Færsluflokkur: Bloggar
15.2.2007 | 15:28
Lok lok og læs ....
já... það er eins gott fyrir mann að fara að læsa húsum og taka lyklana úr bílnum... Brotist inn í nokkur hús hér í bænum í gærdag.. á meðan fólk var í vinnunni... Mér skilst að sum húsin hafi verið ólæst.. Ég þarf sérstaklega að taka mig á, tek aldrei lykla úr bílnum, og læsi aldrei húsinu nema ég sé að fara í burtu í nokkra daga... þetta verður endurskoðað núna. Þetta var aðkomufólk.. eins og blaðamenn á Akureyri segja alltaf...Þegar fréttirnar eru neikvæðar.
Loksins að verða frísk. Fór að vinna í gær, mikið fegin að komast í hversdagsleikann aftur, en ég treysti mér ekki í ræktina í morgun, ætla að sjá til í fyrramálið..
Hlustaði á fréttir þess efnis að lífeyrissjóðirnir ættu 1.500 milljarða.. eittþúsundogfimmhundruðmilljarða.. Hvurslags andsk. vitleysa er þetta. Kom fram í fréttinni að lítið færi til félaganna!!! Til hvers þurfa sjóðirnir að eiga alla þessa peninga... spyr sá sem skilur ekki..
Kennurum er víst líka misboðið eins og mér.. en ekki út af eigum lífeyrissjóðanna, nei þeim er misboðið út af launamálum. einn ganginn enn.. Byrjunarlaunin eru bara 260 þús. Stundum finnst mér eins og kennarar séu eina stéttin í heiminum sem hefur menntað sig...og finnst þeir aldrei metnir að verðleikum. .. kannske öfunda ég bara kennara..vildi að ég hefði byrjunarlaun þeirra..
Konni minn kom færandi hendi frá Akureyri á VALENTÍNUSARDAGINN ...hann færði mér þakrennur..já þakrennur.... og ég hefði ekki orðið glaðari þó hann hefði keypt súkkulaði og rósir.. eða nærföt.. vantar ekkert svoleiðis, en virkilega að verða vitlaus á þvi að komast inn í rigningu án þess að verða hundblaut... TAKK ELSKU KARLINN.
Lena hringdi í gær, sagðist vera að koma í heimsókn og bað um mömmumat.. kjúlli a..la..mamma..það var að sjálfsögðu uppfyllt og áttum við góða spjallstund yfir matnum..
ég fór og heimsótti skólastjórann í dag..nei..ég var ekki að biðja um vinnu, heldur að athuga hvort Ellen Helga mætti koma í skólann í næstu viku.. og var það auðsótt mál..Takk takk. Hún er að koma í heimsókn á morgun og verður hér þar til við förum suður um miðja næstu viku..Sú verður ánægð, það skemmir heldur ekki að Lísa vinkona okkar er að kenna 1. bekk.
Mál að linni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2007 | 12:38
Án tengsla við samfélag manna getur maðurinn ekki lifað..
Ekki fór ég í vinnuna í morgunn.. Skal vera hressari í fyrramálið.. ótrúlega leiðinlegt að hanga heima, hvorki né eins og maður segir. Ekki nógur hress að sitja við tölvuvinnu allan daginn og ekki nógu veik til að liggja í rúminu.
Mikið var ég glöð að sjá Silvíu Nótt á skjánum í gærkvöldi, fann að ég hafði saknað hennar og vitleysunnar i henni. Konni var ekki eins glaður ..... enda er hann eldri og þroskaðri á þessu sviði en ég. Hann er ekki vitleysingur eins og ég.. hann hefði t.d. aldrei látið sér detta í hug að kveikja í sígarettu í Héðinsfj.göngunum eins og ég ætlaði að gera um daginn.. Standandi upp við bíl sem á voru 700 kíló af dýnamiti...Heppilegt að ég var stöðvuð í tíma ..enginn skaði skeður.. Við hlógum mikið að þessu við Guðný þegar við vorum komnar út og hún sagði: Sigga heldurðu að það hefði verið skemmtilegt fyrir afkomendur okkar í framtíðinni ..þegar þeir væru að keyra göngin, að stoppa alltaf þegar þeir væru komin 1/2 kílómetra inn, og einhver segði: Hér er nú amma Sigga út um allt og á afmælisdögum yrði ekki farið í kirkjugarðinn, heldur í göngin... Þetta fannst okkur hryllilega fyndið...
Spurning hvort til sé verndarengill vitleysinga, eins og Santa Barbara, sem er verndarengill þeirra Tékknesku sprengjumanna sem vinna við göngin...
Nú styttist í að við vinnufélagarnir hjá Alþingi flytjum í nýtt húsnæði, erum ekki að fara langt, heldur í næsta hús, gamla Valberg og verðum þar á neðri hæð, ég er farin að hlakka til, en mun þó sakna Jónínu frænku og Nönnu og kaffispjallsins. Flytjum um mánaðarmótin feb-mars.
Sigurður Óli landaði rúmum 3 tonnum í gær og gekk bara vel hjá honum, Gleymdi í gær að þakka honum fyrir kvittið í gestabókina og öll verkefnin sem hann var fljótur að finna handa mönmmu sinni. Hann þekkir sitt heimafólk og flutningatækni foreldranna sem eru búnir að flytja hann og fleiri fram og aftur gegnum tíðina. Siggi! við erum hætt með þetta flutningafyrirtæki....he..he..
yfir og út...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2007 | 13:37
Hor og slef..
Jæja, jæja. ég hef legið heima veik síðan á föstudag. Eyddi helginni á sama stað, en fór þó af og til í tölvuna að reyna við myndirnar...og viti menn... það tókst í gær að setja inn nokkrar myndir..Þökk sé Völu tengdadóttur minni sem kom með Hörpu í heimsókn til ömmu. Hún kom mér af stað og við áttuðum okkur á að ég hef verið svo óþolinmóð... ekki gefið vélinni tíma til að vinna. En nú er þetta að koma hjá mér.
Horfði á X-factor á föstudag með Ólöfu vinkonu og Barða. Það var gaman að okkar fólk, Inga og Gylfi komust áfram..Áfram áfram.. ég var að vona að Ellý dómari dytti út en það voru Fjórfétturnar (kápukór þeirra R-víkinga) sem þurftu að fara og mér var nú slétt sama..
Á laugardag bakaði ég köku, hringdi svo í allt góða fólkið sem hafði boðið mér í mat í vikunni og bauð þeim á kökukynningu (Þetta var ný uppskrift sem ég bauð upp á) Hún sló auðvita í gegn, hefði klárast ef Arnar hefði verið með..Þórður tók þó hraustlega í hana...
Þið sem hafið skrifað í gestabókina: Takk fyrir falleg orð og hvatningu til mín, og Arna mín eina sanna ég æla að vera dugleg að setja inn myndir svo þú getir fylgst með okkur...hvað við eldumst misvel og sjolleiðis. Ég var nefnilega að biðja Konna að taka mig með til Húsavíkur næst þegar hann færi á sjó.Það eru víst fínir lýtalæknar þar....djók.. nei , nei ekkert djók. Mér finnst ömulegt að hafa ekki farið í neina lýtaaðgerð ennþá, svo hver veit nema maður verði með glóðarauga á báðum þegar vorar..he..he.
Við Harpa hringdum í Ellen Helgu í gær, það er svo sniðugt að sjá Hörpu tala við systur sína..hún verður svo blíð og feimin á svip. Ellen ætlar að koma norður á föstudaginn og stoppa nokkra daga. Það verður ekki leiðinlegt
Konni er kominn í 2-3 daga frí núna, Var með tæp 10 tonn á laugard og 2 á sunnudag, voða öfgar..Sigurður Óli leysir pabba sinn af og vonandi gengur vel hjá honum. Veðrið er mjög gott í dag frostlaust loksins og þá hægt að opna glugga án þess að frjósa.. Vonandi druslast ég í vinnu á morgunn.
Bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2007 | 20:55
Men in sokkabuxum..
Ég rakst á ferlega fyndna frétt í mogganum um daginn... Einhver fataframleiðandi að setja á markað sokkabuxur fyrir karlmenn..... Ég sé Konna minn stanslaust fyrir mér í þunnum ljósum sokkabuxum, sirka 20 den innan undir stuttbuxunum í sumar og í svona sússaskóm (jesú).... oh my god ... og hárin liðast innanundir.. ég býst við að ég fengi sama elskulega og heimskulega spurnarsvipinn frá honum ef ég færði honum sokkabuxur og þegar ég gaf honum andlits-rakakremið um árið.. og hann spurði hvað hann ætti að gera við þetta????
En kannski á maður ekki að gera grín af karlasokkabuxum, kannski margir menn búnir að bíða og bíða eftir þessu t.d íþróttastrákar sem þurfa að æfa í kulda, geta nú fengið þykkar sokkabuxur innanundir ... Það var að sjálfsögðu tekið fram í fréttinni að þær væru með tippaklauf.....
Ég lá heima í kvefi og leiðindum í dag, svaf nú mestan partinn, Þórgunnur bauð mér svo í mat í kvöld..það var æðislegt.. Er reyndar búin að vera í mat hjá mömmu og Hófý og Þórði líka í vikunni svo ég er ótrúlega heppin... Það er enginn búinn að bjóða mér á morgunn djók..
Lena fór suður í dag með vinum og vinkonum, þau eru að fara á eitthvað dj djamm, vonandi verður bara gaman, en ég verð að viðurkenna að ég fæ alltaf hnút í magan þegar hún fer í borg óttans.. þær ferðir hafa ekki allar verið farnar til fjár .. eins og þar stendur..verð fegin þegar hún verður komin norður aftur á sunnud.
Konni landaði 7-8 tonnum á Húsavík í dag, sokkabuxnalaus í kuldanum en í föðurlandinu ..vonandi.
Nóg um neðriparta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 14:26
Göngin inn...
Það var ekkert smá skemmtilegt í gær hjá okkur Guðnýju vinnu-vinkonu-frænku minni. Hún fékk boð um að koma og skoða og mynda í Héðinsfj.-göngunum, og tók mig með sem sérlegan aðstoðarmann sinn.
Við vorum klæddar upp í stígvél nr 5o og fengum hjálma eyrnarhlífar og ljós og örkuðum svo á stað í fylgd Ivans, tékkneskur yfirmaður þarna. Þeir eru búnir að sprengja ca 550 m. Við fengum að fara upp í kranann og bora smá... fyrir einni dínamit-túbu. Guðný myndaði í gríð og erg og má sjá afraksturinn á síðunni hennar. Sniðugt að sjá hvernig þetta er framkvæmt...Við vorum svo vígalegar að það hefði verið hægt að villast á okkur og Valgerði Iðnaðar.. og Rönnku Rist.. ..ef ekki hefði verið fyrir stígvélin.. Þau komu upp um okkur.
Hvað ætli séu mörg á síðan við nokkrir félagar frá Leikfélagi Ól. og Fílabenslarnir frá Sigló vorum með skemmtun á Broadway gamla, sem mig minnir að hafi kallast Göngin inn, til að láta vita af okkur og draumum okkar um göng milli staðanna... Fór að hugsa um þetta þegar ég var komin hálfan kílómetra inn í fjallið!!
Ætlaði í ræktina kl 6.45 í morgun en komst ekki undan sænginni.. enda 13 stiga frost.
Það verður að bíða betri tíma. Konni minn landaði 7 tonnum í morgun, og er farinn aftur. Ég sé lítið af honum þessa dagana.
nóg um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 21:13
Sigga bloggar!!!!
Já, það er ýmislegt sem manni dettur í hug. Ég. Sigga að blogga.. tölvusnillingurinn, læri kannski eitthvað á þessu og æfist í að setja texta niður á blað (tölvu).
E.t.v. set ég inn myndir svo fólkið mitt geti fylgst með okkur og sjálfu sér. Annars hef ég verið að lesa töluvert af bloggi undanfarið, um skoðanir fólks á hinum og þessum dægurmálum og hugsaði að þetta gæti verið skemmtilegt að prófa. Af nógu er að taka og nóg um að tala á Íslandi í dag.
Ég hef haldið dagbók í mörg ár um veðrið, fiskiríið hjá Konna, og helstu atburði í lífi fjölskyldunnar, og það hefur ekki verið lognmollan í kringum okkur svo þið sem viljið vita hvað við erum að bardúsa, borða, hvenær við förum að sofa og í ræktina, fáið það beint í æð héðan af... ef ég nenni.
Þar sem börnin eru öll flutt að heiman (allavega í bili) Sigurður Óli, Freydís Heba og Lena Margrét komin til Akureyrar, með kærustu og kærasta og börn. (Lena flytur reyndar reglulega að heiman og heim) geta þau njósnað um gamla settið hér á síðunni..he..he..
Nóg í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)