Færsluflokkur: Bloggar

Vesen á karli...

Meira vesenið á karlinum.. Held að hann hafi bara langað að komast í moggan... Nei annars er þetta eitthvað smotterý sagði minn maður, þegar hann skrapp heim  í gærkvöldi. Einhver slanga eða barki að þvælast fyrir.. Annars hefur verið rólegt yfir miðunum.. lítið fiskerí eftir aflahrotu fyirir páskaWink

hann er farinn aftur á Húsavík og væntanlega til veiða í dag..Smile

Annars allt í gúddí, Ellen kemur í kvöld og planið er að fara Á Andrésarleikana á fimmtudagsmorgunn.. Það verður gaman að fylgjast með krökkunum, en skilyrði er að það verði gott veður, annars nenni ég ekki í fjallið. Frown


mbl.is Dreginn í land af Grímseyjarsundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í plati hjá samfylkingu...

Ég fór í ræktina fyrir kl 7 í morgun, tilbúin að takast á við daginn í vinnuni og taka á móti frambjóðendum samfylkingarinnar í NA- kjördæmi sem á sem höfðu hringt á fimmtudag og boðað komu sína til okkar kl. 10 í morgunn. Dagurinn leið án þess að þau létu sjá sig og vorum við þó búin að hella á könnuna og reiða fram Nóa- konfekt.. Verst þótti mér þó að súkkulaðið fór allt ofan í mig í, vinnufélagar mínir eru mun stapílli þegar kemur að Nóa en ég.Frown

Ég verð að segja að mér finnst þetta léleg framkoma af liðinu og veit svo sem ekki hverju á að búast við af þeim í framtíðinni... Þau hefðu getað hringt.. Halló.. við komumst ekki.. kannski vissu þau að engin atkvæði var að fá á mínum vinnustað.. hver veit.. Sideways

Nú er stóri dagurinn hjá Ellen Helgu.. sýning í Borgarleikhúsinu í Freestyle dansinum sem hún hefur verið að læra síðan um áramót. Hún var frekar leið yfir að við komumst ekki, en skildi það svosem þar sem það er mánudagur, hefðum líklega farið ef sýningin hefði verið um helgi. Hún tók þó gleði sína á ný, þegar klárt var að hún kæmi norður í heimsókn á miðvikudaginn og yrði fram á sunnudag.. Verst að vinirnir hennar hér verða trúlega á Andresar- leikunum á Ak. þessa daga. Amma verður bara að skottast með hana í fjallið og fylgjast meðSmile Tu-Tu Tu - Gangi þér vel í dansinum dúlla grams..

Verð að segja frá síðustu kvöldmáltíðinni á Kanarí.. Borðuðum á Ítölskum, æðislegum veitingastað sem heitir ROMA.. Man. United og Roma voru að spila í meistarakeppninni og höfðum við ekki undan að fagna.. Þvílíkur leikur hjá okkar mönnum.. Mamma heldur reyndar með Arsenal og Þórgunnur með Hetti,Smile og voru þær orðnar mjög leiðar á látunum í okkur og þeim Bretum sem þarna voru.. kenndu svo í brjósti um Ítalana sem voru orðnir ansi brúnaþungir... Leikurinn var sýndur á 3 skjám þarna inni og var ég mest hissa á að ekki var slökkt á tækjunum.. þvílík úrtreið sem þeir fengu...he..he..Smile 

Því miður var Arnar ekki í Rooney skyrtunni sinni sem hann keypi.. fyrir ..ég ætla ekki að ljóstra upp verðinu af þvi mér þykir mjög vænt um bróðir minn.. en eftir þau kaup hættum við að tala í evrum og töluðum í Rooney-um.. Hins vegar vorum við sammála um að hún hefði verið hverrar evru virði eftir frammistöðu okkar manns í leiknum...

Þetta var toppurinn á átveislum okkar þarna úti.

Gott að sinni


Fylgið upp!!!

Var að sjá nýjustu skoðanakannanir um fylgi flokkana.. Minn flokkur er á uppleið..Smile komin í 43.4% glæsilegur árangur, þó að ég viti eins og aðrir að kannannir eru ekki úrslit, en gefa þó einhverja vísbendingu. Ég gladdist sérstaklega að sjá fylgið aukast í NA- kjördæmi, enda flottur listi sem við erum að bjóða fram. VG eru á niðurleið..mældust með 16.7%-- úr 23.3%. Það er nær lagi, það var ekki normal fylgið sem þeir voru að mælast með...FootinMouth

Hef verið að fylgjast með fréttum af landsfundinum og stendur uppúr ræða formannsins og sér í lagi stefna flokksins í málefnum eldri borgara og viljinn til að taka við heilbrigðismálunum..Sé mikið eftir að hafa ekki farið á fundinn, hélt ég myndi ekki nenna eftir Kanarí, svo ég gaf sætið frá mér.. mistök.. hefði verið gaman að vera í stemmingunni fyrir kosningarnar.LoL

Hef verið að hlusta á viðtal við Sigurð Kára kristjánsson í morgunn, skemmtilegur strákur og hefur margt fram að færa, en ég get ekki verið sammála honum um áfengið í matvöruverslunum, hann hefur lagt fram frumvarp þess efnis á hverju þingi í 4 ár... Af hverju getur maður ekki keypt vín í ostabúðinni, er spurt... ef þú nennir í ostabúðina hlýtur þú að nenna í ÁTVR eftir rauðvíninu með ostinum... Mín skoðun litast auðvita af því að ég ér alkoholisti og hef séð afleiðingar ofneyslu vímuefna (áfengi er nefnilega löglegt vímuefni) á mínum nánustu og reynt á eigin skinni, og hræðist þar af leiðandi að fólki sé gert enn auðveldar um vik að nálgast þau.... Og hana nú...Frown

Annars er ég að reyna að manna mig upp í að byrja aftur að læra eftir fríið.. en ég nenni því ekki.. Verð samt.. Samfylkingarfólk er búið að boða komu sína til okkar í vinnuna í fyrramálið og verður gaman að hitta Möllerinn og félaga..Hann er skemmtilegur og hress. Nú fara þeir að streyma til okkar, enda kosningar framundan og allir koma við í starfsstöð Alþingis á landsbyggiðnni og forvitnast um hvað við séum að gera..

Freyja Hörður og Lena komu á föstudaginn og borðuðu með okkur, við Freyja fórum svo til Evu Rúnar og Gullu, Freyja ætlar að sauma fermingarfötin á Evu, svo þær voru að velta fyrir sér efnum og svoleiðis dóti, Gulla fær engu að ráða, dóttirin hefur ákveðnar skoaðnir á hvernig hlutirnir eiga að vera, og Gulla frænka mín virðir að sjálfsögðu óskir dótturinnar...Wink Minnir mig á þegar Freyja var fermd, þá var hún með puttana í öllu og hafði skoðun á minnstu smámunum og réð ferðinni...Gaman af svona stelpumLoL

Konni farinn á sjóinn, og ég ein og yfirgefin heima.. (setti nokkrar myndir inn úr ferðinni).

nóg að sinni


Komin heim..

Hola!

jæja, nú er maður komin heim úr sólinni og búin að klæða sig í sokka. Ferðin okkar var frábær í alla staði, veðrið var æðislegt, sól alla daga, og gaman hjá okkur systkinahópnum mökum og mömmu. Mamma var þvílíkt dugleg að hreyfa sig og gekk eins og bersekur um alla eyjuna, hún var reyndar orðin frekar þreytt á kvöldin. Hún keypti handa okkur fötur skóflur og dót til að leika með í sandinum á ströndinni og mun ég setja inn myndir af því sem við bjuggum til.Smile

Á páskadag fórum við í messu til Jónu Lísu í afskaplega fallega kirkju þar sem norðulandaþjóðirnar hafa aðstöðu, það var alveg yndisleg stund og þar kom fram opinberlega í fyrsta skipti ung stúlka Þóra Björg Matthíasdóttir, og söng Amazing Grace.. Alveg svakalega  flott hjá henni, ég fékk tár í augun og gæsahúð, og var ekki ein um það. Hún er að læra söng í Las Palmas. Við eigum örugglega eftir að heyra meira í þessari stúlku í framtíðinni.  Fórum svo með jónu Lísu og Stebba á kaffihús eftir messuna og áttum þar góða stund með þeim. Um kvöldið borðuðum við á Klörubar ásamt fullt af íslendingum tudda með bernies og alles og hangikjöt í tartalettum í forrétt, sumir fengu sér íslenskan lax.. nammi namm. Þar kom Þóra aftur og söng nokkur lög..Halo Skemmtilegt...

En eins og er gaman að fara í smá frí er enn skemmtilegra að koma heim.. Fórum strax í gær á Akureyri að hitta börnin og barnabörnin. Þau höfðu greinilega saknað okkar um hátíðina. Það er nú einusinni þannig að þó þau séu ekki alltaf alveg upp í manni þá finnst þeim nú betra að hafa gamla settið á sínum stað..he he. Lena sagðist sko hugsa sig alvarlega um áður en hún leyfði okkur að fara í burtu um hátíðar.. Konni litli þór braggast vel og mér fannst hann hafa stækkað og breyst á þessari rúmu viku.

Benndi snúðurinn kominn til vinnu..Adios.

 

 


Adiós..

Hola!  þá er stangveiðitímabilið hafið, las ég á mbl i morgun, fanst það fyndið því Konni ætlaði að “kíkja„ aðeins út í vatn eftir hádegi, hann hefur verið að hnýta flugur í allan vetur, og honum hefur farið mikið fram sýnist mér þó ég hafi ekki mikið vit á þessu. Þær hafa í það minnsta minnkað.. voru ansi stórar fyrst, enda maðurinn með stórar hendur.FootinMouth

Við vorum með páskaveislu í gærkvöldi. Börn, tengdabörn, barnabörn og Þórður og Hófý komu í mat. Gerði eftirrétt og alles og enduðum síðan í páskaeggjum og kaffi.. Allir saddir og sælir. Konni litli Þór  var að koma í fyrsta sinn i fjörðinn og held ég honum hafi litist vel á. Konni minn er hinsvegar komin í páskafrí og Sigurður Óli kominn um borð að leysa pabba gamla af. 

Við förum suður í eldsnemma í fyrramálið, Konni þarf í Hafnarfjörðinn að fylgjast með bátasmíðinni, en ég ætla að reyna að hitta á Ellen Helgu og bjóða henni að "hanga" með ömmu. Wink

Síðan flug í sólina eldsnemma á miðvikudag... jibbý jey.. farið vel með ykkur á meðan við erum í burtu og gangið hægt um gleðinnar (bakkusar) dyr. Páskar geta endað með ósköpum eins og aðrar hátíðir og frí... Gerið eitthvað skemmtilegtWizard Það ætlum við Konni minn að gera..endalaus stundin okkar..SmileHeartSmile Hasta luegos..Adiós..


Dýrðardagur..

Þvílíkur dýrðardagur!! hitinn hér í firðinum fagra er komin upp í 15.2 gráður, sunnan gola og ég þarf að taka á honum stóra mínum til að rjúka ekki út í garð og hreinsa blómabeðin,, en ég veit af fyrri reynslu að það er ótímabært. Það á örugglega eftir að kólna og snjóa áður en vorið kemur fyrir alvöru. Svo ég ætla bara að tína rusl af lóðinni og sópa séttir í dag.Smile

fór í ræktina og svo í pottinn í morgun, það var slatti af fólki og fullt af börnum, gaman að sjá hvað allt lifnar við þegar hlýnar.

Arnar hringdi í morgunn, þau voru á ströndinni og höfðu það gott. Hann sagði að mamma væri í skýjunum, þau eru að þvælast með hana um allt, og sagði að ef þau  leyfðu henni að setjast niður...þá sofnaði hún... ég bað hann nú að klára hana ekki svo hún lægi ekki í rúminu þegar við mætum á svæðið.

Jæja, best að koma sér út í góða veðrið.Cool


Grænt eða grátt..

Enn einu sinni komin helgi. Ég skil þetta bara ekki hvað tíminn er fljótur að líða. Jólin eru nýbúin og páskarnir að koma. Þetta er ekki eðlilegt.. En samt gott að tíminn liður hratt akkúrat núna, því ég get ekki beðið að komast í sólina og góða veðrið.. Það er enginn friður fyrir Arnari og co á Canarí (nota ý og í til skiptist, því ég er ekki viss..) þau eru alltaf að hringja, leiðist svo eftir mér.. hlýtur að veraCool Nei ..mamma gleymdi gleraugunum sínum á gistiheimilinu í KeflavíkBlush svo ég þarf að mæla mér mót við einhverja konu í Leifsstöð kl 5 á miðv.dags. morgun og ná brillunum svo gamla geti séð eitthvað seinni vikuna..he..he..

Hófý og Þórður komu í kaffi í fyrrakvöld og Hófý gleymdi símanum sínum.. Guð minn góður!! hvernig verður fyrir mig, svona akkúrat ekki gleymna manneskju að vera með þessum ellismellum í marga daga, ég vissi að við þyrftum að passa upp á mömmu, en..hin.... 

Skyldi vera sól í Hafnarfirði í dag? Ég er svolítið spennt fyrir Álvers-kosningunum þar, mér finnst hún vera svolítið hættuleg þessi umræða að það megi bara ekki virkja neinstaðar, og allt eigi að vera vænt og grænt. kommon .. Það hlýtur að vera hægt að fara milliveg. Hef verið að lesa bloggið hans Ómars Ragnarssonar, fannst hann skemmtilegur þegar ég var krakki, en hann er nú bara orðin snar-ruglaður karlgreyið..Ef maður er ekki grænn, þá er maður víst grár, að mati umhverfissinna. Það er grænt eða grátt,,svart eða hvítt, og ekkert þar á milli.. Ég vil eiga kost á fallegri náttúru, hreinu umhverfi, fara bil beggja, en ég nenni ekki að fara í torfkofann aftur með grútarlampa.Frown

Eins og einn góður vinur sagði um daginn að hann ætlaði að setja upp kertaverksmiðju, það væri eina vitið, ef vinstri grænir kæmust að , og lokuðu fyrir rafmagnið... þá verður gott að eiga nóg að kertum...Shocking Þetta var auðvita grín hjá honum..en..

Konni landaði rúmum 11 tonnum í fyrrakvöld, síðan var bræla í gær. svona er það nú..

Nóg í bili.


Ummmm...

Arnar hringdi í mig í hádeginu, sæll og glaður, lentur á Canarí í 25 stiga hita og sól.. eins og mér sé ekki sama.. nei djók..Cool gott að vita að það snjóar ekki á þau. Ég get varla beðið eftir að komast út, fara úr sokkunum, í stuttbuxur, og sandala, klæða mig helst ekki i viku, né vaska upp, ekki setja í þvottavél, ekki elda mat... bara liggja og tjilla, göngutúrar, í hægum gangi, út að borða á kvöldin...ummmmmmmmmmmmmmmmm...ummmmmmmmmmm..

Árshátíð skólans gekk vel og voru sýndar skemmtilegar stuttmyndir frá hverjum bekk, dagskráin var kannske heldur löng, en þetta slapp til. Andrea var kynnir og stóð stelpan sig með stakri prýði...minnti mig á þegar ég var kynnir á árshátíð GÓ fyrir margt löngu, í gráum síðum skilkikjól sem Gulla átti, og erum við nú að spá í hvað varð af þessum kjól. Ef einhver veit...vinsamlega látið Gullu vita...Smile

Maturinn var mjög fínn og eiga kennarar og foreldrar heiðurinn af honum.. Nú eru Harpa Hlín og konni litli Þór komin með sameiginlega síðu á barnalandi, gaman að skoða hana..Halo

nóg í bili.


Betra er seint en aldrei..

Ég gladdist ákaflega þegar ég las á mbl. að ríkisstjórnin hefði samþykkt að setja 90 millur í ferðasjóð fyrir íþróttafélög.. komin tími til að jafna aðstöðumun félaganna á landinu. Ég man þá daga er við vorum að burðast með svakalegan ferðakostnað í fótboltanum í úrvalsdeildinni, flestir leikir voru fyrir sunnan og tók mikinn tíma og mikla peninga að ferðast. Þá vældu forráðamenn liðanna  á höfuðborgarsvæðinu yfir að þurfa að koma norður í einn leik á sumri.. það var svo dýrt... Ómögulegt að vera með litla Leiftur í toppdeildinni... Mikið var að menn áttuðu sig..Smile

Arnar og Þórgunnur kvöddu mig áðan, voru að fara suður og út í fyrramálið..það var ekki laust við að ég öfundaði þau, það er snjómugga hér.... En bara vika þar til ég verð komin í sólina til þeirra ..svo ég ætla að halda ró minni. Árshátíð Grunnskólans er í kvöld, ég ætla með Andreu, fyrst foreldrarnir eru farnir, hlakka til, árshátíð krakkanna er alltaf skemmtileg og flottur matur og alles...

Nýtt fyrirtæki var stofnað hér í bæ s.l. föstudag. Ægir Ólafs er komin með fyrirtækja-veisluþjónustu.. já, hann mætti hjá okkur stundvíslega kl. 10. á kaffitíma með vöfflur, sultu, súkkulaði og rjóma. Og erum við komin í föstudagsáskrift. Ekkert smá glæsilegt.. Hægt er að hringja í hann með stuttum fyrirvara og panta Coolgúmmelaði með kaffinu.

Annars allt í góðu, bilaði reyndar hjá Konna, en verður komið í lag í dag..landaði 6 tonnum í gær karlinn. Nafni er ákaflega góður, sefur og drekkur, sefur og drekkur..eins og ungabörn eiga að vera samkvæmt uppskriftum í bókum.

Nóg að sinni.


Fjör á Hlíðarveginum

Það er búið að vera mikið fjör hér á Hlíðarvegi 48  siðasta sólarhringinn. Orri, Ellen og Harpa Hlin eru í heimsókn hjá Ömmu og afa.. Fórum og kíktum á snjósleðamótið seinni partinn í gær og fannst þeim misgaman eftir aldri. Ellen vildi auðvita komast í návígi við fólkið , en Orri vildi vera í hæfilegri fjarlægð., og Harpa var bara í fanginu á afa.. Það var öruggast, enda mikill hávaði sem fylgir svona mótum, en það var mjög gaman að fylgjast með, og ótrúlegt að þeim sem stóðu að mótinu skyldi takast svo vel til í snjóleysinu sem hér er. Hitin var um 7-8 stig og vindur. Vona að það fari nú að vora smám saman. Mamma kom svo og kvaddi alla í gærkveldi, var að fara suður í morgunn áleiðis til Canarý, fer út á miðvikudag ásamt Arnari og Þórgunni..Smile Við Konni, Þórður og Hófý förum svo viku seinna, ætlum að eyða smá tíma saman systkynin og mamma... í sólinn um páskanaCoolGrin

Það verður ekkert smá skemmitlegt, við erum búin að hafa lúmskt gaman að mömmu út af þessari ferð, því hún er mjög spennt fyrir að vera með börnunum sínum og hefur verið að lesa okkur lífsreglurnar í hinum ýmsum efnum. Fyrir nokkrum vikum sagði hún mér að hún ætlaði með pönnukökupönnuna með sér svo hún gæti bakað pönnsur handa okkur.....og bað mig að koma með ...vanilludropa... Ég dó næstum úr hlátri.. sagði að ef hún nennti að dröslast með pönnuna.. gæti hún gott og vel farið með dropana líka.. hún hlýtur að hafa verið að meina litlu glösin.. ekki lítersflöskuna!!! Svo endirinn varð að hún fór bæði með vanillu og kardó dropa.. bara að hún verði nú ekki tekin með þetta í tollinum ....GetLost

En við erum að fara á AK að hitta prinsinn, og skila eitthvað að börnum og ætlum í bíó með þau eldri

gott að linni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband