Færsluflokkur: Bloggar
29.7.2008 | 10:17
Frí í fnyk..
Hún á afmæli í dag hún Þórgunnur mágkona..
Hjartans hamingjuóskir til þín mín kæra
Annars alveg frábært að vera í sumarfríi, veðrið eins og best verður á kosið 18-20 stiga hiti og blessuð sólin meira og minna á lofti.
Þetta væri bara fullkomið ef ekki væri eitt.................Helvítis ýldufýlan sem leggur yfir bæinn dag og nótt og magnast svo á kvöldin þegar stafalognið er úti og skríður inn um svefnherbergisgluggann minn.. Þetta er gjörsamlega óþolandi ástand... Bæjarbúar hafa verið svo þolinmóðir .. það er verið að setja upp hreinsunarbúnað... en virðist ganga heldur hægt. Nokkur ár síðan menn byrjuðu að paufast við það.. löngu áður en byrjað var að bora í fjöllin til Siglufjarðar, en það verk styttist nú óðum þrátt fyrir ýmis vandkvæði sem þar hafa komið upp.
Á ég að trúa því að það taki lengri tíma að seja upp einn skitin hreinsibúnað svo við getum dregið andan djúpt hér í firðinum , heldur en að bora til Héðinsfjarðar og svo til Sigló.. Bara trúi ekki að menn fari ekki að andsk.. til að bretta upp ermar og klára þetta dæmi almennilega.
Hef heyrt að fólk sé í stórum stíl að kvarta og kæra, vona að satt sé og það hafi einhver áhrif. Hvar er heilbrigðiseftirlitið!! Kenni í brjóst um starfsfólk Samkaup/Úrval sem þurfa að þola þetta alla daga í vinnuni. pælið í hvað er gaman að kaupa í matinn í ýldulyktinni.. Veit að ég þarf ekki að segja neinum neitt um það, þetta hefur ekki farið framhjá neinum manni hér í bæ.
Þolinmæði mín er allavega á þrotum. Ég ætla nú samt ekki að láta þetta eyðileggja fyrir mér sumarfríið, Verð líklega að fara eitthvað úr bænum.
Veit einhver hvað er annars að frétta af þessum skítamálum!!
Góðar stundir með nefklemmu..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.7.2008 | 18:00
Tjaldvagn óskast í skiptum fyrir Renault...
Fór aftur í sumarfrí á miðvikudag og hef verið í sól og sumri á pallinum hjá okkur. Veðrið leikur við okkur þessa dagana. Orri kom í heimsókn á föstudag, er að fara að veiða með afa sínum á morgun. Konni búinn að fara á sandinn að kíkja á gamla brún.. tjaldvagninn okkar sem ég held að sé 30 ára á þessu herrans ári.Okkur langar að skreppa í útilegu í vikunni en ég á nú eftir að kíkka á vagninn sem við höfum ekki notað í nokkur ár og leggja blessun mína yfir hvort ég sé til að fara enn eina ferð með "gamla".´
Var að seja inn auglýsingu í vef-dagskrána þar sem ég er að auglýsa eftir Tjaldvagni í staðinn fyrir Renault megan. já rauð gamla sem er í fínu standi og gengur eins og saumavél og eyðir álíka miklu. Vona að eitthvað komi út úr því.
Svo ef þið vitið um vagn til sölu, yngri en 30 ára, látið mig vinsamlega vita.
Nei ég er ekki með sólsting.. kv- Sigga.
Annars bara verið að tjilla, grilla og sóla sig þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 11:53
Gaman saman
Var í ömmuleik góðan part helgarinnar, þar sem Konni litli og Harpa Hlín fluttu yfir til ömmu og afa á föstudag. Fórum með þau í pottinn kl 23.10 um kvöldið.( Vona að enginn í barnaverndarnefnd lesi bloggið mitt) lékum okkur með þeim þar í góðan hálftíma svo klukkan var orðin ansi margt þegar börnin fengu að fara í rúmið. Á laugardagsmorguninn hoppuðum við svo aftur ofaní eftir morgunmatinn sem var í seinna lagi, þar sem allir sváfu frameftir. Skunduðum síðan í bílinn og fórum að skoða miðaldarstemminguna að Gásum ásamt ömmu Freyju. Mæli með því að skreppa þangað. Sáum lítinn leikþátt og sönghópur söng gömul miðaldarlög, silfursmíði, kaðlagerð, þæfingu o.fl. o.fl. Hörpu fannst skemmtilegast að klappa kiðlingum sem þarna voru.
Grillað í góða veðrinu þegar heim kom. Amma og afi sofnuðu snemma á laugardagskvöld, enda afi og Lena að fara á sjó um nóttina. Einhverja hluta vegna erum við dauðþreytt eftir daginn með barnabörnunum, eins og þau eru þæg og góð. Veit ekki hvort þetta tengist aldrinum, verð líklega að viðurkenna að úthaldið er ekki það sama og fyrir 10 árum...Hlaut að koma að því.
Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og skellti ég mér út í garð á sunnudag og dundaði þar fram eftir degi. Endalaust gaman að brasa þar og alltaf af nógu að taka.
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 11:50
Edrú í 13 ár...
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég er 13 ára í dag.
Mér þykir vænna um þennan dag en flesta aðra. Það var á þessum degi fyrir 13 árum sem ég tók gæfusporin mín inn á Vog og hef aldrei verið söm eftir það. Þau voru ekki auðveld þessi spor en það leið ekki á löngu þar til ég var farin að spá í af hverju ég hafi ekki tekið þau fyrr. En minn tími var örugglega komin þarna 18.07.´95.
Síðan þá hef ég ekki þurft að skammast mín fyrir neitt sem ég hef sagt eða gert. Vaknað á hverjum morgni vitandi nákvæmlega hvað ég gerði í gær. Verið með fulla fimm í þrettán ár. Enginn kvíðahnútur í maganum, engin óútskýrð vanlíðan ég áttaði mig ekki á fyrr en ég varð edrú.
Í meðferðinni komst ég að því að ég hafði verið í lagi einn dag í viku, miðvikudag. Ekki að ég hafi drukkið alla hina daga vikunnar.
Föstudagur: Helgin framundan, spenna.. komast í ríkið .. dottið íða. Laugardagur: þynnka, fengið sér aftur í glas um kvöldið, ef eittvað var til. Sunnudagur: Timburmenn, mórall. baugar og bjúgur. Hausverkur. pilsner..... Mánudagur: Óútskýrð vanlíðan, stundum mórall og þynnka. Enn baugar... Þriðjudagur: Undarleg vanlíðan, en líkaminn að komast í betra stand. Miðvikudagur: Síðastliðin helgi gleymd, heilsan í ágætis lagi.. normal.. Fimmtudagur: Spennan magnast.. það er að koma helgi .. jibbíjey..jibb. Vera rosalega dugleg. Þrífa húsið og krakkana... er svo dugleg að ég á nú skilið að slappa af og fá mér í glas um helgina....
Þvílíka innantóma lífið sem ég lifði. Ég trúði því þegar ég hætti að drekka að nú hefði ég ekkert að gera meira um helgar en að láta mér leiðast, en sannleikurinn er sá að helgarnar eru ekki nógu langar.
Nú er föstudagur,xhelgarfrí framundan, ætla að kíkja með barnabörnin tvö yngstu á miðaldarsöguslóðir á Gásum ásamt afa þeirra og gera fleira skemmtilegt.
Gaman saman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.7.2008 | 11:28
Fjölgun!
Sólin skín á þessum fína degi.
Í gær 16. júlí, stækkaði stórfjölskyldan þegar Guðmundur Fannar og Bjarkey eignuðust son, og Járnbrá litla Karítas bróðir. Litli prinsinn var 14 merkur og kringum 50 sentimetrana. Þar sem mikið er um afmæli í júlí í fjölskyldunni er skemmtilegt að sá stutti á sinn afmælisdag í friði fyrir okkur hinum "júlí-önunum"(Nýyrði yfir þá sem fæddir eru í júlímánuði). Innilegar hamingjuóskir
Og þar sem ég er komin í íslenskudeildina og vinn við yfirlestur á ástkæra ylhýra, læt innsláttarvillur pirra mig þegar ég rekst á þær nánast á hverjum degi á opinberum vefmiðlum, bókum og blöðum, varð mér stórkostlega fótaskortur á tungunni í gær er frænkur mínar yndislegar, Jónína og Magga Rósu kíktu á vinnustaðinn minn á göngu sinni um bæinn. Þá sagði ég við Möggu: já eru þið í bústaðnum Jónínar????????? Jónínar.. Já Sæll.. svona geta nú ambögurnar dottið útúr manni, en skemmst frá því að segja að ég hugsaði ekki um annað í allan gærdag, hvernig stæði á þessu bulli í mér en hef ekki fengið svar við því.
Þarf ekki að hugsa meira um þetta fyrst ég er búin að segja þetta upphátt á blogginu..
Gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 11:45
júlíafmælin..
Margt skemmtilegt gerst síðan kerlan bloggaði síðast. Best að byrja á afmælunum og byrja í dag..
Hann á afmæli í dag frumburðurinn minn, Sigurður Óli 28 ára gamall drengurinn. Til hamingju elsku karlinn minn.
Í gær var það prinsessa Harpa Hlín sem varð fjögurra ára, Hamingjuóskir til þín elsku dúllan okkar.
Mín kæra vinkona Ólöf átti svo afmæli 12. júlí og eyddi deginum í brúðkaupi í Njújork.. Hamingjuóskir til þín, og til Þuru vinkonu sem átti afmæli þann 11. júlí.
Guðmundur Fannar Þórðarson varð hvorki meira né minna en 30 ára þann 10, og hans spúsa Bjarkey, einnig þrítug þann 5. júlí. Ekki má gleyma Hreini móðurbróðir sem átti líka afmæli 10. júlí. Hamingjuóskir til ykkar.
Engin hætta á að ég gleymi að Eyjafjarðarsólin átti svo enn eitt afmælið þann áttundunda júlí. mikið gleðst ég yfir hverju árinu sem skellur á mig og leiði hugann að því hvað ég er lánsöm að eldast og geta fylgst með árunum í andliti mínu þó ég þurfi nú orðið gleraugu til að sjá nýjar aldursmyndanir sem kallast í daglegu tali hrukkur.
Lítill drengur fæddist á afmælisdaginn minn, (það hafa líklega fæðst nokkur börn daginn þann!) Hrafnhildur Þórgunnarsystir er móðir hans..
Hamingjuóskir til foreldra, bróðurs og allra sem að prinsinum standa.
Við Ellen Helga fórum á Ak. á miðvikudaginn, gistum hjá Freyju ásamt Orra, fórum í bíó, síðan flaug hún heim á fimmtudag. Það var nú ansi tómlegt eftir að hún fór, búin að vera hjá okkur síðan við komum frá Krít, en Orri kom svo á föstudag og var hjá okkur um helgina, þó aðallega á tjörninni, bryggjunni og fram í vatni að veiða ásamt afa sínum. Konni fór þó ekki að veiða síli með honum á tjörninni..
Við mæðgur eyddum drjúgum tíma í pottinum um helgina, með suðræna drykki og ávexti í rigningunni, ímynduðum okkur að það væri sól og blíða, og það tókst ágætlega. Alltaf gaman að hafa þessar elskur heima hjá gamla settinu, en Tengdasonurinn er í DK á heimsmeistaramóti unglinga í siglingum, sko.. sem þjálfari..hehe
Afmælisveisla hjá Hörpu prinsessu á sunnudag, pilsupartý, með kaffi og tertum í eftirrétt.. nammi namm.. Hún var svo sæt og fín dúllan, og gaman að fylgjast með henni taka á móti gestum og leyfa öllum að kyssa sig, sem hún er nú endilega ekki mikið fyrir, en hún var svo glöð og ánægð, og ekki skemmdu pakkarnir fyrir.
Eftir afmælið fórum við svo í bíó ásamt Freyju, Lenu og Orra á mamma mia... vá hvað það var gaman. Ég átti erfitt með að sitja kyrr, langaði að standa upp og dansa, en gerði það ekki af tillitsemi við hina, en söng abbalögin í hástert allan tímann. Það verða bara allir (miðaldra abba-aðdáendur) að sjá þessa mynd.. og leikararnir (Meril Streep ein af mínum uppáhalds..) og söguþráðurinn er svooooo skemmtilegur að mig langar afur í bíó. Ekta mynd fyrir vinkonur og skella sér saman á og skreppa aftur um ca. 30 ár. Er að spá í að smala saman kerlum og fara aftur á myndina.
Þetta er gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2008 | 11:23
Sól í sinni
Get ekki orða bundist yfir bónusfeðgum sem nú eru að flytja allt drallið úr landi, það sem ekki var farið fyrir löngu.. Ömurlegt að vera ekki hafin yfir lög í landinu þegar maður er ríkur.. uss uss uss.. Annað með hina vitleyingana sem brjóta af sér og taka afleiðingunum þegjandi og hljóðalaust, geta ekki annað.
En þar sem veðrið leikur við okkur og sól er í sinni ætla ég ekki að vera að pirra mig yfir þessu, heldur njóta komandi helgar í botn, reyta arfa og verka til í garðinum, grilla og sóla mig í pottinum. Ef svo ólíklega vill til að þokuslæðingur leggst yfir fjörðinn ætlum við Ella sprella að flytja okkur til Akureyrar, taka sundföt með og leggjast upp á Freyju og Hörð. En það kemur nú varla til þess.
Á Krít lágum við Konni í sólinni á daginn og röltum svo í rólegheitum á kvöldin, horfðum á EM og sváfum frameftir á morgnana. Ég vaknaði yfirleitt á undan og skellti mér í bakaríið og færði mínum manni nýbakað brauð og ávexti í rúmið. Mikið lúxusletilíf sem var á okkur. Grikkirnir eru líka svo notalegir, alltaf með bros á vör og þjónustulundin mikil. Erum staðráðin í að fara margar "tvö saman" ferðir í framtíðinni.
Góða helgi allir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2008 | 15:25
Rigningarblues...
Jæja, komin heim í heiðardalinn. Þarf ekki að fara mörgum orðum um veðurfarið hér á norðurlandinu undanfarna daga. Maður hefur verið að smyrja sig með smjöri svo húðin hreinlega brotni ekki af manni, slík eru umskiptin úr sólinni og hitanum á Krít og hér í rigningunni og suddanum.
Náði í skottið á Blueshátíðinni, á laugardag fór ég á yndislega tónleika í kirkjunni okkar með Ellen Kristjáns og manni hennar undirleikaranum Eyþóri. Um kvöldið fórum við mæðgur að blúsa í Tjarnarborg. Þar voru margir snillingar saman komnir að plokka hljóðfæri og syngja.
Ellen Helga kom með okkur norður og hefur skemmt okkur síðustu daga með ýmsum hætti, orðin svo fullorðinsleg og stór stelpa. Hefur verið óþreytandi að leika við litlu systkini sín sem hreinlega dýrka hana og mega ekki af henni sjá. Sjóararnir eru heima vegna veðurs, sem manni finnst skjóta skökku við þegar komin er 1. júlí, en svona er Ísland í dag. Við hitum bara pottinn í botn á kvöldin og stökkvum oní og slökum okkur niður fyrir háttinn. Það er bara geggjað.
Gott að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2008 | 12:33
afmaeli
Kalimeras!!!
Hun a afmaeli i dag, hun a afmaeli i dag elsku litla, stora ommu og afastelpan okkar hun Ellen Helga.. Kvedjur knus og kram fra gamla settinu a Krit.. Elskum tig i taetlur
Kr'it er bara yndisleg.. Af okkur er himneskt og heitt ad fr'etta. Vid Konni erum loksins komin heim...Grikkirnir horfa 'a okkur med lotningu og virdingu, sem vid skildum ekki i fyrstu. Svo kveikti 'eg 'a perunni... Thad halda allir ad vid s'eum innfaedd og komin i beinan legg fr'a Seifi sj'alfum..Tad gera audvita okkar st'orfenglegu og virdulegu nef. H'er tr'uir enginn ad vid s'eum fra' fr'oni..hehe.
F'orum i gaer 'a svenskt kaffih'us og b'adum um enskan morgunverd. Fraendur okkar voru ekki gladir med okkur,tar sem teir voru ad fagna midsumri med h'at'idarmatsedli ad haetti svenskra. Haft var 'a ordi hvernig okkur dytti 'i hug ad fara til svenskra og bidja um enskt ad eta, en 'a endanum hofdum vid okkar fram....m'uhahahaha
Hitinn tessa dagana er 35-38 gra'dur, svo okkur er ekki kalt, satt ad segja hefur fr'u Eyjafjardars'ol setid undir s'olhl'if.. Alveg satt, Konni tok meira ad segja mynd af tvi. Hotelid frabaert og alveg vid strondina, svona 10 skref i sjoinn.
Buin ad fara i skodunarferd um Hania,en nennum ekki i lengri ferdir, erum i algerri afsloppun, godar kvedjur heim i snjoinn.. djok.. hafid tad gott tar til naest.
Grisku hjonagodin Sigga og Konni. og afsakid ef tad eru villur i texta, er ekki med gleraugun hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2008 | 11:35
Krít skelfur
Sjitturinn.. Er maður nú ekki á leið á jarðskjálftasvæði á Krít. spurning hvort maður eigi ekki að sleppa Krít og fara í Hveragerði í staðinn??? Við verðum bara á ströndinni og sofum þar í svefnpokum við Konni minnn..Nei annars..
Nei, það er ekki hættan á því, fyrst ég fór upp í fjögurra metra stigann í gærkvöldi til að mála upp við þakskegg á húsinu okkar og komst lifandi niður, búin að mála á hættusvæðinu, hræðir mig ekkert.. hvorki jarðskjálftar né eldgos. Bara ef ég þarf ekki að fara svo hátt upp á næstunni. Konni bað mig að taka lokið af pottinum áður en ég hæfist handa svo ef ég dytti, myndi ég ef heppnin væri með mér lenda í pottinum fullum af vatni. En það kom ekki til.
Annars bara hress og kát í góða veðrinu, mála áfram í dag svo ég geti nú farið að gera fínt á veröndinni, blóm í pottana og bara huggulegheit. Vala og börn farin suður í frí, ætla á tónleika James Blunt í kvöld ásamt Freyju og Herði svo það verður líklega ekki leiðinlegt.
Nóg um skjálfta í bili.
Fundu ekki fyrir skjálftanum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)