Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
29.8.2007 | 15:29
Gott að vita að Krúsinn er ekki öðruvísi en aðrir foreldrar..
Mamma sendi mig í sumarbúðir Þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn þegar ég var á unga aldri, og nú er mín í kirkjukórnum. Mín börn fóru líka á Vestmannsvatn og höfðu bara gott og gaman að því. Þar var kennslustund í kristnum fræðum á hverjum degi, þar sem við lituðum biblíumyndir með meiru. Svo ég tali nú ekki um fánahyllinguna á hverjum morgni.
Þar var að vísu ekkert talað um geimverur eða þess háttar. Við Ólöf Vinkona vorum saman þarna í viku eða 10 daga. Tvær frá Ólafsfirði,... þar til við sáum Steinu Gylfa koma... og vorum við ekki sáttar við það.. Fannst við eiga staðinn.. bölvuðum henni í hljóði.. Einum eða tveimur dögum eftir að við komum þangað, var Steina svo flutt á sjúkrahúsið á Húsavík, með botnlangabólgu og kom ekki aftur.. Samviskubitið beit okkur vinkonurnar fast og fundum við okkur knúnar til að fara til Séra Gylfa og játa syndir okkar, vorum vissar um að það væri okkur að kenna að Steina lenti á spítalanum.
Séra presturinn leit mjög alvarlega á okkur og sagði að við ættum að skammast okkar, og fara með faðirvorið í x langan tíma, eða x oft. Ég man það nú ekki svo gjörla. Þegar það var búið fengum við syndaaflausn. Man ekki hvort við sögðum Steinu nokkru sinni frá þessu. Ef ekki þá..
Fyrirgefðu Steina skólasystir mín, hvað við vorum leiðinlegar.
Eydalsysturnar voru þarna líka og vorum við líka leiðinlegar við þær, okkur fannst þær ekki nógu skemmtilegar. Við notuðum tækifærið til að biðja Ingu afsökunar eitt sinn er hún var með hljómsveit sinni að spila í Tjarnarborg, fórum baksviðs og kynntum okkur (þetta var áður en við hættum að drekka).. Hún mundi EKKERT eftir okkur. Það var nú svoldið gott á okkur.. hehe
Þetta var eina ferð mín í sumarbúðir þjókirkjunnar, lærði í það minnsta að maður á alltaf að vera góður við náungann, og biðjast fyrirgefningar ef maður gerir á hlut annara.
Nóg af syndajátningum í dag.
Tom Cruise sendi börn sín í sumarbúðir Vísindakirkjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2007 | 14:33
Lögleg-ólögleg vímuefni..
Þegar ég heyrði fréttirnar um lætin í R-vík um s.l. helgi, datt mér í hug Tjarnarborgarskýlið.. af hverju? jú ég hugsaði að miðborgin liti sjálfsagt út eins og skýlið í gamla daga þegar böllin voru í algleymingi, glerbrot, slagsmál, migið og sk.. kúkað... bara minni staður en miðborgin enda færra fólk í firðinum en í borg óttans.
Nú er tími ballanna í Tjarnarborg í þessari mynd liðin, og engin slæst við dalvíkinga eða siglfirðinga, enda sjaldséðir nú til dags þeir þjóðflokkar. Við fengum Múlagöng og komumst að því að Dallararnir eru bara ágætisfólk og Siglfirðingar eru sveitungar okkar í dag. Ekkert fjör lengur. hehe.
Á Akureyri var maður sleginn um helgina svo úr honum hrundu tennur, viðmælandi minn sem var á staðnum sagði mér að svona væru dópistarnir, alltaf brjálaðir.. ég skildi það sem svo að það hefðu verið dópistar sem lömdu manninn, frekar en hann sé dópisti. Hann var að vísu fullur og með einhver leiðindi sem ollu látunum. Allir urðu brjálaðir, brennivínsfólkið og dópistarnir.
Ég er að velta því fyrir mér af hverju við erum alltaf að flokka fólk?? Eru þeir sem drekka brennivín stilltari og betra fólk en þeir sem nota ólöglegu vímuefnin?? Brennivínsdrykkjufólk lítur niður á hasshausana, sem líta niður á dópista sem nota sterkari efni, sem líta svo laaangt niður á sprautufíklana.
HVERJIR ERU BESTIR?...HVERJIR ERU VERSTIR? ..Ekki mitt að dæma..
Þórarinn Tyrfingsson dregur fólk ekki í dilka er þeir koma á Vog, þar skiptir ekki máli hvaða efni kom þér til meðferðar, löglegt eða ólöglegt fíkniefni, heldur er spurningin hvort þú getir náð bata. Þar er brennivínsfólkið ekki það auðveldasta, þeir koma oftast eftir lengstu neysluna, jafnvel misnotkun áratugum saman, á meðan "dópistarnir" fara hraðar niður á botninn, og koma fyrr. Miðaldra pillukonur, sem fengu "dísur" til að geta sofnað á kvöldin þróa oft með sér mikla töflufíkn (lögleg vímuefni sem heimilislæknirinn ávísar) sem mjög erfitt getur verið að ráða við.
Þegar ég fór á Voginn þarna um árið, veit ég ekki hvort "dópistarnir" litu upp til mín, (Efa það stórlega), þegar þeir komust að því að ég hafði "bara" verið í brennivíni, ekki einu sinni á þunglyndislyfjum, en þeir voru vissulega hissa og kenndu eiginlega í brjósti um mig, fannst ég svo fáfróð..
Ég var fegin, alveg nóg fyrir mig að taka brennsapakkann.
Mál að linni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 13:30
Enn ein vinnuvikan..
Helgin afstaðin og maður komin í vinnugírinn. Mikið var ég ánægð með Leiftur/ks að ná jafntefli við Selfyssinga á laugard. Er farin að hlakka til næstu helgar að fara á völlinn. Ég er sannfærð um að þeir fara upp drengirnir.
Fór á Akureyrarvöku á laugardag, á málverkasýningu, sá gjörninga flugelda, börnin og barnabörnin, og fleira skemmtilegt. Var í miðbænum til miðnættis og sá ekki vín á nokkrum manni, var að hugsa um þetta þegar helgarfréttirnar úr höfuðborginni dundu á mér þar sem maður barði annan, með hnefum, flöskum og grjóti. Ljóta ástandið að verða á næturlífinu. Mikið er ég fegin að ég er nú alltaf sofnuð þegar ballið byrjar. Á Akureyri var bara fallegt fólk, mikið á aldrinum 18-23 ára og svona líka vel á sig komið. Heimsótti Soffíu og Stefán í nýja húsið. Mjög flott
Á Sunnudag málaði ég eina hurð, pússaði borð, bæsaði hillu og þreif bílinn. Ekkert smá dugleg, svo sem ein heima og enginn að trufla mig. Heyrði aðeins í Ellen Helgu sem var að byrja í nýjum skóla og lér ún bara vel af því.
Konni var að landa fyrstu löndun í morgun, var með rúm 8 tonn. Ánægður með það karlinn. Hann og Lena koma sjálfsagt ekki heim fyrr en í vikulokin.
Mál að linni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 11:10
Freyja frábæra...
Freydís Heba dóttir mín er svakalega klár, dugleg, Hógvær, skemmtileg, áhugasöm og fljót að læra. Þetta uppgötvuðu þeir í Landsbankanum fljótlega eftir að hún fór að vinna þar sem gjaldkeri fyrrahaust. Sér í lagi í sumar þegar hún var sett í að leysa af í hinu og þessu. Nú í vikunni var hún svo kölluð á fund með útibússtjórunum og boðið stöðuhækkun innan bankans sem kom henni mikið á óvart, þar sem hún hefur ekki verið lengi í vinnu hjá þeim og er ekki með háskólamenntun, en hún er svo hógvær blessunin. Þetta var svo tilkynnt í morgun svo ég get nú loksins grobbað mig af stelpunni.. Held að hún verði fyrirtækjafulltrúi, eða eitthvað... allavega stórt skref fyrir hana, svo er hún nú að byrja í viðskiptafræði í HA á mánudaginn..utanskóla... Held að draumar hennar um hönnunarnám bíði eitthvað..eins og ég hef oft sagt við hana að hún eigi að vera í peningabransanum og hanna og sauma í frístundum. Henni finnst nefnilega mjög gaman að vinnunni sinni.
TIL HAMINGJU FREYJA MÍN, ÉG ER MJÖG STOLT AF ÞÉR OG FEGIN AÐ ÞÚ FÉKKST GÁFURNAR FRÁ MÖMMU ÞINNI, ...EN HÓGVÆRÐINA FÆRÐU FRÁ PABBA ÞÍNUM...JÚ OG LÍKA GÁFUR ÞAR..
Jónína frænka mín varð 50 ára í gær, úti á Portúgal með sínum heittelskaða í sól og hita.. Til hamingju frábæra frænka mín..
Menningarnótt á Akureyri á morgun, ég ætla að mæta og við Guðný að vaka fram á nótt( eitthvað rétt yfir miðnættið) og fara á tónleika Populus tremula --Leonard Cohen.. Bara gaman..
Gott í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 15:23
Edrú í 12 ár..
Frábært veður í dag 17 stiga hiti og smá gola. Átti góða en annasama helgi, við konni fórum í berjamó á laugardag, vá hvað það er mikið af berjum hér í firðinum. Skaust á völlinn að sjá Leiftur/ks taka Sindra í r...gatið. 6-2. Mjög skemmtilegt. Fyrsti leikurinn sem ég sé í sumar en ætla að reyna að missa ekki af restinni af heimaleikjunum. Ótrúlega lélegt hjá mér, sem bjó nánast á vellinum fyrir nokkrum árum og sumrin fóru í fótbolta.. en það var nú í þá gömlu góðu daga..hehe
Á sunnudag kom fullt af fólki í kaffi til konna, Freyja, Hörður, mamma, Agnes, Óli Þröstur og co Sigurður Óli, Vala og börn, tengdaforeldrarnir og síðan komu Sossa og Margrét Jóna í gær.. Mjög skemmtilegt... Lena kom að sunnan á sunnudag, gott að hafa hana heima, en hún bíður nú eftir að komast á sjóinn með pabba sínum, vonandi kemst hann í fyrsta róður í vikulokin.
Fór á AA fund í gær og einnig síðasta mánudag. Hef verið mjög léleg við fundina í sumar, og var farin að finna verulega fyrir því, en fattaði það ekki fyrr en ég mætti, hvers ég saknaði. fór ekki einu sinni á fund í R-vík í sumar sem ég geri þó oft ef ég er þar. Alltaf gaman að heimsækja aðrar deildir. En þetta er nú einu sinni eina meðalið sem við alkarnir höfum og fáránlegt að hætta að taka það á sumrin..Það hafa margir farið flatt á því að halda að þeir séu í svo góðum bata að þeir þurfi ekki á fundum að halda... Það kemur yfirleitt að fallinu fyrr eða síðar.
Svo skemmtilega vildi til að ég fékk nýja bílinn minn afhentan 18. júlí s.l. en þá voru 12 ár liðin frá því að ég fór í meðferð.. Var 8 skemmtilega daga inni á Vogi, og dauðskammaðist mín fyrir hvað mér fannst eiginlega gaman og spennandi að vera þar. Fékk að skreppa heim á bikarleik hjá Leiftri, sannfærði ráðgjafann minn um að það yrði ómögulegt að spila leikinn ef ég væri ekki viðstödd.. Fór síðan 2. dögum síðar í eftirmeðferð á Vík í 4. vikur. Hef hvorki fyrr né síðar eitt tíma mínum eins skynsamlega eins og þessar vikur. Trúi vart að liðin séu 12 ár..Vá hvað tíminn er fljótur að líða. Fyrir 5 árum fékk ég svo að koma í vikudvöl á Vík, til að hlaða rafhlöðurnar, sem voru á síðasta snúningi og það var mjög skrítið að vera þar aftur, búin að vera edrú í mörg ár og fara í prógrammið með fólki sem var að stíga sín fyrstu skref.. Alltaf gott að minna sig á hvaðan maður kemur og hvert maður er að fara.
Þó ég sé búin að vera edrú í 12 ár, er ég jafn langt eða stutt frá glasinu eins og hver annar. Þetta er bara spurning um að taka ekki fyrsta glasið.
gott að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2007 | 10:49
HÁEY KOMIN TIL HEIMAHAFNAR
Konni kom til hafnar í morgunn á Húsavík í fylgd Sigurðar Óla og áhafnar á Lágey. Múgur og margmenni var á bryggjunni og voða fjör. Tertur og fullt af blómum. Minn maður var mjög ánægður með viðtökurnar og feginn að vera komin "heim". Vorum einmitt spurð að því hvort við ætluðum ekki að flytja til Húsavíkur, en Konni sagði mig svo rótgróna að það yrði nú ekki.
HANN Á AFMÆLI Í DAG, HANN Á AFMÆLI HANN KONNI, HANN Á AFMÆLI Í DAG..TIL HAMINGJU ELSKULEGI EIGINMAÐUR, MEÐ DAGINN... KNÚS OG KOSSAR FRÁ MÉR Í MORGUNSÁRIÐ, KAFFI OG TERTA AUÐVITA LÍKA.
Myndir af heimsókn okkar Völu til Húsavíkur með krakkana fljótlega.
Gott í bili.
Nýr bátur til Húsavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 09:49
funheitur frystir...
Komin enn einn föstudagurinn.. Konni er að koma til Húsavíkur á nýja bátnum og verður tekið á móti honum með pompi og pragt. Það þýðir í mínum huga terta og svoleiðis svo ég ætla að drífa mig ... hehe.. Mjög gott að útlegð hans í Reykjavík er lokið, hann var að verða ansi þreyttur á blessaðri höfuðborginni. Ég bauð honum samt hvort hann vildi ekki halda afmæli með R-vík þar sem þau eiga sama afmælisdag, en það var sko sama og þegið..
Hann var samt mjöööög heppinn að vera ekki heima í fyrradag, þegar ég uppgötvaði silungana sem hann veiddi fyrir viku, í frystikistunni... sem hefur ekki verið í sambandi í 2 mánuði.. Það var orðin mjög dularfull lykt í þvottahúsinu hjá mér og ég hugsaði Norlandia fiskþurrkfyrirtækinu þegjandi þörfina og er svo sem enn að velta fyrir mér hversu lengi enn við bæjarbúar þurfum að þola helv. fýluna sem frá þeim kemur... Þegar ég kom heim úr vinnunni var lyktin orðin svo óeðlilega mikil að ég fór að leita að sökudólg og fann hann sem sagt í kistunni. djöööö.. varð ég brjáluð meðan ég kom þessu ógeði út úr húsi... sat svo í kulda og vosbúð langt fram á kvöld með allar hurðir og glugga opna til að lofta út... Það var farið að renna af mér reiðin þegar Konni greyið hringdi um kvöldið.. svo ég var ekkert rosalega vond við hann. En samt... á maður ekki að finna smá kulda leggja frá frysti þegar maður opnar hann???halló..halló.. er einhver þarna inni...
Best að gera ekki meira grín af eiginmanninum fyrst hann á afmæli á morgun, baka frekar handa honum köku..hefði kannnski átt að baka hana um síðustu helgi og geyma í kistunni þar til á morgunn? nei djók.. enga svona vitleysu... Hann lofaði að gera þetta aldrei aftur.
É ætla að fara í berjamó, á málverkasýningu hjá gamla skólastjóranum mínum og á berjablátt sunnudagskvöld. Bara skemmtileg helgi framundan.
góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 11:49
Ræktin enn á ný..
Í gær hófst á ný heilsukafli í lífi mínu. Ég fór í ræktina í hádeginu og lyfti lóðum eins og súmó- glímukappi. Ég hef verið í sumarfríi þar síðan 24 apríl, samkvæmt bókhaldinu, fyrir utan 3 skipti, fór einu sinni í júní, júlí og byrjun mánaðarins. í dag er ég að drepast úr harðsperrum í handleggjum og brjósti, en ætla aftur í hádeginu svo neðri parturinn verði í stíl við þann efri.
Hef líka verið dugleg að safna spiki í sumar til að hafa eitthvað að brenna í haust, ég meinaþað, það er ekkert varið í líkamsrækt nema að vera alltaf að rokka til og frá á vigtarhelv. eða málbandinu, hvað er varið í það að vera komin í eitthvað voða form og halda sér þar... nei .. betra að fara upp og niður...upp og niður..bara að maður lendi ekki of lengi niðri.
Er að mála stofurnar heima núna, gott að hafa eitthvað að dunda við, þegar maður kemur heim úr vinnunni, ekki er veðrið svo gott að mann langi út í garð. Ég fer ekki út í garð ef ég þarf að klæða mig i ullar og vindgallann.
Annars nóg að gera framundan, berjadagar um helgina. Konni kemur væntanlega á föstudag með nýja bátinn, verð að skreppa í berjamó, ná í aðalbláber, þau eru svo holl... með þeyttum rjóma og sykri.
Sæl að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 11:59
Mömmur...grrrr
Um hádegi á föstudag, við Konni nývöknuð eftir ferðalagið yfir Kjöl og heim í fjörðinn, mætti móðir mín blessunin með gesti til okkar. Hanna frænka mín, Þóra dóttir hennar og Tómas maður hennar frá Svíþjóð voru í firðinum fagra. Það var mjög gaman að hitta þau og mamma gekk með þau um alla efri hæðina hjá mér og sýndi þeim (tók nú ekki vel eftir hvort hún fór yfir skápana) og hélt tölu um hvað við værum búin að gera í húsinu og hversu dugleg við Konni værum að smíða, mála og svoleiðis. (Voða gaman að því). Það kárnaði nú gamanið þegar ég sá mömmu steðja með þau niður á neðri hæðina, ég kallaði á hana að þetta væri orðið gott hjá henni og svefnvistarverur okkar væru ekki til sýnis, ekki heldur geymslur og þvottahús... Haldið þið að hún hafi eitthvað hlustað á það.. ónei.. ekki aldeilis.. frekar en fyrri daginn.. hún óð um allt með gestina sem voru nú frekar vandræðalegir og höfðu orð á því að móðir mín hlustaði ekkert á mig...
ERU EINHVERJIR ÞARNA ÚTI SEM EIGA SVONA MÖMMU?
Ég var enn uppi á meðan á skoðunarferðinni stóð og var að spá í að henda mér fram af svölunum, þar sem ég vissi eiginlega ekkert hvernig var umhorfs í neðra, Við nýkomin heim úr ferðalaginu, töskur og dótarý um allt, og það sem verra var að Lena flutti heim í skipti nr 14 á meðan við vorum í burtu, eða réttara sagt henti dótinu sínu inn, 2. sjónvörpum, rúmi og 150 kössum og góðum slatta af þvotti.
Eftir, að mér fannst, heila eilífð, kom hersingin upp aftur og enginn sagði orð.. ekki eitt einasta orð... um hversu dugleg við Konni værum. Eitt af því góða við húsið okkar hefur mér þótt að það þarf ekki alltaf að vera voða fínt niðri, ég held öllu góðu uppi og hef leyft mér að hafa svolítið ruslulegt niðri, þar eru bara við og engir aðrir. Nú þarf ég að endurskoða það. Hvað lærði ég af þessari uppákomu? jú ég er að spá í að láta mömmu bara hafa lykil af húsinu svo hún geti farið með gesti um þegar ég er ekki heima...heheh.. Hvað lærði mamma af þessari uppákomu... ég veit það ekki fyrr en næstu gestir koma..
nóg í bili
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 15:31
Fríið á enda í bili..
Nú er maður komin heim úr sumarfríinu að sunnan og búin að taka fiskidaginn á Dalvík með stæl. Fór suður nokkrum dögum fyrir verslunarmannahelgina á jarðarför í Grindavík og síðan í bústað í Laugarásnum, þar sem við vorum í tæpa viku hjónakornin. Sigurður Óli, Vala, Harpa Hlín og konni litli Þór komu svo á laugardeginum og eyddu helginni með okkur og Ólöf og Barði líka. Það var voða indælt, gott veður og notalegt.
Konni fór með mig á Njáluslóðir og skoðuðum sögusafnið á Hvolsvelli sem er mjög flott og gaman fyrir mig að fara yfir sögu Njálu í máli og myndum, þar sem ég var nú að stúdera söguna s.l. vetur. Gaman að hitta Gunnar og Hallgerði, Njalla og Beggu aftur..
komum mátulega norður í fiskisúpu á föstudag á Dalvík, alveg ótrúleg stemma á götum bæjarins. Freyja og Hörður voru hjá okkur um helgina, fórum svo á laugardag á Fiskidaginn mikla og tókum mömmu með, átum og röltum um í ágætis veðri ásamt tugþúsundum íslendinga.. enduðum svo á bryggjusöng og flugeldasýningu... Mjög flott... Hittum Ellen sem auðvita var mætt á staðinn. Gaman að því hvað vel hefur tekist til með þennan fiskidag. Ætli ég verði ekki að mæta í vinnu á morgun, það verður örugglega ekki þægilegt að vakna en ég ætla að reyna.
gott að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)