Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Gleðilegt sumar

Átti góða langa helgi með mínum yndislegu barnabörnum og Konna mínum. Ellen kom á miðvikudag og við skelltum okkur beina leið í keilu, þar sem Freyja, Hörður, Arna Dögg, Sigga og fleiri voru að spila. Ellen fannst það nú ekki leiðinlegt.

Harpa mætti svo til okkar á fimmtudag og má segja að hún hafi ekki vikið frá systur sinni alla helgina. Sund og sólbað meðan veður leyfði, en á föstudag dró fyrir sólu og fór að kólna og snjómugga. Við Konni minn skelltum okkur út að borða á STRIKINU á föstudagskvöld og í leikhúsið á næstsíðustu sýningu á Fló á skinni.. mjög gaman... Á laugardag bættist svo Konni júníor í hópinn og svaf hjá okkur meðan mamma og pabbi fóru í bíó og eitthvað skemmtilegt.. Hann var ósköp góður litli kúturinn nema þegar hann átti að fara að sofa, en það tók fljótt af, enda var hann orðinn uppgefinn á okkur og systrum sínum og ekki má gleyma Perlu hundi sem hefur sofið meira og minna síðan á sunnudag, enda fékk hún engan frið þessa daga og var á stanslausum flótta undan börnunum.. Múhahaha..

Þær systur fóru í sunnudagaskólann og horfðu á brúðuleikhús.. Einar Áskell. Hörpu fannst mjög gaman en Ellen sagði þetta hafa verið aðeins og "barnalegt" fyrir sinn smekk..Hún er að stækka stelpan sú.

Harpa Hlín grét svo á heimleiðinni eftir að Ellen Helga stóra systir var farin í flugvélina á leið suður.. saknaði hennar svoooo mikið.

Freyja, Hörður og Lena komu svo að sunnan á sunnud. kvöld og skildist mér á þeim systrum að það hafi verið fjör.. bæði í Kringlunni og Smáralind.HEHE

Það voru þreytt, en ánægð amma og afi sem fóru snemma í bólið um kvöldið. 

Það er ekki hægt að segja að það sé sumarlegt um að litast i firðinum fagra. Það snjóar og snjóar úti en ég segi samt...

                               Smile GLEÐILEGT SUMAR.......Smile


Sól í heiði

Enn leikur veðrið við okkur norðlendinga. Sólin skín og það sem meira er að það er logn. Átti góða helgi, Harpa Hlín gisti hjá mér á föstudagskvöld og horfðum saman á Eyþór vinna sæti í Bandinu hans Bubba, ásamt mömmu, Arnari, Þórgunni og Andreu. Þetta var snilld hjá stráknum eins og ég hef margoft talað um.Grin

Við Harpa fórum í smá búðarleik og ég tók eftir því að þegar ég rétti henni "greiðsluna" þá taldi hún ekki peninga í ímyndaðan búðarkassa, heldur renndi hendinni eftir borðinu  eins og hún væri að renna korti í kortarauf.. mér fannst þetta ótrúlega fyndið og umhugsunsrvert, börn í dag sjá sjálfsagt mjög sjaldan, eða aldrei greitt með peningum, og vita vart hvað það er.. ætli krakkar í dag biðji aldrei um pening, heldur bara um kortið takk... ??Cool 

Freyja og Hörður komu svo á laugardag, fórum kaffi og tertur til mömmu, og svo borðuðu þau ásamt Sigurði Óla og fjölsk hjá mér um kvöldið. Freyja er að sauma fermingardress á 2 dömur hér í firðinum svo hún notaði tækifærið til mátunar. Sýndi mér svo myndir af kjól sem hún saumaði á eina stúlku sem tók þátt í Ungfrú Norðuland.. og Þvílíkur kjóll.. svo glæsilegur að ég átti ekki til orð. Hún hafnaði í fimmta sæti stelpan, en ég hefði sett kjólinn í fyrsta sæti, svo flottur er hann..  Smile

Fór auðvita út á göngu með hundinn og í sund með Hörpu á laugardag, tók vel á því í ræktinni á sunnudag og við Hófý gengum lengi lengi með voffana í góða veðrinu..

Sjóararnir alltaf að róa og fiskeríið og veðrið svo gott að karlinn kemur ekkert heim. Vona að þau stoppi nú eitthvað í vikunni eða um næstu helgi. Búin að græja flug fyrir Ellen dansdrottningu á miðvikudag en hún ætlar að koma í langa helgi til okkar.. Bara gaman framundan.

nóg að sinni


Skíðaveður..

Ég var að skoða  síðuna Guðnýjar Vinnuvinkonu-frænku, þar sem hún var á skíðum og að mynda í Skeggjabrekkudal.

Þá rifjaðist upp að foreldrar mínir keyptu sér gönguskíði fyrir sirka 32-33 árum og svo ég tali nú ekki um gallana sem voru nauðsynlegir. Pabbi fékk bláan en mömmu var grænn, úr svona teygjuefni með hvítum röndum niður eftir hliðunum. Ég loka augunum og sé þau fyrir mér á leið upp í Skeggjabrekkudal á gönguskíðunum. Það læðist að mér sá grunur að í það minnsta pabbi sem var sóldýrkandi nr. 1, hafi verið að ná sér í brúnku á kroppinn, frekar en að stunda holla útivist og sjálfsagt mamma líka. Í þá daga var yfirleitt krökkt af léttklæddu fólki, aðallega konum á gönguskíðum á dalnum, nægur snjór og sól og logn. Alveg eins og á myndunum hennar Guðnýjar.

Sjálf fór ég eina svona ferð með mömmu. Ég var á pabba skíðum og skónum nr. 45.  Þetta var í fyrsta skipti sem ég steig að gönguskíði og gekk vel að ganga fram dalinn á brjóstarhaldinu einu að ofan.  Með sólina í fanginu og þvílík fegurð. Það fór heldur að kárna gamanið að komast til baka og renna niður í móti. Ég man að mjög fljótt tók ég af mér græurnar og gekk í bæinn, og komst við illan leik aðframkomin af þreytu  heim.

Fór svo aftur á gönguskíði tvisvar sinnum árið 2000 og hef látið það gott heita. Þá voru stelpurnar mínar að reyna að kenna mér og láta mig renna niður litla brekku en ég var skíthrædd. Ég viðurkenni þó að þegar veðrið er svona fallegt eins og hefur verið undanfarna daga, vildi ég alveg geta notað eitthvað af þeim græjum sem eru í geymslu hjá okkur, af dætrunum sem eru miklar göngudrottningar.. Hver veit nema að ég skelli mér.... og  þó...

Annars.. helgi framundan og ætlar Harpa dúlla að gista hjá ömmu og við ætlum að hafa það huggulegt með Perlu. Sjóararnir mínir ætla að koma við í firðinum fagra á leið sinni á Skagagrunn (held Ég) fá sér hrein föt og svoleiðis, en nú er svo gott veður að þau koma bara ekkert heim, heldur róa og róa og fiska og fiska..

Þannig er það nú..


Bara skemmtilegheit..

Bara assgoti skemmtilegt myndband, ég hló í það minnsta og það hef ég ekki gert undanfarin ár þega júró- myndböndin hafa litið dagsins ljós... Vona að þetta dugi til að vekja athygli á laginu og hali inn atkvæðum.. Jú .. það er nú það sem allt snýst um.. Áfram Eurobandið.

Endilega kíkið á þetta..LoL

Veðrið leikur við okkur hér í firðinum fagra og fjölgar mjög í sunlaug og pottum sem er ánægjulegt. Þangað ætla ég í slökun eftir vinnu, frí í ræktinni í dag. Eins gott, er orðin drulluþreytt í skrokknum.

Gott að sinni


mbl.is „Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

júró-sjón-AK

Fengum heimsókn frá sjónvarpi Akureyrar í fyrradag á vinnustaðinn. Þeir eru að gera einhverjar fréttir eða þátt um fyrirtæki held ég. Okkur Guðnýju þótti ekkert skemmtilegt að fá þessa heimsókn, þ.e.a.s þegar kveikt var á myndavélinni. Allt í lagi að spjalla við Helga Jóns þar fyrir utan. Skömmuðum hann fyrir að láta okkur ekki vita með fyrirvara. Þegar maður er orðinn fullorðinn eins og sumir á þessum vinnustað, vill maður nú fá að setja upp spariandlitið fyrir myndatöku, ég tala nú ekki um hreyfimynd eins og sjónvarp, þar sem ég er alltaf hrukkandi mig upp eða niður --  hissa- grimm - hissa - grimm.. Neituðum svo  að tala við hann, þ.e.a.s. útskýra vinnuferlið. Helga fannst þetta mjög ólíkt okkur, skildi held ég ekkert í hversu til baka við vorum. Það var ósköp einföld ástæða hjá mér, vaknaði of seint þennan morgunn og fór í sömu peysuna og ég var í daginn áður, með skyr á öxlunum eftir Konna litla, hárið á mér í allar áttir og skurður eftir rúmgaflinn í niður eftir andlitinu, en nei .. þetta sáu ekki karlmennirnir. Engin kona hefði viljað fá mig í viðtal svona útlítandi nema hún væri mjöööög illa innrætt.

Er fegin að þessi sjónvarpstöð, eða hvað þetta er næst ekki í firðinum fagra...

Veðrið æðislegt og við Gulla á leið í ræktina og svo pottinn á eftir. Við erum að lyfta eins og brjálæðingar, ætlum að vera orðnar svaka massaðar í lok maí.. Múhahaha.. Ganga með hundinn Perlu og kóræfing í kvöld. Svo það er alltaf nóg að gera. Sjóararnir mínir á sjó....

Er að hlusta á evróvision- lögin í vinnunni... búin að heyra nokkur góð.. en mikið af ömurlegum lögum fyrir minn smekk að minnsta kosti..

Gott að sinni


Bubba-bandið og helgin í heild

Frábær helgi að baki, sólin skín á mánudegi, spáð hlýnandi veðri.. Bara gott. Smile

Fórum í æðislegt afmæli á föstud til Soffíu mágkonu . Glæsilegar veitingar og skemmtilegt spjall við gesti. Langt síðan ég hef farið í svona holla og góða veislu, sem kom mér ansi vel þar sem ég er komin á stað i ræktinni og er að standa mig rossssalega vel...Konni, Lena og Sig. Óli fóru svo á sjó eftir afmælið.Wizard

Á Laugardag skellti ég mér i puðið og svo í pottinn sem var æðislegt. Við Hófý fórum svo langan göngutúr með hundana, mokaði snjóinn af Altinum afþýddi og þreif ísskápinn og þvoði stórþvott.. eldaði kjötsúpu.. Þvílik orka í kerlunni.. Endaði svo á leiksýningu Leikf. Sigló um kvöldið ásamt mömmu, sem er að trappa sig niður á djamminu eftir skemmtiferð á Örkina með eldri borgurum. Þetta var ágætis afþreying.. ansi vitlaust gamanstykki, of vitlaust fyrir mig. Flest mjög ungir leikarar svo vesturbærinn á ágætis efnivið og gott að vita það. Ójá...

Horfði á Bandið hans Bubba í endursýningu á laugardaginn og ég á bara ekki til orð, held ekki vatni, fer bara í trans þegar ég heyri í Eyþóri Inga.. Það er bara rugl hvað hann er svaðalega góður söngvari, ég var einhverntímann búinn að blogga um þegar ég heyrði í honum í fyrst skipti syngja í Æðruleysismessu á Dalvík fyrir 2-3 árum, þá féll ég í stafi er hann söng Haleljuja.  Vá..Vá.. Vissi strax að hann myndi vinna hvaða keppni sem væri, ef hann tæki þátt. Og það mun koma á daginn næsta föstudag, í  lokaþættinum. Geðveikt.. Vona að hann gefi út plötu sem fyrst...InLove

Aftur í ræktina á sunnudag, það er sko ekkert helgarfrí, þar sem ég tók frí í vikunni og svo í pottinn, risagöngutúr aftur með hundana hjá okkur Hófý. Ís og prins póló, af því veðrið var svo gott. Maður verður líka að verðlauna sig..FootinMouth

Gott í bili

Nóg að gera framundan... Ræktin sem ég er svo dugleg í  eftir vinnu, fundur í menninganefnd, kóræfing í kvöld, nú eru þær orðnar 2 í viku þar sem áformað er að halda tónleika í vor..

 


Dans -dans -dans

WizardHún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag. Hún á afmæli hún Soffía, hún á afmæli í dagWizard

WizardInnilegar hamingjuóskir á 40 ára afmælisdaginn..Wizard

WizardKnús og kossar frá okkur úr firðinum fagraWizard

Stefnan tekin á Akureyri í kvöld að fagna þessum merku tímamótum með Soffíu mákonu og fjölskyldu.

Annars bara allt rólegt á þessum vígstöðvum, Konni og Lena heima vegna veðurs, ég hins vegar hef verið á fundum á hverju kvöldi þessa viku, svo ég hef lítið verið að þvælast fyrir þeim. Ekki má gleyma ræktinni sem ég hef stundað reglulega í 4 daga.... Vá..vá..

Siggi, Vala, Harpa og ég höfðum hug á að fara suður í næstu viku á danssýningu Ellenar Helgu í Borgarleikhúsinu. Svo ótrúlegt sem það er.. þá er uppselt á sýninguna og Lóa og fjölsk. fengu enga miða heldur. Hún ætlar nú að athuga þetta og tala við danskennarann. Mér finnst þetta ekkert smá fúlt, þetta er víst vegna þess að það er bara ein sýning hjá yngsta hópnum og allir vilja mæta, en maður ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar við fórum inn á miði.is til að kaupa miða að allt var búið..

Ég ætla að bjóða dansdrottningunni norður um sumardaginn fyrsta og ef ég  þekki hana rétt, dansar hún fyrir okkur í stofunni, svo við fáum bara einkasýningu í staðinn.

Semsagt: Afmæli í kvöld. Leiksýning leikf. Siglfirðinga annað kvöld, Mér mun ekki leiðast þessa helgi.. 

Vonandi ekki ykkur heldur..góða helgi.


Leikfélag Ólafsfjarðar!!!!

Í gær var ég á fundi um stefnumótun menninga og lista í Fjallabyggð. Í fyrradag var álíka fundur á Siglufirði og mættu 16 manns, áhugamenn um listir og menningu svo og auðvita listamenn. Þessi fundur var auglýstur með góðum fyrirvara á báðum stöðum og var ætlaður til að heyra hljóðið í fólki sem lætur sig þessi mál varða. 6 mættu á fundinn hér, þar af tveir frá bænum, sem auglýsti fundinn og ég sem sit í menningarnefnd Fjallabyggðar. Svo segja má að einungis þrír hafi mætt vegna einlægs áhuga á einhverju málefni sem þessu tengist. Finnst mér það fremur dapurt í bæjarfélagi sem státar sig af Blues hátíð, Berjadögum, Kór, leikfélagi og hinum ýmsu handverks- og listamönnum.

Ég hefði ekki átt að telja upp leikfélagið. Það er í þungum dvala, svo þungum að aðgerðalaus stjórn þess virðist ekki hafa burði til að auglýsa fund og segja þá af sér, ef einhverjir aðrir hefðu áhuga á að rífa upp starf félagsins. Kannske hefur engin áhuga á því í alvöru. Nógu margir eru þó að ræða dauða félagsins á götum úti og hversu ömurlegt þetta ástand sé. Ég er alveg sammála því, en ég mun ekki nenna að rífa það upp, hins vegar er ungt fólk hér í bæ sem eflaust hefði áhuga á að koma til starfa með félaginu ef það risi upp úr dvalanum, fólk sem hefur ekki haft tækifæri, því félagið hefur legið svo lengi niðri.

Í framhaldi af því minni ég á leiksýningu Leikfélags Siglufjarðar sem verður sýnd í Tjarnarborg um helgina og væri gaman að sjá félaga úr L'O fjölmenna, við gætum jafnvel rætt saman um endurlífgun á okkar félagi í hléi.

Er það ekki??


Göngin Héðins..

Hlustaði á viðtal við Bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar í gær eða fyrradag þar sem hún stóð kokhraust við gangamunnan við Múlagöngin Dalvíkurmegin. (Skil samt ekki hvernig hún hefur þorað að fara svona langt á þessum hættulega vegi!!) Hún var að útlista hversu ónýt og úrelt göngin væru og það þýddi ekkert að opna Héðinsfjarðargöng fyrr en búið væri að laga Múlagöngin. Mér fannst umhyggja hennar fyrir okkur Fjallabúum alveg merkileg og ég er nú svo illa innrætt að það hvarflaði að mér að þetta kæmi umhyggju ekkert við, líklega sæi hún færi í því að benda á þetta núna á viðkvæmum tíma fyrir okkur í umræðunni um Framhaldsskólann og sameiningu Heilsugæslunnar. Hún hefur nefnilega í gegnum tíðina virkað ansi tvöföld í roðinu, ef ekki þreföld á stundum. Sko Bæjarstjórinn...Finnst mér.

Annars er kerlan bara hress. Helgarfríinu sem ég tók í ræktinni um miðjan janúar lauk í gær og nú get ég vart staðið upp eða sest, svo mikla strengi er ég með í fótum. En það er bara gott vont. Heyrði í Ellen Helgu í gær og er hún að æfa dans á fullu sem endar með sýningu í borgarleikhúsinu í næstu viku. Gaman væri að skreppa suður, en það er erfitt þar sem þetta er í miðri viku.

Aðalfundur Slysó í gærkveldi, þar var jónína frænka kosin formaður og ég varaf. þar sem sitjandi kerlur vildu út. Við erum ákveðnar í að hafa bara gaman af því að bæta á okkur verkefnum, og skemmta okkur í starfinu framundan. Það eru góðar gellur með okkur Björg Trausta og Inga Eiríks svo þetta verður bara stuð.. ójá..

Sjóararnir að koma heim í kvöld, bræla á morgun. Nú eru að hefjast nýjir tímar hjá mér og breytingar á lífsstílnum, aftur í ræktina, út að ganga með hundinn, henda út rjómanum og hætta bakstri. Ég skal.. ætla get og vil..Ég er nefnilega að ..... .. ...... .

Gott í bili.

 


Ég og Lýður...

Við lýður lottóvinningshafi eigum eitt sameiginlegt. Ég hef að vísu ekki unnið í lottói, en við borðum sama hádegismatinn: smjörsteikta humarhala í hvítlauk og rjóma. Já takk fyrir. Það er ekkert slor fæðið á mínu heimili.

Ástæðan fyrir flottheitunum er að hún Lena mín kokkar um borð hjá pabba sínum og ákvað að vera voða góð við strákana eftir mikla aflahrotu og keypi humar til að elda.. svo kom bræla og frostið farið úr hölunum svo hún tók þá með sér heim til að gleðja mömmu. Hún fékk líka kennslu í hvernig maður hreinsar og eldar herlegheitin. Henni þótti ekki gaman að skelfletta kvikindin og því síður þegar ég lét hana draga skítaröndina úr þeim...Með augnháraplokkaranum sínum.. Múhahaha..

En hún tók hraustlega til matarins þegar hann var komin á matarborðið.

Ég reikna ekki með þvi að hún kaupi aftur humar í kostinn um borð... Wink

Litlu krílin Harpa og Konni eru lasin þessa dagana og komast ekkert út greyin. BlushVonandi að þau fari að hressast krúttin. Konni litli er farin að ganga eins og herforingi og finnst það æðislegt.. hann stoppar ekki ...

Nú er komið að því að helgarfríið í ræktinni sem ég fór í um miðjan janúar taki enda. Ég hef lofað sjálfri mér því að mæta í síðasta lagi á mánudag.. síðasta lagi..  síðasta lagi.. muna það.. Er að hressast með hverjum deginum eftir flensuna svo ég hef enga afsökun lengur.. svo er annað sem ýtir vonandi á mig... ég er nefnilega að ..... .. ......! það er nú það og gettu nú..

Ég ætla að baka mér góða eplaköku á sunnudaginn og gefa kannske einhverjum með mér, Konni minn verður á sjónum en Lena fær frí fram á sunnudag, ætlar að passa upp á fæðið á hundinum sem hún segir að ég sé drepa hann vegna ofáts. Hún hrópaði upp yfir sig þegar hún kom heim í gær, að Perla væri orðin þvílíkt feit.. Ég sé það ekki, er svo meðvirk en viðurkenni að hún borðar alltaf með mér og álíka mikið og ég svo það er líkilega eitthvað til í þessu þar sem ég er 177 sm en hún 40 sm..úpps. Líklega springur hún einhvern daginn ef ég held svona áfram..

Góða helgi og verið eins góð við aðra og þið viljið að aðrir séu við ykkur.. Ég ætla að vera góð við Perlu og gefa henni lítið og hollt að borða..

djúpt mar...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband