Færsluflokkur: Bloggar

Skúringar dauðans..

Það má með sanni segja að það er eins gott að ég er með leyfi á skúringarkústinn og moppupróf. Konni var að fræsa upp úr eldhúsgólfinu um helgina, til að leggja hita í gólfið. Ég setti hann inn í eldhúsið og límdi svo plast fyrir hurðargatið, fór svo á kóræfingu.. Það sá ekki í karlinn fyrir semetntsdrullu þegar ég kom heim, og því síður út um gluggan á eldhúsinu, en það fór nánast ekkert ryk fram...........Fyrr en Sigríður fór að sópa.. því eins og asni reif ég plastið frá til að komast inn, og má segja að ég sé búin að vera að skúra og sópa síðan.Blush

En inn á milli hef ég farið á kóræfingar, æfðum frá kl 10-15 á laugardag og sunnudag. Veitir ekki af ef tónleikarnir eiga að vera 31. maí. Við erum að æfa svaka flott og skemmtilegt prógram, t.d. gospellög...Mjög  skemmtilegt.   Eldhúsið gengur eftir áætlun, á morgun klárum við vonandi að skipta um veggplötur þar sem þarf og rafmagn, svo við ættum þá að flísaleggja gólfið á miðvikudag..svo fimmtudag, að huga að innréttingunni... Annars virðist allt sem ég vil fá, ekki vera til, --á leið til landsins, eða í týndum gámum o. s. frv.. en það er allt í lagi...ennþá..Flísar að koma að sunnan á morgun, borðplötur vonandi á leið til landsins í vikunni og eldhúsborðið í gám einhversstaðar.. En svona á þetta að vera.. Þekki engann sem ekki þarf að bíða eftir einhverju..

 fékk 8 í prófinu og er bara fjandi ánægð með það, ætlaði nú bara að fá 7, en hef lagt of hart að mér. Ég er semsagt að reyna að læra að læra ekki of mikið, svo ég treysti mér í fleiri fög í haust, fékk 9 fyrir áramót svo þetta er að koma.. Þetta eru auðvita öfugmæli en þannig er það bara..

Skrapp á sýingu með Freyju hjá Erni Inga á laugardag hún átti verk þar.. voða skemmtilegt.. og sniðug sýning, þar var t.d. kona sem sat í ruggustól með risastóran þorsk í fanginu, hann var með teppi yfir sér greyið, (hann var svo sem dauður) en ferskur. Ýmislegt sem fólki dettur í hug.

Gott að linni.

 


Ellen Helga yndislega....

Hún er alveg yndisleg hún Ellen Helga.. Þegar Hún kom norður til að vera við skírn Konna litla, fór afi Konni að sækja hana í flug. Þau fóru síðan á Glerártorg og þar keypti Konni hring handa sinni heittelskuðu, hring eftir Hendrikku Waage með stórum svörtum steini. (Sigríði hefur lengi langað í slíkan grip).

Þau komu síðan heim og færðu mér hringinn og Ellen var voða spennt þegar ég opnaði pakkann. Hún sagði síðan við mig: Amma veistu af hverju afi gaf þér pakka? Nei, sagði ég, ég á ekki afmæli eða neitt slíkt. Þá sagði þessi dúlla: Ég spurði afa af hverju hann væri að gefa þér pakka og hann sagði að það væri vegna þess að hann elskaði þig svo mikið og þú værir svo sæt og skemmtileg.. HeartHeart

Er það, sagði ég .. Sagði hann það?  Nei amma.. ÉG VAR BARA AÐ DJÓKA...Sick

Ég held að hún hafi sagt þetta vegna þess að hún elskar ömmu svo mikið og finnst hún örugglega svo sæt og skemmtileg.. haldiði það ekki??????????? Ég sagði svo Konna frá þessu, hlógum við mikið, vissulega spurði hún hann af hverju hann væri að kaupa gjöf handa ömmu og sagði hann að honum þætti svo vænt um gömlu og hann væri nú ekki vanur að færa henni gjafir að nauðsynjalausu, (Aldrei of seint að byrja á því ) Svo mín stutta skreytti orðavalið aðeins..

Má ekki gleyma þessum gullmolum.


Appelsínueldhúsið mitt er farið............

Vá hvað ég er orðin latur bloggari.. Síðast skrifaði ég fyrir tæpri viku.. hef verið eitthvað punkteruð undanfarið.. Ég þyrfti auðvita að skrifa eitthvað á hverjum degi fyrir sjálfa mig svo ég muni hvað ég hef verið að gera.Wink Nú eru kosningar afstaðnar og er ég í skýunum með gengi míns flokks, átti ekki endilega von á að við myndum bæta við, eftir svo langa stjórnarsetu, en þjóðin er að mestum hluta skynsamt fólk og veit hverjum best er að treysta.. Geir er náttúrulega bara frábær gæi og kemur svaka vel fyrir. Ekki skemmir svo sætasta stelpan fyrir hún Þorgerður Katrín sem er  framtíðarleiðtogi flokksins. Skoðið þetta:

http://www.carmex-kiss.de/index.php?meintanz=247640513837

 

Fórum suður á föstudagsmorguninn og komum til baka á laugardag, því við vildum kjósa heima og vorum búin að erindast í bænum. Keyptum okkur nýja eldhúsinnréttingu, og á sunnudag fór sú gamla á haugana, nánast öll, á samt smá appelsínugula minningu úr borðplötu, sem ég mun horfa á í framtíðinni ef ég verð þung i skapi, sem er nú ósennilegt.. en liturinn á að minna mig á að vera þakklát fyrir það sem ég á  og að hafa ekki þurft að fara í gegnum allt lífið með appelsínugulum eldhúsbekkjum, því þó liturinn sé glaðlegur og minni á sumar og sól, sá ég nú orðið svart er ég kom í eldhúsið mitt.Tounge

Konna og Lenu fanst það nú tú möts að ég fór að baka tertubotna, þegar Konni var byrjaður að rífa  niður innréttinguna, og stóð á endum að hann var komin að eldavélinni þegar ég tók síðasta botninn út....hann þurfti að bíða meðan vélin kólnlaði til að halda áfram.. En ég var búin að lofa tertum í fermingarveislu og maður stendur nú við það sem maður lofar ef mögulegt er.. .. Ég set bara á þær í svefnherberginu ef eldhúsið verður ekki orðið klárt í tíma..hehe.. Reikna með að þetta taki einhverjar vikur, þarf að breyta rafmagni  skipta um veggplötur,´múra og flota gólfið o.s. frv... en ég er með afbrigðum þolinmóð manneskja.. Er nefnilega ekki með neina iðnaðarmenn, en Konni er ansk.. klár og getur gert þetta að mestu, ef hann hefur tíma og nú er hann heima að skrapa og svoleiðis.

Á suður- og norðurleið las ég fyrir okkur Konna bókina “stelpan frá stokkseyri„  bók Margrétar Frímannsdóttur Hvet alla til að lesa þá bók, um karlremburnar í Alþ.bandalaginu. Alveg með ólíkindum kvenfyrirlitningin sem þeir sýndu,  forseti vor, Ólafur Ragnar, Svavar Gests,og síðast en ekki síst Steingrímur J. ég var bjáluð þegar ég var að lesa og á stundum varð ég  alveg orðlaus. Þeir jafnvel boðuðu hana á fund, þegar hún var þingflokksformaður þeirra og......... HLEYPTU HENNI SVO EKKI INN Á FUNDINN............. Enda glotti ég, nú eftir kosningarnar þegar ég sá hvað Steingrímur mun hafa margar konur á þingi með sér, hann er líklega ánægður, getur sussað á þær með vinstri hendinni á meðan hann tekur ákvarðanir með strákunum. ( Þykir samt hæpið að hann þurfi að taka einhverjar ákvarðanir í næstu ríkisstjórn, enda hélt sú gamla þau naumt væri).

Ótrúlegur náungi, en góður kjaftaskur. nóg um það , nú verð ég að ná mér niður.

Gott að sinni.

 

 


Kuldaboli..

Kuldaboli er nú ekki búinn að gefast upp fyrir vorinu, skítkalt úti og ég komin í úlpuna sem ég var þó búin að pakka niður í geymslu til haustsins.Frown

Skírnardagurinn Konna litla Þórs var yndislegur og gaman að skíra hann heima í stofu. Konni minn hélt á honum og sá stutti grenjaði heilmikið á meðan á athöfninni stóð. Jóna Lísa þurfti virkilega að hækka röddina til að yfirgnæfa hann. Sólin skein og veðrið lék við okkur, þó búið væri að spá slyddu. Rúmlega 30 manns mættu í skírnina og voru allir sáttir og saddir er þeir fóru heim. (Vonandi) Orri Ellen og Harpa Hlín urðu eftir hjá ömmu og gistu, þar var frekar þreytt amma sem steðjaði öllum í rúmið um 10 um kvöldið og sofnuðu svo englarnir, hvert á fætur öðru og amma líka.

Konni fór aftur austur á laugardagskvöldið á sjóinn. Fiskeríið hefur verið fínt undanfarna daga og er það nú ekki slæmt.Smile

Á sunnudagskvöldið skelltum við Guðný okkur í æðruleysismessu á Dalvík, frábær stund. Krakkarnir sem spila undir í lífinu fluttu tónlistaratriði sem voru þvílikt flott að maður var nú bara með gæsahúð..þau spila og syngja eins og englar.. vá vá hvað það var flott.....Ekki skemmdi Óskar Pétursson messuna heldur, en hann leiddi almennan söng. Kona frá Akureyri (Alma) sagði sögu sína sem aðstandendi fíkils og var magnað að hlusta á hana, tala um hvernig foreldrar takast á við það verkefni að eiga virkan fíkil, sorgina, reiðina, vanmáttinn og allar hinar tilfinningarnar sem maður þarf að takast á við, svo ég tali nú ekki um, þegar maður er sleginn niður aftur og aftur og aftur við hvert fall barnsins, því það er mjög sjaldgæft að unglingurinn hætti í fyrstu tilraun.. En þá er bara að standa upp aftur og halda áfram baráttunni..Ójá. ekkert annað í boði. Því það skiptir ekki máli af hverju hann féll, eða hvernig, heldur að hann rísi upp aftur..það er málið.

Skemmtilegir tímar framundan, skólinn búinn, nú fer ég að rífa eldhúsið mitt svo ef einhver er með innibyrgða reiði sem þarf að fá útrás fyrir, endilega komið á Hlíðarveginn og fáið útrás..he..he.. Kosningahelgin framundan og komin tími fyrir mig að fara gera eitthvað af viti í því sambandi, þó ekki væri nema að fara á skrifstofuna og segja halló..hef verið voða bissý og ekkert gert þar.

Kórinn er að æfa mjög skemmtilegt tónleikaprógramm sem stefnt er að flytja 31 maí. jamm og já, alltaf gott að hafa nóg að gera.

bless í bili..


Framhaldsskóli í Fjallabyggð!!

Þá er það skjalfest.. Framhaldsskóli í Fjallabyggð..Ólafsfirði.. Smile

Samkvæmt bréfi Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra, sem má lesa á Dagur.net... afskaplega góðar fréttir, verð ég að segja.. Get þá kannski lokið stúdentsprófi áður en ég fer á ellistyrkinn, og í framhaldinu ákveðið hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór.. hehe.Blush

Þetta er auðvita bara frábært, og gott að vita að skriður er komin á þetta mál, sem var aðal kosningalmálið í sveitarstjórnarkosningunum s.l. vor. og hefur brunnið á fólki í Fjallabyggð.

Nú getum við sett upp sólgleraugun og horft til bjartrar framtíðar,  að börnin okkar  þurfi ekki að flytja að heiman á unglingsárunum, með tilheyrandi hættum fyrir þau. Hvert ár skiptir gríðarlega miklu máli, fyrir svo utan hvað það litar bæjarlífið að hafa þau heima. Svo ég tali nú ekki um kostnaðinn sem sparast fyrir foreldrana.

Skítt með þó að snjói núna, það mun vora snemma, allavega í mínu hjarta við þessar góðu fréttir.Smile

Ellen Helga er komin og færðist nú heldur líf í gamla settið á Hlíðarveginum. Maður þarf nefnilega alltaf að vera að svara henni, og vesenast með stelpunni. Hún og afi fengu lista í gærkvöldi yfir hluti sem þau áttu að vera búin að gera fyrir hádegi í dag. Losa flugur úr ljósakrónum, fara með nagladekkin í skúrinn, laga til í dótaherberginu o.s.frv. Hún ætlaði sko að sjá um að afi klikkaði ekki á neinu, enda von á fullt af gestum á morgunn svo allt verður að vera voða fínt...........gaman.......Það er sem sagt allt á fullu í skírnarundirbúningi. Sig. Óli er að fiska ágætlega, en held að nú sé komin bræla.

Gott að sinni.


Blíðufrí..

Jæja þá er hann að spá norðanátt næstu daga. Og ég sem hélt að vorið væri komið. Fjöllin voru komin með hvíta húfu (nei, frekar eins og spanjólu) í morgunn þegar ég leit út.. En þetta er allt í lagi.. Við erum svo þolinmóð, er það ekki?

Svo ekki verður Konni litli skírður útí í garði á laugardag eins og ég var búin að láta mér detta í hug, nei við megum ekki láta drenginn kvefast, né heldur gestina..

Nú á loksins að kveða upp dóm í baugsmálinu í dag, og vona ég innilega að sá kafli í fréttalífi landsmanna sé á enda. Ég var orðin ansi þreytt á þessu og er ég þó seinþreytt.. kell..Wink Búin í blessuðu prófinu og gekk bara þokkalega.. Konni komin í 3ja daga frí eftir ágætis fiskerí undafarið.

Hann ætlar að sæja fröken Ellen Helgu í dag, hún er að koma til að vera við skírn litla bróðurs og kíkja á liðið sitt.. Gott að sinni..

 


Læra..læra ..læra

Er búin að vera á haus í skólabókunum undanfarna daga. Hef þess vegna ekkert verið að eyða tíma við tölvuna, nema í lærdóminn auðvita.

Bauð þó mömmu með mér í leikhús á föstudag að sjá Lífið- notkunarreglur og var það alveg stórskemmtilegt. Verkið er frábært, eins og lífið sjálft leikararnir mjög góðir og trúi ég að við eigum eftir að sjá mikið af þeim í framtíðinni. Tónlistin er svooo falleg, mun kaupa diskinn um leið og hann verður gefin út. Trúi ekki öðru en að svo verði. Smile

Bandýmótið var svo á laugardag og skaust ég að sjá skrúðgöngu liðanna og upphafsleikina.. ég varð mjög abbó þegar ég sá lið Hornbrekku með Guðlaugu gömlu vinkonu mína í fjölda áratugi í fararbroddi og búin að finna græna kjólinn.. ég skil bara ekkert í að hún hafi ekki tekið Guðríði herbergisfélaga sinn með,....nei..nei.. hún hefur sjálfsagt haldið að hún væri komin í plíseraða pilsið, að sýna fyrir kónginn danska eins og í gamla daga. Ég man... að  þá... þá gerðist eitthvað... ..Nei Guðríður gamla bara skilin eftir á Hornbrekku.... Þannig er það nú.GetLost

Lena, Ísól og Malik komu aðeins í heimsókn á laugardag og Sig Óli og fjölsk, stoppuðu frekar stutt þar sem ég var í bókunum.. Sunnudag vaknaði eldsnemma, lærði í 3 tíma, svo í sund, síðan á pallinn á brókinni í sólbaði með bækurnar eins og á laugardag.. Seinni partinn fór ég á Ak. Heimsótti Halldóru 1/2 systir mína sem  er fimmtug 30 apríl, og þvílík veisla nammi namm .. át og át í 3 klst. Alltaf svo gaman að fara í veislur með skemmtilegu fólki og það var hellingur af því.

 Wizard TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HALLDÓRA M'IN..Wizard

Guðný kom líka Í afmælið og síðan skelltum við okkur í Æðruleysismessu ( við erum svo skemmtanasjúkar) Ræddi við séra Jónu Lísu um skírnina á laugardag... Allt í gúddý þar.

By the way.. fékk 9 í vetrareinkun.. Sigga! þú ert náttúrulega bara frábær... takk..takk.. ég veit.

Konni er á sjó, hefur verið með ca. 5 tonn á dag undanfarið.  gott í bili

 

 


Potta-markaðssetning dauðans...

Ég lenti í mikilli krísu fyrir einu og hálfu ári síðan. Þá voru Saladmaster cookware-kynningar að hefjast hér fyrir norðan. Fyrir þá sem ekki vita eru það pottasettin sem elda, baka og gera matinn svo heilnæman að fólk hefur víst hent út úr lyfjaskápunum gigtarlyfjum sínum og fleiru...Smile

En málið var að mig vantaði bíl... og hafði ekki efni á hvoru tveggja pottunum og bílnum, svo eftir góðar ábendingar frá Guðný vinnu-vinkonu ákvað ég að taka bílinn, því eins og hún sagði þá kæmist ég ekki á pottasettinu niður Félagastíginn í vinnuna, en gæti farið á bílnum í búðina og keypt í matinn, ég myndi nota bílinn miklu meira en pottasettið.. svo það sem var auðvita stóra málið í þessu að BÍLLIN VAR ÓDÝRARI EN POTTASETTIÐ,  fékk líka afslátt, því enginn var geislaspilarinn sem þó átti að fylgja..Smile 

Það er að vísu ekki hægt að elda í honum, en ég hef borðað ýmislegt í bílnum og það er ágætt.. Bíllinn minn er gamall og kostaði 270.000 staðgreitt.

Ástæða þess að ég er að tjá mig um þessa potta er grein sem tekin var af netinu þar sem heil sýsla í USA sá ástæðu til að rannsaka pottasvindl. Montgomerysýsla í Maryland. Og það árið 1998..

þar höfðu óprúttnir sölumenn Saladmaster cookware boðið í heima-kynningarpotta-partý spænskumælandi fólki, sem síðan skrifaði undir pappíra sem það hélt vera atvinnuumsóknir en voru í raun pottasettakaup... Þeir voru víst ekki sterkir í enskunni..Woundering

Þegar kvartanir fóru að berast var málið tekið upp og þeir sem ekki höfðu notað pottasettin fengu allt endurgreitt,  3.700$ DOLLARA (240.000. ÍSL KRÓNUR.)...en hinir sem farnir voru að nota herlegheitin þurftu að borga framleiðsluverð vörunnar sem var ...........................

......400..$$$$$$$$$$.......TUTTUGU OG SEXÞÚSUND KRÓNUR, ÍSLENSKAR.............................

Ef ég hefði nú ekki keypt bílinn, heldur pottasettið, væri mér ógeðslega illt í rassinum NÚNA..Pinch

Án gríns, eru pottar seldir hingað í fjörðinn í bílförmum og ég efast ekki um að þetta er gæðavara, eins gott segi ég nú bara. Skilst að fólk sé að borga um 300.000 kallinn fyrir herlegheitin..Mér finnst bara óþolandi að verið sé að plata fólk svona. Gæti trúað að raunvirðið væri um 70-90 þús. miðað við framleiðsluverðið.. Reikna með að söluaðilarnir hlægi sig í svefn á hverju kvöldi.

Þetta er auðvitað snilldar markaðssetning. Alt útpælt og sálfræðingar sem sjá um uppskriftina sem farið er eftir. Var sjálf að selja Nu skin vörur fyrir nokkrum árum og þá fékk maður leiðsögn í hvað má og hvað má ekki segja..

Hér er linkurinn ef þið viljið skoða þetta mál...

Ætla að elda pottrétt í kvöld, í IKEA pottinum mínum.
sæl að sinni..

 


Leikhúsáhugi norðlendinga...

Gaman var að sjá í fréttum í gær hversu norðlendingar eru áhugasamir um leikhús, langar raðir af krökkum að komast í prufu hjá LA.. En þegar ég sá Agnesi mágkonu mína þar, þá hugsaði ég .. nei Agga mín..þó þú sért lítil og krúttleg þá sannfærir þú varla leikhúsliðið um að þú sért undir 14 ára aldri...kommon Agga .. vertu nú ekki með þessa vitleysu.. þeir komast að því að þú er þrjátíu og eitthvað, 4. barna móðir og bruggari...Nei .. smá grín, ég reikna með að hún hafi verið að fylgja börnum sínum í prufuna, giska á að Ester Líf hafi verið með mömmu sinni.. eða vona það  ...Smile

Siðan kom þátturinn LEITIN og ég er viss um að ég sá Halla frænda á ská þar í röð... var fúl að sjá hann ekki performera fyrir strákana.. en svona er nú það.. Fullt af hæfileikafólki alls staðar.. í hverri fjölskyldu,, Sindri að slá í gegn með Freyvangsleikhúsinu.... Skemmtilegt..Smile

Konni kom í morgun heim af sjónum vegna brælu, landaði 4 tonnum, kom við á Ak og tók Hörpu Hlín með í fjörðinn, hún var frekar fúl í gær þegar Ellen Helga fór til ömmu, en ekki hún, en amma þurfti að læra í gærkvöldi, skila verkefni og gat þess vegna ekki boðið Hörpu strax í fjörðinn... Hún brosti hringinn þegar hún kom svo í morgun, og hitti systur sína... Ég er ekki að nenna þessum lærdómi þessa dagana.. en verð auðvita að standa mig.Woundering

Er svo farin að baka fyrir skírn Konna litla, en hann mun verða skírður 5. maí hér á Hlíðarveginum af Jónu Lísu. Ég sagði við foreldra hans að ég vildi halda veislu ef þau vildu skíra hann í Ólafsfirði og tóku þau þessu frábæra tilboði mínu eftir smá umhugsun... enginn pressa...Það verður skemmtilegt, ég hef aldrei verið  við skírn í heimahúsi en skilst að það sé indælt og efast ekki um það..W00t


Undirheimar á yfirborðinu??

Segir manni hversu neysla ólöglegu vímuefnanna er orðin algeng. Nú þekki ég ekkert til í Garðabænum, en þarna voru ekki krakkar á ferð, heldur fullorðið fólk á aldrinum 20-30 ára samkvæmt fréttaflutningi. Eru ekki undirheimarnir á undanhaldi?  Vímuefna virðist vera neytt fyrir opnum dyrum á skemmtistöðum og við eldhúsborðin....svo verður fólk tjúllað þegar lögreglan fer að skipta sér af!!!

Svo eru líklega allir stjórnmálaflokkar með flotta stefnuskrá um eiturlyfjavanda íslensku þjóðarinnar. Hún kemur bara upp á yfirborðið í mánuð fyrir kosningar og fer síðan í undirheima og gleymist þar, best geymd þar, enda óþægilegt málefni, sem fáir þekkja nema af afspurn.... Woundering

En í aðra sálma. Við Ellen fórum á Ak. í gær og tókum Hörpu og Freyju með okkur í fjallið, fylgdumst með göngumóti á Andrésar leikunum. Fullt af fólki, og fannst okkur hafa fjölgað síðan þær systur voru að keppa á Andrés. Veðrið var gott og gaman að fylgjast með.. Hörpu fannst ekki gaman og vildi nú frekar fara á Glerártorg en hanga þarna. Feyja og Ellen fóru á skauta en við Harpa fengum okkur ís á Glerártorgi. 

Þegar ég kom svo heim um kvöldmat beið mín Þröstur í stofuglugganum, innan við rimlagardínu og komst ekkert.. Búinn að skíta í hvern einasta glugga á efri hæðinni og á gólfin niðri...djö..djö.. Ég hringdi í  Arnar sem kom í hvelli og tók blessaðan fuglinn og gaf honum frelsi.. Lagði svo af stað með Þjark og tusku að verka upp fulglaskít út um allt hús. Kom í ljós að útidyrahurðin á neðri hæðinni var opin og þar hefur hann flogið inn.. útskýrir skítinn á neðri hæðinni.. Bandit

Konni kom í land í morgunn með um 5 tonn, og ætlaði út strax eftir löndun..

gott í bili

 


mbl.is Sextán handteknir eftir gleðskap í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband