Sindri frændi minn (börn Gullu og Ágústu Evudætra) voru með sameiginlega veislu í Tjarnarborg, mjög flott veisla eins og við var að búast, og var stelpan svaka flott í fötunum sem Freyja saumaði á hana.. ójá..
Eftir kirkjusöng og veisuhöld hélt ég áfram að skúra og skúra og skúra... endalaust ryk... Keyrði síðan Konna á Ak um kl 2 um nóttina, en hann var að fara austur á sjó.. Fór í næturkaffi til Sig Óla og Völu. Skemmtilegt..
Ellen kom í heimsókn á laugardasmorguninn og gisti hjá okkur, henni fannst nú heldur mikið drasl hjá ömmu, og við hafa lítinn tíma til að sinna henni, en við lofuðum að við yrðum búin næst þegar hún kemur og þá gætum við gert eitthvað skemmtilegt.
Nú er allt í biðstöðu, þar til Konni kemur aftur heim, en þá ætla ég að vera búin að skrúfa alla skápa saman, svo hann geti hent þeim upp.. Sigurður Óli ætlar að koma og hjálpa mér við þá stóru..
Ég væri búin að setja inn myndir ef blessuð tölvan mín væri ekki að stríða mér þessa dagana, hún er eins og dráttarvél.. svo lengi að ég nenni ekki að hanga yfir henni í myndadótinu..Vonandi stendur það til bóta.
Gott að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 09:48
Fullkomið líf ??
Ég fékk þessa uppskrift senda og mátti til að setja hana á bloggið mitt..
Til umhugsunar fyrir okkur sem viljum lifa í fullkomnum heimi..held reyndar að slikt sé ekki til.. Er ekki bara gott að vera eins og maður er, og þakklátur fyrir það sem maður á og hefur.. Ég held það nú.. Gott að fara hinn gullna meðalveg.
Uppskrift að fullkomnu lífi?
>
> Fyrst sæki ég um að komast að í þættinum You are what you eat og
> kemst þá að því að matarræðið er snarbilað, en eftir að karlinn
> fer þá held ég samt bara áfram að éta og fitna meira. Þá fer ég í
> megrunarkeppnina The Biggest Loser og næ af mér nokkrum kílóum. Nú
> til að fá final touchið á þetta þá fer ég í The Swan og fer í
> nokkrar lýtaaðgerðir og fitusog, ekki veitir af.. en í lokaþættinum
> þá kemst ég ekki áfram í fegurðarsamkeppni the Swan, þannig að þetta
> hefur ekki virkað alveg. Þá fer ég í Extreme Makeover og læt taka
> mig ærlega í gegn, skipti bara um andlit og sýg alla fitu úr líkamanum.
>
> Þá er ég heldur betur orðin flott og fer í Americas Next Top Model
> þáttinn og geri gott þar.. en tapa. Nú er ég orðin soldið fúl og
> einmana, á engan kall nebblega. Best að fara í Bachelor og ná
> mér í einn ríkan og myndarlegan. Geri það, en þegar þáttaröðin og
> það er búið, vantar einhverja spennu í sambandið, þannig að við
> förum í Temptation Island... en þar endar það með að við hættum
> saman því við héldum bæði framhjá. Þá langar mig bara að vera dáldið
> sjálfstæð og verða rík..
>
> Þannig að ég fer í Survivor, þrauka alveg í 36 daga en lendi í 3.
> sæti ohhh ég fæ ekki einu sinni 100 þús dollara.. fer heim, alveg í
> rusli. En ég er ennþá sæt eftir lýtaaðgerðirnar og sílíkonbrjóstin
> hanga ennþá uppi.. og þar sem mig langar aftur í kærasta, þá skrái
> ég mig í Djúpu laugina.. næ mér þar í einhvern lúða sem býr í ljótri
> íbúð í Fellunum og er frekar subbulegur. En það er allt í lagi, ég
> hringi bara í vini mína í Queer eye for the Straight Guy og þeir
> koma og henda manninum mínum í klippingu og kaupa ný föt á hann, rí-
> dekkorreita svo íbúðina, allt voða flott og hann biður mig um að
> giftast sér í lok þáttarins, sem ég geri.
>
> Við förum þá auðvitað með brúðkaupið í Brúðkaupsþáttinn Já og vinnum
> svo ferð í Karabíska hafið, voða rómó. En á skemmtiferðaskipinu þá
> verð ég ólétt.. eignast svo krakka og eftir 2 ár er hann farinn að
> stjórna öllu, þannig að ég hringi í The Nanny og fæ hana til að
> kenna okkur að ala upp krakkann og láta hann ekki ráða öllu.
>
> Nú er allt komið í drasl aftur.. Þannig að ég hringi bara í Heiðar
> vin minn Snyrti og fæ hann að koma með þáttinn Allt í drasli og taka
> til... vá hvað það verður allt fínt hjá okkur! Þá er nú kominn tími
> til að hringja í Völu og við komum í Innlit Útlit, en við þurfum svo
> að stækka við okkur því að það er annað barn á leiðinni, þannig að
> við förum bara með íbúðina í þáttinn Allt undir einu þaki, seljum
> hana og kaupum stærri.
>
> Árin líða og þetta endar allt með því að ég er búin að skilja við
> kallinn sem hélt framhjá mér, lýtaaðgerðirnar sem voru gerðar fyrir
> 15 árum komnar í klessu, ég er ljót, feit, einstæð 2ja barna móðir
> sem á ekki neitt..
> þannig að ég fer bara í Fólk með Sirrý og væli yfir þessu öllu saman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)