16.9.2008 | 14:55
Hláturinn lengir lífið
Þetta er í þriðja sinn sem ég reyni að blogga um Vestmannaeyjaferðina s.l. helgi. Hef fengið svaðalegt hláturskast og lokað blogginu aftur. Ætla að reyna núna..
Í stuttu máli byrjaði ég að hlæja á leiðinni suður á fimmtudag og ekkert lát var á fyrr en á mánudag, er ég skellti mér í ræktina og talaði svo mikið að ég flaug af hlaupabrettinu og slengdi öllum mínum löngu skönkum hingað og þangað í tæki og tól í grenndinni. Uppskar bólgur og mar vítt og breytt um skrokkinn og ég get fullvissað hvern sem er um að ég mæli ekki með svona flugferð, kannske allt í lagi með flugferðina en lendingin getur aldrei verið góð.
Ég veit ekki hvað gerðist með okkur stöllur þarna í eyjum en kannske er það bara þegar fjórar ofurhressar konur lenda saman í hóp að fjandinn verður laus. Hann slapp allavega út í ferðinni og við létum eins og asnar í 3 daga samfellt, tókum okkur taki rétt á meðan fyrirlestrar og hópavinna var í gangi og skiluðum okkar 100% á þinginu. Það var migið á sig, múnað, afklæðst á opinberum stöðum, galað og gólað sumir villtust og aðrir týndust, sama hvar við vorum staddar.. alltaf lágum við í hlátursköstum. Það sem er eiginlega verra er að til eru myndir í hundraðatali af okkur í hinum ýsmu köstum, og erum við vissar að ef félagskonur sjá þær, verðum við í besta falli reknar úr félaginu með skömm.
Ég er viss um að ég hef aldrei hlegið eins mikið og eins lengi um ævina. Segir ekki máltækið að hláturinn lengi lífið... Svo það er enn von að ég komist í 100 ára afmæli Ólu vinkonu sem er farin að bjóða Ingimundarleggnum í afmælið (þau eru svo langlíf) en ekki mér, segir að ég verði löngu dauð..
Þvílík áskorun að vera með Öldu Jóns og Björgu Trausta heila helgi og ekki nóg með að vegna mikillar þáttöku í þessu kvennaþingi Landsbjargar voru tvö rimlarúm sett inn í herbergi okkar Ólafar og máttum við sitja uppi með þær á nóttunni líka.
Svo ekki var mikill svefnfriðurinn. Ólöf reyndi að lesa fyrir okkur fyrir svefninn en það gerði bara illt verra.. Set kannske nokkrar myndir inn af ósköpunum fljótlega.
Elsku stelpur Ólöf, Björg og Alda .. takk fyrir frábæra helgi.. þið eruð klikkaðar.
slysavarnamálin koma seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2008 | 11:00
Kvennaþing
Bara skemmtilegheit framundan. Er að fara til Vestmannaeyja á morgunn á Kvennaþing Landsbjargar ásamt hressum og skemmtilegum konum, Ólöfu vinkonu minni, Öldu jóns og Björgu Trausta. Það verður nú ekki leiðinlegt. Flott dagskrá, fyrilestrar, hópavinna, skoðunarferðir og skemmtun í bland. Þess vegna segi ég í dag þar sem ég verð ekki við tölvuna á morgunn:
Elsku fallega og skemmtilega stelpan mín Lena Margrét
til hamingju með 21 árs afmælið á morgunn,
12. september
megir þú eiga ánægjulegan afmælisdag með vinum þínum í skólanum
og mundu að maður getur allt ef maður vill það nógu mikið!!
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2008 | 11:34
Bláber og rjómi.ummm
Konni minn kom í langt helgarfrí og nýttum við það vel. Máluðuðm norðurhliðina á húsinu svo nú er bara ein hlið eftir og vonandi viðrar vel áfram svo við náum að fara hringinn fyrir veturinn. Ég var svo ánægð með lúkkið að ég dró fram sláttuvélina strax eftir síðastu rúllustrokuna og ákvað að til að fullkomna verkið yrði að slá grasið. Konni náði að stöðva mig áður en ég gat farið að blása nýslegnu grasinu upp á nýmálaða veggina og er ég honum afar þakklát fyrir það. Gat setið á mér á meðan málningin þornaði almennilega og sá þá hversu heppin ég var þegar ég var að bursta grasið af veggjunum eftir á ... afar varlega. Það hefði ekki gengið þrautarlaust ef veggirnir hefðu verið blautir. Kallast þetta ekki hvatvísi?? .. held það.
Skelltum okkur svo í berjamó á sunnudag, fram á Skeggjabrekkudal og tókum að sjálfsögðu hundinn með svo hún Perla fengi að njóta sín og hlaupa um í náttúrunni. Tveir alsaklausir ferðamenn voru á göngu í dalnum og fannst Perlu það mikil ósvífni og gelti eins og vitleysingur á þá svo Konni henti henni inn í bíl svona rétt á meðan þeir fóru framhjá okkur. Þannig átti það allavega að vera en það vildi ekki betur til en hundskömmin sem var nú ekki sátt við þetta steig á samlæsingartakkan í bílnum og læsti sig og lyklana inni, en okkur úti. Urðum við að hringja í Völu sem fór heim og sótti aukalykla, kom og bjargaði deginum. Ég ætlaði samt ekki að þora að spyrja konna hvort gemsinn væri í bílnum, eða í vasanum hjá honum, sem betur fór var hann með hann á sér. Það var nú frekar fyndið að fylgjast með Konna hlaupa fram og aftur í kringum bílinn, að reyna fá hundinn til að stíga aftur á takkann en það gekk ekkert.
Lena kom í helgarheimsókn að austan og Freyja frá Ak. Gaman að hafa þær systur á laugardag og Völu, Hörpu og Konna, fórum í pottinn og borðuðum góðan mat. Lena setti strýpur í hár systur sinnar og í Völu að þeirra beiðni. Ég reyndi nú að benda Freyju á að Lena væri nú bara búin að vera tvær vikur í skólanum og kynni nú kannske ekki allt.. sem kom á daginn... systir var ekki veinandi af ánægju á eftir... Múhahahaha..en ég hló og hló og hló....
Ég segi það og skrifa, að eins og það er nú frábærlega gaman að fá fjölskylduna í heimsókn og eiga með þeim gæðastundir, er líka bara gott að leggja sig og hlusta á þögnina þegar allir eru farnir aftur og njóta rólegheitanna.
Það fannst okkur Konna mínum á sunnudaginn.
Ójá.
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 16:18
Kjarnakonur
Fór á menningarvöku á laugardag á Ak. Hlustaði á Bubba og fleiri í Gilinu ásamt þúsundum manna og kvenna. Borðaði ástarköku og kaffi fyrir neðan samkomuhúsið og horfði síðan á Fjöllistakonuna Önnu bregða sér í líki furðufugls og fljúga við menningarhúsið nýja undir styrkum tónum frá Röggu Gísla. Tilkomumikið var þetta og skemmtilegt. Endaði svo á smá flugeldasýningu af þaki Hofs. Takk fyrir mig Akureyri.
Fór í gærkvöldi á fund Kjarnakvenna á Akureyri, ásamt Guðnýju vinnuvinkonufrænku minni. Borðuðum fyrst með þeím á Strikinu og síðan stormaði hersingin í nýjar höfuðsstöðvar S'A'A . Glæsileg húsakynni í Hofsbót. Höfum líklega verið um 30 flottar kerlur á öllum aldri.
Við höfum sett okkur það markmið að mæta á þessa fundi í vetur, Þeir eru einu sinni í mánuði, yfirleitt í fyrirlestraformi. Ein góð vinkona okkar sagði að það væri nú bara af því við fengjum að borða í leiðinni, og ég skal nú alveg viðurkenna að það er partur af prógramminu að borða góðan mat í góðum félagsskap.
Verð að hrósa versl. Heimilistækjum á Akureyri. Ég keypti þar kaffikönnuna mína góðu fyrir einu og hálfu ári, en um daginn bilaði hún svo ég fór með hana til þeirra og viti menn.. Ég fæ bara nýja könnu þar sem það var tveggja ára ábyrgð á græjunni.. Hefði getað tekið nýja könnu með mér heim, en hún var bara ekki til í réttum lit fyrir mig svo ég mun bíða róleg þar til um helgina. Keypti kakógræjur til að nota í vélinni og þá sagði indæli starfsmaðurinn að ég þyrfti ekki að borga kakóduftið þar sem það væri að nálgast síðasta söludag.. fékk það í bónus, en ég var eins og alltaf gleraugnalaus og sá því engar dagsetningar, enda ekkert að spá í það. Svona eiga danir að vera
Lena blómstar sem aldrei fyrr fyrir austan í skólanum, finnst mjög gaman að náminu og allir svo voða skemmtilegir og almennilegir. hún er komin í heimavistar- og nemendaráð, svo það gustar greinilega af henni. Kemur mér ekki á óvart þar sem hún er nú skemmtileg og dugleg stelpa þegar viðrar vel hjá henni og hausinn er í lagi.. Vona að það verði svo áfram.
Eignaðist lítinn frænda á mánudaginn.. William Geir Gulluson og Jóhanna fengu prinsinn sinn.. Til hamingju allir.
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2008 | 14:17
20 ár frá skriðuföllunum í Óafsfirði
Í gær voru 20 ár liðin frá skriðuföllunum hér í Ólafsfirði eftir mestu rigningardaga í manna minnum. Man eins og gerst hafi í gær þegar Konni kom heim og sagði að ég yrði að koma smá rúnt með honum, því götur bæjarins væru á floti, og græn svæði orðin að tjörnum. Ég hafði ekki farið út í 3. daga, var heima að pakka niður því við vorum að flytja inneftir og ég að fara í skóla.
Tókum krakkana, Sigurð Óla 8 ára, Freyju 4 ára og Elís Hólm, bróðurson minn sem var hjá okkur í heimsókn og tróðum þeim í pikkuppinn tengdapabba sem við vorum með í láni vegna flutninganna, ég var með Lenu Margréti að verða eins árs, í fanginu frammí og keyrðum um bæinn.. og vá.. vá .. Konni var sko ekki að skrökva , það var allt á floti.
Keyrðum út að ruslahaugum til að snúa við, er þangað var komið byrjaði Sigurður Óli að öskra aftur í, ég sagði honum að hætta, en hann gerði það ekki, svo ég leit við og sá þá að fjallið var bara að koma niður og Elís sem var fimm ára sagði.. snjóflóð.. hafði örugglega aldrei heyrt orðið aurskriða.. Konni náði að snúa bílnum þannig að skriðan kom beint aftan á okkur og síðan sigldum við útaf veginum í rólegheitum og niður bakkann. Man sérstaklega eftir ískrinu þegar stórgrýtið var að nuddast í bílinn.. Þetta gerðist afskaplega hægt allt saman og við vorum eins og bátur í ólgusjó, vögguðum til og frá.. Björgunarsveitin var komin eins og skot, enda var bíll á undan okkur sem slapp við skriðuna, Dísa og Trausti. þau brenndu strax niður í bæ og létu vita.
Man að það var frekar erfitt að komast út úr bílnum og þurfa svo að klöngrast í drullu og grjóti sem náði manni upp í mitti, til að komast í björgunarsveitarbílinn, en þessar elskur hentu sér í drullumallið til að hjálpa okkur að komast í skjól með krakkana og auðvita þurfti að halda á þeim yfir skriðuna. Mér fannst ömurlegt að setjast inn í björgunarbílinn svona agalega drullug. Enginn meiddist, Lena fékk eina skrámu á kinnina og hef ég líklega rekið nögl í hana.
Þegar við komum svo á Aðalgötuna er stóra skriðan nýfarinn og aurinn flýtur niður brekkuna. Það var alveg ömurlegt að horfa á drulluna leka svona yfir bæinn sinn.
Heinsunarstarf gekk vel og leið ekki á löngu þar til bærinn var orðinn hreinn og fínn á ný.
Gott að rifja þetta upp og þakka fyrir að engin slys urðu á fólki í þessum hamförum.
Ætla að eiga góða helgi, á menningarnótt á Akureyri til Freyju og Harðar, en hef ekki séð þá englabossa í hálfan mánuð sem er allt of langur tími, fyrir mig að minnsta kosti.
Góða helgi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2008 | 11:54
Allt að gerast..
Komin tími á blogg.
Handboltafárið í hámarki í kvöld þegar okkar menn verða hylltir og þjóðarstoltið veldur manni nánast yfirliði. Ætla að sitja límd við kassan og ekki missa af neinu, reika líklega milli stöðva svo maður sé með á nótunum báðu megin. Allir að panta pizzu í kvöld.
Fórum austur með Lenu á laugardag og leist henni vel á vistina og allt það. Skólinn er byrjaður og henni finnst þetta voða gaman og spennandi. Vona að svo verði áfram. Bryndís vinkona hennar og sonur frá Dalvík eru líka á vistinni og gott að vita af einhverjum sem maður þekkir í grenndinni...
Sigga, Ólöf og Gulla fóru á MAMMA MIA í bíó.. aftur.. sungum, hlógum og skemmtum okkur og slepptum fram af okkur beislinu. átum popp og drukkum kók. Fórum á klósettið í bíóinu, sumar á kvennaklósettið, aðrar á karlapisseríið... ( Hver ætli það hafi verið?)...Fórum í búðir og fengum okkur að borða.. Gaman saman.. Heimsóttum Jónu Lísu í vinnunna (AK. -kirkja) og skruppum með henni yfir í sveitina á nýja fallega heimilið hennar í sveitinni.. Alveg yndislegt húsið hennar og útsýnið frábært.
Á sunnudag var lítill maður í næturgistingu hjá ömmu og afa, skemmtilega stilltur og svo góður að fara að sofa í ömmuholu. fór síðan með hann á leikskólann á mánudag, en hann er nýbyrjaður og segja fósturnar mér að hann sé svo blíður og góður að þær þurfi að passa upp á að gleyma honum ekki.. ögn líkur pabba sínum þessi drengur..múhahaha.. En hann er nú bara nýbyrjaður og á eflaust eftir að láta vita af sér svo hann gleymist ekki. Ég er auðvitað að tala um Konna Þór júníor. Harpa systir var á spítalanum að láta fjarlægja rör úr eyrunum og gekk það með glans, enda dugleg stúlkan sú og kallar ekki allt ömmu sína..Skemmtilegir krakkaormar sem ég á. ójá..
Kallarnir á sjó og fiskerý ágætt. Kóræfing í kvöld .. alltaf nóg að gera..
Freyja og Hörður komin endurnærð úr sólinni á Spáni, hlakka til að hitta þau um helgina á menningarnótt á Akureyri sem ég ætla ekki að missa af enda frábærir listamenn í boði og ýmsar uppákomur um allan bæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2008 | 15:51
Strákarnir okkar..
Er enn hálf lömuð eftir leikinn við spanjólana... Strákarnir okkar .. þeir eru bara snillingar og lang bestir..
Frestuðum för austur þar til á morgun laugardag þar sem heimavistin getur ekki tekið á móti nemendum fyrr en á sunnuda, svo maður horfir líklega á lokaleik ólympíuleikanna, þegar við tökum Frakkana í gegn og hirðum gullið .. á Neskaupsstað. Ætla að reyna að finna stað þar sem fólk safnast saman við imbann og fagna gífurlega í leikslok.. hvernig sem fer á endanum.
Áfram Island
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 12:00
Berjablátt
Minn ástkæri eiginmaður á afmæli í dag
Til hamingju með daginn elskan
já hann konni minn á afmæli og eyðir deginum við það sem honum finnst skemmtilegt.. með veiðistöngina í Brunná í Vopnafirði. Hann fór í gær og kemur líklega heim á morgunn, nei ekki heim, heldur á Húsavík og svo beint á sjóinn.
Lena er byrjuð að pakka niður, ég taldi um 20 skópör í kassa hjá henni og hélt smá ræðu um pláss í bílnum og forgangsröðun. Hún sagði mér að hafa ekki áhyggjur, bílstjórasætið væri mitt og hún myndi raða í bílinn. Skil bara ekki af hverju dætur mínar þurfa svona mikið af skóm. Hún á eftir að pakka stígvélum og var ég að reyna að benda henni á að það kæmi líka snjór á Austfjörðum og hún þyrfti ekki svo mikið að opnum blankskóm en það er alveg sama, hún þarf alla þessa skó segir hún.
Ég hef þegar tilkynnt að það þýði ekki að hringja heim og biðja mömmu að senda þetta og hitt sem ekki komst í bílinn, eða "gleymdist" (því skótauið tók allt plássið). Nei hún ætlar ekki að gleyma neinu mikilvægu. Ætlum að keyra á Norðfjörð á fimmtudag en þá verður skólinn settur og fyrsti skóladagur er svo á föstudag. Vonandi plummar hún sig fínt stelpan í hárgreiðslunáminu... Nú er bara að krossa fingur .... og senda henni góða strauma...
Berjadagar afstaðnir. Ég fór í gærkvöldi á Berjablátt afmæliskvöld í Tjarnarborg og varð ekki fyrir vonbrigðum, frábærir listamenn matreiddu fjölbreytta tónlist sem ég hafði mjög gaman af. Fyrir framan okkur mæðgur sat Höddi Björns (skólastjóra) ætli þetta sé sonur Harðar Björns skólastjóra sagði mamma við mig. Nei þetta er Hörður sjálfur sagði ég og hló. Mamma ætlaði að rífa í öxlina á honum, en ég stoppaði hana... Þá sagði þessi elska: ég ætla að segja honum að ég hafi haldið að hann væri sonur sinn... MMMjög fyndið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2008 | 15:50
Strákarnir okkar..ójá
Er í skýunum eftir að hafa horft á handboltaleikinn Ísl- Þjóðverjar.. Vá hvað það var gaman að taka heimsmeistarana og pakka þeim. Mér líður eins og ég hafi verið inná, er dauðþreytt eftir spennuna, en við vinnufélagarnir fylgdumst með leiknum og fögnuðum hverju íslensku marki. Vonandi eru strákarnir að toppa á hárréttum tíma, virðast einbeittir og frískir, ekki þunglamalegir og þreyttir eins og á undangengnum mótum.. Held að Gummi þjálfari viti upp á hár að menn þurfa líka að hvíla vel á milli æfinga.
Afmælisbörn dagsins:
Óli mágur minn og Svavar Óli Agnesar og Ólasonur eiga afmæli í dag
Hamingjuóskir í tilefni dagsins
Við Ellen Helga ætlum að skjótast á Sandinn í afmælisveislu seinni partinn í dag. Það verður nú ekki leiðinlegt. Harpa og konni fara hins vegar í afmæli til ömmu sinnar á Ak í dag, svo það er nóg að gera þennan dag í afmælum.
Berjadagar um næstu helgi og af nógu af taka, þó ég sé ekki mikill klassíker, mæti ég alltaf á einhverja viðburði og sleppi helst ekki berjabláu sunnudagskvöldi þar sem listamennirnir slá á létta strengi og ekki skemmir Guðmundur Ólafsson (Gummi Fjólu) kvöldið með nærveru sinni.. Alltaf jafn skemmtilegur hann Gummi okkar. Gleymi seint þegar hann frumsýndi TENÓRINN hér á Berjadögum fyrir nokkrum árum.
Svo það þarf engum að leiðast í firðinum fagra.. Ónei.
Gott að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 11:59
Helgarrölt ...
Jæja, þá er sumarfríi lokið að sinni og kerlan mætt í vinnu. Þegar ég er heima í fríi opna ég helst ekki tölvuna, þess vegna hef ég ekki verið dugleg að blogga. Hafði það gott í sólinni og góða veðrinu sem hefur leikið við okkur hér í firðinum. Við vorum mest megnis heima vegna veðurs, engin ástæða til að fara eitthvað í leit að betra veðri svo við hjónakornin dunduðum í garðinum við moldarflutninga, grassáningu og fleira. Konni setti nýja skjólveggi á svalirnar þar sem það næddi svo um hann við grillið, svo nú getur hann grillað að lyst án þess að spá í vindátt..
Vorum á Ak. um verslunarmannahelgina, nema konni stakk af í veiði í Mýrarkvísl (fékk 2 laxa) og notaði ég tækifærið og fór á ball í Vélsmiðjunni (held það sé nafnið núna) ásamt Guðnýju vinkonu minni. Það var merkileg lífsreynsla að skella sér, langt síðan ég hef séð annað eins safn af ófríðum miðaldra karlmönnum, skil bara ekki hvernig á þessu stóð, kannske var þetta auglýst ball fyrir ófríða, ekki að ég hafi verið að leita spes af fallegum eða huggulegum mönnum, þetta var bara svo skrítið. hehe. En Sigga Beinteins og Bryndís Ásmunds ásamt hljómsveitinni Von klikkuðu ekki á stuðinu.
Toppurinn á helginni var í hád. á sunnudag á tónleikum Guðrúnar Gunnars, Valgeirs, Ingu Eydal og Ingimars þar sem þau tóku nokkur akureyrsk lög í lundi við iðnaðarsafnið. Þvílík notaleg stemming sem myndaðist og í bónus var boðið upp á Vallash og pilsu með öllu +rauðkál og allt undir.
Flugeldasýning um kvöldið og síðan heim í fjörðinn.
Sama uppi á teningnum s.l. helgi. Flakkað milli Fiskidags og heimahaga. Súpuröltið indælt á föstudagskvöld með barnabörnin Ellen og Hörpu, gott veður og skemmtileg stemming. Kíktum aðeins á laugardag á bryggjuna, en okkur var skítkalt svo við vorum nú ekki lengi, hlustuðum á karlakórinn sem er bara stórkostlegur og drifum okkur svo heim. Konni og Lena fóru síðan á sjó, en við Ellen, Freyja og Hörður fórum í brekkusönginn og flottu flugeldasýninguna hjá nágrönnum okkar um kvöldið.
Horfði svo á Strákana okkar taka Rússana í handboltanum á ól. um nóttina. Þvílíkt flottur leikur hjá okkar mönnum...
Ekki leiðinlegt og vart hægt að biðja um meira...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)