Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2007 | 16:01
Messa er toppurinn...
Ég var að koma úr messu, það var nú bara ágætlega mætt í þetta skiptið. Ég hef reyndar sjálf verið léleg að mæta á þessu ári, bæði á kóræfingar og í messur, það hefur bara staðið þannig á að ég hef ekki verið heima og svo var ég lasin og ónýt í röddinni lengi á eftir. Fór ekki í kirkjukaffið á eftir því ég var búin að ákveða að heimsækja mömmu og gerði það og drakk kaffi hjá henni..
En það er svo gott að finna friðinn og værðina sem kemur yfir mann í kirkjunni, og ekki mikið að gefa sér 2 tíma tvisvar í mánuði eða svo í kirkjusókn. Þetta hefur líka eitthvað með aldurinn að gera...held ég.. Guðný sagði einhvern tíman að ég væri svo skemmtanasjúk, þess vegna hefði ég farið í kirkjukórinn.... nokkuð til í því.
Þegar ég hætti að drekka á sínum tíma kveið mig rosalega fyrir því hvað maður ætti nú að gera um helgar...nú væri lífið nánast búið og maður myndi líklega koðna niður úr leiðindum.... en það er öðru nær.. Í fyrstu fór ég að elda sunnudagssteik í hádeginu á sunnudögum en það var ekki lengi. því sunnudagar eru hvíldardagar og ég nenni aldrei að elda í hádeginu..En vá hvað helgarnar eru fullar af skemmtun og notalegheitum.. ef maður vill hafa það þannig.. Við Ólöf gengum svo langt að stofna saumaklúbb sem hittist á laugardagsmorgnum en það var nú einum of..... og það vildi enginn vera með okkur, því vinkonurnar héldu áfram að fá sér í glas um helgar þó við hættum... Alveg furðulegt með þær
Ég fór í ræktina í morgun og líka í gærmorgun.. bakaði köku og bauð í kaffi...Freyja kom í heimsókn til okkar og við áttum notalega stund saman, þar til Arnar eyðilagði stundina og lokkaði Freyju til sín í skólaleik.. Ég bauð þeim svo í kaffi, köku og danskar eplaskífur.. nammi sem ég er nýbúin að uppgötva og á eftir að vera oft á boðstólnum hjá mér...
Ég hef kannske ofnotað engilinn í þessu bloggi, en akkúrat núna líður mér eins og engli.. get ekki útskýrt það.. Kannske vegna litla engilsins sem við erum að bíða eftir að fæðist...
bæ í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 11:53
Klám í könnu...
Ég var að skoða forsíðuna af smáralindarblaðinu í morgunn, sem einhver doktor í klámfræðum heldur fram að sé klámfeng forsíða. Ég verð að segja fyrir mína parta þá datt mér ekkert slíkt í hug, og maður veltir fyrir sér hvort fólk sem vinnur við að finna klám út um allt sé ekki komuið með klámið á heilann og geti lesið eitthvað klámfengt út út öllum sköpuðum hlutum. ... Ég var að drekka morgunkaffið mitt úr könnu og allt í einu sá ég að hún var svoldið dónaleg, það var þetta eyra á henni.. semsagt gat á könnunni... oj..oj..
Þó ég sé á því að siðferðisvitund þjóðarinnar hafi hrakað þó nokkuð, og við tilbúin að líta til hliðar í hinum ýmsu málum, þá verður nú fólk að passa sig að garga ekki úlfur.. úlfur .. í hvert sinn sem því finnst því misboðið. Þessi blessaði doktor í kláminu þarf að taka sér frí í vinnunni og hreinsa til í huga sínum
Harpa kom í heimsókn til okkar og gisti eina nótt, Það var mjög gaman að hafa hana.. við sóttum vögguna og þrifum, hún hélt nú fyrst að hún væri fyrir hana, en sættist svo á að hún passaði betur fyrir litla barnið.. en hún fékk að máta hana og tók ég auðvita myndir af því tilefni og setti inn, einnig frá afmælismatarboðinu hjá Hófý og Þórði ..
Konni er í fríi, svo við erum bara að hanga saman eins og krakkarnir segja, ég set hann á ryksuguna og svo er hann fínn í uppvaskinu líka... Annars rólegt yfir okkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 15:04
Bara rólegt..já ..já.
Hörður Elís tengdasonur okkar á afmæli í dag...Til hamingju með daginn lagsi
Hef verið voða löt að blogga undanfarna daga, enda ekkert sérstakt að gera, nema bíða eftir nýjustu viðbótinni í fjölskylduna... Það styttist í að Vala eigi.. hún er orðin ansi þreytt greyið, enda engin smá kúla á þessari litlu stelpu... Hún er skráð 17 mars, en við höldum að hún standi ekki svo lengi,, en hver veit???
Við erum ekki enn byrjuð að vinna á nýju skrifstofunni, beðið eftir símalínum og tölvum en þetta kemur vonandi fljótlega, öðru hvoru megin við helgina.... Svo ég er bara heima að læra og skrepp í ræktina. Borðaði hjá Gullu í hádeginu í gær, pítur og grænmeti.. voða gott.. það var gaman að sitja og spjalla aðeins, höfum ekki hist mikið yfir kaffibolla á þessu ári, eiginlega bara ekki neitt.. Nú á að ferma Evu í vor og Gulla gamla er á fullu í undirbúningi... Skemmtilegt...
Konni skrapp á sjó á laugardag og sunnudag, síðan komið vitlaust veður aftur.. en náði 18 tonnum af fiski á land, svo hann er bara rólegur þessa stundina. Sig. Óli fer svo með bátinn í dag, þegar lægir, svo Konni er í fríi.
Arnar litli bróðir er kominn í land, í síðasta sinn líklega á Guðm. Ólafi, hann var seldur (sko báturinn, ekki Arnar) svo hann byrjar sem au-pair hjá Þórgunni í fyrramálið.. Hann er mjög spenntur yfir nýja djobbinu.
Jæja, erum að fara á Akureyri að heimsækja afmælisbarnið, vitum að Freyja var að baka í morgunn á annari hækjunni og Hörður sjálfsagt á hinni, hann slasaði sig á sunnudag, tognaði illa á ökkla, svo þau skiptast á með hækjurnar þessa dagana.
nóg að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Datt þessi góða setning í hug í gær, eftir að hafa horft á X-FACTOR þáttinn í gærkvöldi... Guð minn almáttugur...Þegar blessað fólkið byrjaði að gráta vegna úrslitanna. ég vissi ekki hvert ég ætlaði... svo ég brast í hláturskast eins og allir viðstaddir í matarboðinu hjá Þórði og Hófý...
Ég held að þau séu farin að taka þáttinn og sig sjálf heldur alvarlega, það var frekar pínlegt að horfa á umboðsmann íslands fara að gráta, af ekki stærra tilefni.. ekki misskilja mig ég er mjög hrifin af tilfinningaríkum mönnum... Mér fannst tilefnið hins vegar ekkert. Alan er enn á lífi við góða heilsu svo ekki þarf að gráta hann...Hann stóð sig eins og hetja innan um grenjuskjóðurnar..
Halla kynnir hlýtur að hafa verið að hugsa um Judge Law.. eða hvað hann heitir sá ágæti maður þegar hún brotnaði í beinni... nei hættið nú alveg.. Er ég kannski svona kaldrifjuð???
Ég horfði aftur á þetta í endursýningu í dag og vá.. þetta var jafn slæmt og í gær, eiginlega verra... Vona bara að þau nái sér fljótt...en nóg um þetta.
Ætla að reyna að jafna mig á þessu skúbbi
Maturinn var frábær hjá Hófý í gær .. eins og alltaf.. og gaman að hitta Elís og Sonju, hef varla séð Ellla sprella í marga mánuði. Þurfum orðið formleg heimboð fjölskyldan til að hittast, það eru allir svo uppteknir .. ekki hitt Þórgunni lengi lengi, þar til í gær..mamma er sú eina sem hittir okkur, því hún er dugleg að heimsækja börnin sín
Ellen Helga hringdi áðan.. greyið litla er með ælupesti og var frekar dauf í dálkinn... knús, kossar og heislukveðjur frá ömmu dúlla mín...
Var að senda frá mér Islandsklukkuverkefnið vei--vei..
Áfram X factor
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 11:50
Hjónin í ræktinni!!!
Já, það gerðust undur og stórmerki nú í morgunsárið... Konni kom með mér í ræktina.
Ég nefndi það við hann í gær er ég kom úr ræktinni, hvort hann vildi nú ekki koma með mér eínhvern daginn þegar hann væri í landi. Já hann sagðist nú alveg geta hugsað sér það að fara á göngubretti. Svo dreif ég hann með í morgunn, sagði honum að það væri enginn í ræktinni á morgnana, en viti menn .... það var fullt að hressum kerlum sem tóku þvílikt vel á móti karli, annað brettið bilað og hitt í notkun svo ég dreif hann með mér í lyftingahring, og Gulla frænka með okkur.
Það voru kannski mistök að hafa Gullu með því hún er svo mikil keppnismanneskja og sagði Konna að lyfta nú meira er kerlinigin og auðvita gerði hann það... svo ef hann verður rúmliggjandi á morgun er það ekki mér að kenna...Heyrurðu það Gunnlaug!!!! En allavega erum við hjónakornin mjög ánægð með okkur þessa stundina..
Hittum Hófý í ræktinni og hún bauð okkur í mat í kvöld þessi elska...jú hú...
Annars er ég á kafi Islandsklukkunni ... þarf að skila lokaverkefninu um helgina og á helling eftir, það hægir á mér þegar Konni er heima. Hann er aftur á móti að verða vitlaus á veðrinu.. gott veður til landsins, en vitlaust hér rétt fyrir utan.. Förum í bæinn í dag að sækja vinnubílinn ...... en það kom vitlaus bíll að sunnan, þeir voru að kaupa nýjan bíl fyrir hann, en sá sem kom var árg. 06. svo hann fær lánsbíl á meðan, eins gott, ég nenni ekki að vera að skutla og ná í lengur...
Hey.... Endilega kvitta í gestabókina eða kommenta á skrifin mín... Ég er svo forvitin..he..he
Nóg að sinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2007 | 11:33
Flutningar...
Jæja.. þá er runnin upp síðasti dagur mánaðarins, og við í fjarvinnslunni erum í óða önn að pakka okkur saman og út. Erum að flytja í nýtt húsnæði, gamla Valberg..Það verður frábært ... svo mun okkur fjölga seinna í mars.
Siggi og Vala voru líka að flytja í gær, í stærri íbúð, og Harpa Hlín komin með herbergi sem hún svaf í alein fyrstu nóttina, hún var voða ánægð með sig þegar ég talaði við hana i gær, þessi hetja...Örugglega orðin hundleið á að sofa hjá mömmu og pabba, að verða 3 ára í sumar..Dúllan..
Ég hlustaði á mjög athyglisvert viðtal við Illuga Jökulsson í kastljósi á sunnudag.. Hann er án efa einn besti pistlahöfundur landsins.. finnst mér.. Þar talaði hann um æsku sína og að alast upp á heimili þar sem bakkus réð ferðinni, merkilegt þegar mamma hans sagði að hann hefði ryksugað og skúrað þegar ástandið var slæmt.... Datt í hug hvernig ég hef í gegnum árin djöflast með moppuna , þegar mér hefur fundist veröldin vera að hrynja í kringum mig... skúra ..bóna.. moppa..skúra meira og moppa.. ekki leggjast í rúmið, heldur taka kústinn og moppa.....ekki gefast upp...
Illugi hefur sem barn ekki heldur viljað gefast upp, reynt að gleðja mömmu sína og ryksugað???
Einu sinni sagði góð vinkona mín og prestur hér í firðinum, við mig að hún gæti séð hvernig ástandið á heimilinu væri með því að skoða gólfin... svo hló hún... og fannst gólfin allt of skínandi.... Svona er þetta bara, enda allt betra en að gefast upp á ástandinu. Það er ekki í boði.
Nú hefur allt gengið stórslysalaust fyrir sig í tæpt ár, og ég skúra minna, en gólfin eru samt yfirleitt hrein, svo að þið sem lesið bloggið mitt farið ekki að vera eins og presturinn forðum, að fylgjast sérstaklega með því...ha ha..
Ég er á kafi í Íslandsklukkunni þessa dagana, á að skila lokaverkefni úr henni á sunnudag..Mikið verð ég fegin þegar það er frá..Annars búið að vera mjög gaman að lesa og pæla i henni.
Freyja hressist með hverjum deginum, hnéið bara gott og það er frábært... Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2007 | 16:12
Til hamingju afmælisbörn í febrúar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2007 | 14:20
Komin heim í sveitina..
Þá er maður komin heim í sveitina sína aftur eftir borgarheimsóknina. Aðgerðin á Freyju tókst vel og var hún hin hressasta þegar hún vaknaði, svo hress að hún heimtaði að fara á rúntinn um kvöldið og fá ís...Ellen Helga studdi hana dyggilega í því en hún var hjá okkur áfram tvær nætur dúllan..
Á föstudag fórum við svo í heimsókn á Landakot þar sem mínar elskulegu föðursystur Rósa frænka og Sigga frænka voru í dagvistun, þær héldu auðvita að þær sæu ofsjónir, því ég hef ekki verið dugleg að kíkja á þær er ég hef skroppið suður. Það var yndislegt að hitta þær, þær voru svo glaðar og sætar, held samt að ég hafi verið enn glaðari, sagði við Freyju og Konna að Alþingisveislan toppaði ekki heimsóknina til þeirra. Þær eru báðar í hjólastól, eru orðnar gamlar konur, sem minnti mig enn og aftur á hvað maður má vera þakklátur fyrir hvert ár sem skellur á mann.. Set fljótlega inn myndir sem sanna heimsóknina til þeirra...
Jú jú, við skruppum í búðir, þessar yndislegu inniverslanir í Kringlu og Smára, það var svo kalt úti.. Við Guðný brutumst svo inn í Vetrarhöllina í Smáranum þar sem söng-dívan okkar hún Inga var að æfa.. Það var voða gaman að hitta hana.. Alltaf sama gamla Inga, svo hrein og bein.. svo var hún eitthvað svo falleg, það geislaði af henni gleðin og svo söng hún auðvitað eins og engill..
Starfsmannaveislan á Hótel Sögu (fengum ekki að sjá neinar klámmyndir) var mjög flott að venju, maturinn og skemmtunin frábær, Ragga Gísla söng nokkur lög úr kvikmyndum, frábær karlakvintett, Níels Árni Lund klikkaði ekki frekar en fyrri daginn, og svo rúsínan í pilsuendanum... Jóhannes eftirherma tók þingmenn og ráðherra til bæna..hreint út sagt frábær.
Skelltum okkur svo á Players seinna um kvöldið að hitta sveitungana sem þar höfðu safnast saman til að styðja okkar fólk í X-factor.. Mjöööög skemmtilegt... Stoppaði nú ekkert mjög lengi þar því Konni var orðinn svo "lúinn" hm..hm.. Við förum nú yfirleitt ekki mikið út á djammið við Konnsi, en alltaf er jafn skemmtilegt að koma heim, líta í spegilinn og sjá að maður er bara jafn fallegur og þegar maður fór út. .. Það er af sem áður var, þegar maður kom heim með hausinn undir hendinni og það ljótan haus. ..Úff..Þá hugsa ég um hvað það er frábært að vera hætt að drekka brennivín..jú.. hú
Á laugardag fórum við Konni í eldhúsleiðangur, Hörður á siglingaráðstefnu, en Freyja hvíldi sig heima. Fórum síðan í bíó.. alle sammen.. um kvöldið og svo fljótlega í háttinn því ég var komin með Kringlu og Smáraverki í skrokkinn. Kannske voru þetta harðsperrur eftir danstaktana á Players, en Konni hallast heldur að K-S verkjum.
Kvöddum Ellen Helgu á sunnudag, fórum með Freyju og Hörð í flug, í Smárann, (ég þurfti nauðsynlega að versla smá..) svo heim á leið og komum í fagra fjörðinn um 7 leytið. Alltaf gaman að skreppa í burtu...
Enn skemmtilegra að koma heim...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 11:48
Bollu.. sprengi..öskudagur.
Ég hef verið allt of södd og illa á mig komin til að blogga undanfarið. Á bolludaginn át ég helling af bollum í vinnunni, og alla helgina var bolludagur heima. Varð svo auðvita að elda saltkjöt og baunir í gær handa Ellen, því hún sagðist ekkert vita hvað það væri. Ég át auðvitað yfir mig, en henni leist vel á baunirnar, spurði hvenær við myndum fara að leysa vind (hún notaði reyndar ekki þessi orð yfir það). Ég sagði að það yrði í bílnum á leið suður í dag, og hana hlakkar ekki til að keyra með okkur afa, ef við verðum fretandi út og suður..
Við erum sem sagt að fara suður i höfuðstað Íslendinga seinni partinn í dag, amma, afi, Freyja og Ellen. Freyja er að fara í aðgerð á hnéinu hjá Sveinbirni Brandssyni á morgun og vonandi fær hún bót meina sinna, búið að vera ömurlegt ástand á henni oft á tíðum, þegar hnéið læsist og ekkert hægt að gera nema sprauta með morfíni og losa aftur.
Við vorum svo heppin að fá íbúð á góðum stað í höfuðstaðnum, sem Guðbjörn reddaði mér..þessi elska...rétt hjá spítalanum.
Starfsmannaveisla Alþingis er svo á föstud. og munum við fjölmenna héðan að norðan frá fjarvinnslunni.. Alltaf gaman að hitta fólkið að sunnan og nauðsynlegt fyrir okkur að mæta til að halda tengslum við það.
En nú er öskudagur og til okkar hafa streymt allskyns undarlegar verur mannlegar og ómanneskjulegar, sem hafa sungið og performað ýmislegt. Gaman hvað margir hafa samið texta og lög svo ég tali ekki um rapparana sem hafa komið. Ellen Shcarlett O'Hara kom snemma með Ingu skratta og Daða Spiderman ... Voða skemmtilegt..
Konni hefur verið á sjó og fiskeríið ágætt þegar hann hefur komist út fyrir fjarðarkjaftinn, annars yfireitt mjög hvasst á miðunum og nú er bálhvasst hérna. Ælum að eiga góða helgi fyrir sunnan með sjúklinginn, Hörður mun svo koma á föstudag og passa sína heittelskuðu með okkur..
Nóg að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 11:20
Ömmuhelgi...
Ég heyrði viðtal við einhvern neytendafrömuð í vikunni þar sem hann var að hvetja fólk til að taka vörur í fóstur.. Mér finnst það alveg brilliant hugmynd, í stað þess að maður fylgist með verði á öllu drallinu , velur maður sér 1-3 vörutegundir og fylgist með hvort verðið lækki 1. mars..það á að lækka... og svo hvort það heldur, eða fer að hækka fljótlega aftur.
Ég er í að minnsta búin að velja mér 2 vörutegundir: Hafragrjón og Kaffi frá Merrild sem ég nota. kannske á ég eftir að taka einn ávöxt eða grænmeti í viðbót..
Það er mikið fjör á Hlíðarveginum núna. Ellen Helga kom norður í gær við mikinn fögnuð fjölskyldunnar, ég fór með mömmubollur inneftir í gær og hittumst við hjá Sigga og Völu, familían og átum á okkur bollugat. Keyptum öskudagsbúning á prinsennuna, hún valdi sér Scharlett O'Hara kjól og hatt og Lena lánaði henni svo svarta uppháa hanska...voða flott.
Konni og Sig. Óli fóru svo austur í gærkveldi á sjó. Það er eittvað farið að lægja vind. Harpa og Ellen komu heim með ömmu í fjörðinn, horfðum á X faktor og lékum okkur. Sofnuðu um miðnætti og Ellen vakti mig um 4 í nótt til að athuga hvort hún mætti fara á fætur. Náði að halda þeim í rúminu til 7.30. þá vildu dömurnar nú ekki liggja lengur... svo amma er frekar syfjuð núna... en ég sef bara seinna. Freyja ætlar svo að heimsækja okkur á morgun og þá verður nú gaman...jú ..hú..
Á Akureyri í gær, skrapp ég í búð, flýtti mér svo aftur til Sigga og Völu með pokann, skildi ekkert í því af hverju allt var læst... áttaði mig fljótlega á því að ég var ekki einasta í vitlausri íbúð, heldur i vitlausu húsi líka...djö..djö.. hvað ég er rugluð.. Versta var að þegar ég var dröslast með pokann aftur i bílinn, keyrðu Sig. Óli og Konni framhjá, Siggi snéri sig nánast úr hálslið þegar hann sá mömmu sína og þar sem þeir þekkja mig nokkuð vel, kveiktu þeir strax á perunni.. nú hefur mamma verið að berja upp á hjá ókunnugum.. ekki í fyrsta skipti... Oh hvað ég var óheppin að vera staðin að vitleysunni
Nóg í bili
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)