Færsluflokkur: Bloggar
23.3.2007 | 09:14
Lífið - notkunarreglur..
Freyja mín fór á generalprufu á leikritinu hans Þorvaldar FRÆNA míns, í gærkvöldi og var yfir sig hrifin af verkinu..Lífið - notkunarreglur. Mér skildist á henni að þau hafi nánast verið leikendur í stykkinu, leikarar töluðu til þeirra og náðu góðu augnsambandi.. Hún fann sinn boðskap í verkinu.. og er nú þegar búin að venda lífi sínu í kross og forgangsraða upp á nýtt. Henni fannst textinn mjög góður og mátulega ...djúpur.. tónlistin frábær, uppsetningin skemmtileg (sviðið og búningar) og leikararnir góðir. Verkið bara falleg og skemmtilegt. Það er ljóst að Þorvaldur á ekki langt að sækja hæfileika sína í ritsmíðum..og fleiru, hann er ekkert smá heppinn að vera skyldur mér..
Ég sauðurinn, ætlaði að sjá verkið fyrir páska, en samkvæmt nýjustu fréttum er orðið uppselt á einar 12 sýningar, svo ég þarf að bíða.. og bíða. Hugsaði ekki út í það að panta miða. Til hamingju sýninguna Þorvaldur. Frumsýningin er í kvöld.
Við hjónakornin fórum á tónleika með Stebba Hilmars og Eyfa í gærkvöldi í Tjarnarborg. Þeir voru alveg yndislegir, bæði tónleikarnir og þeir félagar. Spiluðu gamalt og nýtt í bland, aðallega gamalt, enda orðnir harðfullorðnir mennirnir. Góðir lagasmiðir og Stebbi alveg einstaklega góður textahöfunur. Skemmtilegt spjall þeirra við tónleikagesti á milli ábreiða. Gaman að sjá hversu vel var mætt á tónleikana og ljóst að Ólafsfirðingar láta ekki góða skemmtun fram hjá sér fara.
Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2007 | 16:13
Góðir hlutir gerast hægt..
Góðir hlutir gerast hægt, bestu hlutirnir gerast aldrei.... finnst fólki úr á landsbyggðinni...Þetta sagði góður náungi sem heimsótti okkur í vinnuna í morgun.. lét þessi orð falla af einhverju tilefni sem ég man nú ekki lengur hvað var.. Mér finnst þetta alveg frábær setning.. Þetta lærði ég í brennsameðferðinni um árið að góðir hlutir gerðust hægt, en ekki með að það besta gerðist aldrei..he..he.
Ég treysti mér nú loks til að skrifa um hrylling sem ég lenti í um daginn.. ekki einu sinni heldur tvisvar..Verð að koma þessu frá mér..
Málið er að ég lærði fyrir nokkrum árum af einum AA félaga mínum, að ef maður sæi eitthvað sem mann langaði í, ætti maður ekki að kaupa það strax, heldur bíða í viku.. og ef mann langaði enn jafn mikið í hlutinn(og ætti fyrir honum) gæti maður skoðað að kaupa hann, því maður er oft að kaupa einhvern bölv.. óþarfa.. Ókey.. Mér fannst þetta brilljant og hef farið eftir þessu..
Ég er skósjúk, þetta er arfgengur kvilli, sem erfist eingöngu í kvenlegg og eru báðar dætur mínar haldnar þessum sjúkdómi. Freyja er sínu verr farin en við Lena(held að hún eigi um 70 skópör, reyndar flest keypt í kíílóatali hjá Rauða krossinum og hjálpræðsihernum).
Ég sá semsagt enn eina draumaskóna fyrir nokkrum vikum, skó sem ég er búin að bíða eftir að einhver framleiddi handa mér.. voða góðir skór með litlum sem engum hæl, sem mér finnst kostur, mikið mjúkir og svartir og allt... Akkúrat skórnir sem mig vantaði núna... (veit ekki hvort Konni yrði sammála að mig bráðvantaði skó) en ég ákvað að bíða og sjá hvort mig langaði jafn mikið í þá næst þegar ég færi í bæinn.. Alla vikuna hugsaði ég ekki um annað en skóna, sem biðu mín í næstu bæjarferð... mér versnaði og versnaði eftir sem leið á vikuna og loks kom föstudagur og ég brunaði í bæinn til að kaupa skóna....EN...ÞEIR VORU BÚNIR Í MÍNU NÚMERI...ARRR..GRR... ÉG VAR GRÁTI NÆR Í BÚÐINNI, EN KOMST ÚT Í BÍL ÁÐUR EN ÉG GAF TILFINNINGUNUM LAUSAN TAUMINN...Ákvað svo að kaupa peysu sem mig bráðvantaði í vinnuna... nýja gollu á nýja vinnustaðinn..hafði séð hana í fyrri bæjarferð..HÚN VAR BÚIN LÍKA.. Ef að Þessi fj.. AA félagi minn er ekki búinn að vera með hiksta í viku þá veit ég ekki hvað...
Lærdómurinn= kAUPTU NAUÐSYNJAR EINS OG SKÓ OG PEYSUR STRAXXXX EF ÞÉR LÍST VEL Á.. Ef ekki ... kaupir einhver annar það..Ef að þetta var ekki píslarsaga nú á föstunni fyrir páska. Olli mér að minnsta kosti mikilli þjáningu og gerir enn..
Vala og Konni litli eru komin heim af fæðingardeidinni, allt gengur vel, held að ég verði að skreppa eftir vinnu á morgunn og kíkja á prinsinn. Konni gamli kom í land á Raufarhöfn í morgun með 3 tonn, það er vitlaust veður, en þeir fóru út aftur..
Mál að linni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2007 | 23:33
Amma á bláu skýi..
Jæja... Nú er maður búin að kikja á nýjasta fjölskyldumeðliminn og er skemmst frá því að segja að hann er bara yndislegur drengurinn.. Hann sagði: Komdu nú sæl og blessuð amma, þegar hann sá mig,, eða mér fannst hann langa til þess en þó hann sé stór, fallegur og mjög gáfulegur er hann nú ekki farinn að tala, en það styttist í það.. Hann er bara alveg eins og pabbinn, það er alveg ótrúlegt hvað hann er likur honum.. Nei... nei það er ekkert ótrúlegt.. Siggi er mjög frekur þegar kemur að genunum.
Vala var mjög hress, ekki hægt að sjá það á henni að hún hafi verið að fæða þennan mola, og Harpa Hlín var mjög hrifin af litla bróa, klappaði honum og kyssti.. Ellen Helga er líka orðin spennt að koma norður, til að skoða litla...Við hittum Orra ekki í dag, en töluðum við mömmu hans, tökum hann með í næstu heimsókn...
En í annað... Það var messa á Hornbrekku á sunnudag og ég dreif mig í sönginn, það var góð ræðan hjá Mundu eins og alltaf, hún var að tala um hamingjuna og vitnaði í bókina hennar Lindu Pé, sem var falleg fræg og rík, en hún hefur ekki alltaf verið hamingjusöm blessunin. í stuttu máli sagði presturinn að að þó við keyptum okkur nýjan bíl, eða ný brjóst (já Munda sagði: ný brjóst) gerði það okkur ekki hamingjusöm, því eins og við vitum vonandi flest, fæst hamingjan ekki keypt, heldur kemur hún innanfrá. Maður þarf að vera sáttur við sjálfan sig og glaður með það sem maður hefur..
Í dag er ég mjög hamingjusöm... Allir í fjölskyldunni minni eru frískir... í dag...og hvað er hægt að biðja um meira... EKKERT.. Ekkert annað skiptir máli, þegar maður hefur upplifað annað finnst manni hlægilegt að gera sér rellu út af einhverju veraldlegu dótaríi.. Ég gleðst yfir því að bíllinn minn fari í gang á morgnana...og hann frýs ekki fastur meðan ég er í vinnunni..(það hefur gerst)..ó..já..
Heilsaði upp á frænkur mínar á Hornbrekku, Siggu og Dóru Ingimundar.. fæ mér yfirleitt kaffi með þeim eftir Hornbrekkumessurnar. Það er svo gaman að spjalla við þær og svo slúðrum við Sigga um ættingjana, sem er skemmtilegt.. Ólöf vinkona mín verður eins og Sigga ... eldgömul og eiturhress á tíræðisaldrinum... man allt..verður örugglega alltaf að leiðrétta mig og segja mig bulla...nei alveg rétt.. ég verð dauð löngu á undan henni .. út af sígarettunum.. jæja það verður bara að vera svo..Ólöf verður sjálfsagt með börnunum mínum á Hornbrekku...það eru Ingimundargenin.. nú er ég alveg búin að missa mig í vitleysu.. svo best að linni að sinni. djö..rímaði þetta flott
Ókey.. er skal viðurkenna ... að ég myndi ekki fara í fýlu þó ég fengi nýrri bíl...kannske nýtt nef, því ég er með MJÖG FLOTT BRJÓST.. þegar þau eru í brjóstarhaldaranum...
þetta var svo flott áðan..
best að linni að sinni..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2007 | 12:14
VELKOMINN Í HEIMINN...
ELSKU VALA ÖSP, SIGURÐUR ÓLI, HARPA HLÍN OG VIÐ ÖLL HIN...ELLEN, ORRI, ÖMMUR, AFAR, FRÆNKUR OG FRÆNDAR..
TIL HAMINGJU MEÐ LITLA ENGILINN.
Já hann er kominn í heiminn 18 merkur og 55 sm. strákurinn. Allt gekk vel og heilsast móður og barni fínt.. Hann var nefndur strax ..KONRÁÐ ÞÓR.. svo afi Konni hefur eignast alnafna og er ekkert smá grobbinn.. Fallegt af þeim að yngja gamla upp, veit að þeim þykir báðum voða vænt um karlinn.
Við erum að fara inneftir að kíkja á prinsinn, svo reikna má með myndum af honum í kvöld á síðunni.
bæjó..amma Sigga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2007 | 18:30
Aldrei fór ég út...
Ég er búin að vera á leið út á göngu í allan dag, en eins og alvöru kona ákvað ég að fara fyrst í sturtu, þegar það var búið kom kaffið og hafragrauturinn, á meðan ég át grautinn fór ég að hlusta á útvarpið og tafðist.. Konni fór svo á Ak að ná í Lenu sem er hálf slöpp og ætlar að eyða helginni hjá mömmu og pabba...og vinkonum sínum hér..Svo ég ákvað að bíða með gönguna þar til Konni kæmi aftur og draga hann með mér,,(Honum veitir nú ekki af hreyfingunni).
Svo ég fór að læra, klára vikuverkefnið og senda frá mér. Á meðan ég velti ýmsum spurningum fyrir mér skúraði ég húsið hátt og lágt, og þreif WCin.. svo komu þau innanað..fór að spjalla við Lenu, gefa henni næringu, svo áfram að læra og missti af göngutúrnum því nú er komin éljagangur og ég nenni ekki út i vonda veðrið... Guðný segir mér reyndar reglulega að það sé ekki til vont veður..bara illa klætt fólk...Svona er þetta ansi oft hjá mér.. ég er alveg að fara að gera eitthvað , en fyrst þarf ég að gera annað og svo..og svo...
En ég fékk 8,5. fyrir lokaverkefnið í klukkunni og er lukkuleg með það... meðaleinkunn okkar í bekknum var 5.8 og var hún Guðlaug kennari ekki par ánægð með það. En ég get vel við unað.
Mamma, Arnar og Arna Dögg horfðu á X-faktor með okkur í gærkvöldi þega Inga ..dívan okkar var send heim.. Það var nú alveg fyrirsjáanlegt eins og þessi þáttur er orðin, ekkert kemur á óvart. Inga söng eins og engill fannst okkur, ég fékk gæsahúð og alles..Ég hlustaði svo á viðtal við hana hjá Gulla Helga í morgun. hún var mjög skemmtileg, og talaði fallega um fjörðinn fagra og fólkið sem hann býr.
Nú er 17 mars og samkvæmt kokkabókum lækna er Vala skráð í dag... svo er bara að sjá hversu lengi bumbubúinn lætur bíða eftir sér..Gummi Ga á afmæli og Steini litli Þorra og Gúu.. Til hamingju með daginn drengir..(Skýring: Gummi Ga=Gummi Garðars, Þeir voru kallaðir Gummi Ga og Gummi Gumm, vinirnir, hann og Gummi bróðir)
Konni kom heim í gær, úr besta túrnum sínum á Aron, var með 11 tonn...helv. gott hjá karli. Ég sendi hann svo í klippingu til Hófu í dag, svo hann er komin með páskalúkkið...
Gott að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 11:50
Jæja..jæja..
Ég varð bara að klippa þennan ræðubút og setja hér á bloggið mitt.. Svo halda sumir að það sé leiðinlegt í vinnunni hjá mér... það er öðru nær, þetta brot af umræðum i þinginu frá því í jan. 1973 segir meira en mörg orð, um hvað maður rekst oft á skemmtilegar umræður og orðheppna þingmenn. Þeir eru auðvita jafn misjafinir og við hin. En ... jæja .. þýðir ekki bara jæja... heldur jæææja..
(Stefán Jónsson Þingmaður .)
Ég man eftir lítils háttar úttekt á smáorðinu jæja, upphrópuninni jæja, sem gerð var í félagahóp nokkurra rithöfunda fyrir allmörgum árum! Sjálfur man ég eftir fyrsta áhrifaríka jæjinu, þegar ég var fyrir innan fermingu, í fyrsta sinn verkamaður og tók þátt í verkfalli suður í Álftafirði, þegar verið var að byggja hlöðu hjá Birni í Múla. Það hafði nýlega verið stofnað verkalýðsfélag á Djúpavogi, og samkv. samningum áttum við að hafa klukkutíma í hádegismat. Þegar við vorum búnir að borða, eftir 10 mínútur, og höfðum setið í 5 mínútur, stóð Björn í Múla upp og sagði: jæja. Við stóðum allir á fætur og fórum að vinna. Þetta skeði annan daginn. Þegar við höfðum borðað og setið í 5 mínútur, stóð Björn í Múla upp og sagði: jæja. Og við stóðum á fætur og fórum að vinna. En þá tóku forustumenn sem eldri voru og vanari í verkalýðsmálum, sig til og ákváðu, að næsta dag skyldum við sitja kyrrir, þótt hann segði jæja. Björn í Múla lék sama leikinn. Hann reis á fætur og sagði: jæja, en við sátum kyrrir, og hann horfði á okkur og beið svolitla stund. Svo settist hann hjá okkur, og eftir nokkur andartök reis hann enn á fætur og sagði: jæja, en við sátum kyrrir. Þetta var svokallað verkfallsjæja.Af því að ég er að reyna að lýsa þessum blæmun í upphrópun og dýpt hans, hér í sölum Alþingis, þá ætla ég að segja ykkur frá pólitísku jæja, sem Jörundur Brynjólfsson frændi minn, útskýrði fyrir mér, þegar ég hitti hann eftir að hafa ákveðið að fara í framboð norður í landi, og hann sagði: Þú ert að fara í framboð, Stefán minn. Já sagði ég, og nú þyrfti ég kannske á þínum ráðum að halda, af því að þetta hef ég ekki gert áður. Hvernig á maður að fara á bæjargang í pólitísku framboði og banka þar upp á? Hann sagði: Þú ert nú vanur að fara á bæjargang, þú hefur gert það í 25 ár. Og þá sagði ég: Það var allt annað mál, þá var það í ærlegum tilgangi, ekki til þess að biðja um atkv. Hann sagði: Ég get aðeins gefið þér eitt ráð. Þegar þú bankar og bóndinn kemur til dyra og þið hafið heilsast og eruð búnir að tala um veðrið og sauðburðinn, sem mun nú standa hæst, þegar þetta skellur yfir, þá mátt þú ekki segja jæja. Af hverju?" spurði ég. Sá ykkar, sem segir fyrr jæja, hann tapar, sagði hann.Ég man eftir hættulega jæja líka, úr því að ég er byrjaður að tala um þetta smáorð. Það skeði úti í Kaupmannahöfn og blandast í þetta þrír Skúlar: Skúli Skúlason, Skúli Þórðarson, sem kallað var kollega, og Skúli Brynjólfsson, sem var bátsmaður á Stelln Polaris í siglingum á milli Kaupmannahafnar og Newcastle. Það skeði um líkt leyti, að Skúli Brynjólfsson kom til Kaupmannahafnar, þar sem hann var vanur að eyða landvistarleyfum sínum í að berja Dani, og Skúli Skúlason kom til Kaupmannahafnar í fyrsta sinn, ekki mjög vel að sér í dönsku. Hann var handtekinn á knæpu þeirri, sem nú heitir Kakadúbar, fyrir að hafa barið niður lífvörð hans hátignar og tekið af honum húfuna, --- þið kannist við þessar háu húfur þeirra loðnu, --- tekið af honum húfuna og selt upp í hana. Vitaskuld var það Skúli Brynjólfsson, sem barði manninn.Skúli Skúlason var handtekinn fyrir þennan verknað. Þegar þetta hafði verið lesið fyrir honum, þá sagði hann ekkert annað en jæja. Honum var stungið inn, og um morguninn var hann ekki látinn laus, heldur var honum sagt, að hann hefði játað á sig verknaðinn kvöldið áður. Og í prótokoll stóð, að hann hefði sagt: ja, ja. Skúli kollega var fenginn til að leiðrétta misskilninginn og útskýra merkingu jæja á dönsku.
Þar hafið þið það...
Fór á Akureyri í gær, með vögguna svo það væri nú klárt.. Harpa var mjög ánægð að fá hana í hús.. og vildi leggja sig strax.. Hitti líka dætur mínar 2. Borðaði með þeim og við hlógum og skemmtum okkur saman, það er nefnilega ekki á hverjum degi sem við hlægjum að vitleysu úr Freyju.. Hún gerir yfirleitt ekki mikið af vitleysum. Hún hélt semsagt að Júlíana Ingva og Inga sæland væru systur og hefur spunnist mikil della í kringum það í hausnum á Freyju.. Já stundum gæti maður haldið að Freyja væri dóttir mömmu sinnar...
Ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 09:41
HÚN Á AFMÆLI Í DAG...
Elsku frænka, vinkona pjönk..ARNA BJÖRK .. á afmæli í dag..hún á afmæli í dag .. hún á afmæli hún Arna.. hún á afmæli í dag.. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN DÚLLAN .. FRÁ OKKUR Á HLÍÐARVEGINUM..
Hef verið að hugsa til þess tíma í morgun, Arna!þegar þú komst fyrst í fjörðinn og í fjölskylduna þína hér.. 2 ára svo skemmtileg og falleg snáta, Hvað manni þótti strax mikið mikið vænt um þig stelpa..hvað það var gaman að passa þig, þú varst svo skýr krakki..ertu það ekki enn??? líka falleg og skemmtileg.. þarf kannski að spyrja Hálfdán að þessu síðastnefnda...Megi öll afmælisbörn dagsins eiga góðan dag..
Ég var búin að segja Völu að 15. mars væri góður dagur til barneigna, svo nú er bara að bíða og sjá hvort hún hlustar á tengdamömmu..Líka gott að hver eigi sinn afmælisdag í friði...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 23:27
Eins gott að passa sig..
Nei... nú teppalegg ég baðherbergið.. Það getur verið stórhættulegt að bursta í sér tennurnar, eða ég gerist svo mikill dýra og náttúruverndarsinni að ég hætti að bursta tennurnar svo ég drepi nú ekki blessaðar bakteríurnar... nei þetta er nú bara smá grín hjá mér... er að prufa að blogga um frétt af mogganum og valdi þessa skemmtilegu frétt frá Hong Kong..
Svo er bara að vona að hún hangi við bloggið þegar ég vista, þá hef ég gert þetta rétt... annars....... verð ég að reyna aftur
Festi tannburstann í kokinu á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 10:14
Ömurlegt..
Ömurlegt var að heyra fréttir í morgunn, sjóslys fyrir vestan.. 2 menn á þrítugs og fimmtugsaldri látnir. Það slær um mann óhug og þurfti ég að bæta á mig peysu, því mér varð kalt..Einhversstaðar stendur að feigum sé ei forðað né ófeigum í hel komið.. Maður má ekki heldur storka örlögunum...
Var á Menningarmálafundi í gær, SP'OL vill nú fá drjúga húsaleigu fyrir fuglasafnið, en bærinn hefur ekki greitt leigu undanfarin ár.. Manni finnst það nú helv..hart þegar Sparisj. Svarfdæla gefur sínu fólki eitt stykki menningarhús 200 millur, þá heimtar Mýrarsjóðurinn húsaleigu, Þeir voru reyndar að missa mjög góða tekjulind sem starfsstöð Alþingis er, en þeir geta nú sjálfum sér um kennt að við fluttum. Ég er nú ekki að tala um að það sé ekki í lagi að borga einhverja húsaleigu, en það má nú milli vera. Spurning að finna nýtt húsnæði fyrir fuglasafnið...
Vala hittir fæðingarlækninn á morgunn, meira hvað maður er spenntur... úúúú..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 16:20
GAMAN 'I VINNUNNI
GUNNA SVILKONA ER 45 ÁRA Í DAG..... TIL HAMINGJU
Vó hvað það er gaman að vera flutt í vinnunni, eini gallinn er að það er enginn vinnufriður, fólk alltaf að koma í heimsókn.. NEI DJ'OK... svona er að vera komin á jarðhæð og vera orðinn sýnilegur vinnustaður.. Þinglok eru 15 mars, svo fljótlega upp úr því kemur einhver til að taka atvinnuviðtöl við þá sem sóttu um þessi 2 viðbótarstörf sem bætast við... það verður skemmtilegt að fá fleiri vinnufélaga, 5 er góð tala á vinnustað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)